Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. janúar 2024

Frá því að ég hóf störf sem bæj­ar­stjóri hef ég ver­ið með viku­lega pistla og eru þeir orðn­ir á sjötta tug. Ég ákvað að gera breyt­ing­ar um ára­mót­in og skrifa pist­il mán­að­ar­lega þar sem ég stikla á stóru varð­andi helstu verk­efni lið­ins mán­að­ar.

Það var dá­sam­leg­ur við­burð­ur nú í vik­unni þeg­ar við tók­um á móti starfs­mönn­um Mos­fells­bæj­ar, sem eru af er­lend­um upp­runa,  til að ganga með þeim fyrstu skref­in í notk­un á app­inu Bara tala.

Síðla hausts sam­þykkti bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar að öllu starfs­fólki sveit­ar­fé­lags­ins af er­lend­um upp­runa yrði veitt­ur gjald­frjáls að­gang­ur að smáforriti (appi) sem heitir Bara tala en það er bæði skemmtileg og nýstárleg leið til að læra íslensku.

For­rit­ið  er nokk­urs­kon­ar sta­f­rænn ís­lensku­kenn­ari sem bygg­ir á gervi­greind og ís­lenskri mál­tækni.  Það býð­ur bæði upp á starfstengt ís­lensku­nám og grunn­nám­skeið í ís­lensku fyr­ir vinnu­staði með því að nota sjón­ræn­ar vís­bend­ing­ar og mynd­ir.

Á þenn­an upp­hafs­við­burð sem var haldinn í Hlégarði í gær, þriðjudaginn 30. janúar, mættu um 35 starfs­menn frá 14 þjóðlönd­um og hófu þar með þátt­töku í verk­efn­inu. Á næstu mán­uð­um er því lík­legt að ís­lensku­þjálf­un verði í for­grunni víða um Mos­fells­bæ og þá er gott að hafa í huga ráðgjöf sem við fengum sem er að sýna þolinmæði og „bara hlusta”.

Þá var haldinn mjög góður fundur í dag, miðvikudaginn 31. janúar,  hjá fræðslunefnd FaMos . Ég fór yfir það helsta sem er að frétta frá Mosfellsbæ  í málaflokknum fyrir eldri borgara og Elva Björg Pálsdóttir fór yfir félagstarfið. Aðalerindið flutti hinsvegar Halldór Sigurður Guðmundsson hjá félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands en hann fjallaði m.a. um einmanaleika og rannsóknir þeim tengdum. Mjög gott erindi og mikilvægt.

Annars hefur  janúar verið viðburðaríkur.  Starfsárið hófst á nýársboði hjá forseta Íslands en þangað eru boðnir embættismenn, forsvarsfólk félagasamtaka og bæjarstjórar stærstu sveitarfélaganna. Þetta var síðasta nýársboð Guðna forseta og því gott að mæta á þennan viðburð og ná að þakka þeim hjónum fyrir farsælt starf.

Í janúar hafa verið nokkrir viðburðir tengdir borgarstjóraskiptum í Reykjavík, meðal annars fyrirlestur um þróunina í Reykjavík síðustu áratugi eða Reykjavík – brot af því besta. Þar var farið yfir mjög vítt svið og það var meðal annars gaman að sjá kynningu frá framkvæmdastjóra Sorpu en yfirskrift einnar glærunnar var; Endalok urðunarstaðar í Álfsnesi. Og það er einmitt það sem verið er að vinna að, eins og ég kem að hér á eftir í umfjöllun um fund verkefnisstjórnar.

Þeir atburðir sem áttu sér stað í Grindavík og á svæðinu í kring, þann 14. janúar síðastliðinn, líða íslensku þjóðinni seint úr minni. Á þessari stundu varð ljóst að Grindvíkingar þurfa varanleg úrræði; húsnæði, vinnu, leikskólapláss og annað til að byggja upp lífið á nýjum stað. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kölluð til samráðs vegna leikskólamálanna og ég á von á því að þau mál verði leyst en það er auðvita ákveðin óvissa uppi um hvar nákvæmlega Grindvíkingar muni setjast að. Reykjanesið hefur verið valkostur hjá mörgum og eins þau sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem eru næst Grindavík. Sveitarfélögin þurfa  hugsanlega að breyta reglum tímabundið, til að geta brugðist við þessari stöðu, þannig að það gildi sérákvæði fyrir Grindvíkinga. Það samtal er þegar hafið á milli innanríkisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fyrstu viðburðirnir sem voru haldnir á vegum Mosfellsbæjar árið 2024 voru laugardaginn 6. janúar en þá var þrettándabrenna  haldin samkvæmt hefð neð­an Holta­hverf­is við Leir­vog­inn.  Blys­för var frá Mið­bæj­ar­torgi og skóla­hljóm­sveit­in, Storm­sveit­in, Grýla, Leppal­úði og fleiri voru á svæð­inu. Björg­un­ar­sveit­in Kyndill var með glæsi­lega flug­elda­sýn­ingu undir lokin.

