Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. september 2024

Þessi pist­ill er sá fyrsti eft­ir sum­ar­frí bæj­ar­stjórn­ar en bæj­ar­ráð fór með fulln­að­ar­af­greiðslu mála í sum­ar.

Sum­ar­ið hef­ur ver­ið nýtt til ým­issa fram­kvæmda þó að veð­ur hafi taf­ið ein­stök verk. Helstu verk­efni þeg­ar kem­ur að gatna og veitu­kerf­inu voru:

  • Loka­hús við Víð­teig og kalda­vatns­stofn frá Skar­hóla­braut að Víði­teig
  • Blikastaða at­hafna­svæði, fram­kvæmd­ir hafn­ar
  • 5. áfangi Helga­fells­hverf­is – frá­gang­ur gatna
  • End­ur­gerð gang­stétta við Álfa­tanga
  • Lýs­ing á flug­valla­hring (í vinnslu)

Þá voru fjöl­mörg verk­efni tengd skól­um og íþrótta­hús­um, s.s.

  • Nýr leiks­skóli í Helga­fellslandi – vinna við inn­rétt­ing­ar hafn­ar
  • Íþrótta­hús við Helga­fells­skóla
  • Varmár­völl­ur, knatt­spyrnu- og frjálsí­þrótta­völl­ur
  • Kvísl­ar­skóli, end­ur­inn­rétt­ing 1. hæð og upp­bygg­inga lóð­ar og snjó­bæðsla
  • Varmár­skóli, 1. áfangi lóð­ar, upp­hit­að­ur spar­kvöll­ur
  • Eld­hús­bygg­ing leik­skól­an­um Reykja­koti
  • Hlað­hamr­ar, end­ur­nýj­uð lóð, nýj­ar ról­ur og sand­kass­ar
  • End­ur­bæt­ur á Var­már- og Lág­fells­laug­um
  • 1 og 2 hæði í Brú­ar­landi

Á opn­um svæð­um voru helstu fram­kvæmd­ir:

  • Æv­in­týra­garð­ur­inn, ný hjóla­braut
  • Æv­in­týra­garð­ur­inn, end­ur­nýj­un á fris­bí­golf­velli
  • End­ur­gerð á fót­bolta- og körfu­bolta­völl­um við Leiru­tanga

Í korta­sjá Mos­fells­bæj­ar má sjá helstu fram­kvæmd­ir eru út­listað­ar, þ.e. bæði á stofn­un­um og í gatna­gerð.

Einn há­tíð­leg­asti við­burð­ur­inn í sum­ar var út­nefn­ing heið­urs­borg­ara Mos­fells­bæj­ar en Birg­ir D. Sveins­son hlaut nafn­bót­ina við há­tíð­lega at­höfn við Varmár­laug þann 17. júní á 60 ára af­mæli laug­ar­inn­ar og skóla­hljóm­sveit­ar Mos­fells­bæj­ar. Birg­ir er fjórði heið­urs­borg­ari Mos­fells­bæj­ar. Að­r­ir eru nó­bels­verð­launa­skáld­ið Halldór Kilj­an Lax­nes (1902-1998) sem var út­nefnd­ur heið­urs­borg­ari Mos­fells­bæj­ar árið 1972. Jón M. Guð­munds­son (1920-2009), fyrr­ver­andi odd­viti sveit­ar­stjórn­ar Mos­fells­hrepps var út­nefnd­ur heið­urs­borg­ari Mos­fells­bæj­ar árið 2000. Salome Þor­kels­dótt­ir (f. 1927), fyrrverandi oddviti sveitarstjórmnar Mosfellshrepps og alþingismaður var gerð að heið­urs­borg­ara Mos­fells­bæj­ar 2007 og var sérstakur boðsgestur á hátíðinni.

Á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar verð­ur nýr við­auki við sam­göngusátt­mál­ann tek­inn til fyrri um­ræðu en við­auk­inn þarf tvær um­ferð­ir í bæj­ar­stjórn­inni. Tölu­vert hef­ur ver­ið fjallað um samn­ing­inn á und­an­förn­um vik­um en fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mest um vert að fá rík­ið til að koma að rekstri al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ráð­ist var í upp­færslu sátt­mál­ans á síð­asta ári vegna auk­ins um­fangs og mik­illa al­mennra kostn­að­ar­hækk­ana. Kostn­að­ar­áætlan­ir hafa ver­ið end­ur­skoð­að­ar með feng­inni reynslu og mörg verk­efni komin nær fram­kvæmda­tíma. Gild­is­tími sátt­mál­ans hef­ur ver­ið lengd­ur til árs­ins 2040 til að tryggja raun­hæf­an tím­aramma fyr­ir und­ir­bún­ing og fjár­mögn­un.

