Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. júní 2023

Um síð­ustu helgi aug­lýst­um við sjö stöð­ur stjórn­enda hjá Mos­fells­bæ. Um er að ræða stöð­ur sviðs­stjóra mannauðs og starfs­um­hverf­is­sviðs, skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar, leið­toga í mál­efn­um fatl­aðs fólks, fag­lega stjórn­end­ur grunn­skóla og leik­skóla­mála auk stjórn­enda Veitna og um­hverf­is og fram­kvæmda­mála. Ástæð­ur þess að við aug­lýs­um marg­ar stöð­ur sam­an eru nokkr­ar. Þrír stjórn­end­ur hafa hætt í vet­ur og við höfð­um beð­ið með að aug­lýsa þær stöð­ur þar til stjórn­sýslu­út­tekt klár­að­ist. Þá munu tveir stjórn­end­ur hætta vegna ald­urs í sum­ar og stöð­ur þeirra eru aug­lýst­ar. Tvær stöð­ur eru nýj­ar, ann­ars veg­ar staða skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og hins veg­ar staða leið­toga í mála­flokki fatl­aðs fólks en sú staða teng­ist m.a. yf­ir­töku á þjón­ustu við Skála­tún.

Um­sókn­ar­frest­ur vegna starf­anna er 16. júní næst­kom­andi og við höf­um feng­ið ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­ið In­tell­ecta til þess að ann­ast ut­an­um­hald og úr­vinnslu um­sókna. For­síðu­mynd­in er ein­mitt mynd sem við not­uð­um í aug­lýs­ingu í fjöl­miðl­um um síð­ustu helgi og er feng­in frá Mos­fell­ingi en hún var tek­in í tengsl­um við há­tíð­ina Í Tún­inu heima.

Verk­föll starfs­manna í leik­skól­um og yf­ir­vof­andi alls­herj­ar­verk­fall hafa óneit­an­lega ver­ið mál mál­anna í þess­ari viku. Starfs­fólk á leik­skól­um í Mos­fells­bæ, Kópa­vogi og Garða­bæ hafa ver­ið í verk­falls­að­gerð­um frá miðj­um maí, eða í þrjár vik­ur. Í öðr­um sveit­ar­fé­lög­um hafa að­gerð­irn­ar  stað­ið skem­ur yfir eða í tvær vik­ur. Þessi staða er far­in að hafa al­var­leg áhrif á sam­fé­lag­ið hér og for­eldr­ar eðli­lega ósátt­ir.

Eins og fram hef­ur kom­ið í op­in­berri um­ræðu er samn­inga­nefnd Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga með samn­ings­um­boð­ið fyr­ir hönd sveit­ar­fé­lag­anna þannig að bæj­ar­stjórn eða bæj­ar­stjóri sem­ur ekki fyr­ir sitt sveit­ar­fé­lag. Þessi staða get­ur reynst snú­in, á alla kanta. Hún er  snú­in fyr­ir samn­inga­nefnd­ina sem þarf að fara bil beggja þar sem hún er að semja fyr­ir ólík sveit­ar­fé­lög með mis­mun­andi áhersl­ur. Hún er líka snú­in fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in sem hafa vinnu­veit­enda­ábyrgð og ábyrgð á þjón­ustu­veit­ing­unni.  Samn­inga­nefnd­in held­ur bæj­ar- og sveit­ar­stjór­um upp­lýst­um um stöðu mála og það hafa ver­ið já­kvæð teikn í gær og í dag, hvað sem verð­ur.

Ég  upp­lýsi bæj­ar­ráð reglu­lega um stöð­una og áhrif verk­fall­anna á starf­semi Mos­fells­bæj­ar.

Í bók­un bæj­ar­ráðs frá því í gær, fimmtu­dag lýs­ir bæj­ar­ráð yfir áhyggj­um af því að ekki hafi tek­ist að semja.

„Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir mikl­um áhyggj­um af því að enn hafi ekki tek­ist samn­ing­ar milli BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem fer með samn­ings­um­boð sveit­ar­fé­lag­anna. Bæj­ar­ráð hvet­ur samn­ings­að­ila til að gera sitt ýtr­asta til að samn­ing­ar ná­ist sem allra fyrst. Verk­fall­ið sem nú stend­ur yfir hef­ur nú þeg­ar haft ómæld áhrif á starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins og fjöl­skyld­ur í bæn­um og brýnt að samn­ings­að­il­ar finni lausn áður en alls­herj­ar­verk­fall skell­ur á í næstu viku“.

Ef verk­föll hefjast á mánu­dag þá munu þau hafa áhrif á leik­skól­ana í bæn­um með til­heyr­andi lok­un­um og/eða skerð­ingu á starf­sem­inni. Skerð­ing verð­ur á þjón­ustu bæj­ar­skrif­stof­unn­ar þar sem þjón­ustu­ver­ið mun loka  en það verð­ur hægt að hringja á til­tekn­um tíma dags­ins og senda tölvu­pósta og skila­boð með ra­f­ræn­um hætti. Íþrótta­mann­virki loka líka og þar með tald­ar sund­laug­ar. Þá verða starfs­menn þjón­ustu­stöðv­ar­inn­ar líka í verk­falli. Það er mik­il­vægt að fylgj­ast vel með vef bæj­ar­ins en þar koma fram nán­ari upp­lýs­ing­ar um þjón­ust­una, komi til alls­herj­ar­verk­falls. Skóla­stjór­ar upp­lýsa for­eldra beint um stöð­una í hverj­um leik­skóla eins og ver­ið hef­ur.

