Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. nóvember 2022

Ánægju­leg vinnu­vika að baki eins og venju­lega. Við feng­um góða heim­sókn frá full­trú­um Vinnu­mála­stofn­un­ar með hvatn­ingu um að Mos­fell­bær geri bet­ur þeg­ar kem­ur að því að út­vega ein­stak­ling­um með skerta starfs­getu störf hjá bæj­ar­fé­lag­inu.

Þær Anna Arn­órs­dótt­ir og Hild­ur Bene­dikts­dótt­ir fóru yfir verk­efn­ið sem ber nafn­ið At­vinna með stuðn­ingi. Í máli þeirra kom fram mik­il­vægi þess að gefa öll­um jöfn tæki­færi til vinnu.  Þær kynntu verk­efn­ið, hvað felst í vinnu­samn­ingi ör­yrkja og hvaða stuðn­ingi mætti vænta frá Vinnu­mála­stofn­un varð­andi ein­staka starfs­menn. Þær leggja mik­ið upp úr því að para sam­an ein­stak­linga og störf til að auka lík­ur á því að við­kom­andi starfs­mað­ur njóti sín í starf­inu. Það er skemmst frá því að segja að fram­kvæmda­stjór­ar sviða tóku afar vel í þessa beiðni og nú er ver­ið að skoða hvaða störf myndu henta hjá Mos­fells­bæ.

Þriggja tíma vinnufund­ur var hald­inn með full­trú­um í bæj­ar­stjórn og for­mönn­um nefnda til að fara yfir helstu at­riði fjár­hags- og fjár­fest­inga­áætl­un­ar 2023-26. Auk kynn­ing­ar bæj­ar­stjóra á lyk­il­þátt­um í áætl­un­inni þá kynntu  fram­kvæmda­stjór­ar helstu verk­efni og breyt­ing­ar á milli ára í mála­flokk­un­um. Gögn í tengsl­um við fjár­hags­áætlun verða birt að aflokn­um bæj­ar­stjórn­ar­fundi sem verð­ur hald­inn þann 9. nóv­em­ber.

Við feng­um góð­an gest á mán­að­ar­leg­an starfs­manna­fund bæj­ar­skrif­stof­unn­ar, Sig­ríði Huldu Jóns­dótt­ur sem fjall­aði um ár­ang­urs­rík sam­skipti á vinnustað. Fyr­ir­lest­ur­inn var mjög góð­ur og hvatn­ing fyr­ir sér­hvert okk­ar að horfa að­eins inn á við með það að mark­miði að efla eig­in sam­skipta­færni. Við feng­um líka kynn­ingu frá Hönnu Guð­laugs­dótt­ur um nýja fræðslu­vef­inn okk­ar en Mos­fells­bær hef­ur gert sam­komulag við Aka­dem­ias um veftæk nám­skeið, með­al ann­ars ný­lið­anám­skeið, nám­skeið um stjórn­un og leið­toga­færni,  ýmis nám­skeið sem tengjast Microsoft hug­bún­aði s.s. Outlook, Power Po­int, Plann­er, Excel, Teams ofl. Fræðslu­vef­ur­inn var sett­ur í loft­ið í byrj­un vik­unn­ar og von­umst við til að starfs­menn nýti sér hann óspart.

Í vik­unni hitt­um við for­svars­menn Bjargs, íbúða­fé­lags en markmið fé­lags­ins er að tryggja tekju­lág­um ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um á vinnu­mark­aði sem eru full­gild­ir fé­lags­menn ASÍ eða BSRB að­gengi að ör­uggu hús­næði í lang­tíma­leigu. Um er að ræða leigu­heim­ili að nor­rænni fyr­ir­mynd. Fyrstu íbúð­irn­ar voru af­hent­ar í júní 2019 en síð­an hef­ur Bjarg byggt yfir 600 íbúð­ir í Reykja­vík, Hafnar­firði, Akra­nesi, Þor­láks­höfn og Sel­fossi og eru einn­ig með íbúð­ir í bygg­ingu í Garða­bæ. Vilji stend­ur til þess hjá Bjargi að byggja 24 íbúð­ir í Mos­fells­bæ og var und­ir­rit­uð vilja­yf­ir­lýs­ing þar að lút­andi síð­ast­lið­ið vor.