All­ar lyk­ilfram­kvæmd­ir eru þær sömu og áður í sam­göngusátt­mál­an­um en breyt­ing­ar eru gerð­ar á ein­stök­um verk­efn­um.

Heild­ar­fjárfest­ing á fyrsta tíma­bili í upp­færð­um sam­göngusátt­mála, til árs­ins 2029, er að jafn­aði rúm­lega 14 ma. kr. á ári. Það sam­svar­ar þriðj­ungi af ár­leg­um sam­göngu­fjár­fest­ing­um á fjár­lög­um. Á tíma­bil­inu 2030-2040 er heild­ar­fjárfest­ing að jafn­aði 19 ma. kr. á ári. Heild­ar­fjárfest­ing til árs­ins 2040 er áætluð 311 ma. kr.

Verk­efni sam­göngusátt­mál­ans skipt­ast í fjóra meg­in­flokka sem eru: Stofn­veg­ir, Borg­ar­lína og strætó­leið­ir, göngu- og hjóla­stíg­ar og verk­efni tengd um­ferð­ar­stýr­ingu, flæði og ör­yggi. Eft­ir­far­andi er nán­ari lýs­ing á verk­efna­flokk­un­um og hlut­deild í sam­göngusátt­mál­an­um:

  • Stofn­veg­ir – 42%. Ráð­ist verð­ur í sex stór verk­efni við stofn­vegi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til við­bót­ar við þau þrjú sem lok­ið er á veg­um sátt­mál­ans (stofn­vega­verk­efni á Suð­ur­lands­vegi, Vest­ur­lands­vegi og Reykja­nes­braut).
  • Borg­ar­lína og strætó­leið­ir – 42%. Al­menn­ings­sam­göng­ur verða stór­bætt­ar með upp­bygg­ingu Borg­ar­línu í sex lot­um. Þjón­usta við íbúa verð­ur stöð­ugt bætt með sam­þættu leiðaneti stræt­is­vagna og Borg­ar­línu.
  • Hjóla- og göngu­stíg­ar – 13%. Hjóla- og göngu­stíg­um verð­ur fjölgað og þeir bætt­ir veru­lega í upp­færð­um sátt­mála, en lagð­ir verða um 80 km af nýj­um stíg­um til við­bót­ar við 20 km sem þeg­ar hafa ver­ið lagð­ir á veg­um sátt­mál­ans.
  • Um­ferð­ar­stýr­ing, um­ferð­ar­flæði og ör­yggis­að­gerð­ir – 3%. Fjár­fest verð­ur áfram í nýrri tækni og bún­aði til að bæta um­ferð­ar­flæði og -ör­yggi á stofn­veg­um Mikla­braut í jarð­göng og ný gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­staða­vegs

Stærstu breyt­ing­arn­ar á ein­stök­um verk­efn­um frá fyrri sam­göngusátt­mála eru að Mikla­braut verði lögð í um 2,8 km jarð­göng með tengigöng­um við Kringlu­mýr­ar­braut í stað 1,8 km Miklu­braut­stokks og að Sæ­braut verði lögð í stokk í stað fyrri áforma um ein mis­læg gatna­mót. Þá hafa ný gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­staða­veg­ar ver­ið út­færð með frjálsu flæði bílaum­ferð­ar auk sérrým­is Borg­ar­línu til að tengja Mjódd við al­menn­ings­sam­göngu­kerf­ið. Loks flytjast fram­kvæmd­ir við Suð­ur­landsveg milli Norð­linga­vaðs og Bæj­ar­háls yfir á sam­göngu­áætlun. Stöð­ugt mat er lagt á val­kosti sem leiða til auk­inn­ar hag­kvæmni og um­ferðarör­ygg­is.

Skipt­ing fjár­mögn­un­ar milli rík­is og sveit­ar­fé­lag verð­ur hin sama og áður, þ.e. sveit­ar­fé­lög með 12,5% og rík­ið 87,5%.

