Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. janúar 2023

Átján ein­stak­ling­ar voru til­nefnd sem íþrótta­mað­ur árs­ins 2022 í Mos­fells­bæ  en það voru bæj­ar­bú­ar ásamt full­trú­um í  íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar sem kusu íþrótta­fólk árs­ins  auk þess sem  þjálf­ari, lið og sjálf­boða­liði árs­ins voru heiðr­uð við há­tíð­lega at­höfn á Blik í gær. Íþrótta­fólk árs­ins í Mos­fells­bæ 2022 eru Ant­on Ari Ein­ars­son knatt­spyrnu­mað­ur hjá Breiða­blik og Thelma Dögg Grét­ars­dótt­ir blak­kona í Aft­ur­eld­ingu. Af­reksl­ið Mos­fells­bæj­ar 2022 er Meist­ara­flokk­ur kvenna úr Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar. Þjálf­ari árs­ins er Dav­íð Gunn­laugs­son, þjálf­ari hjá Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar. Sjálf­boða­liði árs­ins er Guð­rún Krist­ín Ein­ars­dótt­ir.

Ég fékk þann heið­ur að veita Gunnu Stínu eins og hún er köll­uð dags dag­lega við­ur­kenn­ing­una og er for­síðu­mynd­in ein­mitt tek­in af því til­efni af Hilm­ari Gunn­ars­syni. Það voru þau Erla Ed­vards­dótt­ir formað­ur og Leif­ur Ey­steins­son vara­formað­ur íþrótta – og tóm­stunda­nefnd­ar sem gerðu grein fyr­ir til­nefn­ing­um og vali á íþrótta­fólki og Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir formað­ur bæj­ar­ráðs sá um verð­launa­af­hend­ing­una. Eins og Erla sagði við verð­launa­af­hend­ing­una þá er Gunna Stína  formað­ur Blak­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar og einn af þeim eld­hug­um í Aft­ur­eld­ingu sem hef­ur stað­ið vakt­ina í kring­um blak­ið í Mos­fells­bæ frá upp­hafi. Hún hef­ur með óþreyt­andi seiglu og elju hald­ið utan starf­sem­ina.  Auk þess að vinna óeig­ingjarnt starf fyr­ir blakí­þrótt­ina í Mos­fells­bæ hef­ur hún líka unn­ið fyr­ir blak­ið á landsvísu. Skóla­blak er einn af þeim við­burð­um sem Gunna Stína hef­ur átt stór­an þátt í að þróa en hug­mynd­in byrj­aði  hjá henni og snér­ist um það hvernig hægt væri að vekja áhuga grunn­skóla­barna á blaki og búa í leið­inni til skemmti­leg­an við­burð. Í dag er Skóla­blak­ið einn stærsti við­burð­ur blaks á Ís­landi og er mót­ið unn­ið í sam­vinnu við evr­ópska blak­sam­band­ið og hald­ið út um allt land.

Nán­ari er fjall­að um þá ein­stak­linga sem voru til­nefnd­ir á vef Mos­fells­bæj­ar.

Ég vil enn og aft­ur óska öll­um þeim sem voru til­nefnd  inni­lega til ham­ingju.

Í vik­unni var fjöldi funda eins og hefð­bund­ið er. Vegna Eir ör­yggis­íbúða, Skála­túns og fleiri mála. Enn­frem­ur sótti ég fund á nýrri Barna- og fjöl­skyldu­stofu. Þá var hald­inn fyrsti bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur árs­ins.

Á fundi bæj­ar­ráðs í gær var sam­þykkt að fara í út­boð á nýj­um gervi­grasvelli en það hef­ur ver­ið ákall frá Aft­ur­eld­ingu um bæt­ingu á að­stöð­unni, bæði á grasvell­in­um og á að­al­vell­in­um. Jafn­framt hef­ur ver­ið sam­þykkt að fara í hönn­un og í fram­hald­inu út­boð á að­al­vell­in­um.

Á sama fundi feng­um við kynn­ingu á und­ir­bún­ings­vinnu við nýj­an Hringrásar­iðn­garð en ver­ið er að vinna að und­ir­bún­ingi verk­efn­is á Álfs­nesi í sam­vinnu Reykja­vík­ur­borg­ar, SSH og Sorpu.

