Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. apríl 2023

Það kom vel á vond­an eins og sagt er þeg­ar það fór að snjóa í fyrra­dag. Deg­in­um áður fór ég nefni­lega í kaffi í þjón­ustu­stöð­ina og hitti þá sem báru hit­ann og þung­ann af snjómokstri í hópi starfs­manna til að fara yfir vet­ur­inn og þakka þeim fyr­ir vel unn­in störf. Ein­hver hafði á orði að ekki væri víst að vet­ur­inn væri al­veg bú­inn að kveðja en við hin vor­um á því að sum­ar­ið væri kom­ið enda skein sólin skært eins og sjá má á for­síðu­mynd­inni sem var tekin af starfs­fólki þjón­ustu­stöðv­ar­inn­ar.

Þetta var góð vika að vanda og ríf­lega 30 fund­ir og við­töl að baki. Marg­ir fund­anna eru inn­an­húss en ég hitti stjórn­end­ur svið­anna viku­lega, sem og starfs­hóp um sta­f­ræna þró­un. Þá eru marg­ir fund­ir með ým­isskon­ar hags­muna­að­il­um og við­töl á fimmtu­dög­um þar sem um­fjöll­un­ar­efn­ið spann­ar allt litróf sam­fé­lags­ins í Mos­fells­bæ. Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru með fjöl­mörg verk­efni sem þarf að sinna og þá sér­stak­lega þar sem Mos­fells­bær fer með for­mennsku. Þá eru ótald­ir mik­il­væg­ustu fund­irn­ir sem eru bæði bæj­ar­ráð og bæj­ar­stjórn en það þarf að und­ir­búa þá fundi í stjórn­sýsl­unni og sjá til þess að gögn og ann­að sé til­bú­ið.

Ég tók á móti mjög hress­um hópi Norð­manna á mánu­dag­inn en það eru full­trú­ar í nor­ræna fé­lag­inu í Skien sem voru hér á ferð. Þau gistu á Lax­ness hót­el­inu hér og áttu nokkra góða daga í Mos­fells­bæ und­ir leið­sögn Helgu Jóns­dótt­ur sem starf­aði á bóka­safni Mos­fells­bæj­ar og tók þátt í nor­rænu sam­starfi fyr­ir hönd bæj­ar­ins í mörg ár.

Á þriðju­dag­inn átti ég mjög gott spjall við starfs­menn þjón­ustu­stöðv­ar­inn­ar, eins og kom fram hér að ofan þar sem ég þakk­aði fyr­ir snjómokst­ur vetr­ar­ins. Starfs­menn­irn­ir sem sinna snjómokstri á gang­stétt­um og stíg­um bæj­ar­inns eru að jafn­aði sex tals­ins. Fimm þeirra eru á snjóvakt frá 1. okt. til 15. apríl.  Þeir taka viku í senn frá föstu­degi til föstu­dags og eru þá á vakt all­an sóla­hring­inn og kalla út okk­ar fólk og verktaka eft­ir þörf­um. Frá miðj­um des­em­ber og út fe­brú­ar var mann­skap­ur­inn kall­að­ur út að með­al­tali 10-12 sinn­um í  þeim mán­uð­um jafnt um helg­ar sem og virka daga. Kallað er út kl. 04 á morgn­ana og unn­ið við snjómokst­ur all­an dag­inn og oft fram á kvöld. Verk­tak­ar ann­ast svo  snjómokst­ur á göt­un­um og vinnu­álag­ið á þeim er líka gríð­ar­lega mik­ið á þess­um anna­sömu mán­uð­um og þeir standa sig líka frá­bær­lega. Í fe­brú­ar var lagt fram minn­is­blað um­hverf­is­sviðs vegna snjómokst­urs í bæj­ar­ráði.

Á þriðju­dags­kvöld­inu fór ég á dá­sam­lega tón­leika með Stöll­un­um sem voru haldn­ir í Bæj­ar­leik­hús­inu. Frá­bær sýn­ing með mik­illi gleði, leik­ræn­um til­þrif­um og fal­leg­um söng en tón­leik­arn­ir voru helg­að­ir lög­um Magnús­ar Ei­ríks­son­ar og komust færri að en vildu.

Á mið­viku­dag var síð­ari um­ræða um árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar en ég hef áður fjallað um út­komu árs­ins, sem var nei­kvæð um tæp­lega 900 millj­ón­ir og að stærst­um hluta eða 808 millj­ón­ir vegna hárra vaxta og verð­bóta. Það kom fram í máli odd­vita meiri­hlut­ans að það þyrfti að taka upp fjár­fest­ing­ar og fjár­hags­áætlun, vegna þess­ar­ar stöðu. Við erum þeg­ar farin að horfa á fjár­fest­inga­áætlun 2024, en hún mun að sjálf­sögðu taka mið af ytri að­stæð­um eins og því verð­bólgu­skeiði sem rík­ir um þess­ar mund­ir.

