Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Þessi vika var ótrú­leg! Hápunkt­ur­inn var í gær, fimmtu­dag þeg­ar ég skrif­aði und­ir samn­inga við full­trúa IOGT sem reka Skála­tún, mennta- og barna­mála­ráð­herra og inn­viða­ráð­herra um yf­ir­töku á þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar á Skála­túni og af­hend­ingu eigna og af­not af landi til upp­bygg­ing­ar á þjón­ustu við börn og ung­menni á Ís­landi. Þar verð­ur mið­stöð far­sæld­ar barna með öll­um helstu stofn­un­um í mála­flokkn­um.

Samn­ing­arn­ir voru ein­róma sam­þykkt­ir í bæj­ar­stjórn fyrr um morg­un­inn.  Við höf­um unn­ið að þess­um samn­ing­um í marga mán­uði og það þurfti ótrú­lega margt að spila sam­an til að þetta gengi upp, fjár­hags­lega en líka stjórn­sýslu­lega. Það er búið að vera frá­bært að vera sam­ferða Ásmundi Ein­ari Daða­syni mennta-og barna­mála­ráð­herra í þess­ari veg­ferð en það eru fjöl­marg­ir sem hafa lagt hönd á plóg. Af hendi Mos­fells­bæj­ar voru það auk mín þær Þóra Hjaltested bæj­ar­lög­mað­ur og Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri vel­ferð­ar­sviðs sem unnu að mál­inu og við feng­um mik­inn stuðn­ing frá allri bæj­ar­stjórn­inni, sem er gríð­ar­lega mik­ils virði. Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir formað­ur bæj­ar­ráðs flutti þakk­arræð­una fyr­ir hönd bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar við at­höfn­ina sem var hald­in í vinnu­stof­um í Skála­túni en hún hef­ur stað­ið öt­ul­lega við bak­ið á okk­ur í þess­ari vinnu.

Fimmtu­dag­ur­inn hófst með fundi í bæj­ar­ráði kl. 7.30, þá var hald­inn auka­fund­ur í bæj­ar­stjórn kl. 9.00 og svo hélt ég starfs­manna­fund, til að kynna mál­ið fyr­ir sam­starfs­fólki á bæj­ar­skrif­stof­un­um. Í fram­haldi héld­um við starfs­manna­fund í Skála­túni þar sem var mjög góð mæt­ing en það starfa rúm­lega 100 manns þar. Í fram­haldi af þeim fundi hélt ég fund með íbú­um Skála­túns og að­stand­end­um þeirra og það voru lík­lega um 70 – 80 manns á þeim fundi. Það komu fjöl­marg­ar spurn­inga á fund­in­um, með­al ann­ars hvað verð­ur um þá fötl­uðu íbúa sem búa á Skála­túni í dag. Okk­ar svör voru þau að við för­um í þetta verk­efni með  virð­ingu við íbú­ana að leið­ar­ljósi og ber­um hag þeirra fyrst og fremst fyr­ir brjósti. Þeir sem þess óska fá að búa áfram á Skála­túni en við mun­um þurfa að bretta upp erm­ar og bjóða upp á aðra bú­setu­kosti fyr­ir þá sem vilja búa sjálf­stæð­ar. Næstu vik­ur og mán­uð­ir fara í að kynn­ast íbú­um og starfs­mönn­um og um helg­ina aug­lýs­um við eft­ir leið­toga í mála­flokk fatl­aðs fólks hjá Mos­fells­bæ. Hér má finna hlekk í frétt Mos­fells­bæj­ar um mál­ið og þar er líka slóð í til­lög­una sem var lögð fyr­ir bæj­ar­ráð og bæj­ar­stjórn. For­síðu­mynd­in er af okk­ur Ásmundi Ein­ari Daða­syni við und­ir­rit­un samn­inga og Lóu sem býr á Skála­túni en við feng­um að sjálf­sögðu leyfi til þess að taka mynd­ir.

