Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. júní 2023

For­síðu­mynd­in að þessu sinni er úr „Græna her­berg­inu“ og er af stjörn­un­um sem prýddu dagskrá Sautjánda júní í Mos­fells­bæ. Há­tíð­ar­ræð­an var í hönd­um Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur for­setja bæj­ar­stjórn­ar og fjall­kona var Lára Hrönn Pét­urs­dótt­ir sem flutti Storm eft­ir Hann­es Haf­stein. Þær eru um­vafð­ar flottu leik­ur­un­um okk­ar úr Dýr­un­um í Hálsa­skógi  ásamt með­lim­um í Langa Sela og skugg­un­um. Svo sann­ar­lega frá­bær hóp­ur og dag­skrá­in og veðr­ið við Hlé­garð ein­stak­lega gott. Ég byrj­aði dag­inn á há­tíð­ar­messu í Lága­fells­kirkju und­ir stjórn sr. Henn­ings Em­ils Magnús­son­ar. Ræðu­mað­ur var söng­ar­inn Jógv­an Han­sen sem flutti einn­ig nokk­ur lög. Þetta var dá­sam­leg stund, Jógv­an ein­stak­lega skemmti­leg­ur í sinni ein­lægu frá­sögn og um­gjörð­in öll til fyr­ir­mynd­ar. Ég fór í létt út­varps­spjall ásamt Hilmari hjá Jó­hanni Al­freðs­syni á Rás 2 áður en há­tíð­ar­dag­skrá­in hófst kl. 14:00. Dag­skrá­in var ein­stak­lega glæsi­leg og há­tíð­ar­höld­in mjög vel sótt. Ég fór líka á kaffi­hlað­borð Aft­ur­eld­ing­ar og ég verð að við­ur­kenna að ég hef sjald­an séð eins girni­legt hlað­borð.

Það er full ástæða til að þakka öll­um sem komu að und­ir­bún­ingi dags­ins, hvort sem það var há­tíð­ar­dag­skrá­in í Hlé­garði í um­sjón Hilmars Gunn­ars­son­ar, um­gjörð­in sem var í hönd­um garð­yrkju­deild­ar­inn­ar og þjón­ustu­stöðv­ar­inn­ar, skát­un­um sem stóðu heið­ursvörð við Lága­fells­kirkju og leiddu skrúð­göng­una frá Kjarna og að Hlé­garði, skóla­hljóm­sveit­inni und­ir stjórn Daða, Aft­ur­eld­ingu sem stóð fyr­ir kaffi­hlað­borð­inu, leik­ur­um úr Leik­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar og Láru fjall­konu sem kom úr þeirra röð­um, Hjalta Úr­sus sem stóð fyr­ir keppni um sterk­asta Mos­fell­ing­inn og öll­um skemmti­kröft­un­um. Þeg­ar marg­ir leggjast á eitt verð­ur út­kom­an glæsi­leg.

Það var ann­ars nóg um að vera í vik­unni. Á mánu­deg­in­um átti ég fund með full­trú­um í við­ræðu­hópi SSH við rík­ið um al­menn­ings­sam­göng­ur ásamt þeim Ás­dísi Kristjáns­dótt­ur bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi og Degi B. Eggert­syni borg­ar­stjóra. Það eru við­ræð­ur sem hafa stað­ið um nokk­urt skeið og snú­ast um kostn­að­ar­þátt­töku rík­is og sveit­ar­fé­laga við rekst­ur Borg­ar­lín­unn­ar. Sama dag stýrði ég stefnu­ráðs­fundi þar sem Valdi­mar Víð­is­son bæj­ar­full­trúi í Hafnar­firði og formað­ur stjórn­ar Sorpu kynnti helstu nið­ur­stöð­ur í  stefnu­mót­un fyr­ir­tæk­is­ins ásamt því að velta upp  þeim spurn­ing­um sem eig­end­ur standa frammi fyr­ir varð­andi úr­gangs­mál. Auk þess kynnti Guð­mund­ur B. Frið­riks­son skrif­stofu­stjóri úr­gangs­mála hjá Reykja­vík­ur­borg áfanganið­ur­stöð­ur starfs­hóps sem SSH skip­aði til að fara yfir nýja lög­gjöf varð­andi hringrás­ar­hags­kerf­ið  m.a. var hópn­um fal­ið að greina verk­efni og skyld­ur sveit­ar­fé­lag­anna í mála­flokkn­um og gera, á grund­velli þeirr­ar vinnu, til­lög­ur að sam­eig­in­leg­um sam­þykkt­um og gjald­skrám sveit­ar­fé­lag­anna.