Á fimmtu­dag kvödd­um við kær­an starfs­mann, Marco Pizzolato sem hef­ur unn­ið hjá Mos­fells­bæ und­an­farin ár, þó með hlé­um. Hann kom frá Sviss árið 2019 sem skipt­inemi til að vinna hjá Mos­fells­bæ, en hann var í verk­fræði­námi í Zurich. Hann dvaldi hér um nokk­urra mán­aða skeið og kom svo aft­ur fyr­ir tveim­ur árum og hef­ur unn­ið m.a. við korta­gerð hjá bæn­um. Marco var kos­inn Reyk­vík­ing­ur árs­ins árið 2022 þar sem hann var í for­ystu um upp­setn­ingu á frí­skáp, sem er ís­skáp­ur stað­sett­ur ut­an­dyra og fólk get­ur kom­ið mat sem það vill gefa í ís­skáp­inn. Marco kom líka ný­lega upp slík­um skáp í Mos­fells­bæ sem er stað­sett­ur  við Kjarna. Markmið með frí­skápn­um er að  sporna gegn mat­ar­sóun.

Í gær­kveldi sótti ég að­al­f­und Aft­ur­eld­ing­ar en það var mjög vel mætt á fund­inn. Birna Kristín Jóns­dótt­ir var kjörin áfram­hald­andi formað­ur og Valdi­mar Leó Frið­riks­son var sæmd­ur heið­ur­svið­ur­kenn­ingu Aft­ur­eld­ing­ar fyr­ir mar­gra ára störf fyr­ir fé­lag­ið, með­al ann­ars sem fram­kvæmda­stjóri um ára­bil. Það sem var ein­stak­lega skemmti­legt var að full­trúi ÍSÍ veitti for­mönn­um allra deilda fé­lags­ins við­ur­kenn­ingu fyr­ir að vera með fyr­ir­mynd­ar­starf ÍSÍ.

Upplýsingar um hvað þarf til, til að fá slíka viðurkenningu:

Í dag var mara­þon­fund­ar­dag­ur sem hófst með opn­um ra­f­ræn­um fundi SSH um tvö verk­efni sem hafa ver­ið unn­in á vett­vangi sam­tak­anna. Ann­ar­s­veg­ar um for­varn­ar­starf og geð­rækt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hins­veg­ar um mál­efni heim­il­is­lausra með mikl­ar og flókn­ar þjón­ustu­þarf­ir í sveit­ar­fé­lög­um utan Reykja­vík­ur. Það kom margt at­hygl­is­vert fram í þeirri skýrslu, með­al ann­ars að 76 ein­stak­ling­ar inn­an að­ild­ar­sveit­ar­fé­lag­anna eru í bráð­um hús­næð­is­vanda og af þeim nýttu 67 ein­stak­ling­ar sér gist­ingu í gisti­skýl­um á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar á ár­inu 2022. Karl­menn eru í tölu­verð­um meiri­hluta, eða 76%, og meg­in­þorri heim­il­is­lausra, eða tæp 90%, er með ís­lenskt rík­is­fang.

Þá sótti ég líka ra­f­ræn­an fund lands­hluta­sam­taka Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga þar sem fjallað var um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga og sam­st­arf um sta­f­ræna þró­un með­al ann­ars. Á fund­in­um var Karl Björns­son fram­kvæmda­stjóri sam­bands­ins, á sín­um síð­asta starfs­degi en það verð­ur mik­ill sjón­ar­svipt­ir af hon­um á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­mála. Af þessu til­efni skellti ég í mynd af Kalla og fund­ar­fólk­inu.

Um helg­ina ætla ég að sjá Dýrin í Hálsa­skógi og svo er stóri Plokk­dag­ur­inn á sunnu­dag og við hvetj­um alla Mos­fell­inga til að fara út og plokka og huga að nærum­hverf­inu.

Upplýsingar um plokkstangir og poka ásamt upplýsingum um grenndarstöðvar:

For­eldra­fé­lag Helga­fells­skóla stend­ur fyr­ir grill­veislu við skól­ann fyr­ir plokk­ara í hverf­inu klukk­an þrjú á sunnu­dag sem er al­gjör­lega til fyr­ir­mynd­ar. Það held ég að plokk­ar­inn okk­ar hann  Stein­ar Þór verði ánægð­ur með fram­tak­ið.

Ég óska ykk­ar góðr­ar helg­ar og vona að sólin haldi áfram að skína svona glatt eins og núna!

For­síðu­mynd er frá þjón­ustu­stöð­inni og eru það þau Sig­urð­ur Andrés­son, Heiða Ág­ústs­dótt­ir, Ein­ar Ei­ríks­son, Bjarni Ás­geirs­son, Tryggvi Júlí­us­son og Hauk­ur Ní­els­son tal­ið frá vinstri. Á mynd­ina vant­ar Ingi­björgu Guð­munds­dótt­ur sem er líka á snjóvakt­inni. Að­r­ar mynd­ir eru frá tón­leik­um hjá Stöll­un­um, kveðjust­und með Marco þar sem hann er ásamt Jó­hönnu Han­sen fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs, gest­um frá Skien í Nor­egi, síð­asta fundi Karls Björns­son­ar og skjá­skot af fyr­ir­mynd­ar fram­taki for­eldra­fé­lags Helga­fells­skóla.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00