Ann­ar stór dag­ur var á mið­viku­dag en þá sam­þykkti bæj­ar­stjórn til­lög­ur í 14 lið­um um stjórn­kerf­is­breyt­ing­ar og nýtt skipu­rit Mos­fells­bæj­ar. Sam­þykkt var að starf­semi Mos­fells­bæj­ar skipt­ist í fjög­ur fags­við, tvö stoðsvið og tvær skrif­stof­ur. Fagsvið­in verða vel­ferð­ar­svið, fræðslu- og frí­stunda­svið, um­hverf­is­svið og menn­ing­ar-, íþrótta og lýð­heilsu­svið. Stoðsvið­in verða fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­svið og mannauðs- og starfs­um­hverf­is­svið. Skrif­stof­urn­ar verða skrif­stofa bæj­ar­lög­manns og skrif­stofa um­bóta og þró­un­ar. Skipu­rit­ið mun taka gildi 1. sept­em­ber 2023. Til­lög­urnar  byggja á grein­ingu og ábend­ing­um í stjórn­sýslu- og rekstr­ar­ú­t­ekt sem unn­in var á tíma­bil­inu janú­ar til apríl 2023 af ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Strategíu. Við­fangs­efni stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt­ar­inn­ar voru þrí­þætt. Í fyrsta lagi að greina fjár­hag og rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins. Í öðru lagi að greina stöðu og tæki­færi á sviði sta­f­rænn­ar umbreyt­ing­ar. Og í þriðja lagi að skoða gild­andi stjórn­kerfi og stjórn­un­ar­hætti, lýsa stöð­unni og koma með ábend­ing­ar um æski­leg­ar um­bæt­ur. Nán­ar til­tek­ið eru um 74 um­bóta­til­lög­ur að ræða sem bæj­ar­stjórn þarf að taka af­stöðu til og í fram­hald­inu að for­gangsr­aða þeim sem sam­þykkt verð­ur að vinna með.

Leið­ar­ljós við mót­un nýs skipu­rits Mos­fells­bæj­ar var að horfa á verk­efn­in út frá áhersl­um sveit­ar­fé­lags­ins og efla þjón­ustu við bæj­ar­búa í stækk­andi sveit­ar­fé­lagi. Með nýju skipu­lagi telj­um við að það gef­ist auk­ið svig­rúm til að skerpa á áhersl­um varð­andi stjórn­ar­hætti, efla áhættu- og ár­ang­urs­mat, sam­hæfa verk­efni á milli sviða og deilda, fylgja eft­ir um­bót­um og nýta bet­ur þá tækni­þró­un sem hef­ur orð­ið í sam­fé­lag­inu.

Hér er slóð á til­lögu um stjórn­kerf­is­breyt­ing­ar og hér má finna skýrslu Strategíu.

Af öðr­um mik­il­væg­um mál­um vik­unn­ar má nefna verk­föll fé­laga í BSRB sem hef­ur mik­il áhrif á sam­fé­lag­ið hér. Í næstu viku þurf­um við að loka þrem­ur leik­skól­um og í fimm öðr­um skól­um verð­ur starf­ið skert. Síð­an er boð­að til alls­herj­ar­verk­falls þann 5 júní sem hef­ur áhrif á leik­skóla, íþrótta­mann­virki og bæj­ar­skrif­stof­urn­ar. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar fjall­aði um mál­ið á fundi sín­um í gær, fimmtu­dag og lýstu bæj­ar­full­trú­ar yfir þung­um áhyggj­um af stöð­unni. Það eru mikl­ir hags­mun­ir fyr­ir Mos­fells­bæ að það verði sam­ið sem allra fyrst enda um mik­il­væg störf að ræða, sem snerta dag­legt líf flestra bæj­ar­búa.

Ég af­henti fyrstu tví­skiptu tunn­una fyr­ir mat­ar­leif­ar og bland­að­an úr­gan til hjón­anna Hall­dórs Þór­ar­ins­son­ar og Sigrún­ar Wöhler sem búa að Hamra­túni 6 snemma á mið­viku­dags­morgni. Þau fengu plast­körfu og búnt af bréf­pok­um til að safna mat­ar­leif­um úr eld­húsi ásamt tunn­unni.

Dreif­ingin er því haf­in í Mos­fells­bæ og má sjá dreif­ingaráætl­un­ina hér.

