Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Þess­ar flottu kon­ur sem prýða for­síðu fe­brú­ar pist­ils­ins eru í Li­ons­klúbbn­um Úum hér í Mos­fells­bæ. Ég hitti þær eitt kvöld­ið í byrj­un fe­brú­ar og var með kynn­ingu á því helsta sem er að gerast í bæn­um og það urðu svo fjör­ug­ar um­ræð­ur að ég fór langt yfir tíma­mörkin. Þær færðu mér fána og rauða heima­prjón­aða vett­linga að gjöf þeg­ar ég kvaddi. Li­ons­klúbb­ur Mos­fell­bæj­ar á merki­lega sögu hér í bæ þar sem fé­lag­ið byggði fyrsta áfanga dval­ar­heim­il­is aldr­aðra, sem nú heit­ir Hamr­ar hjúkr­un­ar­heim­ili.  Pen­inga­söfn­un klúbbs­ins til verk­efn­is­ins hófst upp úr 1970 og fyrsta skóflu­stung­an var tekin 26. nóv­em­ber 1976.  Verk­inu tókst að ljúka far­sæl­lega og þann 12. júlí 1980 var hús­ið af­hent Mos­fells­bæ full­bú­ið.  Árið eft­ir unnu klúbb­fé­lag­ar svo við   stand­setn­ingu lóð­ar­inn­ar um­hverf­is hús­ið. Li­ons­klúbbur­inn Úa hef­ur hald­ið áfram að styrkja og styðja hjúkr­un­ar­heim­il­ið og gef­ið gjaf­ir í gegn­um tíð­ina. Í fyrra færði klúbbur­inn hjúkr­un­ar­heim­il­inu tvær raf­drifn­ar loft­dýn­ur. Það er dýr­mætt fyr­ir hvert sam­fé­lag að eiga öfl­uga sjálf­boða­liða sem styðja við góð mál­efni.

6. fe­brú­ar var dag­ur leik­skól­ans hald­inn há­tíð­leg­ur og af því til­efni heim­sótt­um við Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir sviðs­stjóri fræðslu og frí­stunda­sviðs og Þrúð­ur Hjelm, leið­togi leik­skóla­mála leik­skól­ann Hlað­hamra og færð­um Svein­björgu Dav­íðs­dótt­ur leik­skóla­stjóra orða­bók að gjöf. Þær eru kamapa­kát­ar, Gunn­hild­ur, Svein­björg og Þrúð­ur á einni af mynd­un­um sem fylgja þess­um pistli. Við opn­uð­um líka nýja heima­síðu leik­skól­ans og frum­sýnd­um þetta mynd­band um starf­ið í skól­an­um.

Þá  héld­um við líka upp á það að Vala leik­skóla­kerfi og smá­for­rit­ið (app­ið) Vala séu til­bú­in til notk­un­ar fyr­ir for­eldra til að gera um­sókn­ar­ferli í leik­skóla ein­fald­ara og upp­lýs­ingaflæði betra á   milli leik­skóla og for­eldra. Smá­for­rit­ið (app­ið) Vala er hugsað fyr­ir dag­leg sam­skipti og þar geta for­ráða­menn séð til­kynn­ing­ar, frétt­ir, skila­boð, mat­seðla og við­burða­da­gatal leik­skól­ans.Með til­komu Völu leik­skóla er Mos­fells­bær kom­inn með sama kerfi fyr­ir leik­skóla, mötu­neyti grunn­skóla, vetr­ar- og sum­ar­frístund og vinnu­skól­ann. Á einni af mynd­un­um með þess­um pistli má sjá þær Rósu rit­ara í Krika­skóla og Vikt­oríu skóla­stjóra með app­ið en inn­leið­ing­in hef­ur geng­ið von fram­ar í skól­an­um.

Á sama tíma hafa vef­síð­ur leik­skóla ver­ið upp­færð­ar og sam­ræmd­ar og þá stend­ur yfir vinna við að upp­færa og sam­ræma einn­ig vefi grunn­skól­anna.

