Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. október 2023

Þetta var svo sann­ar­lega við­burða­rík vika enda Kvenna­verk­fall á þriðju­dag og sögu­leg­ur fjöldi kvenna mætti á Arn­ar­hól til að sýna sam­stöðu með kyn­systr­um sín­um. Við í Mos­fells­bæ fór­um ekki var­hluta af verk­fall­inu og voru stofn­an­ir bæj­ar­ins ým­ist lok­að­ar eða  þjón­usta skert. For­síðu­mynd­in er af starfs­kon­um bóka­safns­ins í Mos­fells­bæ sem fóru sam­an á Arn­ar­hól og það er Rósa Trausta­dótt­ir verk­efn­is­stjóri sem held­ur á mynda­vél­inni og tek­ur þessa flottu sjálfu. Arn­ar Jóns­son sviðs­stjóri menn­ing­ar, íþrótta og lýð­heilsu­sviðs stóð vakt­ina á bóka­safn­inu og Kristján Þór Magnús­son mannauðs­stjóri var í mót­tök­unni í þjón­ustu­veri bæj­ar­ins og svar­aði sím­an­um.  Við feng­um ein­mitt senda þessa fínu mynd af Kristjáni ásamt dótt­ur sinni við störf þenn­an dag sem fylg­ir pistl­in­um.

Marg­ar kon­ur féllu hins­veg­ar í þann flokk að vera „ómiss­andi“ en það eru að­al­lega þær sem starfa við umönn­un og þjón­ustu við fatl­aða ein­stak­linga. Ég færi þeim sér­stak­ar þakk­ir fyr­ir að standa vakt­ina þenn­an dag á með­an við hinar gát­um tek­ið þátt í fund­ar­höld­um dags­ins. Ég vil líka þakka þeim körl­um sem hlupu í skarð­ið fyr­ir okk­ur þenn­an dag.

Hjá Mos­fells­bæ eru kon­ur um 75% af starfs­mönn­um  og það má því segja að þær haldi uppi þjón­ustu bæj­ar­ins, ekki síst þeg­ar kem­ur að skóla og vel­ferð­ar­mál­um.

Í vik­unni var ég við­stödd vígslu ramps núm­er níu­hundruð í átak­inu „Römp­um upp Ís­land“ við há­tíð­lega at­höfn á Reykjalundi. Á fjórða tug rampa hafa ver­ið byggð­ir fyr­ir end­ur­hæf­ing­ar­mið­stöð­ina á Reykjalundi og hjúkr­un­ar­sam­býl­ið Hlein sem stað­sett er á lóð Reykjalund­ar. Það var ein­mitt Val­gerð­ur Karls­dótt­ir íbúi á Hlein, sem fékk heið­ur­inn að því að klippa á rauða borð­ann á vígslunni. Næsta verk­efni hjá „Römp­um upp Ís­land“ hér í Mos­fells­bæ er á Hlað­gerð­ar­koti og síð­an í Skála­túni. Við höf­um átt í mjög far­sælu sam­starfi við þá sem stýra verk­efn­inu en þetta er gríð­ar­lega flott og mik­il­vægt fram­tak sem Har­ald­ur Þor­leifs­son hafði frum­kvæði að.

Í vik­unni voru fjöl­marg­ir fund­ir eins og hefð­in er, með­al ann­ars hjá bæj­ar­stjór­um og borg­ar­stjóra með Arn­ari Þór Sæv­ars­syni fram­kvæmda­stjóra Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vegna mála­flokks fatl­aðs fólks. Arn­ar  sit­ur í samn­inga­nefnd sem var skip­uð fyr­ir rúmu ári síð­an til að greina tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar og rekst­ur mála­flokks­ins og er að móta til­lög­ur að tekju­skipt­ingu rík­is og sveit­ar­fé­laga vegna þessa. Ég fór líka á fund fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, Guð­mund­ar Inga Gunn­ars­son­ar ásamt Páli Björg­vini Guð­munds­syni fram­kvæmda­stjóra SSH til að ræða stöðu mála­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og kröf­ur okk­ar sveit­ar­fé­lag­anna. Þá fór ég í við­tal til Mos­fell­ings­ins Guð­mund­ar Páls­son­ar sem er með þátt­inn Sam­fé­lag­ið á Rás 1 vegna und­ir­bún­ings Mos­fells­bæj­ar fyr­ir kvenna­frí­dag­inn. Opnu við­tals­tím­an­ir voru á sín­um stað og bæði bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur í vik­unni og bæj­ar­ráð.

Það sem hef­ur þó tek­ið mest­an tíma er fjár­hags­áætl­un­ar­vinn­an og í þess­um skrif­uðu orð­um, er henni ekki lok­ið og við erum nokk­ur sem erum að leggja loka­hönd á áætl­un­ina sem fer út til bæj­ar­full­trúa um helg­ina, og verð­ur lögð fyr­ir bæj­ar­ráð á þriðju­dags­morg­unn. Við vor­um svo hepp­in að Halla Karen Kristjáns­dótt­ir formað­ur bæj­ar­ráðs kom fær­andi hendi í dag með nýbakað brauð  og ég náði að smella mynd af henni ásamt þeim Pétri Lockton fjár­mála­stjóra, Önnu Maríu Ax­els­dótt­ur verk­efn­is­stjóra fjár­mála, Ólafíu Dögg Ás­geirs­dótt­ur skrif­stofu­stjóra og Þóru M. Hjaltested bæj­ar­lög­manni. Því­líkt teymi!

Að þessu sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar – en veð­ur­spá­in er frá­bær og ég vona að þið njót­ið vel.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00