Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. nóvember 2023

Anna­söm en skemmti­leg vika að baki þar sem við lögð­um fram fjár­hags­áætlun til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn á mið­viku­dag og í dag héld­um við að­al­f­und SSH í Saln­um í Kópa­vogi.

Vik­an hófst með hefð­bundn­um hætti, und­ir­bún­ings­fund­ur fyr­ir vinnu við­ræðu­hóps um sam­göngusátt­mál­ann var fyrst­ur á dagskrá kl. 8.00 á mánu­dags­morg­unn, því næst tók við reglu­bund­inn fund­ur með sviðs­stjór­um, þá und­ir­bún­ings­fund­ur stjórn­sýsl­unn­ar fyr­ir bæj­ar­ráð og svo stjórn­ar­fund­ur sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var hald­inn í Hamra­borg í Kópa­vogi. Við reyn­um að halda stað­fundi mán­að­ar­lega en Teams fundi þess á milli.

Á þriðju­dag átti ég fund með for­svars­fólki Eir ör­yggis­íbúða, þá var hald­inn stjórn­ar­fund­ur Skála­túns ses með nýj­um fram­kvæmda­stjóra verk­efn­is­ins, Sól­eyju Ragn­ars­dótt­ur. Það sem ligg­ur fyr­ir er að gera út­tekt á þeim hús­um sem eru ekki i notk­un á Skála­túni með það í huga að meta ástand þeirra. Sól­ey er einn­ig að ganga frá ýms­um mál­um sem tengjast stofn­un nýs sjálf­seigna­fé­lags.

Um eft­ir­mið­dag­inn geng­um við nokk­ur sam­an af bæj­ar­skrif­stof­un­um, und­ir stjórn Sifjar Sturlu­dótt­ur leið­toga sta­f­rænn­ar þró­un­ar hjá Mos­fells­bæ á fellin Reykja­borg og Lala. Við ákváð­um í vet­ur að fagna hverri nýrri lausn sem er tekin í notk­un hjá Mos­fells­bæ og teng­ist sta­f­rænni þró­un með því að ganga á einn tind í bæj­ar­fé­lag­inu. Inn­leið­ing á sta­f­rænu lausn­un­um geng­ur það vel að á þriðju­dag vor­um við að fagna verk­efn­um núm­er 6 og 7 með því að ganga á Reykja­borg og Lala. Dá­sam­leg ferð, fór­um upp í björtu en kom­um nið­ur í myrkri og þá komu höf­uð­ljós­in svo sann­ar­lega að góð­um not­um.

Á mið­viku­dags­morg­un voru nokkr­ir inn­an­húss­fund­ir og eft­ir há­degi fögn­uð­um við með starfs­fólki verk­efn­is­ins Römp­um upp Ís­land og íbú­um og starfs­fólki á Skála­túni verklok­um á upp­setn­ingu 18 rampa á svæð­inu. Þar með hafa alls 86 ramp­ar ver­ið sett­ir upp víðs­veg­ar í Mos­fell­bæ en helstu stað­irn­ir eru auk Skála­túns, Reykjalund­ur, Reykja­dal­ur og Hlað­gerð­ar­kot. Ég hef áður skrif­að um verk­efn­ið, þeg­ar við vígð­um ramp núm­er 900 á Ís­landi á Reykjalundi hvað þetta er mik­il­vægt verk­efni til að bæta að­gengi hreyfi­haml­aðra.

Bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur hófst að venju kl. 16:30 þar sem fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar var lögð fram til fyrri um­ræðu. Í upp­hafi fund­ar gerði ég grein fyr­ir fjár­hags­áætl­un­inni, for­send­um, helstu áherslu­verk­efn­um sem far­ið verð­ur í og fjár­fest­ing­um árs­ins 2024.

