Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. febrúar 2023

Í vik­unni var mik­il áhersla á sorp­mál enda um­fjöllun í fretta­skýr­inga­þætt­in­um Kveik á þriðju­dags­kvöld um urð­un­ar­mál. Þátt­ur­inn var að mörgu leiti góð­ur og vakti von­andi marga til um­hugs­un­ar um um­hverf­is­mál og mik­il­vægi þess að koma hringrás­ar­hag­kerf­inu af stað með öfl­ugri flokk­un og meiri end­ur­nýt­ingu. Ís­lend­ing­ar henda mun meira af rusli en ná­granna­þjóð­irn­ar. Hver íbúi henti 666 kíló­um af heim­il­iss­orpi í fyrra sem er aukn­ing frá ár­inu á und­an. Við eig­um tals­vert langt í land til að ná mark­mið­um ESB land­anna um hlut­fall end­ur­vinnslu. Á þessu ári er mark­mið­ið að  sorp­hirða á land­inu verði sam­ræmd sem þýð­ir að heim­ili þurfa að flokka sorp í fjór­ar tunn­ur; papp­ír, plast, líf­rænt og al­mennt sorp. Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru að und­ir­búa sam­ræmdu flokk­un­ina  í þéttu sam­starfi við Sorpu.

Það kom fram í Kveiks­þætt­in­um að í lok árs 2023 standi til að loka urð­un­ar­staðn­um í Álfs­nesi  í sam­ræmi við eig­enda­sam­komulag frá ár­inu 2013 með við­auk­um frá ár­un­um 2018 og 2020. Ég fór í við­tal í Spegl­in­um vegna þessa á mið­viku­dag þar sem ég lýsti yfir von­brigð­um með þá stöðu sem er uppi, að það hafi ekki enn fund­ist nýr urð­un­ar­stað­ur en það get­ur tek­ið mörg ár frá ákvörð­un um stað­ar­val og þar til urð­un get­ur haf­ist.

Ég fór líka í við­tal í kvöld­frétt­um RÚV um sama mál. Þar var um­ræð­an því mið­ur tengd við beiðni ís­lenska Gáma­fé­lags­ins um kaup á sorpi til út­flutn­ings og lát­ið í veðri vaka að það myndi leysa  öll þessi mál. Þann­ig er stað­an því mið­ur ekki þó að út­flutn­ing­ur myndi leysa málin að hluta. Stjórn Sorpu hef­ur þeg­ar sam­þykkt að fara í út­boð en verk­efni af þess­ari stærð­ar­gráðu er að sjálf­sögðu út­boðs­skylt.

Full­trú­ar Sorpu, þeir Jón Viggó Gunn­ars­son, Gunn­ar Braga­son, Gunn­ar Dof­ri Ólafs­son og Þor­leif­ur Þor­björns­son komu á fund bæj­ar­ráðs á fimmtu­dags­morg­unn og fóru vel yfir stöðu mála og hvað fyr­ir­tæk­ið hef­ur gert á und­an­förn­um árum til að minnka um­hverf­isáhrif urð­un­ar. Bæj­ar­ráð var skýrt í af­stöðu sinni að það þyrfti að hætta urð­un í Álfs­nesi.

Fjöl­marg­ir fund­ir hafa ver­ið haldn­ir í vik­unni að venju, með­al ann­ars hitti ég full­trúa ný­stofn­aðra íbúa­sam­taka Ála­fosskvos­ar­inn­ar í gær, þau Birtu Fróða­dótt­ur formann auk þeirra Önnu, Ólöfu, Jóel og Sig­ur­jón. Fé­lag­ið var stofn­að 2. nóv­em­ber og seg­ir svohljóð­andi í sam­þykkt­um fé­lags­ins:

„Til­gang­ur fé­lags­ins er að vera mál­svari Ála­fosskvos­ar og standa vörð um sam­eig­in­leg hags­muna­mál íbúa, eig­enda fast­eigna og rekstr­ar­að­ila í Ála­fosskvos. Fé­lag­ið skal standa vörð um menn­ing­ar­verð­mæti og sögu­lega arf­leifð Ála­fosskvos­ar. Einn­ig skal fé­lag­ið efla fé­lags­leg tengsl íbúa og hags­muna­að­ila á svæð­inu. Til­gangi sín­um hyggst fé­lag­ið ná með því að funda reglu­lega um mál­efni sem varða sam­eig­in­lega hags­muni svæð­is­ins og skapa þar um­ræðu­vett­vang fyr­ir íbúa, eig­end­ur og rekstr­ar­að­ila á svæð­inu. Jafn­framt skal fé­lag­ið vera sam­starfs­að­ili við bæj­ar­fé­lag­ið og önn­ur yf­ir­völd“.

