Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. október 2022
Regína Ás­valds­dótt­ir

Mark­mið­ið með þess­um stuttu föstu­dagspistl­um er fyrst og fremst að gefa inn­sýn í stjórn­sýsl­una, hver eru hin raun­veru­legu verk­efni í starfi bæj­ar­stjóra. Og ef satt skal segja þá snú­ast þau að miklu leiti um stjórn­un og rekst­ur og á þess­um tíma árs­ins eru fjár­hags­áætlan­ir og fjár­fest­inga­áætlan­ir mest krefj­andi verk­efn­in.

Á mánu­dag­inn héld­um við fund með full­trú­um í bæj­ar­ráði, meiri- og minni­hluta þar sem við lögð­um fram frumdrög að fjár­fest­inga­áætlun 2023 og til næstu fimm ára. Í þess­ari áætlun mátti finna öll þau góðu verk­efni sem þarf að ráð­ast í Mos­fells­bæ og snúa bæði að lög­bund­inni þjón­ustu sem tengjast skól­um, leik­skól­um og þjón­ustu við fatlað fólk en líka verk­efn­um sem hafa mik­ið for­varn­ar­gildi, eins og þau sem tengjast íþrótt­um og að­stöðu í bæn­um. Gatna­gerð er líka fyr­ir­ferð­ar­mik­il á upp­bygg­ing­ar­svæð­um og fram­kvæmd­ir sem tengjast veit­um. Það er ljóst að það bíð­ur kjör­inna full­trúa það vanda­sama verk að for­gangsr­aða og þess vegna er mik­il­vægt að allt bæj­ar­ráð komi að borð­inu en það eru ný­mæli að bjóða full­trú­um minni­hlut­ans á kynn­ingu á frumdrög­um að fjár­fest­inga­áætlun.

Við héld­um líka und­ir­bún­ings­fund fyr­ir alla bæj­ar­full­trúa til að kynna end­ur­skoð­aða sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar sem var sam­þykkt á fundi bæj­ar­ráðs 6. októ­ber og vísað til tveggja um­ræðna í bæj­ar­stjórn. Bæði er um að ræða formbreyt­ing­ar en einn­ig breyt­ing­ar á nefnd­um. Fjöl­skyldu­nefnd mun verða vel­ferð­ar­nefnd, menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd verð­ur menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd og ný at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd mun líta dags­ins ljós í stað lýð­ræð­is- og jafn­rétt­is­nefnd­ar. At­vinnu og ný­sköp­un­ar­nefnd­in fær mik­il­vægt hlut­verk í tengsl­um við upp­bygg­ingu í Blikastaðalandi en þar hef­ur ver­ið skipu­lagt at­vinnusvæði.

Um­hverf­is­svið bauð full­trú­um í um­hverf­is­nefnd og skipu­lags­nefnd auk bæj­ar­stjóra í kynn­ing­ar­ferð um Mos­fells­bæ, þar sem far­ið var um öll ný­bygg­ing­ar­svæði og svæði sem eru og verða í skipu­lags­ferli á næstu árum og ára­tug­um. Einn­ig var far­ið í Mos­fells­dal, í kring­um Hafra­vatn og upp í Þor­móðs­dal. Þrátt fyr­ir að það hafi rignt veru­lega og skyggni frek­ar slæmt á köfl­um þá var þetta mjög lær­dóms­rík og skemmti­leg skoð­un­ar­ferð und­ir leið­sögn Krist­ins skipu­lags­full­trúa og Jó­hönnu fram­kvæmda­stjóra sviðs­ins.

Í vik­unni voru bæði bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur og bæj­ar­ráðs­fund­ur. Í bæj­ar­ráði var sam­þykkt að setja á lagg­irn­ar starfs­hóp til að greina þarf­ir Mos­fells­bæj­ar fyr­ir leik­skóla­pláss næstu fimm árin og rýna hönn­un á fyr­ir­hug­uð­um leik­skóla í Helga­fellslandi með til­liti til kostn­að­ar og fleiri þátta. Í bæj­ar­ráði var sam­þykkt að Aldís Stef­áns­dótt­ir formað­ur fræðslu­ráðs stýri hópn­um en auk henn­ar voru bæj­ar­full­trú­arn­ir Lovísa Jóns­dótt­ir og Dagný Krist­ins­dótt­ir til­nefnd í hóp­inn ásamt emb­ætt­is­mönn­um á þessu sviði.

Tveggja daga fjár­mála­ráð­stefnu sveit­ar­fé­lag­anna lauk í dag, 14. sept­em­ber en fjöl­mörg áhuga­verð er­indi voru hald­in og rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga. Ég tók þátt í pall­borð­sum­ræðu um inn­leið­ingu laga um far­sæld barna ásamt Ásmundi Ein­ari Daða­syni, mennta- og barna­mála­ráð­herra og full­trú­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Það er afar mik­il­vægt að vel tak­ist til við inn­leið­ingu á far­sæld­ar­lög­un­um fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur í Mos­fells­bæ og und­ir­bún­ing­ur er þeg­ar haf­inn með Far­sæld­ar­hringn­um svo­köll­uð­um.

Þá voru fund­ir Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæðs­ins og al­manna­varn­ar­nefnd­ar haldn­ir snemma í morg­un – áður en seinni dag­ur fjár­mála­ráð­stefn­unn­ar hófst.

Í dag er svo Bleiki dag­ur­inn og við á bæj­ar­skrif­stof­unni tók­um að­eins forskot á hann í vik­unni og þar tjöld­uðu starfs­menn öllu til, eins og með­fylgj­andi mynd­ir sýna.

Góða helgi kæru bæj­ar­bú­ar!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Mynd 1: Bleiki dag­ur­inn tek­inn alla leið.

Mynd 2: Krist­inn skipu­lags­full­trúi með kynn­ingu fyr­ir skipu­lags- og um­hverf­is­nefnd­ir.

Mynd 3: Bæj­ar­full­trú­ar.

Mynd 4: Pét­ur Lockton og Anna María á fjár­mála­ráð­stefnu sveit­ar­fé­laga.

Mynd 5: Regína bæj­ar­stjóri og Ásmund­ur Ein­ar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra í um­ræð­um á ráð­stefn­unni.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00