Ég er mjög ánægð með þessa áætlun þar sem við reikn­um með að skila 945 millj­óna króna rekstr­araf­gangi en get­um samt fjár­fest fyr­ir 3,4 millj­arða nettó en fjár­fest­ing­in í heild nem­ur 4,9 millj­örð­um brúttó. Við stönd­um jafn­framt vörð um framúrsk­ar­andi þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur. Í Mos­fells­bæ eru börn­in einna yngst að kom­ast inn á leik­skóla og hér eru dval­ar­gjöld­in lægst af öll­um sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Eins og ég sagði í ræð­unni þá kost­ar átta tíma vist­un með fæði  28.784 í Mos­fells­bæ, 32.277 í Reykja­vík og 49.474 í Kópa­vogi. Þeg­ar kem­ur að níu tíma vist­un er bil­ið enn hærra, en það kost­ar 36.124 í Mos­fells­bæ, 45.045 í Reykja­vík og 77.474 í Kópa­vogi. Mos­fells­bær greið­ir enn­frem­ur nið­ur dag­vist­un hjá dag­for­eldr­um þann­ig að for­eldr­ar greiða jafn­hátt gjald hjá dag­for­eldr­um og á leik­skól­um til að jafna að­stæð­ur barna, þ.e. þeirra sem kom­ast inn rúm­lega eins árs og þeirra sem þurfa að bíða leng­ur.

Áætl­un­in ger­ir jafn­framt ráð fyr­ir lækk­un á fast­eigna­skatti A til að koma til móts við hækk­un á fast­eigna­mati og verð­ur 0,190% í stað 0,195% og skatt­ur á at­vinnu­hús­næði lækk­ar. Við gerð­um ráð fyr­ir því í for­send­um fjár­hags­áætl­un­ar­inn­ar að sá skatt­ur yrði lækk­að­ur úr 1,510% en á fund­in­um kom fram til­laga frá meiri­hlut­an­um að lækka skatt­inn enn frek­ar, til að fylgja eft­ir ný­sam­þykktri at­vinnu­stefnu eða í 1,495%.

Þeg­ar kem­ur að fram­kvæmd­um þá er stærsta ein­staka fram­kvæmd­in bygg­ing leik­skóla í Helga­fells­hverfi. Gert er ráð fyr­ir 900 millj­ón­um á ár­inu í þá fram­kvæmd og að bygg­ingu verði lok­ið haust­ið 2025. Þá er end­ur­bygg­ing að­al­vall­ar við Varmá stór fram­kvæmd, einn­ig verða ut­an­húss fram­kvæmd­ir við Kvísl­ar­skóla klár­að­ar, nýr batta­völl­ur við Varmár­skóla sett­ur upp og far­ið í inn­rétt­ing­ar í íþrótta­hús­inu við Helga­fells­skóla en við mun­um teygja á þeirri fram­kvæmd þann­ig að kostn­að­ur­inn komi á ár­un­um 2024 og 2025.

Nýr bú­setukjarni á að taka til starfa í Helga­fells­hverfi haust­ið 2024 sem Þroska­hjálp bygg­ir fyr­ir þá ein­stak­linga sem koma til með að búa í hús­inu. Þroska­hjálp mun reka hús­ið og inn­heimta leigu af íbú­um en Mos­fells­bær sér um þjón­ustu við íbú­ana. Lóð­inni Úu­götu 1 var út­hlutað til Þroska­hjálp­ar í mars 2023 en við upp­bygg­ing­una nýt­ur Þroska­hjálp stofn­fram­lags frá HMS og Mos­fells­bæ.

Áfram verð­ur byggt upp í Helga­fellslandi en gert er ráð fyr­ir að út­hluta þar lóð­um á nýju ári. Þá er upp­bygg­ing inn­viða á at­vinnusvæði í Blikastaðalandi á áætlun en samn­ing­ar við Reiti kveða á um að Mos­fells­bær sjái um hönn­un gatna og gatna­gerð sem verð­ur áfanga­skipt en gatna­gerða­gjöld verða inn­heimt við út­gáfu bygg­inga­leyfa. Í þess­ari áætlun er gert ráð fyr­ir að sett­ar verði 340 m.kr.  árið 2024 í fram­kvæmd við gatna­gerð og  veit­ur, en fyrsti hluti tekna 300 m.kr. er færð­ur inn á ár­inu 2024.

