Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. júní 2023

For­síðu­mynd­in að þessu sinni er af skóla­stjór­um leik­skóla í Mos­fells­bæ ásamt Gunn­hildi sviðs­stjóra fræðslu- og frí­stunda­viðs og Ragn­heiði leik­skóla­ráð­gjafa. Við erum með frá­bæra stjórn­end­ur í Mos­fells­bæ og það hef­ur mætt mik­ið á þess­um hópi und­an­farn­ar vik­ur við að skipu­leggja starf­ið í leik­skól­un­um, ekki síst þar sem sum­ar deild­ir eru opn­ar en aðr­ar ekki. Því mið­ur grein­ir for­ystu sam­bands­ins og BSRB á um skil­grein­ingu á verk­falls­brot­um og við erum með mis­vís­andi leið­bein­inga­blöð í hönd­un­um frá sitt­hvor­um að­il­an­um. Ég hef hvatt for­ystu sam­bands­ins til að koma á tal­sam­bandi á milli að­ila, þar sem það er mjög mik­il­vægt að við séum hvorki með víð­tæk­ari lok­an­ir á okk­ar stofn­un­um en þörf er á og á hinn bóg­inn að við virð­um rétt starfs­fólks til verk­falls og göng­um ekki í störf þeirra.

Það er for­takslaus regla að stjórn­end­ur stofn­ana mega ganga í öll störf í verk­falli og á bæj­ar­skrif­stof­un­um er það bæj­ar­stjóri sem hef­ur það um­boð, en ekki sviðs­stjór­ar né deild­ar­stjór­ar. Þjón­ustu­ver­ið er lok­að og ég hef því sinnt nauð­syn­leg­ustu verk­efn­um s.s. mót­tek­ið  pósta og fram­sent á til­tekna starfs­menn auk ým­issa til­fallandi verk­efna. Við höf­um hins­veg­ar ekki tök á því að taka á móti fólki né svara í sím­ann. Ég vil nota tæki­fær­ið hér og biðla til bæj­ar­búa að nýta sér líka vef Mos­fells­bæj­ar en þar er að finna net­föng ein­stakra starfs­manna og best er ef póst­ar fara beint þang­að.

Ég verð að við­ur­kenna að það sér ekki al­veg til lands í verk­fall­inu og ég tel afar mik­il­vægt að rík­is­sátta­semj­ari stígi inn af full­um krafti núna og leggi fram miðl­un­ar­til­lögu. Það verð­ur að semja og báð­ir að­il­ar að gefa eitt­hvað eft­ir.

Vik­an var fjöl­breytt að vanda og í morg­un fékk ég mjög áhuga­verða heim­sókn frá full­trú­um Lizt­vinnsl­unn­ar sem er mið­stöð fatl­aðs lista­fólks og Þór­ir okk­ar Gunn­ars­son er þar mjög virk­ur með­lim­ur. Auk Þór­is komu á fund­inn þau Elín Sig­ríð­ur Mar­grét Ólafs­dótt­ir, lista­kona sem kall­ar sig ESMÓ og Mar­grét Norð­dahl sem stýr­ir vinn­unni.  Þau vilja sam­starf við rík­ið og sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um stofn­un og stuðn­ing við listamið­stöð sem gæti nýst fötl­uðu lista­fólki á svæð­inu. Frá­bær fund­ur með skap­andi og góðu fólki.

Ann­ars ein­kennd­ist dag­ur­inn af und­ir­bún­ingi fyr­ir næsta bæj­ar­ráð, upp­lýs­inga­fundi sam­bands­ins vegna verk­falls­ins, nokkr­um inn­an­húss fund­um og sím­töl­um  vegna verk­falls­ins og áhrifa þess á ein­staka verk­efni og stofn­an­ir.

Í vik­unni var bæði bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur og bæj­ar­ráðs­fund­ur og í bæj­ar­ráði var sam­þykkt að  heim­ila skipu­lags­full­trúa og lög­manni að út­búa og ganga frá samn­ing­um við áhuga­sama að­ila í Leir­vogstungu­hverfi sem vilja nýta sér af­notareiti í sam­ræmi við skipu­lag en for­sag­an er sú að­skipu­lagi svæð­is­ins var breytt árið 2022 með það að mark­miði að aðliggj­andi hús og lóð­ir við bæj­ar­land geti feng­ið af­nota­svæði sem við­bót við garð eða lóð. Fyr­ir­komu­lag­ið gef­ur íbú­um kost á að nýta vannýtt svæði bet­ur. Af­nota­haf­ar geta mót­að land og að­lag­að það lóð sinni. Svæði má girða af með ein­föld­um hætti og gróð­ur­setja. Af­notareit­ir gefa ekki aukn­ar bygg­ing­ar­heim­ild­ir húsa og þar má ekki reisa eða fram­kvæma var­an­leg mann­virki, svo sem háa skjól­veggi eða garð­hýsi. Ég reikna með að það verði marg­ir íbú­ar sem muni sækja um af­nota­rétt­inn og verk­efn­ið hafi þannig já­kvæð áhrif á um­hverf­ið í Leir­vogstungu.

