Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. desember 2023

Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2024 var sam­þykkt á fundi bæj­ar­stjórn­ar í fyrra­dag, þann 6. des­em­ber. Það var reynd­ar kom­inn 7. des­em­ber þeg­ar fundi lauk en hann stóð fram yfir mið­nætti.

Ég ætla að til­einka fjár­hags­áætl­un­inni þenn­an pist­il og birta ræð­una sem ég flutti við fram­lagn­ingu áætl­un­ar­inn­ar.

,,For­seti, ágætu bæj­ar­full­trú­ar,   Á þess­um fundi leggj­um við fram fjár­hags­áætlun árs­ins 2024 og þriggja ára áætlun, til síð­ari um­ræðu í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar.

Ytri að­stæð­ur

Tím­arn­ir eru um margt mjög óvenju­leg­ir. Það er óró­leiki í heim­in­um sem hef­ur bein áhrif á efna­hags­ástand­ið og það er líka órói á Ís­landi vegna jarð­hrær­inga sem hafa skap­að álag á ís­lenskt efna­hags­líf.

Við erum háð rík­is­vald­inu með fjár­mögn­un á fjöl­mörg­um verk­efn­um, svo sem í mála­flokki fatl­aðs fólks. Allt þetta ár hef­ur ver­ið bar­átta fyr­ir því að fá við­ur­kenn­ingu á raunút­gjöld­um í mála­flokkn­um, mið­að við þau lög og þær reglu­gerð­ir sem við störf­um eft­ir. Við, sveit­ar­fé­lög­in telj­um að það þyrfti að auka fram­lög­in um 18 millj­arða á ári, til að halda áfram að veita fötl­uð­um þá þjón­ustu sem þeir eiga rétt á.

Rík­ið hef­ur sam­þykkt tæpa 12 millj­arða aukn­ingu sem felst ann­ars veg­ar í þeim 5 millj­örð­um sem komu í fjár­auka­lög­um í fyrra, sem er 0,22 % af út­svar­inu og mun að öll­um lík­ind­um hækka í 5,8 millj­arða í lok næsta árs og hins­veg­ar er  gert ráð fyr­ir 6 millj­örð­um í þeim fjár­auka­lög­um sem eru fyr­ir þing­inu núna.

Við lít­um á þessa nið­ur­stöðu sem áfanga en við hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu höf­um lagt áherslu á það að það verði að halda við­ræð­um áfram og út­kljá mál eins og vist­un barna með fjöl­þætt­an vanda. Sá mála­flokk­ur slag­ar í 4 millj­arða hjá sveit­ar­fé­lög­un­um og gríð­ar­lega mik­il­vægt að koma á fót sér­hæfðri þjón­ustu á veg­um Barna og fjöl­skyldu­stofu þar sem þekk­ing og sér­hæf­ing verði und­ir einni stjórn í þess­um flóknu mál­um, í stað þess að hvert og eitt sveit­ar­fé­lag sé að þróa þessa sér­hæfðu þjón­ustu.

En það eru líka mörg já­kvæð spor sem við höf­um tek­ið með rík­inu, bæði sveit­ar­fé­lög­in í heild og síð­an Mos­fells­bær. Samn­ing­ur­inn um Skála­tún gef­ur okk­ur fyr­ir­heit um að það verði mjög áhuga­verð upp­bygg­ing á Skála­túni í þágu barna og fjöl­skyldna og mörg spenn­andi at­vinnu­tæki­færi í sér­hæfð­um stofn­un­um á veg­um rík­is­ins á svæð­inu. Sam­ein­ing­in á milli starfs­fólks Skála­túns og vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar hef­ur geng­ið mjög vel og vil ég þakka bæj­ar­stjórn fyr­ir að hafa stað­ið ein­huga sam­an í þessu máli og okk­ar góða starfs­fólki á vel­ferð­ar­sviði und­ir stjórn Sig­ur­bjarg­ar  Fjöln­is­dótt­ur fyr­ir það krafta­verk að hafa náð á ör­fá­um vik­um að taka á móti helm­ings fjölg­un starfs­manna og þrjá­tíu og tveim­ur þjón­ustu­þeg­um í bú­setu.