Ann­ars ein­kennd­ist fe­brú­ar af tölu­vert mik­illi snjó­komu. Það komu dag­ar þar sem færð­in var mjög erf­ið, sér­stak­lega í ákveðn­um hlut­um bæj­ar­ins og það komu marg­ar ábend­ing­ar til um­hverf­is­sviðs og þjón­ustu­vers með ósk um betri þjón­ustu. Það komu líka þakk­ir fyr­ir mokst­ur­inn úr ákveðn­um hverf­um. Þetta eru vís­bend­ing­ar um að  þjón­ustu­stig­ið sé kannski ekki al­veg eins alls­stað­ar í bæn­um. Nú­ver­andi samn­ing­ar um snjómokst­ur renna út á ár­inu og því er tæki­færi til að rýna vel út­boðsslýs­ingu og taka ákvörð­un um þjón­ustust­ig áður en boð­ið verð­ur út að nýju.

Að þessu sögðu þá vil ég þakka þeim fjöl­mörgu starfs­mönn­um og verk­tök­um sem hafa ann­ast snjómokst­ur­inn af mik­illi elju og metn­aði fyr­ir Mos­fells­bæ. Þeg­ar snjó­ar  þá vinna þeir frá fjög­ur að nóttu og langt fram á kvöld. Kröf­ur fólks um þjón­ustu eru að aukast og breyt­ast með aukn­um áhersl­um á t.d. notk­un heils­árs­dekkja í stað nagla­dekkja og með aukn­um fjölda raf­bíla sem eru ekki endi­lega fjór­hjóla. Þá vill fólk fara út og njóta þess að ganga á rudd­um stíg­um á fal­leg­um vetr­ar­dög­um og þetta hef­ur allt áhrif á ósk­ir um hærra þjón­ustust­ig í snjómokstri.

En sem bet­ur fer eru að­r­ir sem hafa ver­ið him­in­lif­andi með snjó­kom­una vegna þess að þá er hægt að njóta þess að fara á skíði, í Bláfjöll­um og á göngu­skíði víða um höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Göngu­braut­in við Blikastaði hef­ur sleg­ið ræki­lega í gegn hjá Mos­fell­ing­um og öðr­um höf­uð­borg­ar­bú­um. Eins og kom fram í síð­asta pistli sam­þykkti bæj­ar­ráð að  fara í sam­vinnu við Icebike Advent­ur­es, þau Magne Kvam og Ástu  Briem sem eru með Spor­ið og hafa ver­ið að leggja braut­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Magne gerði síð­an til­raun með lagn­ingu braut­ar á Mos­fells­heiði sem kom mjög vel út. Á face­book síðu Spors­ins eru ný spor kynnt um leið og þau eru til­bú­in.

Og nem­end­ur í leik­skól­an­um í Helga­fell­skóla nutu þess svo sann­ar­lega að læra á göngu­skíði. Skól­inn fékk sér­stak­an styrk úr Klöru­sjóði til að fjár­festa í göngu­skíð­um til kennslu í leik­skól­an­um. Mynd­band­ið um skíða­kennsl­una sló al­gjör­lega í gegn en tæp­lega 58 þús­und manns horfðu á það á face­book síðu Mos­fells­bæj­ar. Vel gert Helga­fells­skóli!

Um miðj­an fe­brú­ar kom Guð­jón Svans­son til starfa sem nýr íþrótta-og lýð­heilsu­full­trúi. Okk­ar góði Sig­urð­ur Guð­munds­son lét af störf­um í árslok eft­ir ára­tuga starf fyr­ir Mos­fells­bæ. Ég færi hon­um bestu þakk­ir fyr­ir frá­bær störf í þágu sam­fé­lags­ins í Mos­fells­bæ. Verk­efni Guð­jóns verða víð­tæk­ari eins og tit­ill­inn ber með sér, þ.e. aukin áhersla á lýð­heilsu­mál. Mos­fells­bær hef­ur sett sér  lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefnu en verk­efni Guð­jóns felast með­al ann­ars í því að gera að­gerða­ætlun á grunni stefn­unn­ar og fylgja verk­efn­um eft­ir. Stefn­an er mjög metn­að­ar­full og snýr að börn­um og ung­ling­um og ým­isskon­ar for­vörn­um, ör­ygg­is­mál­um, áfeng­is-og vímu­efna­mál­um, virkni ein­stak­linga, heilsu­efl­ingu, úti­vist og sam­göng­um.