Á mið­viku­dag skrif­uð­um við und­ir samn­ing við Sam­tök­in 78 um hinseg­in fræðslu  í skóla og frí­stund­a­starfi í Mos­fells­bæ. Með þess­um samn­ingi fá við­kom­andi að­il­ar ráð­gjöf Sam­tak­anna án end­ur­gjalds. Fræðsl­an er í formi er­inda fyr­ir allt starfs­fólk og nám­skeiða fyr­ir nem­end­ur og mun hefjast strax á haustönn 2023. Þetta mál­efni er bæj­ar­full­trú­um mjög hug­leik­ið og gleði­efni að samn­ing­ur­inn sé kom­inn á.

Hags­muna­sam­tök hinseg­in fólks hafa bent á að margskon­ar áreitni, hat­ursorð­ræða og of­beldi hef­ur auk­ist mjög í garð hinseg­in fólks. Einnig hafa frétt­ir af slíku of­beldi ver­ið í fjöl­miðl­um og til um­ræðu á sam­fé­lags­miðl­um. Mik­il­vægt er að bregð­ast við með auk­inni um­ræðu og fræðslu og þar vilj­um við í Mos­fells­bæ fast til jarð­ar til að sporna við þessri þró­un.

Ég sótti stjórn­ar­fund Reykjalund­ar í vik­unni og fór einnig í við­tal við ráð­gjafa Strategíu sem er að und­ir­búa stefnu­mót­un á starf­sem­inni í haust. Að­al­fund­ur Reykjalund­ar verð­ur hald­inn þann 20. júní næst­kom­andi og þar mun heil­brigð­is­ráð­herra með­al ann­ars ávarpa fund­inn. Fund­ur­inn er op­inn öll­um og verð­ur vel aug­lýst­ur.

Ég átti fundi með bæði leik­skóla­stjóra­hópn­um og síð­an full­trú­um Stamos vegna túlk­un­ar á ákvæð­um laga um verk­föll. Ég átti líka fleiri en einn fund með fram­kvæmda­stjóra sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, með­al ann­ars til að und­ir­búa stefnu­ráðs­fund um al­menn­ings­sam­göng­ur og úr­gangs­mál sem verð­ur hald­inn í þar næstu viku. Þá átti ég mjög góð­an fund með Valdi­mar Smára Gunn­ars­syni sem kynnti verk­efn­ið All­ir með sem snýr að því að hvetja fleiri fatl­aða til að æfa íþrótt­ir. Í máli Valdi­mars kom fram að um 3.000 börn, 17 ára og yngri, eru með fatlan­ir á Ís­landi en að­eins 150 þeirra eða 4%, stunda íþrótt­ir hjá íþrótta­fé­lagi skv. fé­laga­skrán­ing­ar­kerfi ÍSÍ og UMFÍ. Það er ljóst að þarna þurfa bæði sveit­ar­fé­lög og íþrótta­fé­lög að gera bet­ur og eru það hug­mynd­ir Valdi­mars að hægt verði að byrja á einni til tveim­ur íþrótta­grein­um í hverju sveit­ar­fé­lagi fyr­ir sig, og þá mis­mun­andi grein­um.  Þannig yrði til fjöl­breytt flóra nám­skeiða fyr­ir fötl­uð börn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Við mun­um halda þessu sam­tali áfram og fá fleiri að borð­inu.

Það eru tím­anna tákn að í sömu vik­unni fáum við heim­sókn frá ungu fötl­uðu fólki sem vill hafa sömu mögu­leika og ófatl­að fólk til að sinna list­sköp­un og braut­ryðj­anda í íþrótt­um fyr­ir fatl­aða sem eru nán­ast ósýni­leg­ir í íþrótta­fé­lög­un­um í dag. Það er nefni­lega ekki nóg að vera með Skóla án að­grein­ing­ar, við verð­um að vera með Sam­fé­lag án að­grein­ing­ar og það tek­ur til há­skóla­náms, at­vinnu­lífs, íþrótta og menn­ing­ar­lífs. Fjöl­breytni eyk­ur lit­róf lífs­ins!

Að þessu sögðu þá minni ég á leik­inn á morg­un, fyrsta leik knatt­spyrnu­deild­ar karla í Aft­ur­eld­ingu á nýja grasvell­in­um að Varmá. Leik­ur­inn er við Vestra. Ég kemst ekki sjálf þar sem ég verð á ferða­lagi um helg­ina en ég veit að marg­ir bæj­ar­full­trú­ar ætla að mæta á leik­inn.

Áfram Aft­ur­eld­ing og góða helgi!