Hringrásar­iðn­garð­ur, stund­um kall­að­ur grænn iðn­garð­ur, er sam­starfsnet fyr­ir­tækja á ákveðnu at­vinnusvæði. Sam­starfsnet­ið felst með­al ann­ars í því að fyr­ir­tæk­in skipta með sér orku og hrá­efn­um, t.d. ef úr­gang­ur eins fyr­ir­tæk­is nýt­ist sem hrá­efni fyr­ir ann­að fyr­ir­tæki á svæð­inu. Til þess að ná sem best­um ár­angri þurfa inn­við­ir hringrás­ar­garðs að vera skipu­lagð­ir með sam­vinnu í huga. Síð­ustu ár hafa nokkr­ir hringrás­ar­garð­ar ver­ið sett­ir á fót á Ís­landi. Þar má til að mynda nefna hringrás­ar­garð­inn við Svartsengi þar sem Bláa lón­ið er þekkt­asti hluti hring­arás­ar­inn­ar. Bæj­ar­ráð sam­þykkti að fela bæj­ar­stjóra að til­nefna áheyrn­ar­full­trúa í und­ir­bún­ings­hóp­inn.

Ég sótti líka fund sem borg­ar­stjóri boð­aði til og nefndi frá Hvíta til Hvítár en bæj­ar­stjór­um frá Ár­borg í austri og Borg­ar­byggð í norðri var boð­ið til fund­ar­ins til að ræða sam­eig­in­leg hags­muna­mál með­al ann­ars á sviði sam­gangna og al­manna­varna. Eins og seg­ir í fund­ar­boð­inu þá eiga sveit­ar­fé­lög­in á suð­vest­ur­horn­inu, sem skil­grein­ist sem eitt at­vinnu-og bú­setu­svæði  ótal mörg sókn­ar­færi  þeg­ar kem­ur að skipu­lags og um­hverf­is­mál­um.

Í dag fór ég með fram­kvæmda­stjórn og nokkr­um öðr­um stjórn­end­um á bæj­ar­skrif­stof­unni á kynn­ingu á Höfða­torgi, með­al ann­ars um ra­f­ræna mið­stöð vel­ferð­ar­sviðs og vel­ferð­ar­tækn­ismiðju. Það var Mos­fell­ing­ur­inn Styrm­ir Erl­ings­son ásamt sam­starfs­fólki sem hafði veg og vanda af kynn­ing­unni en hann hef­ur leitt sta­f­ræna umbreyt­ingu og fjöl­mörg ný­sköp­un­ar-og þró­un­ar­verk­efni hjá Reykja­vík­ur­borg á und­an­förn­um árum.

Eft­ir margra daga og vikna frost­still­ur með til­heyr­andi ægi­fögr­um sól­ar­upp­rás­um og sól­setr­um kom asa­hláka í dag en þó ekki al­veg eins slæm og spáð var. Við héld­um fund í við­bragð­steymi bæj­ar­ins á mið­viku­dag til að und­ir­búa okk­ur og miðla upp­lýs­ing­um til bæj­ar­búa og annarra hags­muna­að­ila.

Þorr­inn gekk í garð í dag og um helg­ina verð­ur hald­ið þorra­blót Aft­ur­eld­ing­ar eft­ir tveggja ára hlé. Ég hlakka mik­ið til blóts­ins og ekki síst að sjá all­ar heima­lög­uðu borð­skreyt­ing­arn­ar sem Mos­fell­ing­ar eru fræg­ir fyr­ir.

Ég fer í nokk­urra daga frí í næstu viku og næsti pist­ill verð­ur því föstu­dag­inn 3. fe­brú­ar.

Áfram Ís­land!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Mynd 1: Ant­on Ari Ein­ars­son ásamt Andr­eu og syni þeirra, Grét­ar og Guð­rún, for­eldr­ar Themu Dagg­ar, Erla og Leif­ur úr stjórn íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar og við Halla Kar­en
Mynd 2: Ein­stak­ling­ar til­nefnd­ir til íþrótta­fólks 2022
Mynd 3: Styrm­ir fram­kvæmda­stjóri Ra­f­rænn­ar mið­stöðv­ar ásamt Ey­björgu, Matt­hildi og Svan­hildi, stjórn­end­um á mið­stöð­inni
Mynd 4: sam­starfs­fólk af bæj­ar­skrif­stof­unni
Mynd 5: Óli Örn, Jón Viggó og Jón Kjart­an kynntu Hringrásar­iðn­garð­inn í bæj­ar­ráði.