Þann sama dag var opnuð sýning á málverkum listamannsins Jakobs Veig­ars en hann  er list­mál­ari og not­ar jafnframt aðra miðla eins og ljós, mynd­bönd og tex­tíl. Það var mjög margt um manninn á opnuninni enda hefur Jakob á mjög stuttum tíma gert sig gildandi innan myndlistargeirans. Sýning Jakobs stendur til 2. febrúar.

Ég á sæti í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Skálatúns en í stjórninni eru tveir fulltrúar mennta- og barnamálaráðuneytis og einn fulltrúi Mosfellsbæjar. Við höfum átt alls fimm fundi í janúar. Í upphafi árs áttum við fund með Snorra Magnússyni sem hefur rekið ungbarnasund í sundlauginni á lóð Skálatúns í um 30 ár.  Sundlaugin var  nýtt af íbúum á Skálatúni og Snorri var starfsmaður Skálatúns þar til fyrir nokkrum árum, þegar sundþjálfun fatlaðra íbúa á Skálatúni var hætt og íbúar fóru að sækja almennar sundlaugar í Mosfellsbæ. Síðustu ár hefur laugin einvörðungu verið fyrir  ungbarnasund. Við yfirtöku nýrrar sjálfseignastofnunar á húsnæði Skálatúns var farið í úttekt á öllu húsnæðinu, eins og eðlilegt er við aðilaskipti. Í ljós kom að sundlaugin var í afar lélegu ástandi og öryggismálum þar að leiðandi mjög áfátt. Það er yfirbyggingin sjálf sem er fúin, svo sem burðarbitarnir sem halda þakinu uppi og að mati sérfræðinga óverjandi að halda starfseminni úti við þessar aðstæður. Það var þrautinni þyngri að taka þessa ákvörðun, að framlengja ekki leigusamninginn við Snorra þar sem starfsemin er afar dýrmæt og mikilvæg. Nú eru komnar góðar fréttir um að ungbarnasundið verði á Háaleitisbraut sem eru mjög gleðilegar.

Við höfum verið að fjalla um skipulag uppbyggingar á svæðinu, þarfagreiningu vegna þeirra stofnana sem koma á svæðið og nafn á verkefninu. Við höfum ákveðið að hafa nafnasamkeppni sem verður vonandi kynnt í vikunni og vonum að sem flestir taki þátt.

Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur hist sex sinnum í janúar. Meðal annars til að fara yfir stöðuna í viðræðum um samgöngusáttmálann og aðstoð við Grindvíkinga. Þá höfum við  farið yfir stöðu verkefna vegna sóknaráætlunar 2023 en eitt af þeim verkefnum sem lögð var áhersla á á síðasta ári var að útbúa vefsvæði með öllum gönguleiðum á höfuðborgarsvæðinu. Það verkefni er í vinnslu í samstarfi við markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og ferðamálastofu og verður vonandi tilbúið í sumar.

Á mánudaginn síðasta var svo tveggja tíma vinnufundur vegna sóknaráætlunar 2024 en á árinu fáum við um 30 milljón króna framlag til sameiginlegra verkefna á höfuðborgarsvæðinu.

