Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. nóvember 2022

Góð vika að baki með fjöl­breytt­um verk­efn­um. Í dag var ég stödd á að­al­fundi Sam­taka sveit­ar­fé­laga þar sem byggða­sam­lög­in Strætó bs,  Sorpa og Slökkvilið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins kynntu starf­semi sína og fóru yfir helstu rekstr­ar­þætti og fram­tíð­ar­sýn. Enn­frem­ur var far­ið yfir helstu verk­efni á skrif­stofu sam­tak­anna en sveit­ar­fé­lög­in eru með mörg sam­eig­in­leg verk­efni til við­bót­ar við byggða­sam­lög­in, svo sem skíða­svæð­in, sókn­aráætlun og svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæðs­ins. Hefð­bund­in að­al­funda­störf voru líka á dagskrá, með­al ann­ars var ég kjörin formað­ur sam­tak­anna til næstu tveggja ára en röðin var komin að Mos­fells­bæ þetta haust­ið. Ég hlakka til þess verk­efn­is enda mörg brýn verk­efni framund­an sem snerta hags­muni Mos­fells­bæj­ar.

Ég fór í heim­sókn á Reykjalund í vik­unni og tóku for­stjór­inn, Pét­ur Magnús­son og fram­kvæmda­stjórn­in af­skap­lega vel á móti mér. For­síðu­mynd­in er af full­trú­um í fram­kvæmda­stjórn og for­stöðu­manni Múla­lund­ar.

Reykjalund­ur í Mos­fells­bæ er mjög merki­leg stofn­un sem fæst við al­hliða end­ur­hæf­ingu sem mið­ar að því að bæta lífs­gæði, færni og sjálfs­bjarg­ar­getu þeirra sem þang­að leita. Hjarta starf­sem­inn­ar er teym­is­vinna þar sem lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, sál­fræð­ing­ar, fé­lags­ráð­gjaf­ar, sjúkra­þjálf­ar­ar, iðju­þjálf­ar og fleiri starfs­stétt­ir sinna fjöl­breyttri end­ur­hæf­ingu. Reykjalund­ur er í eigu SÍBS, sam­taka ís­lenskra berkla­sjúk­linga, en árið 2020 var ákveð­ið að stofna einka­hluta­fé­lag um rekst­ur heil­brigð­is­þjón­ustu á Reykjalundi, Reykjalund end­ur­hæf­ingu ehf. Eig­andi og eini hlut­hafi einka­hluta­fé­lags­ins er SÍBS. Fé­lag­ið er óhagn­að­ar­drif­ið. Rekst­ur Reykjalund­ar end­ur­hæf­ingu er fjár­magn­að­ur með samn­ing­um við Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Ásamt því að fá kynn­ingu frá fram­kvæmda­stjórn­inni þá skoð­aði ég húsa­kynni og heim­sótti einn­ig Múlalund og versl­un­ina sem er opin dag­lega  og hitti íbúa og starfs­fólk á Hlein sem er hjúkr­un­ar­sam­býli.

Bæj­ar­stjórn og fræðslu­nefnd fóru í vett­vangs­ferð í Kvísl­ar­skóla í vik­unni en þar standa yfir mikl­ar fram­kvæmd­ir eins og ég hef áður  fjallað um í þess­um pistl­um. Lár­us Elíasson verk­efn­is­stjóri á um­hverf­is­sviði tók á móti okk­ur og bæði sýndi okk­ur vinnusvæð­in og líka rýmin sem eru til­bú­in. Á næsta ári mun­um við verja 500 mkr í end­ur­bæt­urn­ar, glugga­skipti á 1 og 2 hæð og verða glugg­arn­ir á fyrstu hæð­inni síkk­að­ir. Enn­frem­ur þarf að end­ur­byggja all­ar kennslu­stof­ur á fyrstu hæð­inni sem er í raun fok­held í dag.

Það var far­ið að rökkva þeg­ar ég keyrði frá Fé­lags­garði í Kjós áðan og að­eins far­ið að kólna. Sem bet­ur fer er að­vent­an á næsta leiti þar sem fal­leg­ar skreyt­ing­ar munu lýsa upp til­ver­una.

Að þessu sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar.

Regína Ás­valds­dótt­ir

For­síðu­mynd: Með mér á mynd­inni eru full­trú­ar í fram­kvæmda­stjórn Reykjalund­ar. Tal­ið frá vinstri, Pét­ur Magnús­son for­stjóri, Stefán Yngvason fram­kvæmda­stjóri lækn­inga, Sig­urð­ur Vikt­or Úlfars­son fram­kvæmda­stjóri Múla­lund­ar, Ósk­ar Jón Helga­son fram­kvæmda­stjóri þjálf­un­ar, Helgi Kristjóns­son fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar og Ólöf Árna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar.

Mynd 1: Sig­urð­ur Vikt­or Úlfars­son fram­kvæmda­stjóri Múla­lund­ar
Mynd 2: Verslun Múla­lund­ar
Mynd 3: Úr heim­sókn í Kvísl­ar­skóla
Mynd 4: Frá að­al­fundi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Með Páli Björg­vini Guð­munds­syni fram­kvæmda­stjóra SSH og Almari Guð­munds­syni frá­far­andi formanni SSH
Mynd 5: Með full­trú­um Mos­fells­bæj­ar á að­al­fund­in­um

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00