Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. janúar 2023

Átján ein­stak­ling­ar voru til­nefnd sem íþrótta­mað­ur árs­ins 2022 í Mos­fells­bæ  en það voru bæj­ar­bú­ar ásamt full­trú­um í  íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar sem kusu íþrótta­fólk árs­ins  auk þess sem  þjálf­ari, lið og sjálf­boða­liði árs­ins voru heiðr­uð við hátíðlega athöfn á Blik í gær. Íþrótta­fólk árs­ins í Mos­fells­bæ 2022 eru Ant­on Ari Ein­ars­son knatt­spyrnu­mað­ur hjá Breiða­blik og Thelma Dögg Grét­ars­dótt­ir blak­kona í Aft­ur­eld­ingu. Af­reksl­ið Mos­fells­bæj­ar 2022 er Meist­ara­flokk­ur kvenna úr Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar. Þjálf­ari árs­ins er Dav­íð Gunn­laugs­son, þjálf­ari hjá Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar. Sjálfboðaliði ársins er Guðrún Kristín Einarsdóttir.

Ég fékk þann heiður að veita Gunnu Stínu eins og hún er kölluð dags daglega viðurkenninguna og er forsíðumyndin einmitt tekin af því tilefni af Hilmari Gunnarssyni. Það voru þau Erla Edvardsdóttir formaður og Leifur Eysteinsson varaformaður íþrótta – og tómstundanefndar sem gerðu grein fyrir tilnefningum og vali á íþróttafólki og Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs sá um verðlaunaafhendinguna. Eins og Erla sagði við verðlaunaafhendinguna þá er Gunna Stína  formaður Blakdeildar Aftureldingar og einn af þeim eldhugum í Aftureldingu sem hefur staðið vaktina í kringum blakið í Mosfellsbæ frá upphafi. Hún hefur með óþreytandi seiglu og elju haldið utan starfsemina.  Auk þess að vinna óeigingjarnt starf fyrir blakíþróttina í Mosfellsbæ hefur hún líka unnið fyrir blakið á landsvísu. Skólablak er einn af þeim viðburðum sem Gunna Stína hefur átt stóran þátt í að þróa en hugmyndin byrjaði  hjá henni og snérist um það hvernig hægt væri að vekja áhuga grunnskólabarna á blaki og búa í leiðinni til skemmtilegan viðburð. Í dag er Skólablakið einn stærsti viðburður blaks á Íslandi og er mótið unnið í samvinnu við evrópska blaksambandið og haldið út um allt land.

Nánari er fjallað um þá einstaklinga sem voru tilnefndir á vef Mosfellsbæjar.

Ég vil enn og aftur óska öllum þeim sem voru tilnefnd  innilega til hamingju.

Í vik­unni var fjöldi funda eins og hefð­bund­ið er. Vegna Eir ör­yggis­íbúða, Skála­túns og fleiri mála. Enn­frem­ur sótti ég fund á nýrri Barna- og fjöl­skyldu­stofu. Þá var hald­inn fyrsti bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur árs­ins.

Á fundi bæj­ar­ráðs í gær var sam­þykkt að fara í út­boð á nýj­um gervi­grasvelli en það hef­ur ver­ið ákall frá Aft­ur­eld­ingu um bæt­ingu á að­stöð­unni, bæði á grasvell­in­um og á að­al­vell­in­um. Jafn­framt hef­ur ver­ið sam­þykkt að fara í hönn­un og í fram­hald­inu út­boð á að­al­vell­in­um.

Á sama fundi feng­um við kynn­ingu á und­ir­bún­ings­vinnu við nýj­an Hringrásar­iðn­garð en ver­ið er að vinna að und­ir­bún­ingi verk­efn­is á Álfs­nesi í sam­vinnu Reykja­vík­ur­borg­ar, SSH og Sorpu.