Ég fór einnig á fund með verkalýðshreyfingunni og forsvarsfólki sambands íslenskra sveitarfélaga í upphafi árs þar sem við hlustuðum á tillögur breiðfylkingarinnar (Efling og starfsgreinasambandið) í tengslum við kjarasamninga.  Markmið breiðfylkingarinnar er að gera samninga sem halda aftur af verðbólgu. Í því samhengi gerir verkalýðshreyfingin þá kröfu  að sveitarfélögin takmarki hækkanir á gjaldskrám. Það voru góðar umræður um þetta mál á fyrsta fundi bæjarstjórnar þann 17. janúar þar sem samstaða var um eftirfarandi bókun:

Eitt brýn­asta hags­muna­mál ís­lensks sam­fé­lags er að kom­ið verði bönd­um á verð­bólg­una. Ljóst er að með sam­vinnu allra að­ila á vinnu­mark­aði mun best­ur ár­ang­ur nást í þeirri bar­áttu. Eins og fram kom í um­ræð­um um fjár­hags­áætlun árs­ins 2024 mun Mos­fells­bær ekki láta sitt eft­ir liggja í þeirri bar­áttu. Mik­il­vægt er að halda því til haga að Mos­fells­bær er með lægstu leik­skóla­gjöld og ódýr­ustu skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hvet­ur alla hag­að­ila til að taka þátt í þjóð­arsátt. Enn frem­ur vill bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar nú taka af all­an vafa um að ef næst þjóð­arsátt milli að­ila vinnu­mark­að­ar­ins, bæði á einka- og op­in­ber­um mark­aði, rík­is og sveit­ar­fé­laga, sem fel­ur í sér til­lögu um lækk­un gjald­skráa sveit­ar­fé­laga þá mun Mos­fells­bær ekki skorast und­an þátt­töku í þeim að­gerð­um.

Við und­ir­rit­uð­um verk­samn­ing við fyr­ir­tæk­ið Varg ehf.  þann 10. janú­ar um bygg­ingu á nýj­um upp­hit­uð­um sparkvelli á skóla­lóð Varmár­skóla sem er fyrsti hluti af end­ur­bót­um á lóð skól­ans.

Þeg­ar hug­mynda­vinna við nýja skóla­lóð hófst var kallað eft­ir til­lög­um frá nem­end­um og voru flest sem ósk­uðu eft­ir sparkvelli. Hönn­uði var svo fal­ið að vinna með til­lögu nem­enda og var nið­ur­stað­an kynnt fyr­ir þeim síð­ast­lið­ið haust.

Fram­kvæmd­in fel­ur í sér að koma upp upp­hit­uð­um sparkvelli að stærð 18x33m ásamt stálrimlagirð­ingu um­hverf­is völl­inn, hellu­lögn og ljósastaur­um. Áætlað er að fram­kvæmd­ir hefj­ist á næstu vik­um og verklok verði í lok júlí 2024.

Hér fyrir neðan er tengill í frétt um undirskriftina en á myndinni má meðal annars sjá stolta fulltrúa nemenda, þau Kristján Gísla Stein­ars­son Bech  og Ragn­heiði Önnu Árna­dóttur nem­endur í 6. bekk.

Íþrótta­fólk árs­ins var út­nefnt þann 11. janú­ar við há­tíð­lega at­höfn í Hlé­garði.

Það voru þau Þor­steinn Leó Gunn­ars­son hand­knatt­leiks­mað­ur í meist­ara­flokki karla í Aft­ur­eld­ingu og Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir knatt­spyrnu­kona úr Breiða­blik sem voru heiðruð. Auk þess var Meist­ara­flokk­ur karla í hand­bolta úr ung­menna­fé­lag­inu Aft­ur­eld­ingu útnefndur  Af­reksl­ið Mos­fells­bæj­ar 2023, þjálf­ari árs­ins var Magnús Már Ein­ars­son þjálf­ari meist­ara­flokks karla í knattspyrnu og sjálf­boða­liði árs­ins var kjörin Birna Kristín Jóns­dótt­ir formað­ur Aft­ur­eld­ing­ar. Eins og oft áður voru margir kallaðir til en fáir útvaldir en það var óvenju glæsilegur hópur einstaklinga sem fengu tilnefningar í ár.

Fyrsti bæj­ar­ráðs­fund­ur­inn var hald­inn 11. janú­ar og þar voru tölu­vert mörg mál á dagskrá. Með­al ann­ars var veitt heim­ild til að gera sam­komulag um lagn­ingu skíða­göngu­spora við Hafra­vatn og á Blika­stöð­um, allt að 10 skipt­um á hvor­um stað  þeg­ar veð­ur og snjóa­lög heim­ila. Um er að ræða til­rauna­verk­efni í vet­ur. Við Jó­hanna Han­sen skrif­uð­um und­ir sam­starfs­samn­ing­inn í vik­unni við  Magne Kvam frá fyr­ir­tæk­inu Icebike Advent­ur­es. Fyr­ir­tæk­ið er stað­sett í Mos­fells­bæ en hef­ur lagt skíða­braut­ir víða, með­al ann­ars á Hólms­heiði og á Rauða­vatni.