Stýri­hóp­ur um fram­tíð­ar­nýt­ingu Varmár­svæð­is­ins var sett­ur á lagg­irn­ar í janú­ar og  hef­ur fundað þrí­veg­is og far­ið í vett­vangs­heim­sókn í Úlfarsár­dal. Eitt af mik­il­væg­um verk­efn­um er þarf­agrein­ing fyr­ir nýja þjón­ustu- og að­komu­bygg­ingu við íþróttamið­stöð­ina að Varmá. Nýrri þjón­ustu- og að­komu­bygg­ingu er ætlað að verða mið­punkt­ur íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar þar sem veitt er ým­is­kon­ar þjón­usta með fjöl­breyttri að­stöðu fyr­ir ið­k­end­ur, starfs­fólk og gesti.

Mik­il­væg­ur lið­ur í þarf­agrein­ing­unni er spurn­inga­könn­un með­al hag­að­ila og íbúa. Markmið henn­ar er að afla upp­lýs­inga um þarf­ir og vænt­ing­ar ólíkra hópa til þjón­ustu- og að­komu­bygg­ing­ar­inn­ar. Könn­un­in hef­ur þeg­ar verði send á ýmsa hag­að­ila svo sem ið­k­end­ur og for­sjár­að­il­ar, starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar sem vinn­ur á eða tengt íþrótta­svæð­inu að Varmá, starfs­fólk íþrótta­fé­lag­anna, þjálf­ara og sjálf­boða­liða. Könn­un­in er einn­ig opin öll­um íbú­um, því að sjálf­sögðu vilj­um við heyra radd­ir sem flestra íbúa og hvetj­um því öll til þátt­töku í henni en hún verð­ur birt og kynnt á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar.

Vinnu samn­inga­hóps á veg­um SSH og rík­is­ins við end­ur­skoð­un sam­göngusátt­mál­ans mið­ar ágæt­lega og von á nið­ur­stöð­um á næstu vik­um. Lík­lega hef ég sagt þetta áður en það verð­ur að segjast eins og er að jarð­hrær­ing­ar og eld­gos hafa seinkað þess­ari vinnu um­tals­vert enda stór við­fangs­efni sem rík­is­vald­ið hef­ur feng­ið í fang­ið. Sam­göngusátt­mál­inn sem er frá ár­inu 2019 inni­held­ur fram­kvæmda­áætlun þar sem stærstu verk­efn­in eru ell­efu stofn­vega­verk­efni og sex lot­ur Borg­ar­línu. Auk upp­bygg­ing­ar inn­viða fyr­ir virka ferða­máta og fjár­mögn­un í um­ferð­a­stýr­ing­ar og að­gerð­ir fyr­ir auk­ið um­ferðaflæði og ör­yggi. Heild­ar­fjármögn­un höf­uð­borgarpakk­ans  var áætluð 120 ma.kr. á verð­lagi árs­ins 2019. Sam­komulag var um fjár­mögn­un verk­efn­is­ins, sem skipt­ist  á milli beinna fram­laga rík­is og sveit­ar­fé­laga, flýti- og um­ferða­gjalda (eða önn­ur fjár­mögn­un sbr. 4. gr. sátt­mál­ans) og ábata af sölu Keldna­lands.

Til­efni upp­færsl­unn­ar eru breyt­ing­ar á kostn­að­ar­áætl­un­um til hækk­un­ar og rösk­un á fram­kvæmda­áætlun sátt­mál­ans, mik­il­vægi þess að ákveða rekstr­ar­form nýs kerf­is al­menn­ings­sam­gangna sem og inn­viða og þörf fyr­ir mörk­un og skil­grein­ingu fram­kvæmda þann­ig að fyr­ir liggi hvaða þætt­ir ein­stakra fram­kvæmda sveit­ar­fé­laga eru greidd­ir af sam­göngusátt­mál­an­um og hverj­ir ekki.

