Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. febrúar 2023

Menn­ing­ar­líf­ið hér í Mos­fells­bæ blómstr­ar og á mið­viku­dags­kvöld­ið sótti ég afar vel heppn­aða tón­leika Stór­sveit­ar Ís­lands í Lundi í Mos­fells­dal. Stór­söngv­ar­arn­ir Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir, Sig­urð­ur Hans­son, Birg­ir Har­alds­son, Stef­an­ía Svav­ars­dótt­ir og Dav­íð Ólafs­son sungu klass­ísk­ar perl­ur við und­ir­leik hljóm­sveit­ar­inn­ar. Tón­leik­arn­ir voru mjög vel sótt­ir og hús­næði gróð­ur­húss­ins að Lundi var ein­stak­lega skemmti­leg um­gjörð um við­burð af þessu tagi. For­síðu­mynd­in er af Sig­urði Hans­syni og stór­sveit­inni.

Ann­ars hef­ur þessi vika ein­kennst af stíf­um fund­ar­höld­um. Með­al ann­ars hafa ver­ið fund­ir með inn­viða­ráð­herra í tengsl­um við hags­muni Mos­fells­bæj­ar gagn­vart Jöfn­un­ar­sjóði og fram­lagi til mál­efna fatl­aðs fólks og hins­veg­ar fund­ur í ráð­herra­bú­staðn­um með for­sæt­is- og inn­viða­ráð­herra ásamt full­trúa fjár­mála­ráð­herra vegna sam­göngusátt­mál­ans. Á þeim fundi kom fram rík­ur vilji til þess að virða sam­göngusátt­mál­ann sem var und­ir­rit­að­ur árið 2019 og þetta mik­il­væga sam­starf rík­is og sveit­ar­fé­laga um sam­göngu­mál á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í vik­unni voru haldn­ir tveir fund­ir hjá stjórn sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, ann­ar­s­veg­ar um sam­göngu­mál og hins­veg­ar af­greiðslufund­ur vegna fjöl­margra er­inda sem hafa borist sam­tök­un­um.

Þá var fund­ur í stjórn Reykjalund­ar þar sem við feng­um full­trúa frá SÍBS á fund­inn til að ræða hús­næð­is­mál Reykjalund­ar. Það er ljóst að hús­næð­ið er kom­ið til ára sinna og tölu­vert mik­il upp­söfn­uð við­halds­þörf. Í und­ir­bún­ingi er að stofna sér­stakt fé­lag utan um hús­eign­ir stofn­un­ar­inn­ar.

Ég hélt fund með for­stöðu­mönn­um stofn­ana bæj­ar­ins um mál­efni barna og fjöl­skyldna af er­lend­um upp­runa. Við feng­um fræðslu frá Ár­borg, Önnu Kat­arzyna Wozniczka verk­efna­stjóra í mál­efn­um flótta­manna í Ár­borg sem fór yfir helstu verk­efni og áskor­an­ir sveit­ar­fé­lags­ins sem skrif­aði ný­lega und­ir samn­ing við fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið um sam­ræmda mót­töku allt að 100 flótta­manna. Verk­efn­ið hef­ur heilt yfir geng­ið vel í Ár­borg en þau hafa þeg­ar tek­ið á móti 70 af þeim 100 sem samn­ing­ur­inn til­tek­ur.

Í bæj­ar­ráði í gær var sam­þykkt að hækka hús­næð­is­bæt­ur í sam­ræmi við hækk­un rík­is­ins  á al­menn­um hús­næð­is­bót­um og hækk­ar há­mark hús­næð­is­bót­anna úr 95 þús­und krón­um á mán­uði í rúm­lega 103 þús­und. Þá var sam­þykkt að heim­ila áfram­hald­andi skipu­lags­vinnu vegna Bröttu­hlíð­ar með þeim fyr­ir­vara að komi til upp­bygg­ing­ar verði inn­heimt bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld.

Til­boðs­frest­ur vegna út­boðs­ins Varmár­völl­ur – nýtt vökv­un­ar­kerfi rann út í fyrra­dag, þann 22. fe­brú­ar. Fjög­ur til­boð bár­ust:

  • Metatron ehf. – 13.901.325 kr.
  • Eld­foss pípu­lagn­ir ehf. – 15.783.609 kr.
  • Wii­um ehf. – 17.541.052 kr.
  • Stétta­fé­lag­ið ehf. – 24.437.930 kr.

Kostn­að­ar­áætl­un Mos­fells­bæj­ar var 14.297.000. Til­boðs­fjár­hæð­ir eru birt­ar með fyr­ir­vara um yf­ir­ferð til­boða m.t.t. hæf­is bjóð­enda og réttra út­reikn­inga í til­boðs­skrá. Til­boð allra bjóð­enda verða  yf­ir­far­in m.t.t. þessa og nið­ur­staða út­boðs til­kynnt í kjöl­far­ið.

Það verð­ur að segj­ast eins og er að vik­an hef­ur þó mest­megn­is lit­ast af þeim sorg­lega at­burði sem átti sér stað í Lága­fells­laug á mánu­dag að gest­ur  missti með­vit­und í laug­inni og var síð­ar úr­skurð­að­ur lát­inn. Hug­ur okk­ar er hjá að­stand­end­um og öll­um þeim sem eiga um sárt að binda. Rauði kross­inn veitti gest­um og starfs­mönn­um Lága­fells­laug­ar áfalla­hjálp vegna máls­ins og starfs­menn fá áfram­hald­andi stuðn­ing. At­burð­ur­inn verð­ur rann­sak­að­ur af þar til bær­um að­il­um og sveit­ar­fé­lag­ið mun veita þeim all­ar upp­lýs­ing­ar um at­burð­inn, við­bún­að og við­brögð.

Ég óska ykk­ur góðr­ar helg­ar.

Regína Ás­valds­dótt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

 

net­spjall

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00