Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. nóvember 2023

Fjöl­breytt vika að baki sem end­aði á fund­um með slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og fram­kvæmda­ráði al­manna­varna nú í eft­ir­mið­dag. Til­efni fund­ar al­manna­varna eru jarð­hrær­ing­ar á suð­vest­ur­horn­inu sem við þurf­um öll að vera við­bú­in und­ir. Í fram­kvæmda­ráði al­manna­varna eiga sæti bæj­ar­stjór­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og borg­ar­stjóri auk lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og fram­kvæmda­stjóra al­manna­varna. Far­ið var yfir stöðu mála ásamt rým­ingaráætlun, ef það kem­ur til þess að það þurfi að flytja fólk af svæð­inu. Á fundi með slökkvi­lið­inu fór­um við aft­ur yfir hug­mynd­ir að fram­tíð­ar stað­setn­ingu slökkvi­stöðva á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem verða kynnt­ar á að­al­fundi SSH sem verð­ur á föstu­dag eft­ir viku.

Í morg­un var upp­hafs­fund­ur með verk­efn­is­stjóra verk­efn­is­ins Gott að eldast sem er sam­þætt­ing­ar­verk­efni á veg­um heil­brigð­is- og fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­anna. Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Mos­fells­bær voru valin í verk­efn­ið ásamt fimm öðr­um svæð­um á land­inu. Mark­mið­ið er að sam­þætta heimastuðn­ing og heima­hjúkr­un. Á fund­in­um var far­ið yfir  ýmis praktísk at­riði sem tengjast verk­efn­inu, samn­inga við þriðja að­ila um þjón­ustu, áfanga­skipt­ingu, töl­fræði og fleira. Það er mik­ill hug­ur í starfs­fólki vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar og heilsu­gæsl­unn­ar að þróa þjón­ustu við eldri borg­ara enn frek­ar og frá­bært að fá þann stuðn­ing sem ráðu­neyt­in munu veita inn í verk­efn­ið.

Vik­an hófst með fundi með samn­inga­nefnd SSH í við­ræð­um við rík­ið um fjár­mögn­un sam­göngusátt­mál­ans en við höf­um hald­ið þrjá slíka fundi í vik­unni, yf­ir­leitt eldsnemma að morgni, þar sem bæj­ar­stjór­ar og borg­ar­stjóri eru yf­ir­leitt með þétt­bók­aða dagskrá og þessi vinna kem­ur til við­bót­ar. Það eru mikl­ir hags­mun­ir í húfi fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, að leiða til lykta fjár­mögn­un á stofn­veg­um höf­uð­borg­ar­svæðs­ins og auka ak­grein­ar fyr­ir al­menn­ings­vagna. Upp­bygg­ing í nokkr­um sveit­ar­fé­lög­um hef­ur bein­lín­is mið­ast við stað­setn­ingu bið­stöðva Borg­ar­lín­unn­ar og því mik­il­vægt að þeir samn­ing­ar sem gerð­ir hafa ver­ið standi.

Þá átti ég fund á mánu­dag­inn með stýri­hópi stjórn­ar­ráðs­ins varð­andi út­hlut­un úr sókn­aráætlun en höf­uð­borg­ar­svæð­ið, sem og að­r­ir lands­hlut­ar hafa feng­ið ár­lega styrki til sam­eig­in­legra verk­efna. Áhersl­ur  SSH hafa ver­ið á verk­efni sem falla und­ir at­vinnu og ný­sköp­un, um­hverfi og nátt­úru og vel­ferð og sam­fé­lag. Verk­efni á ár­inu 2023 eru: Mark­aðs­setn­ing al­menn­ings­sam­gangna, förg­un rafúr­gangs, úti­vist­ar­vef­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið og inn­leið­ing hringrás­ar­hag­kerf­is­ins.

Nánari upplýsingar um verkefni sóknaráætlunarinnar:

Þá sat ég fund ásamt Jó­hönnu Han­sen með for­svars­fólki hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar, þeim Mar­gréti Harð­ar­dótt­ur formanni fé­lags­ins og Jóni Geir Sig­ur­björns­syni vara­formanns. Á fund­in­um fór­um við yfir skipu­lags- og lóða­mál, lýs­ingu, reiðstíga o.fl.

Á þriðju­dag var auka­fund­ur í bæj­ar­ráði vegna fjár­hags­áætl­un­ar. Áætl­un­in er trún­að­ar­mál fram yfir fram­lagn­ingu til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn en fund­ur­inn verð­ur hald­inn þann 8. nóv­em­ber  næst­kom­andi. Þann dag var líka hrekkja­vaka og æsispenn­andi keppni hér inn­an­húss um bestu bún­ing­ana. Vel­ferð­ar­svið vann keppn­ina með frá­bær­um bún­ing­um og leik­mun­um, fóru fram úr öll­um vænt­ing­um. Að­r­ar deild­ir lögðu einn­ig hart að sér og sam­keppn­in var mik­il. Ég set mynd af sig­ur­veg­ur­un­um með þess­ari færslu ásamt starfs­fólki þjón­ustu­vers­ins.