Varð­andi þjón­ustust­ig er áfram gert ráð fyr­ir að börn fædd 1. ág­úst og fyrr kom­ist inn í leik­skóla haust­ið 2024. Það þýð­ir að við verð­um að brúa bil með upp­setn­ingu einn­ar eða tveggja lausra stofa.

Á ár­inu 2024 mun­um við setja vinnu við inn­leið­ingu barna­sátt­mál­ans, í sam­ræmi við áhersl­ur í meiri­hluta­sátta­mál­an­um til að fá við­ur­kenn­ingu sem barn­vænt sam­fé­lag í al­gjör­an forg­ang sem og far­sæld barna. Við mun­um flétta þessi verk­efni sam­an, til að ná sem best­um ár­angri. Þá ger­um við ráð fyr­ir að fara í fjöl­mörg um­bóta­verk­efni sem komu fram í skýrslu Strategíu, eins og efl­ing sta­f­rænn­ar þró­un­ar og upp­lýs­inga­tækni, innri end­ur­skoð­un, end­ur­skoð­un og sam­ræm­ing sam­þykkta nefnda, mæla­borð gagna og ár­ang­urs­mæl­ing­ar, reglu­bundn­ar þjón­ustukann­an­ir, gerð siða­reglna fyr­ir kjörna full­trúa og starfs­menn og mót­un þjón­ustu­stefnu.

Í sta­f­ræn­um verk­efn­um þá má nefna inn­leið­ingu Snjall­menn­is með GPT tækni sem er unn­in í sam­starfi nokk­urra sveit­ar­fé­laga og er  inn­leið­ing áætluð í upp­hafi árs 2024. Við mun­um fá upp­setta leit­ar­vél sem bygg­ir á gervi­greind­ar­spjall­menni á vef­síð­una sem verð­ur með not­enda­vænu við­móti ásamt grein­ing­ar­tóli. Inn­leið­ing á lausn­inni mun bæta þjón­ustu við íbúa með því að auka  að­gengi að upp­lýs­ing­um og þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Við stefn­um að því að hærra hlut­fall þjón­ustu­beiðna verði leyst án að­komu starfs­fólks þeg­ar íbú­ar geta sett inn fyr­ir­spurn í leit­ina eða spjall­menn­ið í stað þess að hringja eða senda tölvu­póst.

Þá erum við að fara í sam­starfs­verk­efni með Reykja­vík­ur­borg og Kópa­vogi um sam­nýt­ingu skóla­lausna, svo sem inn­rit­un í grunn­skóla.

Síð­an erum við að taka þátt sem eitt af þró­un­ar­sveit­ar­fé­lög­um í mót­un nýrr­ar bygg­ing­argátt­ar í sam­vinnu við Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un (HMS.) Gátt­in mun hafa í för með sér bætta upp­lýs­inga­gjöf og ein­fald­ara við­mót fyr­ir not­end­ur.

Á næsta ári verð­ur sett­ur fókus á inn­leið­ingu á at­vinnu­stefnu sem at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd hef­ur ný­lega sam­þykkt og verð­ur ekki síst horft á ferða­þjón­ust­una þar sem við erum þátt­tak­end­ur í ný­stofn­aðri mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Það eru líka mik­il tæki­færi fólg­in í því að þróa Skála­túns­svæð­ið í gegn­um ný­stofn­að fé­lag, Skála­tún ses og hef­ur stjórn­in ráð­ið fram­kvæmda­stjóra í 6 mán­uði til að koma verk­efn­inu af stað. Rík­ið hef­ur sett inn fjár­magn vegna starfs­manna­kostn­að­ar og til að fara í hug­mynda­vinnu og þarf­agrein­ingu vegna upp­bygg­ing­ar stofn­ana og þjón­ustu rík­is­ins við börn og fjöl­skyld­ur á þessu landi.