Þá var um­hverf­is­sviði heim­ilað að fara í sam­st­arf við verk­efn­ið
Römp­um upp Ís­land um upp­setn­ingu 47 rampa við 17 op­in­ber­ar bygg­ing­ar í Mos­fells­bæ. Römp­um upp Ís­land (RuÍ) ákvað á síð­asta ári að út­víkka starf­semi sína og bauð sveit­ar­fé­lög­um að taka út op­in­ber­ar bygg­ing­ar í eigu sveit­ar­fé­lag­anna og mögu­lega þörf á römp­um við þær. Gerð­ar voru út­tekt­ir á 17 bygg­ing­um í eigu bæj­ar­ins og var nið­ur­staða RuÍ sú að gera þurfi um 47 rampa við um­rædd­ar bygg­ing­ar Mos­fells­bæj­ar, flest alla við leik- eða grunn­skóla.

Þá sam­þykkti bæj­ar­ráð  að fara í út­tekt á upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu, kerf­is- og tæknium­hverfi Mos­fells­bæj­ar með áherslu á þjón­ustust­ig, kostn­að, ör­ygg­is­mál, per­sónu­vernd og inn­kaup. Lagt var til að út­tekt­in verði fram­kvæmd af ytri sér­fræð­ing­um í upp­lýs­inga­tækni og hönn­un not­enda­vænn­ar þjón­ustu. Í Mos­fells­bæ er ekki starf­rækt sér­stök upp­lýs­inga­tækni­deild og bera stofn­an­ir sjálf­ar ábyrgð á sín­um upp­lýs­inga­tækni­mál­um. Origo hef­ur þjón­ustað bæj­ar­skrif­stof­urn­ar með við­veru starfs­manns einu sinni í viku og kerf­is­stjór­ar leik- og grunn­skóla hafa ver­ið ráðn­ir með að­set­ur í Lága­fells­skóla, Helga­fells­skóla og Kvísl­ar­skóla. Kerf­is­stjór­arn­ir veita þjón­ustu til allra leik- og grunn­skóla í bæn­um og hver skóli ber hlut­falls­leg­an kostn­að af þess­ari þjón­ustu. Mos­fells­bær hef­ur und­an­farin miss­eri lagt mikla áherslu á efla ör­yggi per­sónu­grein­an­legra gagna og að rétt­indi ein­stak­linga séu tryggð í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög­in. Þetta fel­ur í sér sí­fellt end­ur­mat á verklagi og stefn­um til að tryggja lög­mæta og ör­ugga með­höndl­un per­sónu­upp­lýs­inga.

Þann 12. janú­ar var hald­inn fyrsti fund­ur árs­ins í verk­efn­is­stjórn urð­un­ar­staða. Fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar eiga bæj­ar­stjóri og Dóra Lind Pálm­ars­dótt­ir leið­togi um­hverf­is­mála sæti í starfs­hópn­um. Á fund­in­um kom fram að sam­ið hafi ver­ið við Stena Recycl­ing AB á grund­velli und­an­geng­ins út­boðs SORPU á út­flutn­ingu á blönd­uð­um, brenn­an­leg­um úr­gangi. Sam­ið var um út­flutn­ing á um það bil 42.000 tonn­um af blönd­uð­um úr­gangi, sem hing­að til hef­ur ver­ið urð­að­ur í Álfs­nesi. Út­flutn­ing­ur­inn hófst í byrj­un des­em­ber 2023 og tók al­far­ið við af urð­un í Álfs­nesi. Kostn­að­ur við út­flutn­ing hvers kílós af úr­gangi til brennslu er  rúm­ar 55 krón­ur án virð­is­auka­skatts. Áætl­að­ur kostn­að­ur SORPU við út­flutn­ing á 42.000 tonn­um, eða 42 millj­ón kíló­um, af blönd­uð­um úr­gangi til Svi­þjóð­ar er rúm­ir 2,3 millj­arð­ar króna á árs­grund­velli, auk virð­is­auka­skatts. Þá kom fram að vel hefði geng­ið að finna líf­ræn­um úr­gangi far­veg en bann­að er að urða líf­ræn­an úr­g­ang í Sorpu og tók sú ákvörð­un gildi 1. janú­ar síð­ast­lið­inn. Í und­ir­bún­ingi er hug­mynda­sam­keppni um notk­un á fyrr­um urð­un­ar­svæði Sorpu, aust­an­meg­in á Álfs­nesi og munu þau Dóra Lind og Krist­inn Páls­son skipu­lag­full­trúi taka þátt í und­ir­bún­ingi sam­keppn­inn­ar ásamt full­trú­um frá skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar og Sorpu.