Í kjöl­far af stefnu­ráðs­fund­in­um var hald­inn eig­enda­fund­ur Sorpu þar sem far­ið yfir til­lög­ur að for­verk­efni nr. 2 um sorporku­stöð með um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­inu. Helgi Þór Inga­son verk­fræð­ing­ur kynnti drög að ver­káætlun um fram­hald þessa verk­efn­is en þar er gert ráð fyr­ir áætl­uð­um verkskil­um, þ.e. skil­um á heild­stæðri skýrslu um verk­efn­ið þ.á.m. kostn­að­ar- og áhættu­grein­ingu, þann 15. des­em­ber næst­kom­andi. Um er að ræða fýsi­leika­at­hug­un á sopr­brennslu á Ís­landi.

Í vik­unni kvödd­um við Þrúði Hjelm frá­far­andi skóla­stjóra Krika­skóla en hún hef­ur starfað í skól­an­um í 15 ár og leitt mik­ið braut­ryðj­endast­arf. Þrúði voru færð­ar þakk­ir frá Mos­fells­bæ og ýms­um sam­starfs­fé­lög­um fyr­ir frá­bært sam­st­arf. Þrúð­ur færði öll­um gest­um kveðju­gjaf­ir, lit­rík­ar borð­tu­sk­ur sem hún prjón­aði sjálf en að henn­ar mati er fátt betra til að hvíla hug­ann og end­ur­nær­ast en að prjóna.

Á þriðju­dag var út­hlut­un úr Klöru­sjóði en markmið sjóðs­ins er að stuðla að ný­sköp­un og fram­þró­un í skóla- og frí­stund­a­starfi í Mos­fells­bæ. Í sjóð­inn geta sótt kenn­ar­ar, kenn­ara­hóp­ar, aðr­ir fag­að­il­ar sem starfa við skóla/frí­stund í Mos­fells­bæ og fræðslu- og frí­stunda­svið í sam­starfi við skóla. Áhersl­an 2023 er lögð á stoð­ir nýrr­ar mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem eru vöxt­ur, fjöl­breytni og sam­vinna. Að þessu sinni hlutu eft­ir­far­andi verk­efni styrk úr sjóðn­um:

  • Tónlist í Kvísl­ar­skóla: Dav­íð Ólafs­son, Kvísl­ar­skóla
  • Í ná­lægð við nátt­úr­una: Krist­laug Þ. Svav­ars­dótt­ir, leik­skól­an­um Reykja­koti
  • Náms­efn­is­gerð/nám­skrá fyr­ir gróð­ur­hús: Mar­grét Lára Eð­varðs­dótt­ir, Helga­fells­skóla
  • Ra­f­ræn stærð­fræði­kennsla: Örn Bjart­mars Ólafs­son, Kvísl­ar­skóla

