Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. janúar 2023

Gleði­legt ár kæru íbú­ar og starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar og takk fyr­ir sam­fylgd­ina síð­ast­liðna mán­uði.

Sól­in fer hækk­andi á lofti og það  hef­ur ým­is­legt drif­ið á dag­ana frá því að ég setti inn síð­asta pist­il, þann 16. des­em­ber.  Það fór að snjóa svo um mun­ar helg­ina 17 -18 des­em­ber og er tal­að um að ann­að eins fann­fergi hafi ekki sést á suð­vest­ur­horn­inu á þess­ari öld. Þó að snjó­koma sé ár­viss við­burð­ur þá reyn­ir alltaf mik­ið á inn­viði sveit­ar­fé­laga þá daga sem snjó kyng­ir nið­ur en kannski ekki síð­ur í fram­hald­inu. Við búum svo vel að vera með frá­bært starfs­fólk og verk­taka í Mos­fells­bæ. Það er far­ið eft­ir ákveðn­um  for­gangslista við val á göt­um og er byrj­að á að tryggja sem fyrst greiða um­ferð um þær göt­ur og stíga sem mik­il­væg­ast­ar eru til sam­gangna. Stofn­braut­ir, strætó­leið­ir og fjöl­farn­ar safn­göt­ur njóta þannig for­gangs í þjón­ustu, ásamt teng­i­stíg­um í hverf­um og göngu­stíg­um.

Hægt er að sjá stað­setn­ingu gatna og stíga í for­gangi á korta­vef Mos­fells­bæj­ar. Þá hef­ur einnig ver­ið safn­að sam­an upp­lýs­ing­um um snjómokst­ur á vef bæj­ar­ins.

Á mánu­deg­in­um 19. des­em­ber kom upp bil­un í Hell­is­heiða­virkj­un og öll­um sund­laug­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var lok­að í tæpa tvo sól­ar­hringa vegna þessa og voru Lága­fells­laug og Varmár­laug opn­að­ar aft­ur eft­ir há­degi 21. des­em­ber.

Þriðju­dag­inn 20. des­em­ber  ég við­stödd út­skrift nem­enda í fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ sem var mjög líf­leg­ur og skemmti­leg­ur við­burð­ur. 24 nem­end­ur voru að út­skrif­ast en þeir eiga það sam­eig­in­legt að hafa var­ið stór­um hluta náms síns í fjar­kennslu vegna Covid.  Starf­andi skóla­meist­ari Val­garð Már Jak­obs­son lagði mik­ið upp úr kennslu­hátt­um skól­ans í út­skrift­ar­ræð­unni en kennslu­að­ferð­irn­ar og leið­sagn­ar­mat­ið hef­ur þró­ast mik­ið í skól­an­um á und­an­förn­um árum og er orð­ið mjög sam­flétt­að.

Sama dag sótti ég stjórn­ar­fund hjá Reykjalundi end­ur­hæf­ingu ehf en ég var kjör­in sem full­trúi Mos­fell­bæj­ar í stjórn­inni síð­ast­lið­ið haust. Það var tek­in ákvörð­un haust­ið 2019 að einn full­trúi í stjórn­inni væri full­trúi bæj­ar­ins, til að efla tengsl­in á milli þessa fjöl­menna vinnu­stað­ar bæj­ar­búa og Mos­fells­bæj­ar.

Þeg­ar leið á vik­una fyr­ir jól bár­ust upp­lýs­ing­ar um að mink­ar hefðu sést í Reykja­hverfi. Mein­dýra­eyð­ir á veg­um bæj­ar­ins fór strax af stað og náði að fanga þrjá minka í hverf­inu en tal­ið var að þeir hefðu slopp­ið úr minka­búi í Helga­fells­dal. Eig­andi bús­ins kom síð­an fram í fjöl­miðl­um og stað­festi þann grun. Fjöldi minka hef­ur ver­ið veidd­ur í Mos­fells­dal og víð­ar í kjöl­far­ið.