Þá hafa fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið og heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið tek­ið hönd­um sam­an um verk­efn­ið Gott að eldast og við vor­um valin  sem eitt af sex svæð­um til að taka þátt í því en það er sam­þætt­ing stuðn­ings­þjón­ustu á heim­ili – áður nefnt heima­þjón­usta og heima­hjúkr­un­ar. Verk­efn­ið er unn­ið með heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og mark­mið­ið er að horfa til nýrra lausna, eins og inn­leið­ingu vel­ferð­ar­tækni – en þar má finna dæmi  bæði um skjá­heim­sókn­ir og lyfja­skammt­ara inn á heim­ili sem geta sparað sporin og bætt líf mar­gra. Sam­hliða sam­þætt­ing­unni er áhugi á að þróa dag­þjón­ust­una sam­hliða fjölg­un plássa upp í 15 tals­ins. Þá felast í þessu verk­efni, Gott að eldast,  tvö stöðu­gildi sem rík­ið kem­ur með, ann­ar­s­veg­ar sjúkra­þjálf­ari í end­ur­hæf­ingu sem mun verða stað­sett­ur á heilsu­gæsl­unni og sér­stak­ur verk­efn­is­stjóri sem vinn­ur gegn fé­lags­legri ein­angr­un, það er heim­sæk­ir fólk og að­stoð­ar við að kom­ast í fé­lags­st­arf og verð­ur stað­sett­ur hjá okk­ur. Inn­leið­ing verk­efn­is­ins geng­ur mjög vel og von­umst við til að geta haf­ið verk­efn­ið form­lega á vor­mán­uð­um.

For­send­ur

For­seti, ágætu bæj­ar­full­trú­ar  Við lif­um á tím­um mik­ill­ar verð­bólgu og óhag­stæðra vaxt­ar­kjara og það sýn­ir sig ein­mitt í því að á milli um­ræðna, á fjór­um vik­um hef­ur verð­bólgu­spá­in breyst og far­ið úr 4,9% í 5,6% fyr­ir næsta ár. Það hef­ur þau áhrif að fjár­magnslið­ir hækka um 133 millj­ón­ir mið­að við áætl­un­ina sem við lögð­um fram í byrj­un nóv­em­ber. Það mun­ar um minna. Það hef­ur ver­ið gert ráð fyr­ir þess­ari hækk­un rekstr­ar­út­gjalda í áætl­un­inni sem ligg­ur nú fyr­ir.

  • Á ár­inu 2024 eru heild­ar­tekj­ur áætl­að­ar 21.658 m.kr. Þar af eru út­svar­s­tekj­ur áætl­að­ar 11.424 m.kr.
  • Rekstr­ar­gjöld eru áætluð 18.648 m.kr.
  • Ný­fram­kvæmd­ir árs­ins 2024 eru áætl­að­ar sam­tals 5,1 millj­arð­ur króna brúttó.
  • Af­gang­ur verð­ur af rekstri A- og B hluta. Gert er ráð fyr­ir 2.398 mkr. af­gangi án fjár­magnsliða. Þeir eru hins­veg­ar  1.429 mkr. og verð­ur því rekstr­arnið­ur­stað­an 969 m.kr.
  • For­send­ur fjár­hags­áætl­un­ar er óbreytt út­svar, eða 14,74% í sam­ræmi við lög­bundna heim­ild sveit­ar­fé­laga sem hækk­aði á síð­asta ári um 0,22 % úr 14,52% í tengsl­um við breyt­ingu á fjár­mögn­un lög­bund­inn­ar þjón­ustu við fatlað fólk.

Fast­eigna­gjöld­in eru áætluð með eft­ir­far­andi hætti:

  • Fast­eigna­skatt­ur A lækk­ar úr 0,195% í 0,190%
  • Frá­veitu­gjald lækki úr 0,090% í 0,089%
  • Gert er ráð fyr­ir að lóð­ar­leiga A og B ásamt vatns­gjaldi hald­ist óbreytt.

Við fyrri um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar var lögð fram til­laga full­trúa B, C og S um að

  • Álagn­ingar­pró­senta af fast­eigna­skatti C, at­vinnu­hús­næði lækki úr 1,520% í 1,495% stað lækk­un­ar í 1,510%

Áhrifin af lækk­un fast­eigna­skatts C er um 6,5 millj­ón­ir og hef­ur ver­ið tek­ið til­lit til þessa í fyr­ir­liggj­andi áætlun en til­lag­an verð­ur borin upp hér á eft­ir með öðr­um breyt­inga­til­lög­um.

