Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. desember 2022

Í þess­ari vinnu er eins og það sé alltaf föstu­dag­ur því tím­inn líð­ur á ógn­ar­hraða. Vik­an var með fjöl­breytt­ara móti enda mik­ið um að vera þeg­ar nær dreg­ur jól­um og ára­mót­um. Um síð­ustu helgi hafði ég það hlut­verk að saga fyrsta jóla­tréð í jóla­skóg­in­um við Hamra­hlíð  með að­stoð vaskra jóla­sveina. Fyrsta tréð fer sam­kvæmt hefð til Ás­garðs og voru full­trú­ar það­an við­stadd­ir við­burð­inn. Það var mik­ið líf og fjör í skóg­in­um, en skóg­rækt­ar­fé­lag­ið tók á móti gest­um með harmonikku­leik og jóla­álfarn­ir mættu á svæð­ið ásamt Vor­boð­un­um, kór eldri borg­ara. Svo var boð­ið upp á skóg­arkaffi og heitt súkkulaði.

Á sunnu­deg­in­um fór ég í Gljúfra­stein að hlusta á upp­lest­ur Jóns Kalmans, Elísa­bet­ar Jök­uls, Krist­ín­ar Ei­ríks og Guð­rún­ar Mín­evru. Þar hitti ég Guðnýju Gests­dótt­ur for­stöðu­mann safns­ins og fleira starfs­fólk. Mjög nota­leg stund í þessu fal­lega og sögu­fræga húsi.

Á mánu­deg­in­um var und­ir­rit­að­ur tíma­móta­samn­ing­ur á milli Mos­fells­bæj­ar, Kópa­vogs, Hafn­ar­fjarð­ar, Garða­bæj­ar, Seltjarn­ar­ness, Kjós­ar­hrepps og SSH um sam­eig­in­legt um­dæm­is­ráð í barna­vernd­ar­mál­um. Með um­dæm­is­ráð­inu verða  barna­vernd­ar­nefnd­ir sveit­ar­fé­lag­anna  lagð­ar nið­ur. Um­dæm­is­ráð­ið verð­ur skip­að þrem­ur að­il­um, lög­fræð­ingi sem er jafn­framt formað­ur ráðs­ins, sál­fræð­ingi og fé­lags­ráð­gjafa. Sveit­ar­fé­lög­in munu hvert um sig bera ábyrgð á vinnslu barna­vernd­ar­mála líkt og ver­ið hef­ur en ákvörð­un­ar­vald­ið þeg­ar kem­ur að þyngsta enda mál­anna er nú fært til sjálf­stæðra stjórn­sýslu­nefnda, þ.e. um­dæm­is­ráða, og starf­semi þeirra verð­ur að­skilin frá barna­vernd­ar­þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna. Um­dæm­is­ráð­in fá þá af­markað hlut­verk en þau taka ein­göngu fyr­ir barna­vernd­ar­mál sem barna­vernd­ar­þjón­ust­ur sveit­ar­fé­lag­anna vísa til þeirra, þeg­ar taka þarf íþyngj­andi ákvarð­an­ir með úr­skurði og sam­þykki ligg­ur ekki fyr­ir. Um­dæm­is­ráð­in munu því t.d. taka ákvarð­an­ir um fóst­ur, um hvort heim­ilt sé að beita úr­ræð­um án sam­þykk­is for­eldra þeg­ar þörf er á og fjalla um og úr­skurða um um­gengni for­eldra við börn sem eru í fóstri.

Á mánu­deg­in­um tók ég einn­ig þátt í út­hlut­un styrkja úr sam­eig­in­leg­um sjóði sveit­ar­fé­lag­anna sem kallast Sól­ey en eitt af áherslu­verk­efn­um Sókn­aráætl­un­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er að hvetja til þátt­töku at­vinnu­lífs­ins í ný­sköp­un­ar­verk­efn­um á sviði vel­ferð­ar-og sam­fé­lags­mála ann­ars veg­ar og um­hverf­is- og sam­göngu­mála hins veg­ar. Það voru sjö verk­efni sem fengu styrki, ein millj­ón króna hvert.

Ég hélt jóla­for­stöðu­manna­fund á þriðju­dag, þar sem for­stöðu­mönn­um allra stofn­ana bæj­ar­ins var boð­ið  og þar gerði ég grein fyr­ir verk­efna­til­lögu Strategíu um stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt auk þess að við feng­um leynigest – Helgu Brögu Jóns­dótt­ur leik­konu sem fór á kost­um og end­aði á að láta okk­ur dansa með sér maga­dans.

