Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. september 2023

Það voru mörg en ólík verk­efni sem ein­kenndu vik­una sem er að líða.

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um í gær, fimmtu­dag, við­auka við eig­enda­sam­komulag  varð­andi urð­un í Álfs­nesi. Við­auk­inn kveð­ur á um fram­leng­ingu á nýt­ingu urð­un­ar­stað­ar­ins að há­marki til árs­loka 2030 fyr­ir óvirk­an úr­g­ang. Sett eru stíf skil­yrði fyr­ir fram­kvæmd­inni sem eru eft­ir­talin:

  • Urð­un á lykt­ar­sterk­um og líf­ræn­um úr­gangi verð­ur hætt 31. des­em­ber 2023
  • Bland­að­ur og bagg­að­ur úr­gang­ur verð­ur ekki urð­að­ur í Álfs­nesi eft­ir 31. des­em­ber 2023 sem hef­ur veru­leg áhrif en áætlað er að 40-50 þús­und tonn af bögg­uð­um úr­gangi séu urð­uð ár­lega. Þá ligg­ur fyr­ir að út­flutn­ing­ur á bögg­uð­um úr­gangi hefj­ist á næstu vik­um.
  • Brennslu­stöð fyr­ir úr­g­ang verð­ur ekki reist i Álfs­nesi
  • Til að lág­marka sjón­ræn grenndaráhrif verð­ur opn­uð ný rein til urð­un­ar á óvirk­um úr­gangi í norð­an­verðu Álfs­nesi árið 2024.
  • Sorpa mun vinna mark­visst að því að finna nýj­an urð­un­ar­stað og sam­hliða leita leiða til að draga úr allri urð­un í Álfs­nesi.
  • Sorpa fer í að­gerð­ir til að lág­marka lykt­ar­meng­un s.s. með því að auka veru­lega við jarð­vegs- og gróð­ur­þekju urð­un­ar­stað­ar­ins.
  • Unn­ið verði mark­visst að víða­vangs­hreins­un í Álfs­nesi og skógrækt.
  • Sorpa mun standa fyr­ir hug­mynda­sam­keppni um frá­g­ang og fram­tíð­ar­sýn svæð­is urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi á ár­inu 2024.

Bæj­ar­ráð bók­aði svohljóð­andi vegna máls­ins:

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir yfir von­brigð­um með að urð­un í Álfs­nesi verði ekki hætt í árs­lok líkt og eig­enda­sam­komu­lag frá ár­inu 2013 með síð­ari við­auk­um um með­höndl­un úr­gangs í Álfs­nesi kveð­ur á um. Ein helsta ástæða fyr­ir því er að ann­ar urð­un­ar­stað­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið hef­ur ekki fund­ist.

Sá við­auki við eig­enda­sam­komu­lag­ið sem nú ligg­ur fyr­ir kveð­ur á um fram­leng­ingu á nýt­ingu urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi til árs­loka 2030 fyr­ir óvirk­an úr­gang. Sett eru stíf skil­yrði um að urð­un alls líf­ræns úr­gangs verði hætt 31. des­em­ber 2023. Þar að auki kveð­ur sam­komu­lag­ið á um víð­tæk­ar að­gerð­ir til að koma í veg fyr­ir lykt­ar- og sjón­meng­un auk um­fangs­mik­ill­ar skóg­rækt­ar í Álfs­nesi.

Til að tryggja eft­ir­fylgni við sam­komu­lag­ið verð­ur sett á fót þriggja manna verk­efna­stjórn sem bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar mun sitja í. Bæj­ar­ráð legg­ur áherslu á að verk­efna­stjórn­in tryggi að vinna við leit að nýj­um urð­un­ar­stað verði í for­gangi þannig að unnt verði að hætta urð­un í Álfs­nesi sem fyrst. Er lögð áhersla á að verk­efna­stjórn skili fram­vindu­skýrslu til eig­enda tvisvar á ári.