Það mun muna ræki­lega um þau störf í Mos­fells­bæ, en þær stofn­an­ir sem hafa ver­ið nefnd­ar, Barna og fjöl­skyldu­stofa, mennta­mála­stofn­un og grein­ing­ar­stöð rík­is­ins eru með hundruð starfs­manna í vinnu. Einn­ig standa yfir við­ræð­ur við fleiri ráðu­neyti vegna stofn­ana á þeirra veg­um sem þjón­usta börn.

Í verk­efn­um vel­ferð­ar­nefnd­ar ber hæst að við  vor­um við valin sem eitt af sex svæð­um til að taka þátt í verk­efn­inu Gott að eldast – sem er sam­þætt­ing stuðn­ings­þjón­ustu og heima­hjúkr­un­ar. Verk­efn­ið er unn­ið með heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og mark­mið­ið er að horfa til nýrra lausna, eins og inn­leið­ingu vel­ferð­ar­tækni – en þar má finna dæmi  bæði um skjá­heim­sókn­ir og lyfja­skammt­ara inn á heim­ili sem geta sparað sporin og bætt líf mar­gra. Sam­hliða sam­þætt­ing­unni er áhugi á að þróa dag­þjón­ust­una sam­hliða fjölg­un pláss upp í 15 tals­ins. Þá felast í þessu verk­efni, Gott að eldast,  tvö stöðu­gildi sem rík­ið kem­ur með, ann­ar­s­veg­ar sjúkra­þjálf­ari í end­ur­hæf­ingu sem mun verða stað­sett­ur á heilsu­gæsl­unni og sér­stak­ur verk­efn­is­stjóri sem vinn­ur gegn fé­lags­legri ein­angr­un, það er heim­sæk­ir fólk og að­stoð­ar við að kom­ast í fé­lags­st­arf og verð­ur stað­sett­ur hjá okk­ur.

Á vett­vangi íþrótta og lýð­heilsu­mála er lögð áhersla á að gera að­gerða­áætlun og  mæli­kvarða fyr­ir lýð­heilsu­stefn­una sem var sam­þykkt á síð­asta kjör­tíma­bili  og það  eru vænt­ing­ar um að nýtt svið, menn­ing­ar, íþrótta og lýð­heilsu­svið setji stór­aukna áherslu á heilsu­efl­andi sam­fé­lag. Þá er stefnt að því að vera með allt að 250 fundi, sam­kom­ur og við­burði í Hlé­garði á næsta ári en starf­sem­in þar hef­ur eflst og blómstrað eft­ir að Mos­fells­bær tók hús­ið yfir og réð við­burða­stjóra í Hlé­garð.

Á vett­vangi fræðslu­nefnd­ar hef­ur inn­leið­ing mennta­stefnu  ver­ið í full­um gangi í skól­un­um frá því stefn­unni var ýtt úr vör síð­ast­lið­ið haust. Skól­arn­ir hafa ver­ið að kort­leggja kennslu­efni og verk­færi sem tengjast stoð­um stefn­unn­ar, Vexti, Fjöl­breytni og Sam­vinnu og á  næstu vik­um verð­ur séstakri heima­síðu um inn­leið­ingu stefn­unn­ar ýtt úr vör. Síð­unni er ætlað að miðla upp­lýs­ing­um og ýmis kon­ar fræðslu- og kennslu­efni milli skóla og til heim­ila auk þess að vera hvatn­ing og stuðn­ing­ur við skóla­þró­un.

Áhersla verð­ur á upp­lýs­inga­tækni í skól­um Mos­fells­bæj­ar og stofn­að­ur verð­ur upp­lýs­inga­tækni­hóp­ur sem hef­ur það hlut­verk að vera leið­andi fyr­ir þró­un upp­lýs­inga­tækni í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar til næstu ára

Í um­hverf­is­mál­un­um ber inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerf­is­ins hæst og er stefnt að fjölg­un grennd­ar­stöðva og þær end­ur­bætt­ar. Þá verð­ur tek­ið upp nýtt greiðslu­fyr­ir­komulag, Borg­að þeg­ar hent er. Lofts­lags­málin verða fyr­ir­ferð­ar­mik­il í um­hverf­is­mál­un­um, sem og veitu­mál.