Síð­asti fund­ur bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar var hald­inn 22. des­em­ber og enn­frem­ur auka­fund­ur bæj­ar­stjórn­ar. Til­efni auka­fund­ar­ins var að sam­þykkja hækk­un út­svars en  sam­þykkt var með öll­um greidd­um at­kvæð­um til­laga  um að álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars fyr­ir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74% á tekj­ur ein­stak­linga, sbr. ný sam­þykkta breyt­ingu á 1. mgr. 23. gr. laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga. Hækk­un­in er gerð í tengsl­um við sam­komu­lag rík­is og sveit­ar­fé­laga um breyt­ingu á fjár­mögn­un á þjón­ustu við fatl­að fólk. Sam­hliða þess­um breyt­ing­um mun rík­ið lækka tekju­skatts­pró­sent­ur svo íbú­ar verði ekki fyr­ir auk­inni skatt­heimtu vegna breyt­ing­anna.

Sam­komu­lagið  fel­ur enn­frem­ur í sér að unn­ið verði áfram að  grein­ingu á þró­un út­gjalda vegna þjón­ust­unn­ar og leit­ast við að ná sam­komu­lagi um styrk­ingu á fjár­hags­grund­velli henn­ar á næsta ári. Þetta er því mik­ið gleði­efni, að ná þess­um áfanga og sam­tal­inu við rík­is­vald­ið um þessa mik­il­vægu þjón­ustu.

Í bæj­ar­ráði  var þenn­an sama dag sam­þykkt að hækka frí­stunda­á­vís­an­ir fyr­ir börn og eldri borg­ara frá 1. ág­úst 2023. Frí­stunda­á­vís­un fyr­ir fyrsta og ann­að barn verði kr. 57.000 og kr. 65.500 fyr­ir þrjú börn eða fleiri. Þá verði frí­stunda­á­vís­un eldri borg­ara kr. 11.000.

Á sama fundi var sam­þykkt til­boð fyr­ir­tæk­is­ins Múr og máln­inga­þjón­usta í glugga í Kvísl­ar­skóla, rúm­lega 114 mkr. Út­boð­ið var opið og skil­uðu 6 verk­tak­ar inn til­boði.

Á fund­in­um var einnig sam­þykkt að staða fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs yrði ekki aug­lýst fyrr en að lok­inni stjórn­sýslu­út­tekt sem fer fram í janú­ar til mars á þessu ári.  Linda Udeng­a­ard fram­kvæmda­stjóri sviðs­ins hef­ur beðist lausn­ar úr starfi þar sem hún tek­ur við starfi fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs Garða­bæj­ar í fe­brú­ar næst­kom­andi. Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir mun gegna starf­inu þar til nýr fram­kvæmda­stjóri verð­ur ráð­inn.

Jól­in voru með ró­leg­asta móti en það þurfti að ryðja göt­ur fram eft­ir degi  á að­fanga­dag og halda helstu stofn­leið­um og tengi­leið­um opn­um á jóla­dag. Okk­ar menn stóðu vakt­ina und­ir for­ystu Bjarna Ás­geirs­son­ar en á for­síðu­mynd­inni að þessu sinni er mynd af Bjarna þeg­ar hann leit við í þjón­ustu­veri bæj­ar­ins. Tík­in Míla er með hon­um á mynd ásamt eig­and­an­um,  Gúnda, sem sinn­ir mein­dýra­vörn­um fyr­ir Mos­fells­bæ með dyggri að­stoð Mílu. Á mynd­inni eru einnig okk­ar góðu starfs­menn í þjón­ustu­ver­inu, þær Haf­dís Ósk­ars­dótt­ir, Sæ­dís Páls­dótt­ir og Dagný Sím­on­ar­dótt­ir ásamt Marco Pizzpolato á um­hverf­is­sviði.

Starfs­menn Mos­fells­bæj­ar fengu jóla­gjöf frá bæn­um í ár, eins og und­an­far­in ár og var það gjafa­kort á veit­inga­húsa­keðju. And­virði korts­ins er 15 þús­und krón­ur. Með gjöf­inni vill Mos­fells­bær sýna þakk­læti fyr­ir afar vel unn­in störf á ár­inu. Bæj­ar­full­trú­ar fengu einnig jóla­gjöf, bók­ina Her­set­an í Mos­fells­sveit og á Kjal­ar­nesi 1940 – 1944 eft­ir Frið­þór Ey­dal. Það er Sögu­fé­lag Kjal­ar­nes­þings sem gef­ur bók­ina út. Fjöldi breskra her­manna höfð­ust við í Mos­fell­bæ á þess­um árum sem hafði áhrif á líf­ið í  bæj­ar­fé­lag­inu. Hægt er að nálg­ast bók­ina hjá Hér­aðs­skjala­safni Mos­fells­bæj­ar.

