Regína Ásvaldsdóttir
regina@mos.is
Hægt er að bóka viðtal, símtal eða fjarfund í síma 525-6700 eða með tölvupósti, mos@mos.is, þar sem nafn, símanúmer og erindi kemur fram.
Regína hefur áralanga farsæla reynslu af stjórnun og rekstri á vettvangi sveitarfélaga. Hún var sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í fimm ár frá 2017-2022. Áður gegndi hún stöðu bæjarstjóra Akraneskaupstaðar árin 2013-2017. Þá hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, verið skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar.
Regína er með meistarapróf í hagfræði frá Háskólanum í Aberdeen, diplóma í opinberri stjórnsýslu og cand. mag. í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Osló. Á ferli sínum hefur Regína átt sæti í fjölmörgum stjórnum og starfshópum, nú síðast starfshópi sem skilaði tillögum um húsnæðismál til þjóðhagsráðs í maí síðastliðnum. Regína hefur marktæka reynslu af stefnumótun og breytingastjórnun og hefur leitt vinnu við stefnumótun á sviði velferðarmála og atvinnumála. Velferðarsvið hefur ennfremur verið leiðandi svið hjá Reykjavíkurborg þegar kemur að stafrænni þróun og áherslu á þjónustustjórnun.