Um miðj­an mán­uð var hald­inn fund­ur með Reit­um vegna upp­bygg­ing­ar á Blikastaðalandi. Und­ir­bún­ing­ur að gatna og veitu­fram­kvæmd­um er í gangi og áhuga­verð fyr­ir­tæki hafa sýnt svæð­inu mik­inn áhuga. Það er því spenn­andi upp­bygg­ing framund­an en af hálfu Mos­fells­bæj­ar er lögð áhersla á að byggja upp góð þjón­ustu­fyr­ir­tæki fyr­ir íbúa og starf­semi með mörg störf fyr­ir Mos­fell­inga.

Þorr­blót Aft­ur­eld­ing­ar var hald­ið að venju og var eitt fjöl­menn­asta blót sem hef­ur ver­ið hald­ið síð­ast­lið­in ár. Ég skemmti mér að sjálf­sögðu mjög vel eins og von­andi flest­ir en það sem ger­ir þetta blót ein­stakt er metn­að­ur­inn og stemn­ing­in í kring­um skreyt­ingu á borð­um. Sal­ur­inn fyllt­ist um há­degi og all­ir sem vett­lingi gátu vald­ið voru mætt­ir að skreyta borð­in sín.

Í janú­ar sótti ég líka fund með full­trú­um dóms­mála­ráðu­neyt­is og al­manna­varna­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fyr­ir­tæk­inu Arc­ur til að fjalla um nið­ur­stöð­ur könn­un­ar á skipu­lagi al­manna­varna og fram­tíð­ar­sýn. Þá var fund­ur í stjórn slökkvi­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem fjallað var með­al ann­ars um þörf á styrk­ingu á starfs­fólki al­menna­varna en í dag eru ein­ung­is tveir að­il­ar sem sinna verk­efn­inu, það eru slökkvi­liðs­stjóri sem sinn­ir hlut­verki al­manna­varna með­fram starfi sínu sem stjórn­andi hjá SHS og síð­an er verk­efn­is­stjóri í einu stöðu­gildi. Þar sem það er við­bú­ið að það verði álag á al­manna­varna­kerf­ið okk­ar á næstu miss­er­um er mik­il­vægt að styrkja star­fem­ina. Á fund­in­um var nýr formað­ur stjórn­ar SHS boð­inn vel­kom­inn, Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri og leyst­ur út með góð­um gjöf­um, eld­varn­arteppi og slökkvi­tæki.

Ég hef líka átt fund með mark­aðs­stofu Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í þess­um mán­uði vegna verk­efn­is sem stof­an hef­ur áhuga á að vinna að í Mos­fells­bæ. Þá var fyrsti fund­ur stýri­hóps um upp­bygg­ingu á Varmár­svæð­inu hald­inn þann 24. janú­ar.

Á fundi bæj­ar­stjórn­ar þann 24. janú­ar var með­al ann­ars stað­fest fund­ar­gerð skipu­lags­nefnd­ar sem fjall­aði um um­sagn­ir og ábend­ing­ar vegna fyr­ir­hug­aðr­ar upp­bygg­ing­ar á Blikastaðalandi.

Um var að ræða skipu­lags­lýs­ingu sem var aug­lýst 13. des­em­ber í skipu­lags­gátt­inni og höfðu íbú­ar og að­r­ir hags­muna­að­il­ar mán­uð til að senda inn um­sagn­ir sín­ar og ábend­ing­ar. Skipu­lags­lýs­ing­in er fyrsta skref­ið í sam­ráði vegna fyrsta áfanga Blikastaðalands. Í lýs­ingu skal koma fram hvaða áhersl­ur sveit­ar­stjórn hafi við skipu­lags­gerð­ina, upp­lýs­ing­ar um for­send­ur, fyr­ir­liggj­andi stefnu og fyr­ir­hug­að skipu­lags­ferli sam­kvæmt lög­um.

