Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. febrúar 2023

Sól­in er far­in að hækka á lofti og gef­ur fög­ur fyr­ir­heit um fal­legt vor. Það hef­ur ver­ið líf­legt í Mos­fells­bæ síð­ustu daga, en frá­bær dag­skrá er í boði á veg­um stofn­ana bæj­ar­ins fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur í vetr­ar­fríi skól­anna. Bóka­bingó, hesta­kynn­ing, wipeout-braut og golfleik­ir svo fátt eitt sé nefnt. Ég hvet ykk­ur að skoða dag­skrána.

Í síð­ustu viku opn­aði ný sýn­ing í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar, In­ventory of the Su­bconscious Mind þar sem lista­kon­an Otilia Mart­in sýn­ir verk sín. Þema sýn­ing­ar­inn­ar er draum­ar og lista­kon­an Otilia Mart­in hvet­ur okk­ur til að staldra við og veita draum­um okk­ar at­hygli. Sýn­ing­in held­ur áfram til 10. mars og það er opið  alla virka daga frá 9-18 og á laug­ar­dög­um kl. 12-16.

Vik­an hófst með fundi bæj­ar­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um sam­göngu­mál þar sem við vor­um  að horfa á end­ur­skoð­un á sam­komu­lagi við rík­ið um al­menn­ings­sam­göng­ur. Það fer ekki fram­hjá nein­um sem ferð­ast um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að við erum kom­in að ákveðn­um þol­mörk­um þeg­ar kem­ur að um­ferð­ar­mál­um. Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar sem starfa í Reykja­vík eða öðr­um ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um finna mjög fyr­ir vax­andi um­ferð­ar­þunga,  ekki síst í upp­hafi dags og um eft­ir­mið­dag­inn.

Í flest­um þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur sam­an við þá eru al­menn­ings­sam­göng­ur hluti af lífs­gæð­um íbúa og um þær gild­ir sér­stök lög­gjöf. Lög­in fela op­in­ber­um að­il­um að skipu­leggja og tryggja öfl­ug­ar al­menn­ings­sam­göng­ur þannig að  þær séu raun­veru­leg­ur val­kost­ur fólks í sam­göngu­mál­um. Járn­brauta­lest­ir, ferj­ur, spor­vagn­ar og stræt­is­vagn­ar eru svo sjálf­sagð­ir hlut­ir í til­ver­unni að um þessa inn­viði er ekki deilt og það­an af síð­ur er þeim stillt upp sem and­stæð­um við einka­bíl­inn. Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og full­trú­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar skrif­uðu und­ir sam­göngusátt­mála árið 2019. Hluti af sam­göngusátt­mál­an­um  kvað á um end­ur­skoð­un á sam­komu­lagi um rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna. Á veg­um Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) hef­ur far­ið fram grein­ing á stöðu þess­ara mála í ná­granna­ríkj­un­um.  Í þeim lönd­um sem hafa ver­ið  skoð­uð, þ.e. Dan­mörku, Finn­landi, Sví­þjóð, Nor­egi og Bretlandi er al­gengt að svo­köll­uð fylki eða ömt, sem eru mill­i­stjórn­sýslu­stig og fjár­mögn­uð af rík­inu ann­ist stjórn­un, skipu­lag og fjár­mögn­un al­menn­ings­sam­gangna en dag­leg­ur rekst­ur sé á hendi op­in­berra hluta­fé­laga. Á Ís­landi kosta stjórn­völd al­menn­ings­sam­göng­ur á milli lands­hluta og sveit­ar­fé­laga og Vega­gerð rík­is­ins held­ur utan um skipu­lag þjón­ust­unn­ar. Þó er að­koma rík­is­ins með allt öðr­um hætti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem sveit­ar­fé­lög­in skipu­leggja al­menn­ings­sam­göng­ur og fjár­magna stærst­an hluta kostn­að­ar um­fram far­gjöld. Þetta sam­komu­lag á milli SSH og rík­is­ins er nú til end­ur­skoð­un­ar og í tengsl­um við það eru áform um að inn­leiða nýtt leiða­kerfi stofn­leiða og al­mennra leiða. Í  dag fá sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu rúm­lega 900 millj­ón­ir á ári til rekst­urs Strætó og sú tala hef­ur ekki ver­ið upp­færð frá ár­inu 2012. Að mati sveit­ar­fé­lag­anna þá þarf að ná sam­komu­lagi um kostn­að­ar­skipt­ingu á þessu verk­efni til fram­tíð­ar og stór­efla  al­menn­ings­sam­göng­ur á svæð­inu, sam­hliða upp­bygg­ingu á nauð­syn­leg­um sam­göngu­mann­virkj­um.