Með­al ann­ars í ljósi þess að hætt verð­ur að urða líf­ræn­an úr­gang, að út­flutn­ing­ur á bögg­uð­um úr­gangi er að hefjast auk þeirra skil­yrða sem fram koma í sam­komu­lag­inu sam­þykk­ir bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar fyr­ir­liggj­andi við­auka við eig­enda­sam­komu­lag­ið með þeim skil­yrð­um sem þar koma fram, þ.á.m. að urð­un verði al­far­ið hætt í árs­lok 2030.

Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita sam­komu­lag­ið fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

Mik­ill und­ir­bún­ing­ur hef­ur átt sér stað á ár­inu við mót­un þess­ara skil­yrða sem eru for­senda við­auk­ans. Stað­an var mjög snú­in þar sem síð­asti við­auki, gerð­ur árið 2020, kveð­ur á um að urð­un verði hætt í árslok 2023 en hins­veg­ar var eng­inn urð­un­ar­stað­ur í sjón­máli þeg­ar við hóf­um vinn­una síð­ast­lið­ið haust. Það tek­ur fimm ár frá því að urð­un­ar­stað­ur er fund­inn og þar til hægt er að hefja urð­un. Við höf­um átt fjöl­marga fundi með Sorpu vegna máls­ins, sem og full­trú­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í vik­unni komu full­trú­ar Sorpu á  tvo und­ir­bún­ings­fundi, ann­ar­s­veg­ar á mánu­dag með öll­um bæj­ar­full­trú­um og á þriðju­dag  með bæj­ar­full­trú­um og stjórn íbúa­sam­taka Leir­vogstungu. Það sem íbú­ar hafa sett á odd­inn er fyrst og fremst að það sé raun­veru­leg leit að nýj­um urð­un­ar­stað í gangi,  að hætt verði að taka á móti líf­ræn­um úr­gangi og að það verði ekki sorp­brennsla í Álfs­nesi. Reykja­vík hef­ur sam­þykkt þessa kröfu fyr­ir sitt leyti og þar að leið­andi er ekki  horft til Álfs­ness í fram­tíð­ar­sýn varð­andi sorp­brennslu á Ís­landi, held­ur Helgu­vík.  Ég sótti ein­mitt örf­und í morg­un sem SSH hélt um for­verk­efni um sorp­brennslu en SSH og um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­ið hafa ákveð­ið að ráð­ast í for­verk­efni til að afla upp­lýs­inga og gera sam­an­burð á tveim­ur val­kost­um varð­andi upp­bygg­ingu sorporku­stöðva á Ís­landi. Ann­ars veg­ar eina vinnslu í Helgu­vík og hins­veg­ar eina vinnslu í Helgu­vík og aðra á Dys­nesi við Eyja­fjörð. Sam­an­burð­ur­inn mun taka á fjár­hags­leg­um þátt­um, stofn­kostn­aði, rekstr­ar­kostn­aði og flutn­ings­kostn­aði, en einn­ig um­hverf­is­þátt­um og mati á áhættu. Megin­á­hersla verk­efn­is­ins er  að kort­leggja fram­tíð­ar­þró­un um kröf­ur í um­hverf­is­mál­um og taka hana inn í grein­ing­una, eins og kost­ur er. Helgi Þór Inga­son verk­fræð­ing­ur og verk­efn­is­stjóri kynnti  stöðu verk­efn­is­ins og helstu nið­ur­stöð­ur sem liggja nú þeg­ar fyr­ir.

Á þriðju­dag var skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu á milli Mos­fells­bæj­ar, fyr­ir­tæk­is­ins Bakka og Hús­næð­is og mann­virkja­stofn­un­ar um upp­bygg­ingu á hag­stæð­um íbúð­um fyr­ir tekju­lágt fólk og fyrstu kaup­end­ur. Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakki skuld­bind­ur sig til að byggja all­ar 60 íbúð­irn­ar við Huldugötu 2-4 og 6-8 þannig að þær upp­fylli skil­yrði og reglu­gerð um hlut­deild­ar­lán.  Einnig skuld­bind­ur fé­lag­ið sig til að selja að lág­marki 30 þeirra til ein­stak­linga sem hafa feng­ið sam­þykki fyr­ir veit­ingu láns­ins. Þá skuld­bind­ur Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un sig til að gera ráð fyr­ir út­hlut­un að lág­marki 30 hlut­deild­ar­lána á um­rædd­um lóð­um. Um er að ræða 2ja og 3ja her­bergja íbúð­ir.

