Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. september 2023

Þá er aft­ur komin helgi og vik­an leið á ógn­ar­hraða. Fjár­mála­ráð­stefna sveit­ar­fé­laga tók tölu­verð­an part af vinnu­vik­unni en það er tveggja daga ráð­stefna  sem sveit­ar­stjórn­ar­fólk og stjórn­end­ur sækja á hverju hausti. Ráð­stefn­an er svo vin­sæl að það verð­ur gjarn­an upp­selt und­ir eins og því hef­ur sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga brugð­ið á það ráð að streyma ráð­stefn­unni líka, til að fleiri fái að njóta.

Það voru mörg góð er­indi flutt á ráð­stefn­unni þessa tvo daga. Ræða formanns sam­bands­ins Heiðu Bjarg­ar Hilm­is­dótt­ir var mjög góð að mínu mati, þar sem hún tæpti á flest­um hags­muna­mál­um sveit­ar­fé­laga sem eru sam­eig­in­leg um land allt. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var hress­andi að vanda en fékk mestu at­hygli fjöl­miðla fyr­ir þann hluta ræð­unn­ar hans sem snýr að sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Það verð­ur aldrei of­sagt að sam­göngu­málin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa set­ið eft­ir þeg­ar kem­ur að sam­göngu­úr­bót­um og mikl­ar vænt­ing­ar hafa ver­ið bundn­ar við sátt­mál­ann. Það er ver­ið að end­ur­skoða all­ar for­send­ur og töl­ur sam­göngusátt­mál­ans þess­ar vik­urn­ar og gera ábata­grein­ingu og von­andi fáum við  nið­ur­stöðu á næstu vik­um.

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra ávarp­aði einn­ig sam­kom­una en að þessu sinni var við­tal við hann tek­ið upp, þar sem ráð­herr­ann er að jafna sig eft­ir mjaðma­skipta­að­gerð eins og hef­ur kom­ið fram í fjöl­miðl­um. Ég var í pall­borði í kjöl­far ávarps­ins ásamt þeim Her­manni Sæ­munds­syni ráðu­neyt­is­stjóra, Sig­fúsi Inga Sig­fús­syni sveit­ar­stjóra í Skagafirði og Helga Kjart­ans­syni odd­vita meiri­hlut­ans í  Blá­skóga­byggð. Um­fjöll­un­ar­efn­ið var með­al ann­ars  Jöfn­un­ar­sjóð­ur og nýj­ar regl­ur, sem gera kröfu á sveit­ar­fé­lög að full­nýta út­svars­heim­ild­ir. Enn­frem­ur  sam­ein­ing­ar­hug­mynd­ir og stærð sveit­ar­fé­laga auk fjár­mála­legr­ar stöðu  þeirra.

Á ráð­stefn­unni voru tvær flott­ar kon­ur heiðr­að­ar fyr­ir dygg störf fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in í land­inu, þær Aldís Haf­steins­dótt­ir fyrr­um formað­ur sam­bands­ins og bæj­ar­stjóri í Hvera­gerði til mar­gra ára og nú­ver­andi sveit­ar­stjóri Hruna­manna­hrepps og Guðný Sverr­is­dótt­ir fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri í Grýtu­bakka­hreppi og stjórn­ar­kona hjá sam­band­inu og í Jöfn­un­ar­sjóði til ára­tuga.

Í dag voru mál­stof­ur og í þeirri sem ég sótti var m.a. far­ið yfir út­boð á sorp­hirðu, fjár­hags­áætlan­an­gerð í fjöl­kjarna­sveit­ar­fé­lög­um,  kostn­að­ar­mat nýrra laga  og svo stór­gott er­indi Frið­jóns Ein­ars­son­ar bæj­ar­full­trúa í Reykja­nes­bæ um   upprisu sveit­ar­fé­lags­ins í kjöl­far efna­hags­hruns­ins.

Í upp­hafi vik­unn­ar var hald­inn stjórn­ar­fund­ur sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem með­al ann­ars var fjallað um stöðu við­ræðna vegna sam­göngusátt­mál­ans. Ég fór í við­tal á RÚV á mánu­deg­in­um vegna við­auk­ans við eig­enda­sam­komulag vegna urð­un­ar í Álfs­nesi sem bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um þann 15. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og ég fjall­aði ít­ar­lega um í síð­asta pistli.

Á mið­viku­dags­morg­unn var hald­inn starfs­manna­fund­ur á bæj­ar­skrif­stof­unni þar sem við fór­um með­al ann­ars yfir stöðu sta­f­rænna verk­efna. Við erum komin með sjö verk­efni sem eru ný á þessu ári. Það verk­efni sem er nýjast eru ra­fræn skil á öll­um teikn­ing­um til bygg­inga­full­trúa. Það þýð­ir að það þarf ekki leng­ur að keyra á bæj­ar­skrif­stof­una með teikn­ing­arn­ar og fá stimplun. Og vinnu­sparn­að­ur­inn er mik­ill þar sem það þarf ekki leng­ur að taka á móti við­skipta­vin­um með teikn­ing­ar, stimpla þær, skanna og setja inn í skjala­vist­un­ar­kerfi. Þetta er ekki bara vinnu­spar­andi held­ur  líka um­hverf­i­s­vænt þar sem það spar­ar bíl­ferð­irn­ar á bæj­ar­skrif­stof­urn­ar. Á einni af mynd­un­um með þess­ari færslu er ein­mitt Árni Jón Sig­fús­son bygg­ing­ar­full­trúi með möpp­una góðu með öll­um þeim skjöl­um sem þurfti að skanna áður, vegna eins leyf­is en sendast núna ra­f­rænt.

Seinnip­art mið­viku­dags fór­um við stjórn­endat­eymi á bæj­ar­skrif­stof­unni í heim­sókn á vinnu­stofu Ólaf­ar Bjarg­ar Björns­dótt­ur lista­konu í Ála­fosskvos­inni og er for­síðu­mynd­in ein­mitt tekin út um glugga hjá Ólöfu.  Það er ótrú­lega gam­an að skoða verkin henn­ar og vinnu­að­stöðu á þess­um fal­lega stað. Við heim­sótt­um líka Guð­jón Svans­son og Völu Mörk sem reka litla lík­ams­rækt­ar­stöð við Engja­veg og þar fór­um við í ýms­ar skemmti­leg­ar þraut­ir. Það er fátt sem sam­ein­ar starfs­hópa bet­ur en að taka smá hvíld frá dag­leg­um störf­um og takast á við öðru­vísi áskor­an­ir en þær sem finn­ast ein­göngu við skrif­borð­ið.

Að þessu sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00