Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. nóvember 2023

Dag­ur­inn í dag hófst á fundi í fram­kvæmda­ráði al­manna­varn­ar­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem bæj­ar­stjór­ar og borg­ar­stjóri eiga sæti í ásamt lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Með okk­ur starfa Jón Við­ar Matth­íasson slökkvi­liðs­stjóri og fram­kvæmda­stjóri al­manna­varna hbs og Þóra Kristín Ás­geirs­dótt­ir verk­efn­is­stjóri, en þau þekkja mjög vel til starfa neyð­ar­stjórna í hverju sveit­ar­fé­lagi fyr­ir sig eft­ir Covid. Á fund­in­um í dag fór­um við yfir skipu­lag mála sem tengjast skóla-og vel­ferð­ar­þjón­ustu við Grind­vík­inga.

Fram­kvæmda­ráð­ið hitt­ist síð­asta  laug­ar­dag í kjöl­far  rým­ing­ar á föstu­dags­kvöld­inu með Fann­ari bæj­ar­stjóra. Þar var far­ið yfir stöðu mála og þær bráða­að­gerð­ir sem voru í gangi. Það verk­efni sem okk­ur var fal­ið, sveit­ar­fé­lög­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er að huga að skóla og frí­stunda­mál­um grind­vískra barna. Það var skip­að­ur hóp­ur í kring­um hvern mála­flokk sem teng­ist skóla og frí­stund­a­starf­inu og með­al ann­ars kom það í hlut Gunn­hild­ar Sæ­munds­dótt­ur sviðs­stjóra fræðslu og frí­stunda­sviðs í Mos­fells­bæ að fara fyr­ir teymi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem vinn­ur að skipu­lagn­ingu leik­skóla­mála fyr­ir börn úr Grinda­vík. Það er búið að safna sam­an upp­lýs­ing­um um mögu­legt hús­næði, bæði fyr­ir leik­skóla og skóla en stjórn­sýsl­an í Grinda­vík þarf að stýra för, bæði hvað varð­ar stað­setn­ingu leik­skóla og mönn­un. Mik­il­væg­ast er að fá yf­ir­sýn yfir stað­setn­ingu á starfs­fólki leik­skól­anna í Grinda­vík, til að hægt sé að skipu­leggja starf­sem­ina þar sem hún mun byggjast á starfs­fólki bæj­ar­ins. Ég tók líka stutt­an Teams fund með full­trú­um bæj­ar­skrif­stof­unn­ar í neyð­ar­stjórn til að upp­lýsa þau um stöðu mála.

Við hitt­umst svo all­ir bæj­ar­stjór­arn­ir á land­inu á sunnu­dag á Teams fundi og fór­um yfir stöð­una með Fann­ari og skipu­lögð­um næstu skref. Íbú­ar Grinda­vík­ur eru ekki ein­göngu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, held­ur eru marg­ir á Reykja­nesi og í sum­ar­bú­stöð­um í upp­sveit­um Ár­ness­sýslu þann­ig að það þarf að skipu­leggja öðru­vísi ramma í kring­um þá íbúa.

Við tók­um ákvörð­un á sunnu­deg­in­um að bjóða öll­um grind­vík­ing­um frítt í sund og auk þess sund­föt og hand­klæði þar sem það var ljóst af frétt­um að marg­ir höfðu ekki náð að taka nauð­syn­leg­ustu hluti með sér við rým­ingu.

En hefð­bund­in vinnu­vika hófst á mánu­dags­morgni á fundi á veg­um stýri­hóps SSH vegna sam­göngusátt­mál­ans, síð­an fram­kvæmda­stjórn­ar­fundi inn­an­húss á bæj­ar­skrif­stof­unni og svo komu inn­an­húss­fund­ir vegna ým­issa mála, s.s. eigna­sjóðs og skipu­lags­mála þann dag­inn auk þess sem við nýt­um mánu­daga í stjórn­sýsl­unni til að und­ir­búa bæj­ar­ráðs­fundi. Fyrstu dag­ar vik­unn­ar ein­kennd­ust af inn­an­húss­fund­um með sviðs­stjór­um, neyð­ar­stjórn ofl.

Um­hverf­is­svið­ið var með starfs­dag eft­ir há­degi á mið­viku­dag og ég var með ávarp í upp­hafi og ræddi um þjón­ustu­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem er eitt af verk­efn­um sem komu fram í um­bóta­til­lög­um Strategíu. Til þess að fá sem gleggsta mynd af því hvern­ig bæj­ar­bú­ar eru að upp­lifa þjón­ust­una þarf að setja fram reglu­leg­ar þjón­ustu­mæl­ing­ar hjá not­end­um. Mos­fells­bær hef­ur tek­ið þátt í við­horfs­könn­un­um Gallup und­an­farin ár en sú könn­un mæl­ir ein­göngu hvaða upp­lif­un fólk hef­ur af ýms­um þjón­ustu­þátt­um í Mos­fell­bæ þó að þau hafi ekki nýtt sér þjón­ust­una. Við vilj­um heyra beint frá not­end­um með þeim þjón­ustu­könn­un­um sem eru framund­an.