Ég hitti líka full­trúa Eir­ar ör­yggis­íbúða í vik­unni og tók nokk­ur við­töl vegna ein­stak­linga­mála en ég er með op­inn við­tals­tíma á fimmtu­dög­um. Mér finnst þetta mjög mik­il­væg­ur hluti af starfi bæj­ar­stjóra, að veita íbú­um Mos­fells­bæj­ar og for­svars­mönn­um fyr­ir­tækja og hags­muna­að­ila tæki­færi á að ræða sín mál þó að ég geti að sjálf­sögðu ekki hlutast til um form­leg­ar ákvarð­an­ir nefnda eða sjálf­stæðra embætta.

Ég átti líka fjöl­marga inn­an­húss­fundi í vik­unni um ýmis mál sem brenna á starfs­mönn­um. Haust­in eru tím­inn þeg­ar allt er að fara af stað og mik­ið álag á ýms­um deild­um inn­an­húss sem og stofn­un­um bæj­ar­ins. At­vik eins og það sem kom upp í Lága­fell­skóla í síð­ustu viku, þeg­ar trún­að­ar­gögn fóru í um­ferð, hafa að sjálf­sögðu áhrif á starf­semi hér inn­an­húss og þá sér­stak­lega á fræðslu- og frí­stunda­svið. Við erum líka í mikl­um breyt­ingafasa á bæj­ar­skrif­stof­unni og það er mik­il­vægt fyr­ir mig að muna að hlúa að starf­sem­inni og starfs­fólki í slíku ferli, þeg­ar verk­efni fær­ast á milli starfs­manna og deilda og tíma­bil óvissu tek­ur við. Við erum til dæm­is í miðju ferli við að „lykla“ verk­efni til að skýra ábyrgð­ar­skipt­ingu á milli ein­stak­linga, deilda og sviða og það er tíma­frek en nauð­syn­leg vinna til að stilla sam­an strengi. Við erum komin mis­langt á svið­un­um og það skap­ar ákveð­ið óþol sem við þurf­um að takast á við sam­an. Við erum líka í miðju fjár­hags­áætl­un­ar­ferli en það hef­ur geng­ið vel hing­að til, þökk sé frá­bæru starfs­fólki á fjár­mála- og áhættu­sviði og  for­stöðu­mönn­um stofn­ana bæj­ar­ins.

Í morg­un átti ég góð­an fund með Ág­ústi Jens­syni fram­kvæmda­stjóra Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar og Jó­hönnu Han­sen sviðs­stjóra um­hverf­is­sviðs en við höf­um átt mörg sam­töl í vet­ur og sum­ar, vegna skipu­lags vall­ar­ins. Við feng­um bréf frá íbú­um í Súlu­höfða sem var lagt fyr­ir bæj­ar­ráð í gær vegna hættu af golf­bolt­um sem lenda á hús­um og görð­um við göt­una. Mér var fal­ið að svara íbú­um sem ég mun að sjálf­sögðu gera en mál­ið á sér langa for­sögu í stjórn­kerfi bæj­ar­ins.

Í dag sótti ég opn­un einka­sýn­ing­ar Ölfu Rós Pét­urs­dótt­ur í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar sem nefn­ist Float­ing Emoti­ons eða fljót­andi til­finn­ing­ar. Sýn­ing­in sam­an­stend­ur af tex­tíl­verk­um og smá­skúlp­túr­um sem eru öll hand­gerð sam­kvæmt hefð­bundn­um hand­verksað­ferð­um og þar sem vatn er í að­al­hlut­verki við túlk­un.

For­síðu­mynd­in er af Mar­gréti Hauth sýn­ing­ar­stjóra Lista­safns Mos­fells­bæj­ar og Arn­ari Jóns­syni sviðs­stjóra menn­ing­ar-, iþrótta- og lýð­heilsu­sviðs.

Að því sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00