Á fundi bæj­ar­ráðs í vik­unni var kynnti Íris Dögg Hug­rún­ar­dótt­ir Marteins­dótt­ir Far­sæld­ar­hring­inn í Mos­fells­bæ. Verk­efn­ið bygg­ir á nýj­um far­sæld­ar­lög­um sem voru sam­þykkt síð­ustu ára­mót.

Lög­in taka til þjón­ustu sem er veitt inn­an  alls skóla­kerf­is­ins, þjón­ustu sem er veitt inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins og fé­lags­þjón­ustu sem er veitt í þágu barna inn­an sveit­ar­fé­laga, auk verk­efna lög­reglu. Á þess­um þjón­ustu­veit­end­um hvíla rík­ar skyld­ur sam­kvæmt lög­un­um. Þeim ber til dæm­is að taka eft­ir og greina vís­bend­ing­ar um að þörf­um barns sé ekki mætt og bregð­ast við slík­um vís­bend­ing­um með til­tekn­um hætti. Að­r­ir sem vinna með börn­um, til dæm­is hjá íþrótta- eða æsku­lýðs­fé­lög­um, bera líka skyld­ur og geta tek­ið þátt í sam­þætt­ingu þjón­ustu. Við bind­um mikl­ar von­ir við þetta verk­efni sem er sam­starfs­verk­efni vel­ferð­ar­sviðs og fræðslu- og frí­stunda­sviðs.

Kynn­ing­ar­bæk­lingur frá fé­lags-og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu

Á fund­in­um var einn­ig sam­þykkt að fara í út­boð á mat­ar­þjón­ustu fyr­ir Kvísl­ar­skóla og Varmár­skóla fyr­ir vorönn­ina en sá gleði­legi áfangi náð­ist í Kvísl­ar­skóla að  að­al­inn­gang­ur­inn var tek­inn í notk­un og sal­erni á 1. hæð. Auk þess var gerð­ur  tíma­bund­inn samn­ing­ur við Skóla­mat um heit­an mat í há­deg­inu og mælt­ist það mjög vel fyr­ir hjá nem­end­um og kenn­ur­um.

Loks var sam­þykkt á fundi bæj­ar­ráðs að breyta nafni fjöl­skyldu­sviðs í vel­ferð­ar­svið í sam­ræmi við nafna­breyt­ingu á nefnd­inni, úr fjöl­skyldu­nefnd í vel­ferð­ar­nefnd. Á fjöl­skyldu­sviði er unn­ið að verk­efn­um á sviði barna­vernd­ar, fé­lags­þjón­ustu, þjón­ustu við fatlað fólk og eldra fólk auk fé­lags­legra hús­næð­is­mála. Þá hef­ur ver­ið tekin ákvörð­un um að flytja jafn­rétt­is­mál til vel­ferð­ar­nefnd­ar sem und­ir­býr stefnu­mörk­un í mála­flokkn­um sem verð­ur sinnt af nefnd­ar­fólki, starfs­fólki nefnd­ar­inn­ar og jafn­rétt­is­full­trúa Mos­fells­bæj­ar. Þjón­usta fjöl­skyldu­sviðs bein­ist að ein­stak­ling­um jafnt og fjöl­skyldu­fólki og er hug­tak­ið vel­ferð tal­ið fanga bet­ur það markmið að auka lífs­gæði þeirra sem leita eft­ir þjón­ustu sviðs­ins, hvort sem það teng­ist fjár­mál­um, hús­næð­is­mál­um, fé­lags­legri ráð­gjöf, heimastuðn­ingi eða þátt­töku í fé­lags­starfi. Vel­ferð get­ur þann­ig spann­að hug­læga þætti eins og líð­an og traust, fé­lags­lega þætti á borð við per­sónu­leg tengsl, áhrif og fé­lags­legt ör­yggi og efn­is­lega þætti á borð við hús­næði og fram­færslu. Mörg sveit­ar­fé­lög hafa breytt nafni fé­lags­þjón­ustu eða fjöl­skyldu­sviða í vel­ferð­ar­við til að spanna víð­tæk­ara mál­efna­svið.

Með pistl­in­um að þessu sinni fylgja mynd­ir af skemmti­lega sam­starfs­fólk­inu mínu á bæj­ar­skrif­stof­unni sem fóru alla leið í Hrekkja­vök­unni einn eft­ir­mið­dag í síð­ustu viku.

Góða helgi!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00