Skipu­lags­svæði 1. áfanga er u.þ.b. 30-35 ha að stærð og ligg­ur upp að nú­ver­andi byggð við Þrast­ar­höfða. Svæð­ið verð­ur skil­greint sem íbúð­ar­byggð og mið­svæði. Gert er ráð fyr­ir á bil­inu 1.200-1.500 íbúð­um sem skipt­ast muni í sér­býli, ein­býl­is-, par-, rað­hús og fjöl­býli eft­ir að­stæð­um í landi og ná­lægð þeirra við helstu sam­gönguæð­ar. Þar má gera ráð fyrir allt að 250 sérbýlum neðst í hverfinu og næst sjónum. Þá er gert ráð fyrir grænum svæðum og einnig er markmiðið að skapa að­lað­andi bæj­ar­mynd þar sem gamli Blikastaða­bær­inn er hjarta svæð­is­ins og að­drátt­ar­afl.

11 um­sagn­ir bár­ust, meðal annars  frá  hags­muna­sam­tök­um íbúa í Mos­fells­bæ. Hagsmunasamtökin eru nýlega stofnuð og hafa sett af stað könnun vegna uppbyggingarinnar. Sú könnun er hinsvegar ekki unnin í samstarfi við Mosfellsbæ en framundan er umfangsmikið samráð vegna skipulagsvinnunnar og er áætlað að sú vinna taki um eitt og hálft ár vegna fyrsta áfangans. Þannig má gera ráð fyrir að uppbygging fyrsta áfanga geti tekið allt að fjögur til fimm ár héðan í frá. Í umræðum um Blikastaði er gjarnan talað um heildarfjölda þeirra íbúða sem áætlaðar eru á svæðinu en þess ber að geta að uppbyggingin getur tekið um 20 – 30 ár.

Á fundi bæjarráðs þann 25. janúar var meðal annars fjallað um breyttar forsendur vegna uppbyggingar við Bjarkarholt en fyrirtækið Render Centium ehf hefur rift samningi um uppbyggingu við Bjarkarholt 1-5, frá 24. september 2021. Bæj­ar­ráð sam­þykkti með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að hlutast til um að að­r­ir að­il­ar upp­bygg­ing­ar­sam­komu­lags­ins verði upp­lýstir um fram­komna rift­un. Jafn­framt  að und­ir­búa næstu skref í vinnu við upp­bygg­ingu á þeim lóð­um sem um ræð­ir.

Eftir fund bæjarráðs héldum við til Akraness, fulltrúar verkefnishóps Mosfellsbæjar um farsæld barna þar sem við fengum góðar móttökur og kynningu á verkefninu. Akanes hefur verið valið eitt af frumkvöðlasveitarfélögum í farsældinni og fengum við mjög gagnlegt yfirlit yfir vinnuna.

Þá hitti ég einn­ig full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins Strategíu vegna verk­efna við inn­leið­ingu um­bóta­til­lagna í kjöl­far rekstr­ar og stjórn­sýslu­út­tekt­ar sem var lögð fyr­ir bæj­ar­ráð síð­ast­lið­ið vor.

Janú­ar hef­ur ver­ið kald­ur og ein­kennst af tölu­vert mik­illi snjó­komu. Það hef­ur reynt tölu­vert á starfs­menn þjón­ustu­stöðv­ar­inn­ar og verktaka við þess­ar að­stæð­ur. Við minn­um íbúa á að færa bíla úr göt­um og bíla­stæð­um með­fram göt­um til að liðka til fyr­ir vinnu við snjómokst­ur eins og hægt er.

Upp­lýs­ing­ar um skipu­lag snjómokst­urs- og hálku­eyð­ing­ar má finna á korta­vef und­ir Sam­göng­ur > Snjómokst­ur-hálku­eyð­ing: map.is/moso

Ábend­ing­ar varð­andi mokst­ur má senda í gegn­um ábend­inga­kerfi: mos.is/abend­ing

Eig­ið góð­ar stund­ir!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00