Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. október 2024

Ég las frétt um að sept­em­ber­mán­uð­ur hafi ver­ið óvenju kald­ur sem mér finnst ein­kenni­legt því mér finnst hann hafa ver­ið bæði bjart­ur og fag­ur. Sól­rík­ur með fal­legu sól­setri á kvöld­in og norð­ur­ljósa­dýrð. Það hef­ur ver­ið mik­ið um að vera í Mos­fells­bæ þenn­an mán­uð­inn eins og reynd­ar alltaf á haust­in þeg­ar skól­ar hefjast og hin ár­lega fjár­hags­áætl­un­ar­gerð.

Þessi pist­ill er seinn á ferð­inni þar sem ég var í nokk­urra daga fríi í kring­um mán­að­ar­mót­in. Það er freist­andi að nefna al­þjóða­dag kenn­ara – sem var í gær og til­nefn­ing­ar til ís­lensku mennta­verð­laun­anna en við eig­um tvær til­nefn­ing­ar sem er gríð­ar­lega ánægju­legt!

Í flokkn­um framúrsk­ar­andi kenn­ari er Dóra Guð­rún Wild kenn­ari við leik­skól­ann Hlað­hamra í Mos­fells­bæ til­efnd fyr­ir fag­lega og metn­að­ar­fulla leik­skóla­kennslu, með­al ann­ars útinám og fyr­ir að auðga líf barna í Mos­fells­bæ með fjöl­breyttu lista- og menn­ing­ar­starfi.

Þá er Snjall­ræði – þró­un­ar­verk­efni í Helga­fells­skóla í Mos­fells­bæ til­nefnt í flokkn­um Framúrsk­ar­andi þró­un­ar­verk­efni. Um er að ræða heild­stæða ný­sköp­un­ar­kennslu sem nær frá leik­skóla­stigi til ung­linga­stigs.

Til ham­ingju Dóra og Helga­fells­skóli!

Það er vissu­lega stíl­brot að fjalla um við­burði í októ­ber í sept­em­berp­istli en freist­ing­in er bara of mik­il – þar sem um mjög ánægju­leg tíð­indi er að ræða.

Það má með sanni segja að nú í byrj­un sept­em­ber hafi ver­ið uppi mjög krefj­andi að­stæð­ur í skóla­mál­um í Mos­fells­bæ þar sem for­eldr­ar stigu fram og gagn­rýndu skóla barna sinna harð­lega. Þeg­ar svona mál koma upp er mjög erfitt fyr­ir skóla­stjórn­end­ur að bregð­ast við op­in­ber­lega og það sama gild­ir fyr­ir bæj­ar­yf­ir­völd, sök­um ákvæða stjórn­sýslu­laga um þagn­ar­skyldu um einka­mál­efni, í þessu til­viki nem­enda. Það er því ekki hægt að lýsa mál­inu frá sjón­ar­horni kenn­ara eða skóla­stjórn­enda eða þeim að­gerð­um grip­ið hef­ur ver­ið til. Þessi ein­hliða um­ræða get­ur oft ver­ið ansi óvæg­in þar sem starfs­fólk má þola meið­andi um­ræðu í komm­enta­kerf­um á face­book og í fjöl­miðl­um án þess að geta bor­ið hönd fyr­ir höf­uð sér.

Á hitt ber að líta að fólk gríp­ur oft til þess ör­þrifa­ráðs, þeg­ar þeim finnst ekki á það hlustað, að segja sögu sína op­in­ber­lega til þess að fá við­brögð. Öll vilj­um við að börn­un­um okk­ar líði vel í skól­an­um og þurfi ekki að kvíða skóla­deg­in­um vegna áreit­is eða of­beld­is ann­arra barna og  ég vil árétta að skóla­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ leggja sig mjög mik­ið fram við að tryggja far­sæla úr­lausn þeg­ar slík mál koma upp.

Ég held að við get­um öll ver­ið sam­mála um að við eig­um framúrsk­ar­andi kenn­ara og ann­að starfs­lið skóla á Ís­landi sem starfa oft við afar krefj­andi að­stæð­ur. Ég er alla­vega stolt af frá­bær­um kenn­ur­um og starfs­fólki í skól­un­um í Mos­fells­bæ og óska þeim og öðr­um kenn­ur­um á Ís­landi til ham­ingju með dag­inn í gær!
Á fyrsta fundi bæj­ar­ráðs í sept­em­ber var upp­færsla á sam­göngusátt­mál­an­um lögð fram að nýju en kynn­ing á inni­haldi samn­ings­ins fór fram á síð­asta fundi ág­úst­mán­að­ar með full­trú­um Betri sam­gangna og SSH. Á fund­in­um 5 sept­em­ber var sam­þykkt að vísa upp­færsl­unni til tveggja um­ræðna í bæj­ar­stjórn.

