Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. júní 2023

Það var svo sann­ar­lega ánægju­legt að vakna á laug­ar­dags­morg­un­inn við þær frétt­ir að það væri búið að semja við BSRB og af­lýsa verk­falli fé­lags­manna í STAMOS hér í Mos­fells­bæ. Það voru glað­ir starfs­menn sem komu til­baka í vinnu á mánu­dag og með­al þeirra þær Edda Dav­íðs­dótt­ir for­varna- og tóm­stunda­full­trúi og formað­ur STAMOS og Unn­ur Jenný Jóns­dótt­ir verk­efn­is­stjóri í fjár­mála­deild en þær voru með­al þeirra sem voru kall­að­ar út á föstu­dags­eft­ir­mið­degi og sátu alla nótt­ina við samn­inga­borð­ið.

Vik­an hef­ur ein­kennst af inn­an­húss­fund­um, svo sem föst­um fund­um með fram­kvæmda­stjórn, fundi í vinnu­hóp um sta­f­ræna umbreyt­ingu, fundi vegna at­vinnu­mála, stjórn­kerf­is­breyt­inga, skóla­lóða og fram­kvæmda í eld­húsi Varmár­skóla, svo nokk­uð sé nefnt.

Í gær var hald­inn op­inn íbúa­fund­ur um að­al­skipu­lag í Hlé­garði og var mjög góð mæt­ing. Valdi­mar Birg­is­son formað­ur skipu­lags­nefnd­ar opn­aði fund­inn og sagði frá helstu mark­mið­um fund­ar­ins og næstu skref­um.  Þá tók Krist­inn Páls­son skipu­lags­full­trúi við og kynnti helstu efn­is­flokka í að­al­skipu­lag­inu og bauð svo upp á spurn­ing­ar ásamt þeim Birni Guð­brands­syni og Eddu Ein­ars­dótt­ur frá Ark­is. Þær Matt­hild­ur Elm­ars­dótt­ir og Drífa Árna­dótt­ir frá Alta kynntu síð­an hug­mynd­ir að ramma­hluta að­al­skipu­lags­ins fyr­ir Blikastað­a­land. Það spunn­ust heil­mikl­ar um­ræð­ur í kjöl­far þeirr­ar kynn­ing­ar, með­al ann­ars um þétt­leik­ann á svæð­inu. Þau gögn sem kynnt voru á fund­in­um eru nú að­gengi­leg á skipu­lags­gátt Skipu­lags­stofn­un­ar. Íbú­um og öðr­um hag­að­il­um gefst kost­ur á að veita um­sagn­ir og koma með ábend­ing­ar til og með 12. ág­úst næstkom­andi í gegn­um nýju gátt­ina.

Í bæj­ar­ráði í gær var sam­þykkt til­laga um skrán­ing­ar­daga í leik­skól­um bæj­ar­ins frá næsta hausti en til­lag­an var sam­þykkt í fræðslu- og frí­stunda­nefnd og vísað til bæj­ar­ráðs. Skrán­ing­ar­dag­ar eru hugs­að­ir þann­ig að ætli for­eldr­ar að nýta sér þjón­ustu leik­skóla í jóla- og páskafrí­um og eft­ir klukk­an 14 á föstu­dög­um þurfi að skrá börn­in sér­stak­lega. Mos­fells­bær stend­ur frammi fyr­ir því, eins og mörg önn­ur sveit­ar­fé­lög að út­færa verk­efn­ið Betri vinnu­tíma eða stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Verk­efn­ið hófst 2020 og var mark­mið­ið að full stytt­ing sem nem­ur tveim­ur vinnu­dög­um á mán­uði væri komin á í mars 2023 án þess að til komi við­bót­ar starfs­fólk eða þjón­usta minnkuð. Það hef­ur reynt á starf­semi leik­skól­anna með­al ann­ars vegna þess að á sama tíma og börn geta dval­ið allt að 45 tíma á viku í leik­skól­an­um og al­geng­asti vist­un­ar­tími er 42,5 stund­ir á viku er unn­ið að því að stytta vinnu­tíma starfs­fólks í 36 tíma á viku. Þá hef­ur or­lof starfs­manna lengst og er nú 30 dag­ar yfir árið, til við­bót­ar við stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Til að mæta þess­um breyt­ing­um er hug­mynd­in  að bjóða for­eldr­um að skrá börn­in sín og óska eft­ir vist­un í kring­um jól-, páska- og vetr­ar­frí og eft­ir kl. 14.00 alla föstu­daga. Með þessu er hægt að skipu­leggja leik­skóla­starf­ið fyr­ir­fram og gera starfs­fólki kleift að nýta þá daga til að taka út upp­safn­aða stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Leik­skóla­gjöld verða lækk­uð sem nem­ur þeim skrán­ing­ar­dög­um sem for­eldr­ar nýta ekki fyr­ir börn sín. Út­færsla á skrán­ing­ar­dög­um er í hönd­um hvers leik­skóla­stjóra í sam­starfi við starfs­fólk og for­eldra. Ak­ur­eyri og Hafn­ar­fjörð­ur eru með­al þeirra sveit­ar­fé­laga sem hafa gert breyt­ing­ar á leik­skólastarfi til að mæta mark­mið­um um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar.

