Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Afar anna­söm en ánægju­leg vika að baki. Í dag var hald­inn lands­fund­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga þar sem með­al ann­ars var fjallað um hús­næð­is­mál og mál­efni flótta­fólks. Í gær var svo fund­ur formanna lands­hluta­sam­tak­anna og fram­kvæmda­stjóra.

Á lands­þing­inu í dag hvatti Sig­urð­ur Ingi inn­viða­ráð­herra sveit­ar­fé­lög­in til dáða hvað varð­ar upp­bygg­ingu hús­næð­is, ekki síst fyr­ir tekju­lágt fólk. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og rík­ið skrif­uðu und­ir ramma­samn­ing síð­ast­lið­ið sum­ar sem fjall­ar um upp­bygg­ingu hús­næð­is­mark­að­ar­ins. Reykja­vík­ur­borg hef­ur eitt sveit­ar­fé­laga geng­ið til samn­inga við inn­viða­ráðu­neyt­ið á grund­velli ramma­samn­ings­ins. Í hús­næð­isáætlun borg­ar­inn­ar er gert ráð fyr­ir bygg­ingu 16 þús­und íbúða á næstu 10 árum, þar af ríf­lega 4 þús­und íbúð­um fyr­ir tekju­lágt fólk. Fleiri sveit­ar­fé­lög eru að und­ir­búa samn­ings­gerð.

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra sagði rík­ið vera að und­ir­búa stefnu­mörk­un hvað varð­ar inn­gild­ingu fólks af er­lend­um upp­runa í sam­fé­lag­ið á Ís­landi, en eng­in stefna er í mót­töku fólks af er­lend­um upp­runa á Ís­landi. Hann fjall­aði um stöðu fólks á flótta í heim­in­um sem eru um 28 millj­ón­ir manns og brá upp töl­fræði varð­andi fjölda flótta­fólks í þeim Evr­ópu­lönd­um sem taka á móti flestu fólki. Tyrk­land tók á móti 3,4 millj­ón­um í fyrra og Pól­land 1,5 millj­ón­um. Nú hafa 11 sveit­ar­fé­lög geng­ið til samn­inga um sam­ræmda mót­töku og Guð­mund­ur Ingi hvatti fleiri sveit­ar­fé­lög til að slást í hóp­inn. Fram kom að at­vinnu­þáttaka þeirra sem hafa feng­ið vernd sé mjög góð og um 40 % flótta­fólks frá Úkraínu hafa far­ið í vinnu á einu ári. Einn­ig var rætt um um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd, en ábyrgð á þjonustu við þá ein­stak­linga ligg­ur hjá Vinnu­mála­stofn­un sem leig­ir hús­næði fyr­ir um­sækj­end­ur sem eru að bíða eft­ir úr­lausn sinna mála, vernd eða brott­flutn­ing úr landi. Það var gagn­rýnt á þing­inu að það hafi í mörg­um til­vik­um gerst að Vinnu­mála­stofn­un hafi leigt hús­næði fyr­ir fjölda manns án sam­ráðs við við­kom­andi sveit­ar­fé­lag. Á þing­inu var líka far­ið yfir stöðu kjara­samn­inga og und­ir lok þings­ins var Karli Björns­syni frá­far­andi fram­kvæmda­stjóra sam­bands­ins þökk­uð afar góð störf á þess­um vett­vangi en hann hóf störf árið 2008.

Í gær­kvöldi var hald­ið sögu­kvöld í Hlé­garði, von­andi það fyrsta af mörg­um. Yf­ir­skrift­in var Sveit­in og heita vatn­ið og var saga jarð­hit­un­ar rakin bæði hvað varð­ar hús­hit­un, yl­rækt og sund­iðk­un. Jón Magnús Jóns­son ali­fugla­bóndi á Suð­ur-Reykj­um, Gísli Jó­hanns­son garð­yrkju­bóndi í Dals­garði og Bjarki Bjarna­son rit­höf­und­ur sögðu skemmtilega frá og vörp­uðu upp mynd­um og félagar úr Karla­kór Kjalnes­inga tóku lag­ið. Sögu­kvöld­ið var síð­asti við­burð­ur­inn í Menn­ing­armars í Mosó, verk­efni á veg­um menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar sem hef­ur það að mark­miði að efla menn­ing­ar­starf í bæn­um og gera það sýni­legra. Í heild voru 15 við­burðir í mars og vonandi verður framhald á.

