Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. nóvember 2023

Dag­ur­inn í dag hófst á fundi hjá al­manna­varn­ar­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem var hald­inn á Veð­ur­stofu Ís­lands. Þar vor­um við í tveggja og hálfs­tíma pró­grammi þar sem við feng­um yf­ir­ferð helstu sér­fræð­inga veð­ur­stof­unn­ar á áhætt­um tengd­um jarða­skjálft­um, eld­gos­um, flóð­um og veðri auk þess að skoða nýja veð­ur­stöð sem er stað­sett efst á veð­ur­stof­ur­eitn­um. Mjög góð­ar kynn­ing­ar og mik­il­væg­ar fyr­ir okk­ur í al­manna­varna­nefnd að fá svona gott yf­ir­lit. Auk mín voru Jana Katrín Knúts­dótt­ir bæj­ar­full­trúi og nefnd­ar­mað­ur í al­manna­varna­nefnd, Örv­ar Jó­hann­esson bæj­ar­full­trúi og vara­mað­ur í al­manna­varna­nefnd og Dóra Lind Pálm­ars­dótt­ir leið­togi um­hverf­is­mála hjá Mos­fells­bæ á fund­in­um.

Ég átti síð­an fundi inn­an­húss vegna vinnu við fjár­hags­áætlun, en við erum ,,á milli um­ræðna” eins og það er kallað en þá er svigrúm fyr­ir bæj­ar­full­trúa að leggja fram til­lög­ur um breyt­ing­ar á áætl­un­inni. Við vor­um líka að fá nýj­ar hag­töl­ur frá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem breyt­ir verð­bólgu­spá úr 4,9 % í 5,6 % sem þýð­ir um 130 millj­óna aukn­ingu í verð­bæt­ur á ár­inu, mið­að við fyrri spá. Það er því í mörg horn að líta þessa dag­ana, mikl­ar breyt­ing­ar í sam­fé­lag­inu vegna jarð­hrær­ing­anna á Reykja­nesi sem hafa áhrif á efna­hags­um­hverf­ið, til við­bót­ar við þau áhrif sem t.d. Úkraínu­stríð­ið hef­ur haft á verð­bólgu síð­ustu tvö ár.

Vik­an hófst á inn­an­húss­fund­um að vanda auk fund­ar í stjórn SSH þar sem við feng­um heim­sókn frá Ár­manni Kr. Ól­afs­syni sem hef­ur ver­ið formað­ur í starfs­hópi sem um­hverf­is-, orku og loft­lags­ráð­herra skip­aði til að koma með til­lög­ur að bættu eft­ir­liti með holl­ustu­hátt­um og meng­un­ar­vörn­um og mat­væl­um.

Starfs­hóp­ur­inn taldi að það væri þörf á gagn­ger­um breyt­ing­um á fyr­ir­komu­lagi eft­ir­lits. Þau telja að ósam­ræmi í fram­kvæmd sé of mik­ið, stjórn­sýsla of flókin, það skorti yf­ir­sýn og mis­brest­ir kerf­is­ins hafi nei­kvæð áhrif á at­vinnu­líf og sam­keppn­is­hæfni Ís­lands. Þá séu vannýtt tæki­færi til skil­virkni, ein­föld­un­ar og sta­f­rænn­ar þró­un­ar. Það var ein­róma nið­ur­staða starfs­hóps­ins að leggja til að færa allt eft­ir­lit til stofn­ana rík­is­ins. Sú nið­ur­staða hef­ur far­ið mis­vel í heil­brigð­is­nefnd­ir og bók­aði t.d. heil­brigð­is­nefnd Garða­bæj­ar, Kópa­vogs, Hafn­ar­fjarð­ar, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness mjög ein­dreg­ið gegn því að fara þá leið að færa allt eft­ir­lit til rík­is­stofn­ana. Það er mik­il­vægt að skoða all­ar hlið­ar þessa máls á vett­vangi SSH og síð­an hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, með það að mark­miði að bæta eft­ir­lit­ið og ein­falda kerf­ið.

Á þriðju­dag átti ég fund með sviðs­stjór­um vel­ferð­ar­sviðs og fræðslu­sviðs vegna far­sæld­ar­mála en svið­in eru ný­bú­in að ráða verk­efn­is­stjóra far­sæld­ar, Elv­ar Jóns­son deild­ar­stjóra ung­linga­stigs í Helga­fells­skóla en hann hef­ur mikla reynslu af skólastarfi, m.a. sem skóla­meist­ari fram­halds­skól­ans á Nes­kaup­stað og að­stoð­ar skóla­meist­ari fjöl­braut­ar­skól­ans í Breið­holti auk þess að hafa set­ið í barna­vernd­ar­nefnd og fjöl­skyldu­nefnd í Fjarð­ar­byggð. Við vænt­um mik­ils af Elvari.