Það hef­ur ver­ið venja hér að bæj­ar­stjóri fari á stofn­an­ir Mos­fells­bæj­ar fyr­ir jólin og færi starfs­mönn­um góð­gæti.  Ég við­held að sjálf­sögðu þeirri góðu hefð og fór  í leið­ang­ur á þriðju­dag og mið­viku­dag með að­stoð Hug­rún­ar verk­efn­is­stjóra á bæj­ar­skrif­stof­unni. Okk­ur var mjög vel tek­ið alls stað­ar og for­síðu­mynd­in að þessu sinni er af þeim Heklu og Ing­unni í íþróttamið­stöð­inni Lága­felli.

Á mið­viku­dag fór ég á fund for­sæt­is­ráð­herra, inn­viða­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra ásamt borg­ar­stjóra og öðr­um bæj­ar­stjór­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem við rædd­um sam­göngusátt­mál­ann, sem var und­ir­rit­að­ur á síð­asta kjör­tíma­bili og fjall­ar með­al ann­ars um al­menn­ings­sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. End­ur­bæt­ur á Vest­ur­lands­vegi og sam­göngu­stíg­ur­inn sem var vígð­ur í sum­ar eru ein­mitt verk­efni sem sam­ið var um í sam­göngusátt­mál­an­um.

Við héld­um jólapeysu­dag á skrif­stof­unni í gær, fimmtu­dag og skemmt­i­nefnd­in sá um veit­ing­ar í dagslok. Hér er mik­ill metn­að­ur og skreyt­ing­ar í há­marki í sum­um deild­um.

Að venju hafa ýms­ir fund­ir ver­ið haldn­ir í vik­unni sem snúa að hags­mun­um ein­stakra fyr­ir­tækja og stofn­ana, auk hefð­bund­inna funda s.s. bæj­ar­ráðs. Von­ir stóðu til að við gæt­um tek­ið gott fund­ar­frí á milli jóla og ný­árs en rétt í þessu bár­ust okk­ur þær frétt­ir að það hefði náðst sam­komulag á milli þriggja ráðu­neyta og sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um breyt­ingu á fjár­mögn­un á þjón­ustu við fatlað fólk. Með þessu sam­komu­lagi verð­ur gerð breyt­ing á út­svars­pró­sentu sveit­ar­fé­laga sem mun hækka um 0,22 % sam­hliða lækk­un á tekju­skatti svo að skatt­greið­end­ur munu ekki finna fyr­ir breyt­ing­unni. Þetta á að skila um fimm millj­örð­um inn í mála­flokk­inn sem hef­ur ver­ið mjög van­fjár­magn­að­ur. Sveit­ar­stjórn­ir þurfa að sam­þykkja þessa breyt­ingu fyr­ir ára­mót þann­ig að það þarf að blása til fund­ar í bæj­ar­stjórn.

Ég ætla að hafa þetta síð­asta föstu­dagspist­il­inn á þessu ári þar sem ég reikna með að ég verði að­al­lega í skrif­borðs­vinnu næstu daga og óska ykk­ur hér með gleði­legra jóla og far­sæls nýs árs. Ég þakka inni­lega fyr­ir góð­ar mót­tök­ur á þessu hausti og hlakka til kom­andi árs hér í Mos­fell­bæ.

Regína Ás­valds­dótt­ir

1. Í jóla­skóg­in­um við Hamra­hlíð. Auk Stekkj­astaurs og Hurðasník­is eru það þeir Lúð­vík Frí­manns­son og Pét­ur Svein­þórs­son frá Ás­garði sem eru með mér á mynd­inni ásamt Ívari Erni Þrast­ar­syni frá skóg­rækt­ar­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar
2. Helga Braga í ess­inu sínu
3. Með Þrúði skóla­stjóra Krika­skóla
4. Hug­rún Ósk Ólafs­dótt­ir verk­efn­is­stjóri á þjón­ustu og sam­skipta­sviði í leið­angri okk­ar á stofn­an­ir með kon­fekt og manda­rín­ur
5. Vinnu­fé­lag­arn­ir á um­hverf­is­sviði komn­ir í jóla­skap

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00