Það var ým­is­legt fleira á dag­skrá vik­unn­ar. Ég fór í stór­skemmti­lega göngu um síð­ustu helgi með Bjarka Bjarna­syni um slóð­ir Hall­dórs Kilj­an Lax­ness en við geng­um frá Gljúfra­steini að Mos­fells­kirkju með við­komu á nokkr­um stöð­um, með­al ann­ars Guddu­laug þar sem við feng­um að dreypa á ljúf­fengu og tæru vatni úr lækn­um en það er sagt hafa mik­inn töframátt. Gang­an var hluti af vor­dag­skrá Gljúfra­steins 2023 sem var glæsi­leg þetta árið.

Ég heim­sótti líka starfs­fólk Blikastaða­lands sem er fé­lag í eigu Ari­on­banka en þau hafa kom­ið sér vel fyr­ir í gamla íbúð­ar­hús­inu að Blika­stöð­um. Þar er búið að koma fyr­ir hús­gögn­um úr Góða hirð­in­um í anda þess tíma sem Blikastað­ir voru stór­býli. Fram­kvæmda­stjóri Blikastaða­lands er Þor­gerð­ur Arna Ein­ars­dótt­ir og formað­ur stjórn­ar Blikastaða­lands  er Mar­grét Er­lends­dótt­ir. Þor­gerð­ur og verk­efn­is­stjór­ar Blikastaða­verk­efn­is­ins hafa fast að­set­ur í hús­inu.

Til upp­rifj­un­ar þá var sam­þykkt vor­ið 2022 að hefja sam­starf við Blikastaða­land um upp­bygg­ingu á Blikastaða­land­inu.

Skipu­lags­­svæðið sem um ræð­ir er alls um 90 hekt­­arar og gert er ráð fyr­ir að land­ið sem hægt verði að nýta til fyr­ir­hug­aðrar upp­­­bygg­ingar nýs íbúða­­svæðið sé um 80 hekt­­ar­­ar. Alls á að byggja um 3.500 til 3.700 íbúð­ir.

Skipu­lags­nefnd hef­ur sam­þykkt að haf­inn verði und­ir­bún­ing­ur 1. áfanga deili­skipu­lags Blikastaða­lands­ins. Aðal- og ramma­skipu­lag svæð­is­ins verð­ur kynnt til um­sagna og at­huga­semda á næst­unni þar sem til stend­ur að halda íbúa­fund og kynn­ingu vegna verk­efn­is­ins. Arki­tekt­ar og hönn­uð­ir frá ís­lensku arki­tekta­stof­unni Nordic og dönsku lands­lags­arki­tekta­stof­unni SLA munu koma að verk­inu. Í und­ir­bún­ingi skipu­lags felst að rýna áfanga­skipt­ingu, inn­grip, græn svæði, stað­hætti lands­ins, húsa­gerð­ir og mögu­leg­ar umbreyt­ing­ar Blikastaða­bæj­ar­ins áður en til deili­skipu­lags kem­ur.

Á fimmtu­dag geng­um við frá sam­komu­lagi við Eld­ingu um af­hend­ingu æf­ing­ar­að­stöð­unn­ar við Varmá.  Starf­sem­in mun færa sig um set og sal­ur­inn verð­ur af­hent­ur Aft­ur­eld­ingu þann 1. júlí næst­kom­andi. Við þetta til­efni voru Hjalta færð blóm með þakk­læti fyr­ir sam­starf Mos­fells­bæj­ar og Eld­ing­ar allt frá ár­inu 2007 en Eld­ing hef­ur rek­ið al­menna lík­ams­rækt og sér­hæfða að­stöðu til styrkt­ar­þjálf­un­ar fyr­ir af­reks- og íþrótta­fólk í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við þjón­ustu­samn­ing á milli Eld­ing­ar og Mos­fells­bæj­ar. Aft­ur­eld­ing hef­ur ósk­að eft­ir bættri að­stöðu fyr­ir íþrótta­fólk og þjálf­ara fé­lags­ins og hafa breyt­ing­ar stað­ið til um all langt skeið. Aft­ur­eld­ing mun  starf­rækja sér­hæfða að­stöðu til styrkt­ar­þjálf­un­ar fyr­ir af­reks- og íþrótta­fólk í Mos­fell­bæ, með­al ann­ars UMFA, Golf­Mos, Hesta­manna­fé­lagi Harð­ar, Motomos og Öspinni.

Ég óska ykk­ur góðr­ar helg­ar með þá von að  kjara­deila Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og BSRB leys­ist far­sæl­lega og að það þurfi ekki að koma til verk­falla á mánu­dag.

For­síðu­mynd­in er úr mynda­safni Mos­fell­ings en aðr­ar mynd­ir eru m.a. úr göng­unni frá Gljúfra­steini að Mos­fells­kirkju og heim­sókn­inni að Blika­stöð­um en þar má sjá Þor­gerði Örnu Ein­ars­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra Land­eyj­ar ásamt Þóru Hjaltested bæj­ar­lög­manni í hlöð­unni. Þá er mynd af okk­ur Gunn­hildi sviðs­stjóra skóla og frí­stunda­sviðs og Hjalta Úr­sus en Eld­ing er að ljúka starf­semi við Varmá og færð­um við hon­um bestu þakk­ir.