Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. nóvember 2023

Dag­ur­inn í dag hófst á fundi í fram­kvæmda­ráði al­manna­varn­ar­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem bæj­ar­stjór­ar og borg­ar­stjóri eiga sæti í ásamt lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Með okk­ur starfa Jón Við­ar Matth­ías­son slökkvi­liðs­stjóri og fram­kvæmda­stjóri al­manna­varna hbs og Þóra Krist­ín Ás­geirs­dótt­ir verk­efn­is­stjóri, en þau þekkja mjög vel til starfa neyð­ar­stjórna í hverju sveit­ar­fé­lagi fyr­ir sig eft­ir Covid. Á fund­in­um í dag fór­um við yfir skipu­lag mála sem tengj­ast skóla-og vel­ferð­ar­þjón­ustu við Grind­vík­inga.

Fram­kvæmda­ráð­ið hitt­ist síð­asta  laug­ar­dag í kjöl­far  rým­ing­ar á föstu­dags­kvöld­inu með Fann­ari bæj­ar­stjóra. Þar var far­ið yfir stöðu mála og þær bráða­að­gerð­ir sem voru í gangi. Það verk­efni sem okk­ur var fal­ið, sveit­ar­fé­lög­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er að huga að skóla og frí­stunda­mál­um grind­vískra barna. Það var skip­að­ur hóp­ur í kring­um hvern mála­flokk sem teng­ist skóla og frí­stund­a­starf­inu og með­al ann­ars kom það í hlut Gunn­hild­ar Sæ­munds­dótt­ur sviðs­stjóra fræðslu og frí­stunda­sviðs í Mos­fells­bæ að fara fyr­ir teymi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem vinn­ur að skipu­lagn­ingu leik­skóla­mála fyr­ir börn úr Grinda­vík. Það er búið að safna sam­an upp­lýs­ing­um um mögu­legt hús­næði, bæði fyr­ir leik­skóla og skóla en stjórn­sýsl­an í Grinda­vík þarf að stýra för, bæði hvað varð­ar stað­setn­ingu leik­skóla og mönn­un. Mik­il­væg­ast er að fá yf­ir­sýn yfir stað­setn­ingu á starfs­fólki leik­skól­anna í Grinda­vík, til að hægt sé að skipu­leggja starf­sem­ina þar sem hún mun byggj­ast á starfs­fólki bæj­ar­ins. Ég tók líka stutt­an Teams fund með full­trú­um bæj­ar­skrif­stof­unn­ar í neyð­ar­stjórn til að upp­lýsa þau um stöðu mála.

Við hitt­umst svo all­ir bæj­ar­stjór­arn­ir á land­inu á sunnu­dag á Teams fundi og fór­um yfir stöð­una með Fann­ari og skipu­lögð­um næstu skref. Íbú­ar Grinda­vík­ur eru ekki ein­göngu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, held­ur eru marg­ir á Reykja­nesi og í sum­ar­bú­stöð­um í upp­sveit­um Ár­ness­sýslu þannig að það þarf að skipu­leggja öðru­vísi ramma í kring­um þá íbúa.

Við tók­um ákvörð­un á sunnu­deg­in­um að bjóða öll­um grind­vík­ing­um frítt í sund og auk þess sund­föt og hand­klæði þar sem það var ljóst af frétt­um að marg­ir höfðu ekki náð að taka nauð­syn­leg­ustu hluti með sér við rým­ingu.

En hefð­bund­in vinnu­vika hófst á mánu­dags­morgni á fundi á veg­um stýri­hóps SSH vegna sam­göngusátt­mál­ans, síð­an fram­kvæmda­stjórn­ar­fundi inn­an­húss á bæj­ar­skrif­stof­unni og svo komu inn­an­húss­fund­ir vegna ým­issa mála, s.s. eigna­sjóðs og skipu­lags­mála þann dag­inn auk þess sem við nýt­um mánu­daga í stjórn­sýsl­unni til að und­ir­búa bæj­ar­ráðs­fundi. Fyrstu dag­ar vik­unn­ar ein­kennd­ust af inn­an­húss­fund­um með sviðs­stjór­um, neyð­ar­stjórn ofl.

Um­hverf­is­svið­ið var með starfs­dag eft­ir há­degi á mið­viku­dag og ég var með ávarp í upp­hafi og ræddi um þjón­ustu­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem er eitt af verk­efn­um sem komu fram í um­bóta­til­lög­um Strategíu. Til þess að fá sem gleggsta mynd af því hvernig bæj­ar­bú­ar eru að upp­lifa þjón­ust­una þarf að setja fram reglu­leg­ar þjón­ustu­mæl­ing­ar hjá not­end­um. Mos­fells­bær hef­ur tek­ið þátt í við­horfs­könn­un­um Gallup und­an­far­in ár en sú könn­un mæl­ir ein­göngu hvaða upp­lif­un fólk hef­ur af ýms­um þjón­ustu­þátt­um í Mos­fell­bæ þó að þau hafi ekki nýtt sér þjón­ust­una. Við vilj­um heyra beint frá not­end­um með þeim þjón­ustu­könn­un­um sem eru framund­an.

