Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. júní 2023

Um síð­ustu helgi aug­lýst­um við sjö stöð­ur stjórn­enda hjá Mos­fells­bæ. Um er að ræða stöð­ur sviðs­stjóra mannauðs og starfs­um­hverf­is­sviðs, skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar, leið­toga í mál­efn­um fatl­aðs fólks, fag­lega stjórn­end­ur grunn­skóla og leik­skóla­mála auk stjórn­enda Veitna og um­hverf­is og fram­kvæmda­mála. Ástæð­ur þess að við aug­lýs­um marg­ar stöð­ur sam­an eru nokkr­ar. Þrír stjórn­end­ur hafa hætt í vet­ur og við höfð­um beð­ið með að aug­lýsa þær stöð­ur þar til stjórn­sýslu­út­tekt klár­að­ist. Þá munu tveir stjórn­end­ur hætta vegna ald­urs í sum­ar og stöð­ur þeirra eru aug­lýst­ar. Tvær stöð­ur eru nýj­ar, ann­ars veg­ar staða skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og hins veg­ar staða leið­toga í mála­flokki fatl­aðs fólks en sú staða teng­ist m.a. yf­ir­töku á þjón­ustu við Skála­tún.

Um­sókn­ar­frest­ur vegna starf­anna er 16. júní næst­kom­andi og við höf­um feng­ið ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­ið In­tell­ecta til þess að ann­ast ut­an­um­hald og úr­vinnslu um­sókna. For­síðu­mynd­in er ein­mitt mynd sem við not­uð­um í aug­lýs­ingu í fjöl­miðl­um um síð­ustu helgi og er feng­in frá Mos­fell­ingi en hún var tekin í tengsl­um við há­tíð­ina Í Tún­inu heima.

Verk­föll starfs­manna í leik­skól­um og yf­ir­vof­andi alls­herj­ar­verk­fall hafa óneit­an­lega ver­ið mál mál­anna í þess­ari viku. Starfs­fólk á leik­skól­um í Mos­fells­bæ, Kópa­vogi og Garða­bæ hafa ver­ið í verk­falls­að­gerð­um frá miðj­um maí, eða í þrjár vik­ur. Í öðr­um sveit­ar­fé­lög­um hafa að­gerð­irn­ar  stað­ið skem­ur yfir eða í tvær vik­ur. Þessi staða er farin að hafa al­var­leg áhrif á sam­fé­lag­ið hér og for­eldr­ar eðli­lega ósátt­ir.

Eins og fram hef­ur kom­ið í op­in­berri um­ræðu er samn­inga­nefnd Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga með samn­ings­um­boð­ið fyr­ir hönd sveit­ar­fé­lag­anna þann­ig að bæj­ar­stjórn eða bæj­ar­stjóri sem­ur ekki fyr­ir sitt sveit­ar­fé­lag. Þessi staða get­ur reynst snú­in, á alla kanta. Hún er  snú­in fyr­ir samn­inga­nefnd­ina sem þarf að fara bil beggja þar sem hún er að semja fyr­ir ólík sveit­ar­fé­lög með mis­mun­andi áhersl­ur. Hún er líka snú­in fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in sem hafa vinnu­veit­enda­ábyrgð og ábyrgð á þjón­ustu­veit­ing­unni.  Samn­inga­nefnd­in held­ur bæj­ar- og sveit­ar­stjór­um upp­lýst­um um stöðu mála og það hafa ver­ið já­kvæð teikn í gær og í dag, hvað sem verð­ur.

Ég  upp­lýsi bæj­ar­ráð reglu­lega um stöð­una og áhrif verk­fall­anna á starf­semi Mos­fells­bæj­ar.

Í bók­un bæj­ar­ráðs frá því í gær, fimmtu­dag lýs­ir bæj­ar­ráð yfir áhyggj­um af því að ekki hafi tek­ist að semja.

„Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir mikl­um áhyggj­um af því að enn hafi ekki tek­ist samn­ing­ar milli BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem fer með samn­ings­um­boð sveit­ar­fé­lag­anna. Bæj­ar­ráð hvet­ur samn­ings­að­ila til að gera sitt ýtr­asta til að samn­ing­ar ná­ist sem allra fyrst. Verk­fall­ið sem nú stend­ur yfir hef­ur nú þeg­ar haft ómæld áhrif á starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins og fjöl­skyld­ur í bæn­um og brýnt að samn­ings­að­il­ar finni lausn áður en alls­herj­ar­verk­fall skell­ur á í næstu viku“.

Ef verk­föll hefjast á mánu­dag þá munu þau hafa áhrif á leik­skól­ana í bæn­um með til­heyr­andi lok­un­um og/eða skerð­ingu á starf­sem­inni. Skerð­ing verð­ur á þjón­ustu bæj­ar­skrif­stof­unn­ar þar sem þjón­ustu­ver­ið mun loka  en það verð­ur hægt að hringja á til­tekn­um tíma dags­ins og senda tölvu­pósta og skila­boð með ra­f­ræn­um hætti. Íþrótta­mann­virki loka líka og þar með tald­ar sund­laug­ar. Þá verða starfs­menn þjón­ustu­stöðv­ar­inn­ar líka í verk­falli. Það er mik­il­vægt að fylgjast vel með vef bæj­ar­ins en þar koma fram nán­ari upp­lýs­ing­ar um þjón­ust­una, komi til alls­herj­ar­verk­falls. Skóla­stjór­ar upp­lýsa for­eldra beint um stöð­una í hverj­um leik­skóla eins og ver­ið hef­ur.