Hringrásar­iðngarð­ur, stund­um kall­að­ur grænn iðngarð­ur, er sam­starfsnet fyr­ir­tækja á ákveðnu at­vinnusvæði. Sam­starfsnet­ið felst með­al ann­ars í því að fyr­ir­tækin skipta með sér orku og hrá­efn­um, t.d. ef úr­gang­ur eins fyr­ir­tæk­is nýt­ist sem hrá­efni fyr­ir ann­að fyr­ir­tæki á svæð­inu. Til þess að ná sem best­um ár­angri þurfa inn­við­ir hringrás­argarðs að vera skipu­lagð­ir með sam­vinnu í huga. Síð­ustu ár hafa nokkr­ir hringrás­ar­garð­ar ver­ið sett­ir á fót á Ís­landi. Þar má til að mynda nefna hringrás­ar­garð­inn við Svartsengi þar sem Bláa lón­ið er þekkt­asti hluti hring­arás­ar­inn­ar. Bæj­ar­ráð sam­þykkti að fela bæj­ar­stjóra að til­nefna áheyrn­ar­full­trúa í und­ir­bún­ings­hóp­inn.

Ég sótti líka fund sem borg­ar­stjóri boð­aði til og nefndi frá Hvíta til Hvítár en bæj­ar­stjór­um frá Ár­borg í austri og Borg­ar­byggð í norðri var boð­ið til fund­ar­ins til að ræða sam­eig­in­leg hags­muna­mál með­al ann­ars á sviði sam­gangna og al­manna­varna. Eins og seg­ir í fund­ar­boð­inu þá eiga sveit­ar­fé­lög­in á suð­vest­ur­horn­inu, sem skil­grein­ist sem eitt at­vinnu-og bú­setu­svæði  ótal mörg sókn­ar­færi  þeg­ar kem­ur að skipu­lags og um­hverf­is­mál­um.

Í dag fór ég með fram­kvæmda­stjórn og nokkr­um öðr­um stjórn­end­um á bæj­ar­skrif­stof­unni á kynn­ingu á Höfða­torgi, með­al ann­ars um ra­f­ræna mið­stöð vel­ferð­ar­sviðs og vel­ferð­ar­tækn­ismiðju. Það var Mos­fell­ing­ur­inn Styrm­ir Erl­ings­son ásamt sam­starfs­fólki sem hafði veg og vanda af kynn­ing­unni en hann hef­ur leitt sta­f­ræna umbreyt­ingu og fjöl­mörg ný­sköp­un­ar-og þró­un­ar­verk­efni hjá Reykja­vík­ur­borg á und­an­förn­um árum.

Eft­ir mar­gra daga og vikna frost­still­ur með til­heyr­andi ægi­fögr­um sól­ar­upp­rás­um og sól­setr­um kom asa­hláka í dag en þó ekki al­veg eins slæm og spáð var. Við héld­um fund í við­bragð­steymi bæj­ar­ins á mið­viku­dag til að und­ir­búa okk­ur og miðla upp­lýs­ing­um til bæj­ar­búa og ann­arra hags­muna­að­ila.

Þorr­inn gekk í garð í dag og um helg­ina verð­ur hald­ið þorra­blót Aft­ur­eld­ing­ar eft­ir tveggja ára hlé. Ég hlakka mik­ið til blóts­ins og ekki síst að sjá all­ar heima­lög­uðu borð­skreyt­ing­arn­ar sem Mos­fell­ing­ar eru fræg­ir fyr­ir.

Ég fer í nokk­urra daga frí í næstu viku og næsti pist­ill verð­ur því föstu­dag­inn 3. fe­brú­ar.

Áfram Ís­land!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Mynd 1: Anton Ari Ein­ars­son ásamt Andreu og syni þeirra, Grét­ar og Guð­rún, for­eldr­ar Themu Dagg­ar, Erla og Leif­ur úr stjórn íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar og við Halla Karen
Mynd 2: Ein­stak­ling­ar til­nefnd­ir til íþrótta­fólks 2022
Mynd 3: Styrm­ir fram­kvæmda­stjóri Ra­f­rænn­ar mið­stöðv­ar ásamt Ey­björgu, Matt­hildi og Svan­hildi, stjórn­end­um á mið­stöð­inni
Mynd 4: sam­starfs­fólk af bæj­ar­skrif­stof­unni
Mynd 5: Óli Örn, Jón Viggó og Jón Kjart­an kynntu Hringrásar­iðn­garð­inn í bæj­ar­ráði.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00