Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

For­síðu­mynd­in er af áhorf­enda­stúk­unni í Laug­ar­dals­höll en eins og flest­ir vita þá vann Aft­ur­eld­ing Stjörn­una með glæsi­brag á fimmtu­dags­kvöld­inu í undanúr­slit­um Powera­de bik­ars­ins. Með sigri á Stjörn­unni, 35:26 tryggði Aft­ur­eld­ing sér þátt­töku í úr­slita­leikn­um á móti Hauk­um á morg­un. Það verð­ur að segjast eins og er að leik­ur­inn var al­gjör upp­lif­un því ,,strák­arn­ir okk­ar” spil­uðu ótrú­lega vel, bæði í sókn og í vörn. Hvern­ig sem fer á morg­un þá get­um við svo sann­ar­lega ver­ið stolt af lið­inu. Það er ekki síð­ur mik­il­vægt að eiga góða stuðn­ings­að­ila og það var frá­bært að upp­lifa stemn­ing­una í stuðn­ings­hópi Aft­ur­eld­ing­ar.

Það eru mik­il sam­skipti á milli Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar og síð­ast í dag átti ég fund með fram­kvæmda­stjóra og formanni til að fara yfir ýmis praktísk mál. Sam­starf­ið er mjög gott enda eru íþrótta­fé­lög og önn­ur sam­tök sem vinna í þágu sam­fé­lags­ins nauð­syn­leg fyr­ir í starf­semi sveit­ar­fé­laga, ekki síst í barna og ung­lingastarfi. Ég heim­sótti líka Sig­urð  íþrótta­full­trú­ann okk­ar og Dönu vakt­stjóra í Varmár­laug í vik­unni til að fara yfir stöðu  íþrótta­mann­virkja í Mos­fells­bæ, skipu­lag vinn­unn­ar og ýmis for­gangs­mál í við­haldi og rekstri. Það er öfl­ugt fólk að starfa í þess­um mál­um hjá okk­ur í Mos­fells­bæ og þar eins og í Aft­ur­eld­ingu er mik­ill metn­að­ur til að gera sem allra best.

Ég skrif­aði und­ir samn­ing við fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra í vik­unni um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks en bæj­ar­stjórn  Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti  að taka á móti allt að 80 manns. Nú þeg­ar hafa tug­ir ein­stak­linga kom­ið frá Úkraínu á eig­in veg­um til Mos­fells­bæj­ar og leigja sér hús­næði en samn­ing­ur­inn trygg­ir að við get­um veitt fólki ráð­gjöf og stuðn­ing við að að­lag­ast sam­fé­lag­inu og feng­ið fjarmagn til þess í gegn­um samn­ing­inn.

Nánari umfjöllun um samninginn um samræmda móttöku flóttafólks

Í vik­unni var sam­þykkt að bjóða út fyrri hluta í 5. áfanga Helga­fells­hverf­is. Á svæð­inu hafa ver­ið skipu­lagð­ar 151 íbúð­ sem mynda bland­aða byggð í hlíð á móti suðri. Bygg­ing­ar­rétti lóða við Úu­götu verð­ur út­hlut­að í tveim­ur hlut­um á grunni út­hlut­un­ar­skil­mála sem lýsa fyr­ir­komu­lagi út­hlut­un­ar, verð­lagn­ingu og tíma­setn­ing­um. Í fyrri út­hlut­un er ósk­að eft­ir til­boð­um í bygg­ing­ar­rétt ann­ars veg­ar fjög­urra fjöl­býla með 12 íbúð­um hvert, alls 48 íbúð­ir, og hins veg­ar sjö rað­húsa, alls 24 íbúð­ir. Tveim­ur fjöl­býl­is­hús­um við Úu­götu 10-12, alls 24 íbúð­ir, verð­ur út­hlut­að til Bjargs íbúða­fé­lags og lóð­inni Úu­götu 1 verð­ur út­hlut­að til Þroska­hjálp­ar und­ir fimm íbúða íbúða­kjarna fyr­ir fatl­aða. Á næstu vik­um verður auglýst eftir umsóknum um úthlutun á vef Mos­fells­bæj­ar og dag­blöð­um. Áform­að er að síð­ari út­hlut­un lóða á svæð­inu, sem eru að mestu ein­býl­is­húsa- og par­húsa­lóð­ir, eigi sér stað í sept­em­ber 2023. Nán­ari upp­lýs­ing­ar varð­andi þá út­hlut­un verða birtar síðar í sumar. Í út­hlut­un­ar­regl­un­um verða skil­yrði fyr­ir út­hlut­un tí­und­uð. Lóð­un­um verð­ur út­hlut­að á grund­velli til­boðs í bygg­ing­ar­rétt hverr­ar lóð­ar en lág­marks­verð verð­ur lagt til grund­vall­ar. Bæði ein­stak­ling­ar og lög­að­il­ar geta lagt fram til­boð í bygg­ing­ar­rétt lóða en hver um­sækj­andi get­ur þó að­eins lagt fram eitt til­boð í hverja lóð. Um­sækj­end­ur þurfa að upp­fylla skil­yrði um fjár­hags­legt hæfi sem til­greind eru í 3. gr. út­hlut­un­ar­reglna Mos­fells­bæj­ar. Samhliða auglýsingu um úthlutunina verða reglur um úthlutunarskilmála betur kynntar.