Á mið­viku­dags­kvöld­inu fór ég á glæsi­legt bók­mennta­hlað­borð á veg­um bóka­safns Mos­fells­bæj­ar. Þar voru rit­höf­und­arn­ir Berg­þóra Snæ­björns­dótt­ir sem las upp úr bók­inni Duft, Frið­geir Ein­ars­son með  Seratón­ín­end­urupp­töku­hemla, Guð­mund­ur Pét­urs­son með bók­ina  Öll nema fjór­tán: sög­ur úr Vest­ur­bæn­um og víð­ar,
Sverr­ir Nor­land með Klett­ur­inn og Sól­veig Páls­dótt­ir með Mið­ill­inn. Sunna Dís Más­dótt­ir skáld og bók­mennta­gagn­rýn­andi Kilj­unn­ar stýrði um­ræð­um. Það er skemmst frá því að segja að rit­höf­und­arn­ir fóru á kost­um og það mynd­að­ist mjög góð stemn­ing. Frá­bært fram­tak hjá bóka­safn­inu.

Á fimmtu­dag var bæj­ar­ráð og þar tók­um við nokk­ur mál fyr­ir. Með­al ann­ars verk­efn­ið Bara tala sem Kristján Þór Magnús­son mannauðs­stjóri kynnti. Bara tala er sta­f­rænn ís­lensku­kenn­ari sem bygg­ir á gervi­greind og ís­lenskri mál­tækni.  Í gegn­um for­rit­ið er boð­ið  upp á starfstengt ís­lensku­nám og grunn­nám­skeið í ís­lensku fyr­ir vinnu­staði. Með notk­un sjón­rænna vís­bend­inga og mynda geta not­end­ur auð­veld­lega bætt orða­forða sinn. Hjá Mos­fells­bæ eru að minnsta kosti um 100 starfs­menn af er­lend­um upp­runa og brýnt að að­stoða okk­ar mik­il­væga starfs­fólk í að læra ís­lensku á vinnu­tíma.

Við af­hent­um einn­ig bók­ina Orð eru æv­in­týri en um er að ræða mynda­orða­bók sem býð­ur upp á tæki­færi til að spjalla um orð dag­legs lífs og efla orða­forða. Bók­in hef­ur ver­ið þýdd á nokk­ur tungu­mál og verð­ur að­gengi­leg á ra­f­rænu formi á vef ásamt gagn­virk­um verk­efn­um og kennslu­leið­bein­ing­um fyr­ir leik- og grunn­skóla. Aft­ast í bók­inni eru stutt­ar leið­bein­ing­ar um notk­un og hug­mynd­ir að um­ræðu­efn­um. Mynd­höf­und­ar eru Blær Guð­munds­dótt­ir, Böðv­ar Leós, Elín Elísa­bet Ein­ars­dótt­ir og Sig­mund­ur Breið­fjörð Þor­geirs­son.

Bók­in er gef­in út af Mennta­mála­stofn­un og var unn­in í sam­vinnu Miðju máls og læsis hjá skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur, náms­braut­ar í tal­meina­fræði við Há­skóla Ís­lands, leik­skól­anna Lauga­sól­ar og Blásala, Aust­ur­bæj­ar­skóla og Mennta­mála­stofn­un­ar. Það var Guð­rún Björg Páls­dótt­ir leik­skóla­stjóri í Leir­vogstungu sem fékk fyrstu bók­ina.

Eins og ég minntist á í upphafi pistilsins þá hófst dagurinn á fundi framkvæmdaráðs Almannavarna. Í dag var ennfremur fundur stefnuráðs byggðasamlaganna þar sem við fórum meðal annars yfir vinnu starfshóps um úrgangsmál sem var falið að rýna og gera umsögn um fyrirliggjandi drög að stefnusáttmála sveitarfélaganna á sviði úrgangsmála.

Flest þessara mála sem við erum að fást við alla daga verða nánast hjóm eitt miðað við þá stöðu sem bæjarbúar í Grindavík upplifa þessa dagana. Ég vona svo innilega að náttúruöflin verði bænum hliðhollari næstu vikurnar og að það verði ekki gos í miðju bæjarfélaginu.

Góða helgi!

 

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00