Við fyrri um­ræðu voru lagð­ar fram breyt­inga­til­lög­ur bæj­ar­full­trúa B, C og S lista varð­andi gjald­skrár­hækk­an­ir sem voru svohljóð­andi:

  • Gjald­skrár hækka um 7,5 % í stað 8,9 %

Áhrifin af lækk­un gjald­skráa á milli um­ræðna er um 11,6 millj­ón­ir króna og hef­ur ver­ið tek­ið til­lit til þessa í fjár­hags­áætl­un­inni og verð­ur til­lag­an borin upp hér á eft­ir.

Mos­fells­bær er mjög hóf­sam­ur þeg­ar kem­ur að gjald­skrár­hækk­un­um en það hef­ur ver­ið gert ráð fyr­ir því að þær hækki mið­að við verð­lag. Það verð­lag sem var stuðst við er hækk­un neyslu­verðs frá ág­úst 2022 til ág­úst 2023.

Eins og fram kom við fyrri um­ræðu um fjár­hags­áætl­un­ina þá erum við lang­lægst af sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með­al ann­ars  þeg­ar kem­ur að leik­skóla­gjöld­um, fæð­is­gjaldi í leik­skól­um og grunn­skól­um.

Mos­fells­bær greið­ir enn­frem­ur nið­ur dag­vist­un hjá dag­for­eldr­um þann­ig að for­eldr­ar greiða jafn­hátt gjald hjá dag­for­eldr­um og á leik­skól­um til að jafna að­stæð­ur barna, þ.e. þeirra sem kom­ast inn rúm­lega eins árs og þeirra sem þurfa að bíða.

Breyt­inga­til­lög­ur

Í fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun er gert ráð fyr­ir 200 mkr. hærri tekj­um af bygg­inga­rétt­ar­gjaldi þar sem við höf­um seinkað út­hlut­un fjöl­býl­is­húsa við Langa­tanga og mun sú upp­hæð hafa sam­bæri­leg áhrif til lækk­un­ar á rekstr­araf­gangi árs­ins 2023. Tekj­ur af bygg­inga­rétt­ar­gjöld­um hækka því úr 600 mkr. í 800 mkr.

Að­r­ar breyt­inga­til­lög­ur sem búið er að taka til­lit til í fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun hækka fjár­fest­inga­áætlun um 213 m.kr. og rekstr­ar­kostn­að um 25,2 m.kr. Heild­aráhrif breyt­inga á áætl­aða rekstr­arnið­ur­stöðu eru hækk­un um 23,8 m.kr.

Á ár­inu 2025 er gert ráð fyr­ir 200 mkr. í nýj­an frjálsí­þrótta­völl og hef­ur þriggja ára áætlun ver­ið upp­færð í sam­ræmi við það.

Fjár­fest­ing­ar

Stærstu ein­staka fram­kvæmd­irn­ar á næsta ári eru bygg­ing leik­skóla í Helga­fells­hverfi og end­ur­bygg­ing að­al­vall­ar við Varmá. Frá­gang­ur ut­an­húss og lóð­ar við Kvísl­ar­skóla, fyrri áfangi inn­rétt­inga íþrótta­húss­ins við Helga­fells­skóla og Batta­völl­ur við Varmár­skóla. Alls er gert ráð fyr­ir ný­fram­kvæmd­um upp á 5,1 milljarð króna og við­halds­fram­kvæmd­um upp á 258 m. kr.

Á næstu þrem­ur árum er gert ráð fyr­ir 15,2 millj­arða króna í brúttó fjár­fest­ing­ar.

Ef skoð­uð er fjár­fest­ing síð­ustu 10 ára og fram til árs­ins 2027 þá sést greini­lega að ekki hef­ur ver­ið áætlað jafn mik­ið í fjár­fest­ing­ar, ekki síst íþrótta­mann­virki og áætlað er til næstu þriggja ára.

Þeg­ar Fell­ið var byggt, árið 2019, voru íþrótta­mann­virki 34 % af brúttó fjár­fest­ing­um þess árs en þá var fjár­fest í heild­ina fyr­ir tæpa 4 millj­arða, upp­fært mið­að við bygg­inga­vísi­tölu, sem var tölu­vert há upp­hæð.

Íþrótta­mann­virki hafa ver­ið frá um 6 % af heild­ar­út­gjöld­um til fjár­fest­inga þeg­ar hlut­fall­ið var lægst árin 2017 og 2018 og svo 7 % árin 2021 og 2022. Þá fóru þau hæst í 13 % árin 2014 og 2016, fyr­ir utan árið 2019 eins og ég gat um, þeg­ar Fell­ið var byggt.