Á fund­in­um var með­al ann­ars rætt um um­hverf­is­mál og ásýnd svæð­is­ins, skipu­lags­mál, um­ferðarör­ygg­is­mál og  um­sókn Mos­fells­bæj­ar um að kvos­in verði skil­greind sem vernd­ar­svæði í byggð. Lög um vernd­ar­svæði í byggð voru sam­þykkt árið 2015  en þar seg­ir með­al ann­ars:

„Við fram­kvæmd mats á varð­veislu­gildi byggð­ar skal sveit­ar­stjórn m.a. líta til heild­ar­ásýnd­ar byggð­ar og huga að sam­spili ólíkra þátta í um­hverf­inu, heild­ar­svip bygg­inga á svæð­inu, sam­eig­in­leg­um ein­kenn­um byggð­ar­inn­ar og tengsl­um henn­ar við stað­hætti og um­hverfi. Slíkt mat skal hafa víða skír­skot­un til sögu byggð­ar­inn­ar og list­ræns gild­is henn­ar sem nán­ar til­tek­ið felst í sér­kenn­um í bygg­ing­ar­list og stíl­brigð­um sem ein­kenna byggð­ina og gefa henni ákveð­ið heild­ar­yf­ir­bragð sem hef­ur varð­veislu­gildi um­fram það sem á við um ein­stök hús inn­an henn­ar. Líta skal til ein­kenna byggð­ar sem eiga sér sögu­leg­ar for­send­ur og tengst geta at­vinnu­sögu, bú­setu­hátt­um og menn­ing­ar­lífi á til­tekn­um stað“.

Mos­fells­bær fékk styrk árið 2021 úr húsa­frið­un­ar­sjóði til að vinna um­sókn­ina.

Á for­síðu­mynd­inni í dag er mynd af full­trú­um íbúa­sam­tak­anna. Það verð­ur spenn­andi að eiga í sam­starfi við sam­tökin en svæð­ið býr yfir ein­stakri sögu sem er mik­il­vægt að gera sem mest úr.

Í morg­un var mjög góð­ur fund­ur bæj­ar­stjór­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með Höllu Berg­þóru Björns­dótt­ur lög­reglu­stjóra og að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjón­un­um Grími Gríms­syni og Ás­geiri Þór Ás­geirs­syni. Við fór­um yfir af­brota­töl­ur og helstu af­brota­flokka ásamt því að fá kynn­ingu á þátt­um eins og heim­il­isof­beldi og hlut­verki sam­fé­lagslög­reglu­þjóna. Flest af­brot á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru í Reykja­vík og er mið­bær­inn sá stað­ur sem flest of­beld­is­brot eru framin. Íbú­ar í Mos­fells­bæ eru um 5 % af íbúa­fjölda svæð­is­ins en hér eru framin 2 % af­brota á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Það kom fram í máli Höllu Berg­þóru að lög­regl­an á Ís­landi er mjög fálið­uð mið­að við ná­granna­þjóð­ir auk þess sem lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mun fá­menn­ari mið­að við íbúa­fjölda en lög­regl­an úti á landi eða með 1,2 lög­reglu­menn á hverja eitt þús­und íbúa.  Við álykt­uð­um um þessi mál á vett­vangi stjórn­ar sam­taka sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrr í vet­ur en það er mjög brýnt að fylgja því eft­ir að það fá­ist auk­ið fjár­magn til lög­regl­unn­ar á þessu svæði, þar sem flest brot á Ís­landi eru framin auk þess sem lög­regl­an hér er með lands­dekk­andi verk­efni á borð við landa­mæra­vörslu og fleira.

Að þessu sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar og frið­sæll­ar helg­ar!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00