Þá var sam­þykkt til­laga meiri­hlut­ans um að laun bæj­ar­stjóra taki mið af þeirri launa­hækk­un sem rík­is­stjórn­in ákvað, eða 2,5% í stað 9% sem er sam­kvæmt launa­vísi­tölu Hag­stof­unn­ar og bund­in í ráðn­inga­samn­ingi. Í  frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að Mos­fells­bær vilji sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð og þetta sé lið­ur í því. Laun bæj­ar­full­trúa taka enn­frem­ur mið af þing­far­ar­kaupi og munu því einn­ig hækka í sam­ræmi við það þann 1. júlí næst­kom­andi.

Loks var sam­þykkt að hefja við­ræð­ur við Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins um stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra, það er að til við­bót­ar stækk­un upp á 44 rými þá verði þau 66.

Sam­tal um stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra hef­ur stað­ið milli Mos­fells­bæj­ar og ráðu­neyti heil­brigð­is­mála frá árs­lok­um 2018. Þann 5. maí 2022 var sam­starf­samn­ing­ur um stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra um 44 rými und­ir­rit­að­ur. Í þeim samn­ingi er gert ráð fyr­ir að nýja bygg­ing­in verði norð­an meg­in við nú­ver­andi hjúkr­un­ar­heim­ili og áföst því. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um frá frum­at­hug­un sem gerð­ir voru á ár­inu 2021 yrði heild­ar­kostn­að­ur við verk­ið 2.454 m.kr. og skyldi kostn­að­ur­inn skipt­ast á milli að­il­anna þann­ig að rík­is­sjóð­ur greiði 85% kostn­að­ar og sveit­ar­fé­lag­ið 15% í sam­ræmi við ákvæði laga um heil­brigð­is­þjón­ustu. Eign­ar­hlut­ur að­ila verði jafn­framt í sam­ræmi við þá skipt­ingu.

Í sam­starfs­samn­ingn­um kem­ur fram að sveit­ar­fé­lag­ið muni af­henda lóð til­búna til upp­bygg­ing­ar í sam­ræmi við for­send­ur. Þar var gert ráð fyr­ir að skipu­lag myndi heim­ila upp­bygg­ingu og stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins um að minnst 44 rými í áætl­aðri 2.860 m2 við­bygg­ingu. Deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir lóð­ina ger­ir ráð fyr­ir stækk­un bygg­ing­ar­reit­ar í átt að Skeið­holti sem rúma mun við­bygg­ingu. Skipu­lag­ið var end­an­lega sam­þykkt og stað­fest af bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar þann 26. apríl 2023.

Ná­ist samn­ing­ar um 66 pláss í stað 44 plássa þá mun Mos­fells­bær greiða við­bót­ar­kostn­að, 172 mkr. mið­að við þær áætlan­ir sem liggja fyr­ir.

Framund­an eru mik­il há­tíð­ar­höld í Mos­fells­bæ á 17. júní. Ég vona svo inni­lega að veðr­ið verði jafn gott og síð­ustu daga og við fáum þann­ig not­ið allra þeirra við­burða sem boð­ið verð­ur upp á í bæn­um.

Gleði­lega há­tíð!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00