Það var að­eins tví­sýnt um ára­móta­brenn­una vegna óvissu­stigs al­manna­varna á gaml­árs­dag en lægð­in sveigði suð­ur af land­inu sem bet­ur fer og allt var með kyrr­um kjör­um veð­ur­fars­lega séð.

Ég sótti ný­árs­dags­boð for­seta sunnu­dag­inn 1. janú­ar í stilltu og fal­legu veðri. Það er hefð fyr­ir því að for­set­inn bjóði helstu emb­ætt­is­mönn­um þjóð­ar­inn­ar, bæj­ar­stjór­um stærstu sveit­ar­fé­lag­anna og full­trú­um sjálf­boða­sam­taka í ný­árs­boð­ið sem hef­ur á sér mjög há­tíð­leg­an blæ.

Tveir nýir starfs­menn hófu störf á bæj­ar­krif­stof­unni þann 2. janú­ar. Það eru þær Sif Sturlu­dótt­ir sem kom til starfa sem leið­togi upp­lýs­inga­stjórn­un­ar og Lukka Berg­lind Brynj­ars­dótt­ir ráð­gjafi á vel­ferð­ar­sviði.

Sif mun gegna lyk­il­hlut­verki í sta­f­rænni umbreyt­ingu Mos­fells­bæj­ar og vinna þvert á starf­sem­ina að um­bót­um þjón­ustu­ferla og leiða vinnu við varð­veislu upp­lýs­inga og gagna Mos­fells­bæj­ar.

Hún kem­ur til okk­ar frá Sýn þar sem hún starf­aði sem for­stöðu­mað­ur verk­efna­stofu og innri rekst­urs. Þar hef­ur hún stýrt fag­legri verk­efn­a­stýr­ingu þvert á svið, deild­ir og skipu­lag. Enn­frem­ur bar hún ábyrgð á rekstri fast­eigna, inn­kaup­um og sam­fé­lags­legri ábyrgð fyr­ir­tæk­is­ins. Mennt­un Sifjar er B.Ed. frá Há­skóla Ís­lands og MPM frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Lukka er þroska­þjálfi að mennt og er ráð­in inn sem ráð­gjafi á vel­ferð­ar­sviði og mun þar sinna mál­efn­um fatl­aðs fólks (barna og full­orð­inna) sem og ráð­gjöf vegna annarra barna sem koma í þjón­ustu sviðs­ins.

Hún er þroska­þjálfi að mennt og hef­ur starf­að í Krika­skóla frá ár­inu 2010 þar sem hún hef­ur starf­að með fötl­uð­um nem­end­um sem og öðr­um nem­end­um með sér­þarf­ir. Áður en hún réði sig til Krika­skóla starf­aði hún á leik­skól­an­um Huldu­bergi í tvö ár.

Ég lauk vinnu­vik­unni á fundi með for­svars­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins Strategíu, þeim Guð­rúnu Ragn­ars­dótt­ur og Helgu Hlín Há­kon­ar­dótt­ur þar sem við lögð­um lín­urn­ar um þær vinnu­stof­ur sem eru fyr­ir­hug­að­ir vegna út­tekt­ar­inn­ar. Með­al ann­ars íbúa­fund sem verð­ur hald­inn í byrj­un fe­brú­ar.

Í dag er þrett­ánd­inn og nú á eft­ir verð­ur hald­in veg­leg brenna neð­an Holta­hverf­is við Leiru­vog­inn. Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar leið­ir blys­för frá Mið­bæj­ar­torg­inu kl. 17:30. Dag­skrá­in verð­ur fjöl­breytt en fram koma Storm­sveit­in og Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar. Álfa­kóng­ur og álfa­drottn­ing, Grýla og Leppal­úði verða á svæð­inu og björg­un­ar­sveit­in Kynd­ill verð­ur með glæsi­lega flug­elda­sýn­ingu.

Veðr­ið er gott til úti­vist­ar og ég óska ykk­ur góðr­ar skemmt­un­ar – og helg­ar!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Mynd 1: Út­skrift­ar­nem­end­ur fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ 2022
Mynd 2: Val­garð­ur Már Jak­obs­son skóla­meist­ari
Mynd 3: Bessastað­ir 1. janú­ar
Mynd 4: Sif og Lukka fyrsta vinnu­dag­inn