Við sótt­um fræðslu um hinseg­in­leik­ann, starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar í Hlé­garði á þriðju­deg­in­um en það var leik­kon­an og verk­efn­is­stjóri hjá Sam­tök­un­um 78 Íris Tanja Flygenring sem hélt fyr­ir­lest­ur og ræddi við okk­ur. Íris hef­ur far­ið á stofn­an­ir bæj­ar­ins sem starfa með börn­um og ung­ling­um til að fræða um kyn­hlut­verk og hinseg­in­leika og hafa fyr­ir­lestr­ar henn­ar mælst mjög vel fyr­ir.

Ég sótti stjórn­ar­f­und Skála­túns ses sama dag og einn­ig fund með full­trú­um fyrr­tæk­is sem er að skoða upp­bygg­ing­ar­mögu­leika á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Á mið­viku­dag átti ég viku­leg­an fast­an sam­ráðs­fund með fram­kvæmda­stjóra SSH auk reglu­legra funda með sviðs­stjór­um mála­flokka en ég á fasta fundi á tveggja vikna fundi með hverj­um og ein­um sviðs­stjóra auk fastra funda tvisvar í viku, ann­ar­s­veg­ar með fram­kvæmda­stjórn­inni í heild, til að ræða sam­eig­in­leg verk­efni og hins­veg­ar fast­an fund með sviðs­stjór­um, vegna und­ir­bún­ings bæj­ar­ráðs. Þá mæta þeir sem eru með mál fyr­ir fund auk bæj­ar­lög­manns.

Í há­deg­inu var svo stöðufund­ur vegna sam­göngusátt­mál­ans og síð­an nokkr­ir  inn­an­húss­fund­ir.  Með­al ann­ars átti ég mjög góð­an fund með Sig­urði Guð­munds­syni frá­far­andi íþrótta­full­trúa sem er að kveðja okk­ur eft­ir ára­tuga far­sælt starf. Mig lang­ar að nýta þenn­an vett­vang til að þakka hon­um kær­lega fyr­ir frá­bært sam­st­arf og all­an þann metn­að og áhuga sem hann hef­ur sýnt í þessu mik­il­væga starfi.

Bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur  hófst svo að venju kl. 16.30 og stóð til klukk­an 19.00. Á fund­in­um var með­al ann­ars stað­fest ákvörð­un bæj­ar­ráðs um út­hlut­un lóða við Fossa­tungu og Langa­tanga. Um er að ræða tvær ein­býl­is­húsa­lóð­ir við Fossa­tungu og fjór­ar rað­húsa­lóð­ir við Langa­tanga.

Á fimmtu­dag­inn var bæj­ar­ráðs­fund­ur og nokk­ur þung mál á dagskrá. Með­al ann­ars álykt­an­ir Aft­ur­eld­ing­ar vegna að­stöðu­mála, sam­ráðsvett­vangs og frjálsí­þrótta­að­stöðu. Það er mjög mik­il­vægt að það sé traust og gott sam­st­arf á milli íþrótta­fé­lag­anna í bæn­um og Mos­fells­bæj­ar og ég finn ekki ann­að en að það sé full­ur vilji til þess af hendi bæj­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar og að­al­stjórn­ar Aft­ur­eld­ing­ar, þrátt fyr­ir ágrein­ing um for­gangs­röðun. Fyr­ir næstu þrjú ár hafa ver­ið sett­ir 2,5 millj­arð­ar í upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja, þar af end­ur­nýj­un á að­al­velli á næsta ári. Þó að þetta sé mik­ið fjár­magn, þá er fjár­þörfin meiri og það er eitt af þeim mik­il­vægu verk­efn­um sem eru framund­an að afla frek­ari tekna fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið til að setja í að­stöðu­mál við Varmá.

Ég var svo með opna við­tals­tíma að venju á fimmtu­dags­morg­unn og fundi í fram­hald­inu. Í gær­kvöldi stóð starfs­manna­fé­lag bæj­ar­skrif­stof­unn­ar fyr­ir jóla­hlað­borði í hús­næði bæj­ar­ins á neðri hæð­inni að Blik og var það mjög góð skemmt­un og frá­bær mat­ur. Starfs­hóp­ur­inn er ein­stak­ur, bæði fólk með langa reynslu og svo ný­lið­arn­ir okk­ar og ég er gríð­ar­lega þakk­lát fyr­ir að vinna með svona góð­um hópi.

Í lok dags­ins í dag sótti ég mál­verka­sýn­ingu í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar sem nefn­ist ,,Allt sem ég sá” en mynd­list­ar­mað­ur­inn og Mos­fell­ing­ur­inn Georg Douglas sýn­ir þar lista­verk um blóm. Georg Douglas er jarð­fræð­ing­ur að mennt það gef­ur hon­um inn­blást­ur til verka sem eru að mestu leyti ís­lensk villi og garð­blóm. Ég hvet ykk­ur les­end­ur góð­ir að koma við í lista­safn­inu okk­ar og skoða þessa fal­legu sýn­ingu. Með þeirri hvatn­ingu segi ég góða helgi!

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00