Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. febrúar 2023

Dag­ur­inn í dag hófst með fundi í al­manna­varn­ar­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þar sem Víð­ir Reyn­is­son kynnti vinnu við end­ur­skoð­un laga um al­manna­varn­ir. Í máli hans kom fram að það væri mik­il­vægt að eiga sam­ráð við al­manna­varn­ar­nefnd­ir sveit­ar­fé­laga og móta lagaum­gjörð sem gæti nýst sem rammi utan um reglu­verk sveit­ar­fé­lag­anna í al­manna­vörn­um. Það spunn­ust góð­ar um­ræð­ur í nefnd­inni og með­al ann­ars var rætt um mik­il­vægi þess að kostn­að­ur vegna að­gerða í þágu al­manna­varna væri greind­ur fyr­ir­fram, þann­ig að það væri ljóst hver áhrifin af hverri að­gerð væri. Í Covid voru tekn­ar ákvarð­an­ir sem höfðu gríð­ar­lega áhrif á mönn­un í vel­ferð­ar- og skóla­þjón­ustu með mikl­um kostn­að­ar­auka fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in.

Því næst var fund­ur í slökkvi­lið­inu þar sem far­ið var yfir árs­reikn­ing SHS fyr­ir árið 2022 sem fór at­huga­semda­laust í gegn af end­ur­skoð­end­um byggða­sam­lags­ins.

Ég heim­sótti Ás­garð í dag ásamt Sig­ur­björgu Fjöln­is­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra vel­ferð­ar­sviðs og hitti þá Heimi Þór fram­kvæmda­stjóra og Þór Daní­els­son stjórn­ar­formann en markmið fund­ar­ins var að fara yfir sam­st­arf  Mos­fells­bæj­ar og Ás­garðs. Í dag eru 33 ein­stak­ling­ar sem fá þjón­ustu í Ás­garði og þar af eru 11 úr Mos­fells­bæ. Það er mik­ill áhugi og vilji hjá for­svars­mönn­um Ás­garðs að tengjast bet­ur nærsam­fé­lag­inu og að fleiri geti nýtt þá flottu vinnu­að­stöðu sem búið er að koma upp í Ála­fosskvos­inni.

Í gær var Linda Udeng­a­ard fram­kvæmda­stjóri fræðslu-og frí­stunda­sviðs kvödd af okk­ur sam­starfs­fé­lög­um henn­ar en hún hef­ur störf í Garða­bæ síð­ar í þess­um mán­uði. Linda hef­ur starfað hér í Mos­fells­bæ frá ár­inu 2016 og hef­ur kom­ið að ýms­um mik­il­væg­um verk­efn­um ásamt sam­starfs­fólki, s.s. ung­barna­leik­skóla og mót­un mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Það verð­ur eft­ir­sjá af Lindu en Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir deild­ar­stjóri leik­skóla­mála mun gegna starfi fram­kvæmda­stjóra þar til nýr að­ili verð­ur ráð­inn í starf­ið.

Í vik­unni var einn­ig hald­inn fund­ur Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem við fór­um yfir nokk­ur mál, s.s. sókn­aráætlun fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið fyr­ir árið 2023 og  kjara­mál en við feng­um Ingu Rún Sveins­dótt­ur sem fer fyr­ir samn­inga­nefnd Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga á fund­inn. Við rædd­um m.a. stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar sem hef­ur haft mik­il áhrif á rekst­ur sveit­ar­fé­laga, ekki síst í vakta­vinnu. Sam­hliða stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, sem eru 24 dag­ar á árs­grund­velli,  hef­ur or­lofs­rétt­ur hjá op­in­ber­um starfs­mönn­um auk­ist og eru 30 dag­ar hjá öll­um, óháð aldri. Starfs­fólk er mjög ánægt með stytt­ing­una en það hef­ur reynst flókn­ara fyr­ir stjórn­end­ur að upp­fylla þær þjón­ustu­kröf­ur sem eru gerð­ar sam­hliða styttri vinnu­degi starfs­manna. Það er því ljóst að það þarf að taka til­lit til þessa í næstu kjara­samn­ing­um þann­ig að all­ir starfs­menn sitji við sama borð.