Um­ræð­ur fóru fram 11. sept­em­ber í bæj­ar­stjórn­inni og samn­ing­ur­inn var sam­þykkt­ur á fundi bæj­ar­stjórn­ar 25 sept­em­ber.

Upp­færð­ur sam­göngusátt­máli sem gild­ir til árs­ins 2040 fel­ur í sér lengri tím­aramma, end­ur­skoð­un kostn­að­ar­áætl­ana og tím­setn­inga ein­stakra verk­efna auk þess sem auk­ið fjár­magn kem­ur frá ríki vegna al­menn­ings­sam­gangna þar sem áhersl­an er á auk­ið val­frelsi í sam­göng­um. Lyk­ilfram­kvæmd­ir sátt­mál­ans breyt­ast ekki en breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á ein­staka verk­efn­um. Eng­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á tíma­setn­ingu Borg­ar­línu til Mos­fells­bæj­ar en hún færist fram­ar í for­gangs­röð­inni, verð­ur í áfanga 2 í stað 6 áður.

Sátt­mál­inn fel­ur í sér sam­eig­in­lega sýn fyr­ir allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þar sem lögð verð­ur höf­uð­áhersla á skil­virka og hag­kvæma upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða.

Á sama fundi var lögð fram fram­vindu­skýrsla um bygg­ingu leik­skól­ans í Helga­fells­hverfi sem mið­ar mjög vel og stefnt að því að opna leik­skól­ann sum­ar­ið 2025. Þá var lögð fram grein­ing Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á mögu­leik­um Ála­fosskvos­ar sem áfanga­stað­ar. Boð­að er til op­ins fund­ar um skýrsl­una og fram­tíð­ar­mögu­leika í kvos­inni þann 16. októ­ber næst­kom­andi.

Síð­asti fund­ur stýri­hóps um upp­bygg­ingu Varmár­svæð­is­ins var hald­inn 3. októ­ber og í kjöl­far­ið var aug­lýst eft­ir sam­starfs­að­il­um til að byggja nýja þjón­ustu og að­komu­bygg­ingu. Um er að ræða mark­aðs­könn­un þar sem kann­að­ur er áhugi að­ila til að koma í sam­st­arf við Mos­fells­bæ um upp­bygg­ing­una. Hægt er að koma fyr­ir allt að 3 þús­und fer­metra bygg­ingu á reitn­um en þarf­agrein­ing Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar ger­ir ráð fyr­ir 1600 fer­metr­um þann­ig að það er rými fyr­ir fleiri í hús­næð­inu og þar að leið­andi sam­nýt­ingu á ákveðn­um rým­um.

Mið­viku­dag­inn 4. októ­ber héld­um við á bæj­ar­skrif­stof­unni starfs­dag eft­ir há­degi og unn­um í Hlé­garði að svo­köll­uð­um sam­skipta­sátt­mála og feng­um Sig­ríði Ind­riða­dótt­ur ráð­gjafa með okk­ur í lið. Mark­mið­ið er að bjóða öðr­um vinnu­stöð­um í Mos­fells­bæ upp á sam­bæri­lega vinnu og móta sátt­mála fyr­ir alla starf­sem­ina. Góð sam­skipti er lyk­il­breyta þeg­ar kem­ur að starfs­ánægju á vinnu­stöð­um og oft er hikað við að taka á vanda­mál­um þeg­ar þau koma upp, s.s. við­móti, frammi­stöðu í starfi, ákvarð­ana­leysi ofl  þar til vand­inn vex það mik­ið að erfitt er að snúa til betri veg­ar. Sam­skipta­vandi er oft stór þátt­ur í að starfs­menn upp­lifa kuln­un og ör­mögn­un í starfi og því mik­il­vægt að vinna vel með þessa þætti og virkja all­an vinnu­stað­inn til þátt­töku.

Reglu­leg­ar kann­an­ir í gegn­um sam­skipta­for­rit­ið Mood­up er lið­ur í að kanna líð­an og ánægju starfs­manna en þær eru lagð­ar fyr­ir á tveggja mán­aða fresti. Starfs­ánægj­an er upp á við en 79% starfs­manna voru ánægð­ir í starfi sam­kvæmt síð­ustu könn­un sem var fram­kvæmd í lok ág­úst.

Sunnu­dag­inn 8. sept­em­ber sótti ég skálda­göngu frá Gljúfra­steini upp að Helgu­fossi í til­efni þess að 90 ár eru lið­in frá því að Halldór Lax­ness gaf út Sjálf­stætt fólk. Rit­höf­und­arn­ir Kristín Svava, Pét­ur Gunn­ars­son og Gerð­ur Kristný lásu upp úr Sjálf­stæðu fólki. Bjarki Bjarna­son var í far­ar­broddi og stjórn­aði göng­unni. Frá­bær dag­ur og góð mæt­ing. Það er gott sam­st­arf á milli Mos­fells­bæj­ar og for­stöðu­konu safns­ins, Guðnýj­ar Gests­dótt­ur enda sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir að halda uppi merkj­um Hall­dórs Lax­ness og skáld­verka hans.