Í vik­unni héld­um við op­inn fund í Hlé­garði sam­vinnu við ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­ið Strategíu þar sem íbú­ar og full­trú­ar hags­muna­að­ila og fyr­ir­tækja áttu þess kost að koma sín­um sjón­ar­mið­um að í helstu mála­flokk­um bæj­ar­ins. Fund­ur­inn var vel sótt­ur en um 60 manns mættu og tóku þátt í vinnu­stof­um. Vinnufund­ur­inn var lið­ur í gagna­öfl­un Strategíu vegna stjórn­kerf­is- og rekstr­ar­út­tekt­ar­inn­ar, sem ég hef áður minnst á hér. Búið er að taka við­töl við lyk­il­að­ila inn­an stjórn­kerf­is­ins og halda vinnu­stof­ur með starfs­mönn­um og stjórn­end­um. Auk íbúa­fund­ar­ins var sett á sam­ráðs­gátt þar sem bæj­ar­bú­ar geta kom­ið skoð­un­um sín­um á fram­færi, næstu tvær vik­urn­ar.

Á bæj­ar­stjórn­ar­fundi á mið­viku­dag var stafest ákvörð­un bæj­ar­ráðs um að loka tjald­svæð­inu við Varmár­hóla um óákveð­inn tíma. Tjald­svæð­ið hef­ur ver­ið starf­rækt frá ár­inu 2011 en var lok­að í byrj­un sum­ars 2022 vegna fram­kvæmd­anna við Kvísl­ar­skóla þar sem tjald­svæð­ið er lagna­lega tengt skóla­hús­inu.

Í bæj­ar­ráði í vik­unni var sam­þykkt heim­ild til að fara í út­boð á lóð við Reykja­kot og enn­frem­ur að gera nýja gang­stétt frá Bjargsvegi að Reykj­um sem er fram­kvæmd sem búið er að kalla mik­ið eft­ir enda um mik­il­vægt um­ferðarör­ygg­is­mál að ræða. Gang­stétt­in verð­ur tengd við göngu­leið­ir við Reykja­hvol, gerð­ar verða mið­eyj­ur og hraða­minnk­andi að­gerð­ir við snún­ings­stöð strætó. Enn­frem­ur verð­ur götu­lýs­ing end­ur­nýj­uð.  Gert er ráð fyr­ir að bjóða verk­ið út  seinni part­inn í fe­brú­ar 2023.  Áætl­að er að fram­kvæmd­ir geti haf­ist í mars/apríl 2023 og að verklok verði miðj­an sept­em­ber 2023.

Ég fór og hélt kynn­ingu hjá Kiw­an­is klúbbn­um í gær­kveldi þar sem ég fór yfir helstu áhersl­ur og fram­kvæmd­ir á ár­inu 2023. Það var mjög góð stemn­ing á fund­in­um og ég var leyst út með fána sam­tak­anna. Fund­ur­inn var hald­inn í sal sem er inn af veit­inga­söl­unni á veit­inga­staðn­um Blik í golf­skál­an­um. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég held er­indi fyr­ir fé­laga­sam­tök í bæn­um í þess­um sal í miðri viku og það er mjög ánægju­legt að sjá að veit­inga­hús­ið er þétt set­ið á kvöld­in.

Verk­fall ol­íu­dreif­ing­ar­bíl­stjóra hafa vissu­lega áhrif hér í Mos­fells­bæ eins og ann­ars­stað­ar. Við höf­um feng­ið sam­þykkt­ar um­sókn­ir um und­an­þág­ur vegna heimsend­ing­ar mat­ar, skóla­akst­urs og snjóruðn­ings. Enn­frem­ur ligg­ur fyr­ir beiðni um und­an­þág­ur vegna Mos­fellsveitna, rekst­urs þjón­ustu­bíls fyr­ir áfanga­heim­ili fyr­ir geð­fatl­að fólk og fyr­ir akst­ur á skóla­mat. Nú er búið að fresta verk­fall­in­um um nokkra daga og það er bara að vona að það ná­ist sam­komu­lag á milli að­ila.

For­síðu­mynd­in í dag er frá íbúa­fund­in­um í Hé­garði. Aðr­ar mynd­ir eru af Lovísu Jóns­dótt­ur bæj­ar­full­trúa sem flutti loka­orð á fund­in­um og af  Tomma, Tóm­asi Gísla­syni um­hverf­is­stjóra Mos­fells­bæj­ar, sem hef­ur átt far­sæl­an fer­il hér í 15 ár og var kvadd­ur í vik­unni en hann tek­ur við starfi fram­kvæmda­stjóra heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur­borg­ar í næsta mán­uði. Þá er mynd af  hress­um og glöð­um starfs­mönn­um í Þver­holti, bú­setu­þjón­ustu fyr­ir fatl­að fólk í Mos­fells­bæ sem komu hing­að á bæj­ar­skrif­stof­una á kynn­ingu á tækni­bún­aði sem get­ur nýst í vinnu með fötl­uðu fólki.

Við erum svo sann­ar­lega rík af góðu starfs­fólki í bæn­um og að þessu sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar.

Regína Ás­valds­dótt­ir

Mynd 1: Lovísa Jóns­dótt­ir vara­formað­ur bæj­ar­ráðs hélt loka­ávarp á íbúa­fund­in­um í Hlé­garði
Mynd 2: Tóm­as Gísla­son um­hverf­is­stjóri kvadd­ur eft­ir 15 ára starf
Mynd 3: Gest­ur for­stöðu­mað­ur ásamt Berg­lind Söru, Sögu Rut og Mar­gréti Sól­eyju starfs­mönn­um í Þver­holti á kynn­ingu á tækni­lausn­um