Á næsta mánu­dag mun­um við funda sér­stak­lega um sam­göngusátt­mál­ann en tölu­vert hef­ur ver­ið fjallað um samn­ing­inn í fjöl­miðl­um í dag og í gær í kjöl­far grein­ar sem bæj­ar­stjóri Kópa­vogs skrif­aði. Sam­göngusátt­mál­inn er að mínu mati mjög merki­leg­ur samn­ing­ur og þökk sé fram­sýnu sveit­ar­stjórn­ar­fólki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að hafa kom­ið á þessu sam­komu­lagi á milli rík­is og sveit­ar­fé­laga um sam­göngu­bæt­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fé­lag­ið Betri sam­göng­ur er fé­lag í eigu  rík­is og sveit­ar­fé­lag­anna og vinn­ur í nánu sam­starfi við Vega­gerð­ina sem ber ábyrgð á gerð áætl­ana og fram­kvæmd sam­göngu­verk­efna. Áætlan­ir hafa vissu­lega hækkað, í vega­gerð sem og í ann­arri inn­við­a­upp­bygg­ingu vegna verð­lags­hækk­ana og verð­bóta auk þess sem fleiri verk­efni hafa ver­ið tengd inn í sátt­mál­ann sem ekki var gert ráð fyr­ir í upp­hafi.

Ég skrif­aði und­ir samn­ing við verk­taka­fyr­ir­tæk­ið Jarðval sf. í vikunni um gatna­gerð­ar­fram­kvæmd­ir við nýja götu við Hamra­borg – Langa­tanga. Verk­ið var boð­ið út í des­em­ber síð­ast­liðn­um og bár­ust 7 til­boð. Jarð­val sf. átti lægsta til­boð af þeim til­boð­um sem bár­ust. Samn­ing­ur­inn hljóð­ar um 111 m.kr. og er áætl­að að fram­kvæmd­ir standi yfir fram í júlí 2023. Á svæð­inu við Hamra­borg – Langa­tanga verða 5 rað­hús, 6 ein­býl­is­hús auk tveggja fjöl­býl­is­húsa.

Í bæj­ar­ráði á fimmtu­dag var lögð fram könn­un Gallup á þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar en það er mjög gleði­legt að bæj­ar­fé­lag­ið hef­ur hækkað á milli ára þeg­ar kem­ur að lyk­il­spurn­ing­unni um þjón­ustu bæj­ar­fé­lags­ins þeg­ar á heild­ina er lit­ið og deil­ir öðru sæt­inu á landsvísu með nokkr­um öðr­um sveit­ar­fé­lög­um.

Það sem er gott við að fá reglu­lega mæl­ingu á þjón­ustu bæj­ar­ins er að finna þá þætti sem þarfn­ast helst úr­bóta. Því mið­ur er það þjón­usta við fatl­aða ein­stak­linga í ár eins og und­an­farin ár og þar þurf­um við ein­fald­lega að gera bet­ur. Mála­flokk­ur­inn fékk auk­ið fram­lag í fjár­hags­áætlun 2023 og við von­um svo sann­ar­lega að þeir fjár­mun­ir skili sér í ánægð­ari þjón­ustu­þeg­um og að­stand­end­um.

Í bæj­ar­ráð­inu á fimmtu­dag voru ein­göngu kon­ur við stjórn­völin en Helga Jó­hann­es­dótt­ir tók sæti sem vara­mað­ur. For­síðu­mynd­in er ein­mitt frá bæj­ar­ráðs­fund­in­um en auk bæj­ar­full­trúa sátu fund­inn bæj­ar­stjóri, bæj­ar­lög­mað­ur og fram­kvæmda­stjór­ar um­hverf­is- og vel­ferð­ar­sviðs.

Á þriðju­dag­inn í næstu viku blás­um við til íbúa­fund­ar til að fá sjón­ar­mið bæj­ar­búa, at­vinnu­rek­enda og ann­arra hags­muna­að­ila í tengsl­um við stjórn­kerf­isút­tekt­ina sem fyr­ir­tæk­ið Strategía held­ur utan um. Ég hvet bæj­ar­búa til að mæta og taka þátt í þess­ari um­bóta­vinnu.

Góða helgi!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00