Sama dag var aðalfundur Reykjalundar endurhæfingar ehf. haldinn í samkomusal Reykjalundar. Félagið sem er óhagnaðardrifið var stofnað um  áramótin 2020/2021. Fundurinn hófst á ávarpi Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem ræddi meðal annars um stefnu í endurhæfingarmálum og hlutverk Reykjalundar í endurhæfingarstarfi íslenska heilbrigðiskerfisins. Í kjölfarið hófust hefðbundin aðalfundarstörf þar sem ný stjórn var meðal annars kosin. Ég hef verið í stjórn fyrir hönd Mosfellsbæjar frá síðasta aðalfundi  en gaf ekki kost á mér áfram og var Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi kjörin í stjórnina fyrir hönd Mosfellsbæjar. Það hefur verið mjög áhugavert að kynnast einum fjölmennasta vinnustað bæjarins en þar starfar mjög hæft starfsfólk á sviði endurhæfingar með fjölbreytta menntun, s.s. á sviði sálfræði, læknisfræði, hjúkrunar, iðjuþjálfun og félagsráðgjafar, svo helstu starfsstéttir séu nefndar. Það eru mikil sóknarfæri á Reykjalundi sem er ein fremsta endurhæfingarmiðstöð landsins. Á aðalfundinum kynntu þær Berglind Gunnarsdóttir og Hlín Bjarnadóttir, gæðastjórar Reykjalundar niðurstöður árangurskönnunar, þar sem líðan og heilsufar  einstaklinga sem komu í meðferð var skoðuð við innritun og svo aftur við útskrift og ánægjulegt að sjá marktækan jákvæðan árangur af dvölinni.  Ég fékk hlýjar kveðjur frá Sveini Guðmundssyni formanni SÍBS sem færði mér bókina Sigur Lífsins, SÍBS í 75 ár í kveðjuskyni og sömuleiðis frá Önnu Stefánsdóttur formanni sem færði mér blómvönd.

Á miðvikudag var haldinn síðasti bæjarstjórnarfundur fyrir sumarfrí en bæjarráð fær nú heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Á fundinum voru nokkrar breytingar gerðar á nefndum og ráðum og var Örvar Jóhannesson bæjarfulltrúi B lista kjörinn forseti bæjarstjórnar. Við fórum svo út að borða á Blik, bæjarfulltrúar og við Þóra bæjarlögmaður  og var það svo sannarlega vel til fundið þar sem útsýnið var ægifagurt þetta kvöld.

Á fimmtudag var bæjarráð að vanda kl. 7:30 og þar var meðal annars samþykkt að veita bæjarstjóra heimild til að gera samkomulag við fyrirtækið Hopp um rafskútur í Mosfellsbæ. Þá var einnig samþykkt að leita samninga við Reykjavíkurborg og stjórn Strætó um næturstrætó. Á fundinum var einnig  samþykkt að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Al­efli ehf., í byggingu leikskóla í Helgafellshverfi  á grundvelli tilboðs  og  umhverfissviði jafnframt heimilt að leita leiða til að lækka byggingarkostnað verksins í samráði við verktaka.

Eft­ir vinnu í gær fór­um við nokk­ur sam­an á Mos­fell en við erum með skemmti­legt verk­efni sem heit­ir Tinda­göng­ur á bæj­ar­skrif­stof­unni en með hverri nýrri sta­f­rænni lausn sem við inn­leið­um göng­um við sam­an á einn af „tind­um“ Mos­fells­bæj­ar til að verð­launa okk­ur. Við höf­um inn­leitt Völu sum­ar­frí­stunda­kerfi og ra­f­ræna fjár­hags­að­stoð á síð­ustu vik­um og í næstu viku verð­laun­um við okk­ur með göngu á  Úlfars­fell en þá mun­um við klára að inn­leiða ra­f­ræn­ar und­ir­skrift­ir á húsa­leigu­samn­ing­um vegna hús­næð­is­bóta.

Í dag voru nokkr­ir fund­ir m.a. með fé­laga­sam­tök­um ásamt fundi með hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un vegna upp­bygg­ing­ar á hús­næði fyr­ir tekju­lágt fólk.

Þessi pist­ill verð­ur sá síð­asti í sum­ar þar sem ég mun fylgja daga­tali bæj­ar­stjórn­ar og koma með næsta pist­il 18. ág­úst. Það verð­ur þó nóg við að vera á bæj­ar­skrif­stof­un­um í sum­ar og bæj­ar­ráð mun fulln­að­ar­af­greiða mál í sum­ar­leyfi bæj­ar­stjórn­ar eins og áður hef­ur ver­ið nefnt.

Ég óska ykk­ur gleði­legs sum­ars og þakka fyr­ir lest­ur á pistl­un­um í vet­ur og vor.

Góða helgi!

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00