Grein­ar­gerð­in sem fylgdi með fjár­hags­áætlun má sjá hér fyr­ir neð­an en hún er með áhersl­um á mynd­rænt talna­efni og voru bæj­ar­full­trú­ar mjög ánægð­ir með þessa breyt­ingu sem okk­ar frá­bæra starfs­fólk á fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði og skrif­stofu um­bóta og þró­un­ar unnu í sam­vinnu við svið­in.

Á fimmtu­dag hófst bæj­ar­ráð að venju klukk­an hálf átta um morg­un­inn og þar var með­al ann­ars sam­þykkt að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda vegna fram­kvæmda við gerð batta­vall­ar á lóð Varmár­skóla, eða fyr­ir­tæk­ið Varg ehf í kjöl­far út­boðs.

Eftir bæjarráð fór ég ásamt bæjarfulltrúum og nokkrum stjórnendum í heimsóknir á sjö starfsstaði Mosfellsbæjar í bænum. Við byrjuðum á heimsókn í Kvíslarskóla þar sem við  skoðuðum meðal annars jarðhæðina, þar sem framkvæmdir eiga sér stað við að endurbyggja þann hluta skólans. Vistarverurunar verða glæsilegar á eftir, þar sem bæjarráð tók þá ákvörðun að stækka og síkka alla glugga þannig að birtan verður allt önnur á eftir. Við reiknum með að framkvæmdir klárist í kringum áramót í skólanum. Þá heimsóttum við Varmárskóla, íþróttahúsið að Varmá, þjónustustöðina þar sem okkur var boðið upp á ljúffengan hádegisverð, Hlégarð, skammtímavistun fyrir börn í Hulduhlíð, Leirvogstunguskóla og loks Úlfinn, frístund fyrir fötluð börn. Þetta voru mjög gagnlegar og góðar heimsóknir þar sem stjórnendur ræddu á mjög hreinskilinn hátt það sem gengur vel í starfseminni og það sem má bæta.

Föstudagurinn var helgaður aðalfundi samtaka sveitarfélaga á höfuðbogarsvæðinu og þar sem ég er formaður þá tók ég virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd fundarsins sem var haldinn í Salnum í Kópavogi. Við fengum fulltrúa byggðasamlaganna til að koma á svæðið með nýjan sorpbíl þar sem við skoðuðum útbúnaðinn í tengslum við tvískiptu tunnurnar, þá vorum við með rafknúinn strætisvagn, slökkvibíl og sjúkrabíl á staðnum, til að skoða. Fulltrúar fyrirtækjanna héldu svo góða fyrirlestra um nýtt leiðarkerfi strætó, úrgangsflokkun á árinu og tillögur að staðsetningu slökkvistöðva á höfubðorgarsvæðinu til næstu 15 ára. Við fengum svo Huldu Þórisdóttur stjórnmálafræðing til að flytja erindi um hegðunarvísindi og áhrif þeirra á stefnumótun. Frábær fyrirlestur hjá Huldu. Þá flutti ég skýrslu stjórnar og sagði frá helstu atriðum í starfinu, sem er mikilvæg hagsmunagæsla gagnvart ríkinu og hafa málefnu tengd samgöngusáttmálanum og málaflokki fatlaðs fólks borið hæst á árinu. Þetta var góður fundur sem endaði á ræðu Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra  um loftslagsmál.

Ég fer inn í helgina, eins og flestir Íslendingar með hugann við Grindvíkinga og þær jarðhræringar sem eiga sér stað á Reykjanesskaganum. Sem betur fer eigum við framúrskarandi vísindafólk og viðbragðsaðila sem ég, eins og aðrir landsmenn treystum á þessa stundina.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00