Það var ým­is­legt fleira á dagskrá vik­unn­ar. Ég fór í stór­skemmti­lega göngu um síð­ustu helgi með Bjarka Bjarna­syni um slóð­ir Hall­dórs Kilj­an Lax­ness en við geng­um frá Gljúfra­steini að Mos­fells­kirkju með við­komu á nokkr­um stöð­um, með­al ann­ars Guddu­laug þar sem við feng­um að dreypa á ljúf­fengu og tæru vatni úr lækn­um en það er sagt hafa mik­inn töframátt. Gang­an var hluti af vor­dagskrá Gljúfra­steins 2023 sem var glæsi­leg þetta árið.

Ég heim­sótti líka starfs­fólk Blikastaðalands sem er fé­lag í eigu Ari­on­banka en þau hafa kom­ið sér vel fyr­ir í gamla íbúð­ar­hús­inu að Blika­stöð­um. Þar er búið að koma fyr­ir hús­gögn­um úr Góða hirð­in­um í anda þess tíma sem Blikastað­ir voru stór­býli. Fram­kvæmda­stjóri Blikastaðalands er Þor­gerð­ur Arna Ein­ars­dótt­ir og formað­ur stjórn­ar Blikastaðalands  er Mar­grét Er­lends­dótt­ir. Þor­gerð­ur og verk­efn­is­stjór­ar Blikastaða­verk­efn­is­ins hafa fast að­set­ur í hús­inu.

Til upp­rifj­un­ar þá var sam­þykkt vor­ið 2022 að hefja sam­st­arf við Blikastað­a­land um upp­bygg­ingu á Blikastaðaland­inu.

Skipu­lags­­svæðið sem um ræðir er alls um 90 hekt­­arar og gert er ráð fyrir að landið sem hægt verði að nýta til fyr­ir­hug­aðrar upp­­­bygg­ingar nýs íbúða­­svæðið sé um 80 hekt­­ar­­ar. Alls á að byggja um 3.500 til 3.700 íbúðir.

Skipulagsnefnd hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur 1. áfanga deiliskipulags Blikastaðalandsins. Aðal- og rammaskipulag svæðisins verður kynnt til umsagna og athugasemda á næstunni þar sem til stendur að halda íbúafund og kynningu vegna verkefnisins. Arkitektar og hönnuðir frá íslensku arkitektastofunni Nordic og dönsku landslagsarkitektastofunni SLA munu koma að verkinu. Í undirbúningi skipulags felst að rýna áfangaskiptingu, inngrip, græn svæði, staðhætti landsins, húsagerðir og mögulegar umbreytingar Blikastaðabæjarins áður en til deiliskipulags kemur.

Á fimmtudag gengum við frá samkomulagi við Eldingu um afhendingu æfingaraðstöðunnar við Varmá.  Starfsemin mun færa sig um set og salurinn verður afhentur Aftureldingu þann 1. júlí næstkomandi. Við þetta tilefni voru Hjalta færð blóm með þakklæti fyrir samstarf Mosfellsbæjar og Eldingar allt frá árinu 2007 en Elding hefur rekið almenna líkamsrækt og sérhæfða aðstöðu til styrktarþjálfunar fyrir afreks- og íþróttafólk í Mosfellsbæ í samræmi við þjónustusamning á milli Eldingar og Mosfellsbæjar. Afturelding hefur óskað eftir bættri aðstöðu fyrir íþróttafólk og þjálfara félagsins og hafa breytingar staðið til um all langt skeið. Afturelding mun  starfrækja sérhæfða aðstöðu til styrktarþjálfunar fyrir afreks- og íþróttafólk í Mosfellbæ, meðal annars UMFA, GolfMos, Hestamannafélagi Harðar, Motomos og Öspinni.

Ég óska ykkur góðrar helgar með þá von að  kjaradeila Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB leysist farsællega og að það þurfi ekki að koma til verkfalla á mánudag.

For­síðu­mynd­in er úr mynda­safni Mos­fell­ings en að­r­ar mynd­ir eru m.a. úr göng­unni frá Gljúfra­steini að Mos­fells­kirkju og heim­sókn­inni að Blika­stöð­um en þar má sjá Þor­gerði Örnu Ein­ars­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra Land­eyj­ar ásamt Þóru Hjaltested bæj­ar­lög­manni í hlöð­unni. Þá er mynd af okk­ur Gunn­hildi sviðs­stjóra skóla og frí­stunda­sviðs og Hjalta Úr­sus en Eld­ing er að ljúka starf­semi við Varmá og færð­um við hon­um bestu þakk­ir.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00