Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Til ham­ingju með bar­áttu­dag verka­fólks í dag, 1. maí!

Flagg­að var við bæj­ar­skrif­stof­urn­ar í til­efni dags­ins, á aðal flagg­stöng­inni aust­an meg­in við hús­ið. Við feng­um at­huga­semd á íbú­a­síð­unni Mosó, bær­inn okk­ar vegna þess að það sáust ekki flögg fyr­ir fram­an hús­ið og ég setti af því til­efni mynd og færslu inn á íbú­a­síð­una, sem ég geri yf­ir­leitt ekki, nema mik­ið liggi við. Og það fannst mér í dag, þar sem það var bein­lín­is rangt að Mos­fells­bær flagg­aði ekki í til­efni þessa mik­il­væga bar­áttu­dags.

Sam­fé­lags­miðl­arn­ir eru gott tæki til að koma upp­lýs­ing­um á fram­færi til bæj­ar­búa og við höf­um svo sann­ar­lega ver­ið að bæta í þar, bæði á vefn­um, face­book og nú erum við að taka In­sta­gram síð­una okk­ar meira í notk­un. Við höf­um hins­veg­ar ekki far­ið í þá veg­ferð að svara öll­um þeim at­huga­semd­um sem koma inni á íbú­a­síð­un­um – sem eru tvær, Mosó, bær­inn okk­ar og íbú­ar í Mos­fell­bæ. Ég  skoða hins­veg­ar alltaf all­ar at­huga­semd­ir sem snúa að þjón­ustu bæj­ar­ins og kanna hvort eitt­hvað hafi mis­far­ist. Og það verða því mið­ur alltaf ein­hver mistök í svona stóru kerfi, með um eitt þús­und starfs­menn og ótal hand­tök á hverj­um degi. Ein sorpt­unna sem gleym­ist, eða göngu­stíg­ur sem má moka bet­ur. Við erum þess vegna með ábend­inga­kerfi, mos.is/abend­ing, og mark­mið­ið er að svara eins fljótt og auð­ið er og leysa úr mál­um sem hægt er að ganga í strax.

Á síð­asta ári komu 1.560  ábend­ing­ar inn í ábend­inga­kerf­ið. Þeg­ar málin fara í þann far­veg, þá er hald­ið utan um þau, ábend­ing­in skráð og síð­an hvað gert er með hana. Við not­um sta­f­rænt vinnu­afl sem við köll­um Mosa, til að greina og flokka ábend­ing­arn­ar og í fram­hald­inu eru þær sett­ar í rétt­an far­veg.

Þetta er því öfl­ugt tæki til að halda utan um at­huga­semd­ir og á allt öðru plani en ábend­ing­ar á íbú­a­síðu, sem eru ekki skráð­ar og skjalfest­ar enda rek­ur Mos­fells­bær ekki síð­urn­ar.

Ég hvet ykk­ur því til að skoða ábend­inga­kerf­ið okk­ar og nýta það til að senda inn at­huga­semd­ir, það er skjót­virk­asta leið­in til að ná til okk­ar á bæj­ar­skrif­stof­un­um.

Í gær var árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar lagð­ur fram til seinni um­ræðu. Af­kom­an var mjög góð á ár­inu, 877 millj­ón­ir úr A og B hluta. Það er að­eins tek­ist á um það í póli­tík­inni hvort nið­ur­stað­an sé góð eða ekki en þessi mikli af­gang­ur kem­ur til af sölu á bygg­ing­ar­rétti. Þær tekj­ur eru svo­kall­að­ar ein­skipt­is tekj­ur og nýt­ast því frá­bær­lega vel í að greiða inn á  þá miklu upp­bygg­ingu sem er í bæn­um. Ef við vær­um ekki með bygg­ing­ar­rétt­ar­tekj­urn­ar þá hefði rekstr­arnið­ur­staða A hluta í Mos­fells­bæ ver­ið í mín­us 50 millj­ón­ir. Það er hins­veg­ar besta rekstr­arnið­ur­staða frá ár­inu 2019. Flest sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu reiða sig á bygg­ing­ar­rétt­ar­tekj­ur, til að ná rekstri A hluta í plús.

Að sjálf­sögðu erum við mjög ánægð með að skila svona góð­um rekstr­araf­gangi og halda áætlun svona vel en vissu­lega væri betra að hafa traust­ari tekju­stofna þeg­ar til fram­tíð­ar er lit­ið. Og fyr­ir því þurf­um við að berjast, sveit­ar­fé­lög­in sam­an, ekki síst hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem vöxt­ur­inn er mik­ill.

Árið 2024 ein­kennd­ist af um­fangs­mikl­um fram­kvæmd­um en það var fjár­fest fyr­ir 3,7 ma kr. brúttó  og er eitt stærsta fjár­fest­inga­ár Mos­fells­bæj­ar til þessa. Stærsta fram­kvæmd árs­ins var nýr leik­skóli fyr­ir 150 börn í Helga­fells­hverfi sem verð­ur tek­inn til notk­un­ar í sum­ar 2025. Þá var einn­ig unn­ið að inn­rétt­ing­um í íþrótta­hús­inu við Helga­fells­skóla og við gatna­gerð í hverf­inu. Fram­kvæmd­ir voru hafn­ar á að­al­vell­in­um við Varmá og end­ur­nýj­un skóla­lóða við Kvísl­ar­skóla og Varmár­skóla. Auk þess var far­ið í um­fangs­mikl­ar við­halds­fram­kvæmd­ir í skóla­bygg­ing­um.