Við fáum þó nokk­uð af fyr­ir­spurn­um um það hvers vegna ekki er hægt að fá tvær tví­skipt­ar tunn­ur í stað þriggja tunna. Þeg­ar far­ið var af stað með þetta verk­efni þá var það alltaf hug­mynd­in, að af­henda tvær tví­skipt­ar tunn­ur, ann­ar­s­veg­ar fyr­ir pappa og plast og hins­veg­ar fyr­ir bland­að­an úr­gang og mat­ar­leif­ar. Það kom svo í ljós að ein tví­skipt tunna hef­ur ekki nægj­an­legt rúm­mál fyr­ir það magn af plasti og pappa sem safn­ast sam­an og er hirt einu sinni í mán­uði og því var þessi lausn val­in. Plast­ið hef­ur til­hneig­ingu til að fest­ast ef það hef­ur ekki nægt rúm­mál og því var það mat sér­fræð­inga­hóps sem hef­ur ver­ið sam­an að störf­um í öll­um sveit­ar­fé­lög­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að þrjár tunn­ur væru nauð­syn­leg­ar. Sveit­ar­fé­lög­in eru þó til­bú­in að skoða mál­ið þeg­ar reynsla er kom­in á flokk­un­ina og hugs­an­lega end­ur­skoða þá af­stöðu. Ég veit til þess að sum­ir sem eru til dæm­is með steypta um­gjörð utan um tunn­urn­ar ætla að hafa papp­írstunn­una í bíl­skúrn­um, að minnsta kosti til að byrja með. Ég minni líka á opna kynn­ing­ar­fundi í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar sem eru aug­lýst­ir á vef og face­book síðu bæj­ar­ins en þar er hægt að fara nán­ar yfir þessi mál með full­trú­um á um­hverf­is­sviði sem ann­ast um­sjón með inn­leið­ing­unni á nýju kerfi. Svo er Sorpa með ít­ar­leg­ar leið­bein­ing­ar sem eru hér að finna.

Í vik­unni var líka skrif­að und­ir samn­inga um glugga og inn­rétt­ing­ar í Kvísl­ar­skóla og nem­ur upp­hæð­in sam­tals um 450 mkr. Um er að ræða end­ur­inn­rétt­ingu fyrstu hæð­ar skól­ans sem verð­ur í hönd­um E. Sig­urðs­son ehf. sem var lægst­bjóð­andi í verk­ið og fel­ur með­al ann­ars í sér end­ur­nýj­un á bæði al­menn­um kennslu­stof­um og þeim sem ætl­að­ar eru fyr­ir sér­kennslu, geymsl­um og að­stöðu fyr­ir starfs­fólk mötu­neyt­is. Þá verð­ur loftræsti­kerfi hæð­ar­inn­ar end­ur­nýj­að og áhersla lögð á góða hljóð­vist. Samn­ing­ur var einnig und­ir­rit­að­ur við fyr­ir­tæk­ið Múr- og máln­ing­ar­þjón­ust­an Höfn ehf. sem var lægst­bjóð­andi um end­ur­nýj­un glugga á báð­um hæð­um Kvísl­ar­skóla. Glugg­ar á fyrstu hæð verða síkk­að­ir og fel­ur verk­ið einnig í sér end­ur­nýj­un á dyr­um og neyð­ar­út­göng­um á ann­arri hæð. Verk­efn­in hefjast strax og er gert ráð fyr­ir verklok­um í októ­ber sam­kvæmt ver­káætl­un­um. Skóla­hald hefst á eðli­leg­um tíma að afloknu sum­ar­fríi  og reynt verð­ur að valda sem minnstri rösk­un vegna fram­kvæmd­anna á skóla­tíma.

Í dag var hald­inn fund­ur með for­ystu­fólki ASÍ vegna hús­næð­is­mála en formað­ur og full­trú­ar að­ild­ar­fé­lag­anna hafa ósk­að eft­ir að hitta for­svars­fólk  sveit­ar­fé­lag­anna til þess að fara yfir stöðu hús­næð­is­mála og hverj­ar fyr­ir­ætlan­ir sveit­ar­fé­lag­anna eru, ekki síst þeg­ar kem­ur að upp­bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­ins hús­næð­is. Þetta var góð­ur og gagn­leg­ur fund­ur um þessi mik­il­vægu mál.

Við átt­um líka fund með for­stjóra Orku­veit­unn­ar í vik­unni og sam­starfs­fólki til að fara yfir ýmsa kosti til öfl­un­ar orku.

Um helg­ina verða aug­lýst­ar nokkr­ar stjórn­enda­stöð­ur í Mos­fells­bæ. Um er að ræða laus­ar stöð­ur vegna þess að stjórn­end­ur hafa fært sig um set eða eru að hætta vegna ald­urs. Síð­an eru nýj­ar stöð­ur, ann­ar­s­veg­ar staða skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og  staða leið­toga í mála­flokki fatl­aðs fólks. Aug­lýs­ing­arn­ar birt­ast í fjöl­miðl­um um helg­ina og á vef ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins In­tell­ecta sem ann­ast um­sjón með ferl­inu.

Góða helgi!