Þá var ferða­mála­þing höf­uð­borg­ar­svæðs­ins eft­ir há­degi, þar sem fjöl­marg­ir fyr­ir­les­ar­ar fluttu er­indi og ég kynnti áhersl­ur Mos­fells­bæj­ar þeg­ar kem­ur að ferða­þjón­ustu. Fund­ur­inn var fyrsti fund­ur ný­stofn­aðr­ar Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og bar heit­ið Fyrstu skref­in. Á fund­in­um voru fjöl­mörg er­indi og ég hélt stutt­an fyr­ir­lest­ur und­ir heit­inu Hug­leið­ing­ar bæj­ar­stjóra.  Ég velti  því upp hvers vegna það væri ákjós­an­legt fyr­ir sveit­ar­fé­lög að koma að op­in­ber­um stuðn­ingi við þessa at­vinnu­grein, eins og með þátt­töku í Mark­aðs­stof­unni, og hvern­ig við tök­um vinn­una áfram heima í „hér­aði“. Helstu rökin fyr­ir því að sveit­ar­fé­lög vilja efla ferða­þjón­ustu er að hún skap­ar bak­land með­al ann­ars fyr­ir versl­an­ir, veit­inga­hús og af­þrey­ing­ar­fyr­ir­tæki þann­ig að íbú­ar njóta góðs af fjöl­breytt­ari flóru þjón­ustu­fyr­ir­tækja í sveit­ar­fé­lag­inu.

Hjalti Már Ein­rs­son við­skipta­þró­un­ar­stjóri Datera sýndi inn í könn­un fyr­ir­tæk­is­ins um segla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins út frá leitaráhuga á vefj­um.  Á topp tíu list­an­um var Sky Lagoon í Kópa­vogi núm­er eitt, Harpa núm­er tvö og Hall­gríms­kirkja núm­er þrjú. Stað­ir í Mos­fells­bæ komust ekki á lista yfir 20 mest sóttu ferða­mannastað­ina á leit­ar­vél­un­um en þeir fimm stað­ir í Mos­fells­bæ sem eru mest skoð­að­ir eru Gljúfra­steinn, Helgu­foss, Lága­fells­laug, Hafra­vatn og Úlfars­fell. Svo sann­ar­lega tæki­færi til að kom­ast ofar í leit­ar­vél­ar á þeim stöð­um sem við vilj­um styrkja sem ferða­mannastaði. Í ný­sam­þykktri at­vinnu­stefnu Mos­fells­bæj­ar er ein­mitt lögð áhersla á efl­ingu ferða­þjón­ust­unn­ar. Sæv­ar Birg­is­son  formað­ur at­vinnu­mála­nefnd­ar á sæti í stjórn Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Á mið­viku­dag voru hvorki fleiri né færri en 10 fund­ir. Flest­ir inn­an­húss­fund­ir, svo sem stöðumat með hverj­um sviðs­stjóra varð­andi verk­efni, yf­ir­ferð á skipu­lags­verk­efn­um og vinnufund­ur bæj­ar­stjóra og sviðs­stjóra með öll­um bæj­ar­full­trú­um um drög að fjár­hags­áætlun. Þar kynnti hver sviðs­stjóri helstu verk­efni mála­flokks­ins ásamt tölu­leg­um upp­lýs­ing­um.

Á fimmtu­dag var fund­ur bæj­ar- og sveit­ar­stjóra með Unicef og Ásmundi Daða Ein­ars­syni mennta- og barna­mála­ráð­herra en ríf­lega 20 sveit­ar­fé­lög á Ís­landi taka þátt í verk­efn­inu Barn­væn sveit­ar­fé­lög. Á fund­in­um var far­ið yfir nokk­ur fyr­ir­mynd­ar­verk­efni, svo sem á Akra­nesi en þar hef­ur gef­ið góða raun að sam­þætta verk­efn­ið Barn­vænt sam­fé­lag og inn­leið­ingu far­sæld­ar. Þá var skrif­að und­ir yf­ir­lýs­ingu þar sem bæj­ar­stjór­arn­ir lof­uðu að halda áfram að halda rétt­ind­um allra barna á lofti í gegn­um verk­efn­ið Barn­væn sveit­ar­fé­lög. Fyrr um morg­un­inn voru verk­efn­is­stjór­ar Barn­vænna sveit­ar­fé­laga á vinnufundi Unicef og síð­ar sama dag komu full­trú­ar ung­menna­ráða enn­frem­ur sam­an. Formað­ur verk­efn­is­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar um Barna­vænt sam­fé­lag er Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir bæj­ar­full­trúi og verk­efn­is­stjóri er Hug­rún Ósk Ólafs­dótt­ir. For­síðu­mynd pist­ils­ins er af þeim 18 bæj­ar- og sveit­ar­stjór­um sem sóttu fund­inn.

Það var ljóst í mín­um huga þeg­ar ég fór af fund­in­um að það eru fjöl­mörg tæki­færi til að gera bet­ur og stilla sam­an strengi varð­andi að­komu barna að ákvörð­un­um sem snerta dag­legt líf og vel­ferð.

Ég óska ykk­ur góðr­ar og frið­sæll­ar helg­ar!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00