Í bæjarstjórn á miðvikudag var fjallað um samþykkt í fræðslunefnd þar sem sviðsstjóra fræðslu og frístundasviðs var heimilað að undirbúa viðauka við gildandi samning við félagið Leikskóli fyrir alla sem rekur leikskólana Korpukot og Fossakot í Grafarvogi. Mosfellsbær er með gildandi samning um 22 börn en viðaukinn mun fela í sér fjölgun plássa um 50 talsins. Með því viljum við tryggja að öll börn sem verða 12 mánaða eða eldri fái leikskólapláss eða pláss hjá dagforeldri í haust. Fjallað hefur verið um samningsviðræðurnar á mbl.is síðustu daga í tengslum við skort á leikskólaplássum í Reykjavík. Í dag er viðtal við borgarstjóra þar sem fram kemur að Reykjavík muni gera skilyrði um forgang reykvískra barna í samningum við Korpukot. Þar er aðallega verið að vísa í samning Korpukots um leigu á leikskólanum Bakka sem er í eigu borgarinnar og ætti ekki að hafa áhrif á okkar samningsstöðu í dag þar sem við erum að horfa á húsnæði í eigu fyrirtækisins.

Það hefur verið líflegt í menningarlífinu í bænum og ekkert lát á. Um helgina opnar Rósa Traustadóttir  sýningu sína Áhrifavaldur = Shinrin Yoku í Listasal Mosfellsbæjar en sýning opnar kl. 14.00 laugardaginn 18. mars. Rósa er að mestu sjálf­mennt­uð í mynd­list en stund­aði nám í Mynd­list­ar­skóla Kópa­vogs um nokk­urt skeið og hef­ur sótt þau nám­skeið sem Vatns­lita­fé­lag Ís­lands hef­ur stað­ið fyr­ir. Síð­asti sýn­ing­ar­dag­ur er 15. apríl. Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar er stað­sett­ur inn af Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2. Opið er kl. 9-18 alla virka daga og kl. 12-16 á laug­ar­dög­um.

Í vikunni var tilkynnt um að hönunarfyrirtækið Kolofon væri tilnefnt til verðlauna Félags íslenskra teiknara vegna tveggja verkefna og er annað þeirra mörkun á Mosfellsbæ. Hlutverk FÍT verðlaunanna er að veita því viðurkenningar sem skarar fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum. Við hjá Mosfellsbæ erum með nýtt útlit á vefnum og í auglýsingum og kynningarefni sem unnið hefur verið af Kolofon í dyggu samstarfi og undir forystu Arnars Jónssonar framkvæmdstjóra þjónustu- og samskipta og Sigurlaugar Sturlaugsdóttur verkefnisstjóra á bæjarskrifstofunni og við krossum fingur í kvöld og vonum hið besta. Við krossum að sjálfsögðu fingur líka vegna úrslitaleiksins á morgun og að þessu sögðu óska ég ykkur öllum góðrar helgar!

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00