Frá ár­inu 2016 hef­ur íbú­um  á svæð­inu fjölgað um 34 þús­und og skráð­um bíl­um um 29 þús­und. Að jafn­aði hafa því um 90 íbú­ar og 70 bíl­ar bæst við um­ferð­ina á gatna­kerfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í hverri viku með til­heyr­andi álagi á inn­viði. Það er því mik­il­vægt að ráð­ast í um­fangs­mikl­ar um­bæt­ur á sam­göngu­kerf­inu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þeg­ar ég skoða dag­bók­ina mína fyr­ir fe­brú­ar þá tel ég 111 fundi á þess­um fjór­um vik­um. Mjög marg­ir fund­ir eru að sjálf­sögðu inn­an­húss, vegna und­ir­bún­ings bæj­ar­ráðs og bæj­ar­stjórn­ar, fund­ir með sviðs­stjór­um vegna fram­gangs ein­stakra verk­efna ofl. En það voru fjöl­marg­ir að­r­ir fund­ir, svo sem hjá sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og með samn­inga­nefnd vegna sam­göngusátt­mál­ans, hjá Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, með Veð­ur­stof­unni vegna gerð­ar áhættumats fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið, með Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga m.a. vegna kjara­samn­inga­við­ræðna,  með stýri­hópi vegna Varmár­svæð­is, með nefnd um Barn­vænt sveit­ar­fé­lag, eig­enda­fund­ur Sorpu var einn­ig hald­inn og fund­ur með verk­efn­is­stjórn vegna samn­ings um Álfsnes auk fjölda funda með ein­stak­ling­um í gegn­um opna við­tals­tíma og með fé­laga­sam­tök­um. Sem bet­ur fer fara mjög marg­ir fund­ir fram í gegn­um Teams og ég hef það fyr­ir reglu að bóka yf­ir­leitt að­eins 30 mín­útna fundi og hafa þá skil­virk­ari.

Um miðj­an mán­uð  fór­um við nokk­ur úr stjórn­sýsl­unni  í mjög góða kynn­ing­ar­ferð í Ár­borg, þar sem við feng­um fræðslu um fjár­hags­lík­an og grein­ing­ar­tól sem þau nýta sér en sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur far­ið í gegn­um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og þurft að hraða inn­leið­ingu á hug­bún­að­ar­lausn­um til að fá betri yf­ir­sýn yfir rekst­ur­inn. Frá­bær­lega vel tek­ið á móti okk­ur af Fjólu bæj­ar­stjóra og henn­ar fólki.

Bikar­úr­slita­leik­ur kvenna í blaki var hald­inn í Digra­nesi í Kópa­vogi 17. fe­brú­ar og var æsispenn­andi. Aft­ur­eld­ing sigr­aði og var bikar­meist­ari 2024. Hrika­lega vel gert og mik­il stemn­ing á leikn­um. Enn og aft­ur til ham­ingju!

Í gær átt­um við Lovísa Jóns­dótt­ir odd­viti Við­reisn­ar í bæj­ar­stjórn mjög góð­an fund með þing­mönn­um Við­reisn­ar, þeim Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur og Sig­mari Guð­munds­syni en þau voru á ferða­lagi í bæn­um í kjör­dæm­a­vik­unni. Alltaf dýr­mætt að eiga sam­tal um þau mál­efni sem snerta nærsam­fé­lag­ið hér en eru á for­ræði rík­is­ins.

Það var ekki mik­ið um menn­ing­ar­tengda við­burði í fe­brú­ar á veg­um bæj­ar­ins en þeim mun meira framund­an núna í mars þeg­ar há­tíð­in Menn­ing í mars hef­ur göngu sína. Mjög flott dagskrá og ég ætla að hefja leik í kvöld á tón­leik­um í Hlé­garði með Stöll­un­um og kórn­um Sól­dísi úr Skagafirði. Í fyrra­mál­ið er svo Dag­ur lista­skól­ans sem verð­ur með opið hús hjá tón­list­ar­deild­inni, skóla­hljóm­sveit­inni og leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar. Á sunnu­dag er svo frum­sýn­ing á leik­rit­inu sí­vin­sæla, Línu lang­sokk hjá leik­fé­lag­inu. Það eru því bjart­ir dag­ar framund­an í menn­ing­ar­líf­inu í Mos­fells­bæ!

Góða helgi.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00