Í vikunni hef ég sótt fjölda funda eins og venjulega, með samstarfsfólki, fyrirtækjum í bænum og einstaklingum. Auk þess var haldinn auka stjórnarfundur hjá SSH þar sem meðal annars var fjallað var um samþykkt stjórnar Strætó bs á útboði á þjónustu Strætó. Um er að ræða útboð á sama hluta aksturs Strætó bs., að teknu tilliti til breytinga á leiðakerfi, og nú þegar er boðinn út. Í útboðinu er miðað við að allt að þrír aðilar/fyrirtæki geti annast aksturinn og er aksturs magninu því skipt upp í þrjá sambærilega stærðarhluta.

Á þriðjudag boðuðum við alla bæjarfulltrúa á fund vegna fjárhags- og fjárfestingaáætlunar 2024. Þar fórum við yfir fjárhagsáætlun 2023, áhrif vaxta, verðbólgu og verðbóta á stöðuna og yfirlit verkefna. Einnig var farið yfir málefni sem tengjast veitukerfunum, þ.m.t. vatnsöflun þegar til lengri tíma er litið.

Fjölmörg mál voru tekin fyrir í bæjarstjórn á miðvikudag og bæjarráði á fimmtudagsmorgni. Í bæjarráðinu var samþykkt að fela umhverfissviði að mæla fyrir gervigrasknattspyrnuvelli á núverandi aðalvelli að Varmá sem uppfyllir skilyrði samkvæmt UEFA 2 reglugerð hvað stærð, öryggissvæði o.s.frv. varðar. Miðað verði við að völlurinn verði færður austar. Samhliða þarf að uppfæra núverandi kostnaðarmat sem taki tillit til færslu á vellinum. Þá er að sama skapi lagt til að mælt verði fyrir 200 m frjálsíþróttabraut með 4 hlaupabrautum og 1500+ manna stúku milli gervigrasvalla sem uppfyllir skilyrði samkvæmt UEFA 2 reglugerð hvað stærð varðar. Í öllum tilvikum þarf að uppfæra fyrirliggjandi kostnaðaráætlanir.

Umfjöllun um málið í fundargerð bæjarráðs:

Sig­ríð­ur Krist­ins­dótt­ir sýslu­mað­ur mætti á fund bæj­ar­ráðs ásamt Ein­ari Jóns­syni sviðs­stjóra. Sýslu­mað­ur fór yfir helstu mála­flokka sýslu­mann­sembætt­is­ins og töl­fræði en embætt­ið er í stöð­ug­um um­bót­um með sta­f­ræna þró­un að leið­ar­ljósi.

Inn á milli funda og verk­efna hef ég reynt að taka þátt í gleð­inni á bæj­ar­skrif­stof­unni með mis­jöfn­um ár­angri en þar voru haldn­ir skrif­stofu­leik­ar þar sem við átt­um að leysa dag­leg­ar þraut­ir með lið­inu okk­ar. Það er fátt sem þjapp­ar vinnu­staðn­um eins vel sam­an og keppni af þess­um toga. Ég lenti í app­el­sínu­gula lið­inu og stóð mig ekki bet­ur en svo að það þurfti að klippa mig inn á hóp­mynd­ina. Hér með er mínu góða sam­starfs­fólki í app­el­sínu­gula lið­inu þakkað fyr­ir hug­ul­sem­ina í minn garð. Mottumars­inn var líka hald­inn há­tíð­leg­ur, eins og vera ber með með morgunkaffi þar sem all­ir skört­uðu sín­um fín­ustu mott­um.

Um helg­ina er úr­slita­leik­ur hjá kvenna­flokki Aft­ur­eld­ing­ar en þær eru bún­ar að tryggja sér deild­ar­meist­ara­titil­inn og eru að fara að taka á móti deild­ar­meist­ara­bik­arn­um. Ég verð því mið­ur fjarri góðu gamni en treysti á öfl­ug­an stuðn­ing heima­manna.

For­síðu­mynd­in að þessu sinni er af okk­ar góðu bæj­ar­stjórn ásamt bæj­ar­stjóra og bæj­ar­lög­manni. Sig­ur­jón Ragn­ar ljós­mynd­ari tók mynd­ina en það er hefð að bæj­ar­stjórn­in fari í mynda­töku einu sinni á kjör­tíma­bil­inu og sú mynd prýð­ir virðu­leg­an vegg við bæj­ar­stjórn­ar­sal­inn á bæj­ar­skrif­stof­un­um.

Að þessu sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar og gleði­legra páska!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00