Beint fram­lag rík­is­ins í sam­göngusátt­mál­ann verð­ur 2,8 ma. kr. á ári frá 2024 til og með árs­ins 2040. Auk þess er gert ráð fyr­ir ár­legu við­bótar­fram­lagi að fjár­hæð 4 ma. kr. í ný­sam­þykktri fjár­mála­áætlun rík­is­ins frá 2025 til og með 2029. Þá er gert ráð fyr­ir aukn­um ábata af þró­un og sölu Keldna­lands sem rík­ið lagði inn í verk­efn­ið við und­ir­rit­un sam­göngusátt­mál­ans 2019.

Beint fram­lag sveit­ar­fé­lag­anna verð­ur 1,4 ma.kr. á ári frá 2024 til og með árs­ins 2040. Auk þess mun ár­legt við­bótar­fram­lag að fjár­hæð 555 milj­ón­ir kr. bæt­ast við bein fram­lög sveit­ar­fé­lag­anna frá og með 2025. Sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skipta með sér kostn­aði á hverju ári mið­að við hlut­falls­leg­an íbúa­fjölda 1. des­em­ber árið á und­an.

Sam­komu­lag­ið fel­ur í sér að sveit­ar­fé­lög­in og rík­ið stofni sam­eig­in­legt fé­lag sem beri ábyrgð á skipu­lagi og rekstri al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Rekst­ur nýja fé­lags­ins mun taka hvort tveggja til hefð­bund­inna stræt­is­vagna­leiða og Borg­ar­línu. Stefnt er að því að fé­lag­ið taki til starfa um næstu ára­mót.

Fyr­ir Mos­fell­inga skipt­ir einna mestu máli að Borg­ar­lín­an frá Keldna­landi að Há­holti er komin nr. 2 í fram­kvæmdaröð­inni en er ekki síð­ust eins og í fyrri sátt­mála. Þá skipt­ir líka máli að fara í fram­kvæmd­ir við Sæ­braut­ar­stokk til að greiða fyrri um­ferð um Sunda­braut en í gild­andi  sam­göngu­áætlun er gert ráð fyr­ir að vinna hefj­ist við Sunda­braut árið 2026 og verði hægt að taka í notk­un 2031.

Bæj­ar­há­tíð­in Í Tún­inu heima var hald­in nú um helg­ina og tókst afar vel – þrátt fyr­ir rign­ingu og rok, hluta helgar­inn­ar. Mos­fell­ing­ar létu veð­ur­spána ekki slá sig út af lag­inu þeg­ar kom að brekku­söngn­um í Ála­fosskvos­inni á föstu­dags­kvöld­inu en vissu­lega voru færri sem mættu til dæm­is á Kjúll­ann og aðra slíka við­burði sem voru ut­an­dyra. Bæj­ar­há­tíð­in var form­lega sett á fimmtu­deg­in­um 28. sept­em­ber með dagskrá í Hlé­garði. Þar voru um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar veitt­ar, bæj­arlista­mað­ur út­nefnd­ur og starfs­menn með 25 ára starfs­ald­ur heiðr­að­ir. Þá spil­aði hljóm­sveit­in Pip­ar­korn nokk­ur lög.

Um­hverf­is­nefnd sá um val­ið og veittar voru við­ur­kenn­ing­ar með­al ann­ars fyr­ir tré árs­ins, íbúa­átak árs­ins og garð árs­ins. Tré árs­ins 2024 var valinn Garða­hlyn­ur við Byggð­ar­holt 33, við­ur­kenn­ing fyr­ir íbúa­átak féll í skaut íbú­a við Eini­teig og Ham­arsteig en þeir hafa tek­ið að sér um­hirðu op­ins græns svæð­is í miklu og góðu sam­starfi við Garð­yrkju­deild Mos­fells­bæj­ar. Garð­ur árs­ins er í Áslandi 14 og er það Nahla Rat­ana Lampha sem hefur umsjón með honum. Auk þess fengu þrír að­r­ir garð­ar um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar: Haga­land 5, Hjarða­land 3 og Dalatangi 19.