For­síðu­mynd­in er af okk­ar öfl­uga teymi á fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði. Frá vinstri má sjá Pét­ur Lockton sviðs­stjóra, þá Helgu Ósk­ars­dótt­ur að­al­bók­ara, Guð­rúnu Hilm­ars­dótt­ur inn­heimtu­full­trúa, Önnu Maríu Ax­els­dótt­ur verk­efn­is­stjóra og stað­geng­il sviðs­stjóra, Björn Þór Þor­steins­son verk­efn­is­stjóra inn­kaupa­mála og Jennýju Jóns­dótt­ur full­trúa í bók­haldi. Þeim var þakkað fyr­ir frá­bæra vinnu á bæj­ar­stjórn­ar­fund­in­um í gær.

Á bæj­ar­ráðs­fundi í gær var árs­skýrsla bæj­ar­ins fyr­ir árið 2024 lögð fram en hún er sett fram í fyrsta sinn á vef­tæku formi, ars­skyrsla.mos.is.

Þá er líka hægt að nálg­ast árs­skýrsl­una á pdf skjali á árs­skýrslu­vefn­um. Í árs­skýrsl­unni kenn­ir ým­issa grasa og hvet ég bæj­ar­búa til að skoða hana en þar er til dæm­is yf­ir­lit yfir all­ar verk­leg­ar fram­kvæmd­ir árs­ins 2024, tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar um mála­flokk­ana og margt fleira fróð­legt. Það er verk­efn­is­stjór­inn okk­ar á skrif­stofu um­bóta og þró­un­ar, Sif Sturlu­dótt­ir sem á mesta heið­ur­inn af fram­setn­ingu efn­is­ins.

Apríl var fljót­ur að líða, enda mik­ið um frí­daga og pásk­arn­ir voru til­tölu­lega seint þetta árið. Ég fór í byrj­un mán­að­ar­ins á fund með for­sæt­is­ráð­herra ásamt odd­vit­um Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar og Fram­sókn­ar­flokks­ins til þess að ræða ýmis hags­muna­mál Mos­fells­bæj­ar. Eitt af þeim mál­um er staða ör­yggis­vist­un­ar á Ís­landi, en þau mál hafa ver­ið í mikl­um ólestri og afar flók­ið og erfitt fyr­ir sveit­ar­fé­lög að þjón­usta fólk sem get­ur ver­ið hættu­legt sjálf­um sér og öðr­um. Það er því gleði­legt að segja frá því að nú í apríl var til­kynnt um und­ir­bún­ing frum­varps um ör­yggis­vist­un  auk þess sem pláss­um verð­ur fjölgað á rétt­ar­geð­deild. Við rædd­um einn­ig um Far­sæld­artún og mik­il­vægi þess að það verk­efni haldi áfram þó að ný rík­is­stjórn hafi tek­ið við völd­um og við fór­um yfir stöð­una á Sunda­braut. Þá fór­um við yfir frum­varp til laga um Jöfn­un­ar­sjóð en Mos­fells­bær fær að okk­ar mati alltof mikla skerð­ingu á tekj­um sam­kvæmt frum­varp­inu.

Íþrótta­líf­ið er í mik­illi upp­sveiflu í bæn­um í mörg­um grein­um. Það var mjög gam­an að sækja fyrsta heima­leik­inn í Bestu deild  karla í fót­bolta þó að það hafi ver­ið ansi nap­urt! Við það til­efni var Gísla Hall­dórs­syni formanni meist­ara­ráðs færð­ur áletr­að­ur silf­urplatti frá Aft­ur­eld­ingu.

Ég sótti mjög áhuga­vert bæj­ar- og sveit­ar­stjóra­mót núna í lok mán­að­ar­ins sem var hald­ið af fjór­um sveit­ar­fé­lög­um, Grímsnes og Grafn­ings­hreppi, Skeiða og Gnúp­verja­hreppi, Blá­skóga­byggð og Hruna­manna­hreppi. Mál­þing í bland við skoð­un­ar­ferð­ir og frá­bær sam­vera með koll­eg­um all­stað­ar að af land­inu. Það er mjög skemmti­legt að sjá hvað kon­um hef­ur fjölgað í þess­um hópi og ekki síst ung­um kon­um.

Á bæj­ar­ráðs­fundi í gær voru opn­uð til­boð í lóð­ir í Helga­fells­hverfi en það bár­ust 57 um­sókn­ir um 16 lóð­ir. Marg­ir sóttu um sömu lóð­irn­ar og hugs­an­legt að ein­hverj­ar lóð­ir verði af­gangs. Það spretta upp ný hús á þessu svæði en Bakki er að byggja fjöl­býl­is­hús sem upp­fyll­ir skil­yrði til þess að  íbú­ar geti sótt um hlut­deild­ar­lán og síð­an er ver­ið að byggja leigu­íbúð­ir á veg­um bygg­ing­ar­fé­lags­ins Bjargs sem er í eigu ASÍ og BSRB. Bú­setu­kost­um er því að fjölga veru­lega fyr­ir tekju­lágt fólk í Mos­fells­bæ sem er afar mik­il­vægt og eitt af helstu bar­áttu­mál­um verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Mos­fells­bær hef­ur stað­ið sig mjög vel á síð­ustu tveim­ur árum þeg­ar kem­ur að stofn­fram­lög­um til íbúð­a­upp­bygg­ing­ar fyr­ir tekju­lágt fólk en árið 2024 veitti bær­inn stofn­fram­lög til 30 íbúða, 7 íbúða árið 2023, en þær voru hins­veg­ar ekki nema 6 á ár­un­um 2016 til 2022. Það er því mik­il breyt­ing á skömm­um tíma.

Að lok­um – gleði­legt sum­ar!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00