Á mið­viku­dags­kvöld­inu fór ég á glæsi­legt bók­mennta­hlað­borð á veg­um bóka­safns Mos­fells­bæj­ar. Þar voru rit­höf­und­arn­ir Berg­þóra Snæ­björns­dótt­ir sem las upp úr bók­inni Duft, Frið­geir Ein­ars­son með  Seratón­ín­end­urupp­töku­hemla, Guð­mund­ur Pét­urs­son með bók­ina  Öll nema fjór­tán: sög­ur úr Vest­ur­bæn­um og víð­ar,
Sverr­ir Nor­land með Klett­ur­inn og Sól­veig Páls­dótt­ir með Mið­ill­inn. Sunna Dís Más­dótt­ir skáld og bók­mennta­g­agn­rýn­andi Kilj­unn­ar stýrði um­ræð­um. Það er skemmst frá því að segja að rit­höf­und­arn­ir fóru á kost­um og það mynd­að­ist mjög góð stemn­ing. Frá­bært fram­tak hjá bóka­safn­inu.

Á fimmtu­dag var bæj­ar­ráð og þar tók­um við nokk­ur mál fyr­ir. Með­al ann­ars verk­efn­ið Bara tala sem Kristján Þór Magnús­son mannauðs­stjóri kynnti. Bara tala er sta­f­rænn ís­lensku­kenn­ari sem bygg­ir á gervi­greind og ís­lenskri mál­tækni.  Í gegn­um for­rit­ið er boð­ið  upp á starfstengt ís­lensku­nám og grunn­nám­skeið í ís­lensku fyr­ir vinnu­staði. Með notk­un sjón­rænna vís­bend­inga og mynda geta not­end­ur auð­veld­lega bætt orða­forða sinn. Hjá Mos­fells­bæ eru að minnsta kosti um 100 starfs­menn af er­lend­um upp­runa og brýnt að að­stoða okk­ar mik­il­væga starfs­fólk í að læra ís­lensku á vinnu­tíma.

Við af­hent­um einnig bók­ina Orð eru æv­in­týri en um er að ræða mynda­orða­bók sem býð­ur upp á tæki­færi til að spjalla um orð dag­legs lífs og efla orða­forða. Bók­in hef­ur ver­ið þýdd á nokk­ur tungu­mál og verð­ur að­gengi­leg á ra­f­rænu formi á vef ásamt gagn­virk­um verk­efn­um og kennslu­leið­bein­ing­um fyr­ir leik- og grunn­skóla. Aft­ast í bók­inni eru stutt­ar leið­bein­ing­ar um notk­un og hug­mynd­ir að um­ræðu­efn­um. Mynd­höf­und­ar eru Blær Guð­munds­dótt­ir, Böðv­ar Leós, Elín Elísa­bet Ein­ars­dótt­ir og Sig­mund­ur Breið­fjörð Þor­geirs­son.

Bók­in er gef­in út af Mennta­mála­stofn­un og var unn­in í sam­vinnu Miðju máls og læsis hjá skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur, náms­braut­ar í tal­meina­fræði við Há­skóla Ís­lands, leik­skól­anna Lauga­sól­ar og Blásala, Aust­ur­bæj­ar­skóla og Mennta­mála­stofn­un­ar. Það var Guð­rún Björg Páls­dótt­ir leik­skóla­stjóri í Leir­vogstungu sem fékk fyrstu bók­ina.

Eins og ég minnt­ist á í upp­hafi pist­ils­ins þá hófst dag­ur­inn á fundi fram­kvæmda­ráðs Al­manna­varna. Í dag var enn­frem­ur fund­ur stefnu­ráðs byggða­sam­lag­anna þar sem við fór­um með­al ann­ars yfir vinnu starfs­hóps um úr­gangs­mál sem var fal­ið að rýna og gera um­sögn um fyr­ir­liggj­andi drög að stefnusátt­mála sveit­ar­fé­lag­anna á sviði úr­gangs­mála.

Flest þess­ara mála sem við erum að fást við alla daga verða nán­ast hjóm eitt mið­að við þá stöðu sem bæj­ar­bú­ar í Grinda­vík upp­lifa þessa dag­ana. Ég vona svo inni­lega að nátt­úru­öfl­in verði bæn­um hlið­holl­ari næstu vik­urn­ar og að það verði ekki gos í miðju bæj­ar­fé­lag­inu.

Góða helgi!

 

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

 

net­spjall

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00