Á ár­inu 2023 verð­ur hlut­fall fjár­fest­inga  íþrótta­mann­virkja 11 % og á ár­un­um 2024 til árs­ins 2027 er áætlað hlut­fall á bil­inu 15 til 20%.

Rekstr­arnið­ur­staða og lyk­il­töl­ur

Ég hef nú vik­ið að helstu for­send­um fjár­hags­áætl­un­ar auk þess sem ég hef fjallað um  breyt­inga­til­lög­ur meiri­hlut­ans nr. 6, 7 og 8, sem ann­ars veg­ar lúta að tekju­færslu vegna bygg­ing­ar­rétt­ar­gjalda og hins veg­ar áhrif­um verð­lags­breyt­inga á verð­bæt­ur og vaxta­kostn­að lang­tíma­lána.

Rekstr­arnið­ur­staða árs­ins 2024 er því áætluð í heild 969 m.kr.

Áætlun ger­ir ráð fyr­ir að skulda­við­mið 2024 verði 99,5% sem er vel und­ir þeim 150% sem er há­mark­ið.

Veltufé frá rekstri, eða þeir fjár­mun­ir sem eru eft­ir til fjár­fest­inga og af­borg­ana lána þeg­ar búið er að greiða all­an rekstr­ar­kostn­að er áætlað um 2 millj­arð­ar.

Ég held að við get­um öll ver­ið stolt af þess­ari fjár­hags- og fjár­fest­inga­áætlun.  Hún er vönd­uð og vel ígrund­uð og þó að það sé flók­ið í fram­kvæmd að setja fram svona marg­ar breyt­inga­til­lög­ur eins og all­ir flokk­ar hafa gert þá hef­ur það skap­að lýð­ræð­is­lega og nauð­syn­lega um­ræðu um for­gangs­röðun verk­efna í okk­ar frá­bæra sveit­ar­fé­lagi. Áætl­un­in rúm­ar bæði mjög mikl­ar fjár­fest­ing­ar mið­að við stærð sveit­ar­fé­lags­ins og hóf­leg­an af­gang af rekstri.

Þakk­ir

Ég vil þakka okk­ar frá­bæra sam­starfs­fólki fyr­ir sam­vinn­una við gerð fjár­hags­áætl­un­ar 2024 og þriggja ára áætl­un­ar og vil fyrst og fremst nefna þau Pét­ur Jens Lockton og Önnu Maríu Ax­els­dótt­ur á fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði sem hafa ver­ið vakin og sofin yfir verk­efn­inu. Þá vil ég þakka okk­ar góðu sviðs­stjór­um og for­stöðu­mönn­um stofn­ana fyr­ir þeirra fram­lag, sem og bæj­ar­lög­manni og skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar.  Þá vil ég þakka bæj­ar­full­trú­um fyr­ir þeirra fram­lag og sam­st­arf í þess­ari vinnu.“

Hér má sjá fund­ar­gerð bæj­ar­stjórn­ar og helstu gögn og hér er upp­taka af fund­in­um fyr­ir þá allra áhuga­söm­ustu!

Með pistl­in­um í dag fylgja mynd­ir frá síð­ustu helgi þeg­ar jóla­tréð var tendrað á mið­bæj­ar­torg­inu og frá mark­aðn­um í Kjarna en ég keypti með­al ann­ars  dýr­ind­is mar­engstertu frá Kven­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar og mjög fal­lega jóla­svundtu frá Gerði og öðr­um vin­um mín­um í Búð­inni okk­ar.

Þá eru mynd­ir frá full­trú­um í ung­menna­ráði en þau fund­uðu á bæj­ar­skrif­stof­un­um í vik­unni og  bæj­ar­full­trú­un­um Helgu Jó­hann­es­dótt­ur, Dag­nýju Krist­ins­dótt­ur og Önnu Sig­ríði Guðna­dótt­ur í kaff­inu fyr­ir bæj­ar­stjórn­ar­fund­inn. Þær voru svo lit­rík­ar og fín­ar að þær lífguðu mjög upp á sam­kom­una.

Ég hef lát­ið pistl­ana fylgja sama tíma­bili og bæj­ar­stjórn fund­ar og tek frí frá skrif­um í kring­um jól og á sumrin.

Ég óska ykk­ur öll­um, trygg­um les­end­um, gleði­legr­ar að­ventu og jóla­há­tíð­ar.

Lif­ið heil!

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00