Þóra Sig­ur­þórs­dótt­ir var út­enfnd bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2024. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar sér um val bæj­arlista­manns ár hvert og veitti Hrafn­hild­ur Gísla­dótt­ir formað­ur nefnd­ar­inn­ar leir­lista­kon­unni Þóru Sig­ur­björns­dótt­ur verð­launa­grip eft­ir lista­kon­una Ingu El­ínu ásamt við­ur­kenn­ing­ar­fé sem fylg­ir nafn­bót­inni.

Þóra Sig­ur­þórs­dótt­ir á langan feril að baki sem leirlistakona og hefur meðal annars verið með vinnustofu  í Ála­fosskvos og tók mik­inn þátt í því fjöl­skrúð­uga list­a­lífi sem blómg­að­ist  í kvos­inni. Hún  hef­ur hald­ið fjöl­marg­ar einka­sýn­ing­ar og tek­ið þátt í sam­sýn­ing­um bæði hér á landi og er­lend­is. Þóra starf­ræk­ir nú vinnu­stofu að Hvirfli í Mos­fells­dal.

Sex starfs­mönn­um var veitt­ur þakk­lætis­vott­ur fyr­ir vel unn­in störf í tengsl­um við 25 ára starfsaf­mæli þeirra hjá Mos­fells­bæ. Það voru þau Hrafn­hild­ur Svend­sen kenn­ari við Lága­fells­skóla, Jón Ei­ríks­son kenn­ari við Lága­fells­skóla, Þór Sig­ur­þórs­son bygg­ing­ar­tækni­fræð­ing­ur á skrif­stofu um­hverf­is­sviðs, Þóra Ösp Magnús­dótt­ir leið­bein­andi í Leik­skól­an­um Reykja­koti, Þuríð­ur Stef­áns­dótt­ir leik­skóla­stjóri á leik­skól­an­um Huldu­bergi og Ásta Sif Jó­hanns­dótt­ir fé­lagsliði á bú­setukjarn­an­um Norð­ur­hlíð. Það er mikils virði fyrir Mosfellsbæ að eiga svona góða starfsmenn sem halda tryggð við vinnustaðinn í áratugi.

Bæj­ar­há­tíð­inni var eig­in­lega „þjófst­artað“ á mið­viku­deg­in­um með form­legri opn­un Brú­ar­lands þar sem verð­ur fé­lags­st­arf fyr­ir aldr­aða í Mos­fells­bæ og fé­lag aldr­aðra í Mos­fells­bæ FaMos verða með að­stöðu. Ólaf­ur Ósk­ars­son formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar hélt ávarp og minnt­ist þess að fé­lags­starf­inu hefði ver­ið lofað hús­ið árið 2012 en orð­ið að hopa fyr­ir fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ. Þau væru því eig­in­lega búin að bíða eft­ir hús­inu í 12 ár. Áfram verð­ur fé­lags­st­arf í Eir­hömr­um en þar er stefn­an að stækka rými fyr­ir dagdvöl­ina og fjölga pláss­um. Eft­ir vigslu Brú­ar­lands var hla­dið í Hlé­garð þar sem um 250 manns mættu til að hlusta á bráð­skemmti­legt er­indi Svavars Knúts og Lín­eyj­ar Úlfars­dótt­ur sál­fræð­ings og skoða þau tóm­stunda­til­boð sem verða í boði í bæn­um í vet­ur.

Á föstu­dag var hjóla­braut­in Flækj­an opn­uð í Æv­in­týra­garð­in­um og end­ur­nýjuð­að­ur Fris­bí golf­völl­ur sem við von­um að bæj­ar­bú­ar nýti sér – en það var líf og fjör við opn­un Flækj­unn­ar og strák­ar úr hjóla­deild Aft­ur­eld­ing­ar léku list­ir sín­ar.

Ég náði að fara á fjöl­marga tón­leika og við­burði yfir helg­ina þó það sé erfitt að þurfa að   velja og hafna þar sem marg­ir byrja á sama tíma. Ég ræsti Tinda­hlaup­ið á laug­ar­dags­morgn­in­um kl. 9 og 11 en Tinda­hlaup­ið átti 15 ára af­mæli. Ég dáð­ist að þess­um dugn­að­ar­forkum sem fóru út í frek­ar blaut­an dag­inn. Það voru yfir 400 manns sem skráðu sig, tæp­lega 100 í 5 og 7 tinda og 300 í 1 og 3 tinda,

Ég fór á tón­leika hjá Stöll­un­um að Suð­urá í Mos­fells­dal á læaug­ar­deg­in­um, heim­sótti Þóri lista­púka á vinnu­stof­unni í Kjarna, Ólöfu Björgu mynd­list­ar­konu í Ála­fosskvos­inni og sko­aði nýja  tex­tíl­bar­inn sem var opn­að­ur í Björtu­hlíð af þeim frænk­um Hrafn­hildi og Hildigunni.