Ég fór í við­tal í Morg­un­vakt­ina á Rúv þann 9. sept­em­ber til að ræða um upp­færslu sam­göngusátt­mál­ans en einn­ig um mál­efni barna og ung­menna þar sem ég sat í stýri­hópi sem vann út­tekt á þörf­um á með­ferð­ar­heim­il­um og stuðn­ingi við börn og ung­menni á Ís­landi.

Þung undir­alda hef­ur ver­ið í sam­fé­lag­inu eft­ir at­burð­inn á menn­ing­arnótt þar sem ung stúlka var myrt af ung­lings­pilti og kallað eft­ir betri úr­ræð­um fyr­ir börn með al­var­leg­an hegð­un­ar­vanda. Þessi um­ræða leiddi til þess að við boð­uð­um for­elda efstu bekk­inga grunn­skól­ans á fund um miðj­an mán­uð í Hlé­garði og feng­um góða gesti frá sam­fé­lagslög­regl­unni og Flot­an­um sem er fær­an­leg fé­lags­mið­stöð í Reykja­vík. Það var gríð­ar­lega vel mætt á fund­inn, um 300 manns og afar góð­ar um­ræð­ur. Í und­ir­bún­ingi er að halda sam­bæri­leg­an fund fyr­ir for­eldra barna á mið­stigi.

Ég sótti mjög ánægju­leg­an við­burð í Lága­fells­kirkju 22. sept­em­ber þeg­ar þrír prest­ar voru sett­ir í embætti í sókn­inni en það eru þau sr. Arndís G. Bern­harðs­dótt­ir Linn og sr. Henn­ing Emil Magnúss­son sem tóku við stöð­um sókn­ar­prests og prests fyr­ir rúmu ári síð­an og sr. Guð­laug Helga sem var vígð í vor og starf­ar nú sem þriðji prest­ur kirkj­unn­ar. Inn­setn­ing­ar­mess­an var mjög há­tíð­leg og í kjöl­far­ið var boð­ið í kaffi í safn­að­ar­heim­il­inu. Við erum gríð­ar­lega hepp­in með góða presta í Mos­fells­bæ sem láta sig sam­fé­lag­ið varða. Þá er einn­ig ný­lega búið að ráða nýj­an fram­kvæmda­stjóra fyr­ir sókn­ina, Jó­hönnu Ýr Jó­hanns­dótt­ur og stefn­um við á fund með henni fljót­lega í októ­ber til að ræða sam­eig­in­lega hags­muni kirkj­unn­ar og bæj­ar­ins.

Und­ir­bún­ing­ur að gerð fjár­fest­ingaráætl­un­ar og fjár­hags­áætl­un­ar er í full­um gangi þessi dægrin og fjöl­marg­ir fund­ir í sept­em­ber sem fóru í að rýna þarf­ir með svið­un­um og öðr­um hags­muna­að­il­um en það er ljóst að við þyrft­um helm­ingi meira fjár­magn en við höf­um til um­ráða til að full­nægja öll­um kröf­um og ósk­um um bætt­an að­bún­að í stofn­un­um okk­ar, í gatna­gerð og frá­gangi op­inna svæða og í íþrótta­mann­virkin. Hátt vaxt­ast­ig og verð­bólga hafa mik­il áhrif á rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins og tak­mark­ar svigrúm til lán­töku.

Í lok sept­em­ber tók Mos­fells­bær þátt í evr­ópskri íþrótta­viku og var með mikla dagskrá af því til­efni. Þetta var skemmti­legt verk­efni sem var unn­ið und­ir stjórn Guð­jóns Svans­son­ar íþrótta og for­varn­ar­full­trúa og ljóst að marg­ir fundu við­burði við sitt hæfi.

Fót­bolti hef­ur átt hug og hjarta mar­gra Mos­fell­inga í sept­em­ber­mán­uði þar sem lið­ið bland­aði sér í topp­bar­átt­una um sæti í efstu deild karla. Ég náði að fara á nokkra leiki en var svo óhepp­in að úr­slita­leik­ur­inn var hald­inn sama dag og ég var stödd í helg­ar­fríi er­lend­is. Ég gat þó fylgst með á hlið­ar­lín­unni og því­lík­ur ár­ang­ur hjá lið­inu okk­ar, þjálf­ara, stuðn­ings­fólki og öðr­um sem komu að stuðn­ingi við lið­ið. Ég fékk senda mynd af lið­inu sem prýð­ir að sjálf­sögðu for­síð­una á pistl­in­um þenn­an mán­uð­inn.

Til ham­ingju Aft­ur­eld­ing!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00