Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mið­viku­dag­inn 1. mars voru lið­in 25 ár frá því að bæj­ar­skrif­stof­urn­ar fluttu í Kjarna í Þver­holt­inu og bæj­ar­stjórn hóf að funda í hús­inu. Við fögn­uð­um áfang­an­um fyr­ir bæj­ar­stjórn­ar­fund sem var hald­inn sama dag og for­síðu­mynd­in var tek­in af því til­efni. Auk mín eru á mynd­inni Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir for­seti bæj­ar­stjórn­ar, Pét­ur Lockt­on fjár­mála­stjóri sem hef­ur unn­ið í 25 ár á bæj­ar­skrif­stof­un­um þann 1. apríl næst­kom­andi, Unn­ur Ing­ólfs­dótt­ir sem var fé­lags­mála­stjóri og síð­ar sviðs­stjóri í 34 ár og leit í heim­sókn til okk­ar þenn­an dag,  Jó­hanna Magnús­dótt­ir deild­ar­stjóri grunn­skóla og Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir starf­andi sviðs­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs sem báð­ar störf­uðu hjá Mos­fells­bæ fyr­ir 25 árum.

Árs­há­tíð Mos­fells­bæj­ar var hald­in um síð­ustu helgi og tókst með ein­dæm­um vel. Um 600 manns skemmtu sér í Gull­hömr­um en það voru þær Anna Rún Sveins­dótt­ir for­stöðu­mað­ur á áfanga­heim­il­inu að Króka­byggð, María Ara­dótt­ir for­stöðu­mað­ur heim­ila fyr­ir börn og Al­exía Guð­jóns­dótt­ir þjón­ustu­full­trúi á bæj­ar­skrif­stof­un­um sem sáu um und­ir­bún­ing og fram­kvæmd árs­há­tíð­ar­inn­ar og gerðu það með mikl­um glæsi­brag.

Það voru að venju marg­ir fund­ir í vik­unni, með­al ann­ars um leik­skóla­mál en á fundi bæj­ar­ráðs á fimmtu­dag var sam­þykkt að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út áfram­hald­andi upp­bygg­ingu og inn­rétt­ingu á nýj­um leik­skóla í Helga­fellslandi. Um­hverf­is­svið ásamt rýni­hópi ráð­gjafa, hönnuða og full­trúa fræðslu- og frí­stunda­sviðs höfðu áður feng­ið það verk­efni frá bæj­ar­ráði að end­ur­skoða hönn­un leik­skól­ans með það að mark­miði að lækka áætl­að­an bygg­inga­kostn­að við verk­ið. Það náð­ist að lækka áætl­að­an kostn­að um 15% einkum með því að breyta efn­is­vali og bún­aði.

Ég fund­aði með full­trú­um skóg­rækt­ar­fé­lags­ins í Mos­fells­bæ í vik­unni og í dag sat ég í pall­borði á ráð­stefnu Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands og svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ásamt bæj­ar­stjór­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og borg­ar­stjóra til að ræða Græna stíg­inn. Stíg­ur­inn er hluti af Græna trefl­in­um sem er svæði í upp­landi byggð­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem mörg úti­vist­ar­svæði eru stað­sett, svo sem  Heið­mörk, Hval­eyr­ar­vatn, Guð­mund­ar­lund­ur, Víf­ils­staða­vatn, Úlfars­fell og Esj­an. Græni tref­ill­inn er fyrst og fremst skipu­lags­legt hug­tak og hug­mynd­in um Græna stíg­inn er að tengja svæð­in sam­an með  40-50 km löng­um stíg sem næði frá Kaldár­seli og Hval­eyr­ar­vatni í Hafnar­firði í suðri og upp að Mó­gilsá við Esjuræt­ur í norðri. Mjög áhuga­vert verk­efni en það sem get­ur ver­ið flók­ið fyr­ir t.d. Mos­fells­bæ er að stór hluti svæð­is­ins sem hef­ur ver­ið skil­greint sem hluti af Græna trefl­in­um er á einkalandi. Svæð­is­skipu­lags­nefnd hef­ur ráð­ið Þrá­inn Hauks­son í vinnu við að af­marka ná­kvæma legu stígs­ins í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög­in og það mun von­andi koma verk­efn­inu eitt­hvað áfram. Björn Trausta­son formað­ur skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar var ann­ar um­ræð­u­stjór­anna á ráðs­stefn­unni og Sylgja Dögg Sig­ur­jóns­dótt­ir flutti mjög gott er­indi um lýð­heilsu og tók einnig þátt í pall­borði með öðr­um fyr­ir­les­ur­um.

Í morg­un stýrði ég fundi stefnu­ráðs höf­uð­borg­ar­væð­is­ins um hringrás­ar­mál þar sem far­ið var yfir nýja lög­gjöf á sviði úr­gangs­mála og stöðu Sorpu í því verk­efni auk þess að ræða al­mennt um hlut­verk stefnu­ráða og stjórna byggð­ar­sam­laga.

Ég fékk heim­sókn frá full­trú­um Kjósa­hrepps í vik­unni, þeim Jó­hönnu Hreins­dótt­ur odd­vita hrepps­ins og Þor­björgu Gísla­dótt­ur sveit­ar­stjóra ásamt Páli Björg­vini  fram­kvæmda­stjóra SSH. Við rædd­um með­al ann­ars stöðu sveit­ar­fé­lags­ins í sam­starf­inu inn­an höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Á starfs­manna­fundi í vik­unni fór­um við yfir verk­efna­stöðu sta­f­rænn­ar inn­leið­ing­ar hjá Mos­fells­bæ en Sif Sturlu­dótt­ir leið­togi upp­lýs­inga­stjórn­un­ar hjá Mos­fells­bæ kynnti stöð­una. Við bind­um mikl­ar von­ir við verk­efni Sifjar en það er  ljóst að sta­f­ræn inn­leið­ing er lang­hlaup og það er af nógu að taka hjá okk­ur, eins og víða ann­ars­stað­ar í stjórn­sýsl­unni, hvað varð­ar að bæta þjón­ustu með stafæn­um lausn­um.

Helg­in framund­an gef­ur fög­ur fyr­ir­heit um gott vor­veð­ur og ég vil að lok­um minna á verk­efn­ið Menn­ingu í mars og opna lista­skól­ann á morg­un.

Að þessu sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00