Það kom í hlut okk­ar hjóna að halda götugrill fyr­ir næstu ná­granna í Leiru­tang­an­um og það var hald­ið inn­an­dyra – í garðskál­an­um – þetta árið!

Á sunnu­deg­in­um hafði  barnadag­skrá­in vinn­ing­inn  þar sem við fór­um í Tív­olí, Hoppu­kastala, slökkvi­stöð­ina og feng­um ljúf­feng­ar veit­ing­ar hjá skát­un­um í Ála­fosskvos­inni.

Þó að há­tíð­in hafi far­ið vel fram í heild­ina þá verð­ur að segjast eins og er að þeir hræði­legu at­burð­ir sem áttu sér stað á menn­ing­arnótt, þeg­ar ung stúlka var myrt og önn­ur ung­menni særð­ust höfðu mik­il áhrif á okk­ur sem vor­um að und­ir­búa há­tíð­ina. Við feng­um ábend­ing­ar um hugs­an­leg­ar hópa­mynd­an­ir á bæj­ar­há­tíð­inni og það var tekin ákvörð­un um að stór­efla alla gæslu sem ég held að hafi ver­ið hár­rétt ákvörð­un. Við réð­um ör­ygg­is­fyr­ir­tæki til verka sem var með sex þraut­þjálf­aða starfs­menn á föstu­dags­kvöld­inu og tólf á laug­ar­dags­kvöld­inu. Við átt­um  í góðu sam­starfi við lög­reglu­stjór­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í að­drag­anda há­tíð­ar­inn­ar og ég verð að hrósa lög­regl­unni fyr­ir mjög mik­inn og góð­an stuðn­ing. Okk­ar fólk stóð sig líka frá­bær­lega, starfs­fólk Bóls­ins og Barna­vernd­ar ásamt Flot­an­um og björg­un­ar­sveit­inni. Ég vil nota tæki­fær­ið og færa þeim öll­um mínu bestu þakk­ir.

Til að svona há­tíð verði að veru­leika þurfa ansi marg­ir að leggja hönd á plóg. Verk­efn­is­stjór­arn­ir okk­ar þau Auð­ur Hall­dórs­dótt­ir og Hilm­ar Gunn­ars­son á menn­ing­ar-, íþrótta og lýð­heilsu­sviði stóðu í stafni ásamt Arn­ari Jóns­syni sviðs­stjóra og svo voru fjöl­marg­ir að­r­ir bæj­ar­starfs­menn sem komu að helg­inni. Hlé­garð­ur og Bóka­safn­ið stóðu fyr­ir fjöl­mörg­um við­burð­um,  garð­yrkju­deild­in okk­ar og þjón­ustu­stöðin sáu um að skreyta bæ­inn og taka til eft­ir við­burði. Barna­vernd og Ból­ið sáu um ör­ygg­is­mál tengd­um börn­um og ung­menn­um.  Íþrótta­hús­in voru einn­ig til reiðu og þá þurfti að miðla upp­lýs­ing­um og frétt­um sem starfs­fólk á bæj­ar­skrif­stofu sá um.

Síð­an eru það öll fé­laga­sam­tölkin í bæn­um sem koma að með ein­um eða öðr­um hætti, s.s. Aft­ur­eld­ing og skát­arn­ir, björg­un­ar­sveit­in, kven­fé­lag­ið  og fleiri. Fyr­ir­tækin í bæn­um styrktu líka há­tíð­ina, eins og Nettó, Mos­fells­bak­arí, Ís­band, Ístak, VGH, KFC og BÓ smið­ir.

Síð­ast en ekki síst  allt lista­fólk­ið og gest­gjaf­arn­ir sem opn­uðu heim­ili sín fyr­ir gest­um og gang­andi. Öll­um þess­um að­il­um færi ég mín­ar allra bestu þakk­ir fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00