Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. september 2022

Ágætu bæj­ar­bú­ar,

Vik­an 12. – 16. sept­em­ber var við­burða­rík enda er oft mik­ið að gera á haust­in í tengsl­um við sveit­ar­stjórn­ar­mál, ekki síst á nýju kjör­tíma­bili. Stjórn SSH, eða Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hélt auka­fund í byrj­un vik­unn­ar vegna mála sem frest­uð­ust á föst­um stjórn­ar­fundi sem var hald­inn 5. sept­em­ber og var fjöldi mála  tek­inn fyr­ir á auka­fund­in­um.

Með­al ann­ars var staða við­ræðna við rík­ið vegna sam­göngusátt­mála kynnt og ein­stök verk­efni,s.s. al­menn­ings­sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Enn­frem­ur var rætt um ramma­samn­ing inn­viða­ráðu­neyt­is­ins, Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga en samn­ing­ur­inn kveð­ur á um upp­bygg­ingu hús­næð­is í sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Stefnt er að því að gera samn­ing við hvert og eitt sveit­ar­fé­lag um út­veg­un lóða til upp­bygg­ing­ar  og  áhersla lögð á að eyrn­ar­merkja ákveð­ið hlut­fall af lóð­un­um til bygg­ing­ar á svo­köll­uðu óhagn­að­ar­drifnu hús­næði. Und­ir þá skil­grein­ingu falla til dæm­is  fé­lög eins og Bjarg sem er í eigu verka­lýðs­fé­laga og leig­ir tekju­lágu fólki hús­næði á kostn­að­ar­verði. Það eru  skil­yrði fyr­ir út­hlut­un að við­kom­andi sé full­gild­ur að­ili í ein­hverju af þeim  stétt­ar­fé­lög­um sem standa að Bjargi og sé með tekj­ur inn­an til­tek­inna við­mið­un­ar­marka. Einn­ig eru fé­lög eins og Bú­seti, skil­greint sem óhagn­að­ar­drif­ið en það er  fé­lag sem bygg­ir og sel­ur kaup­leigu­íbúð­ir. Þá falla fé­lög sem byggja náms­mann­a­í­búð­ir und­ir skil­grein­ing­una og fé­lög sem byggja fyr­ir eldri borg­ara. Einn­ig er gert ráð fyr­ir að sveit­ar­fé­lög upp­fylli skyld­ur um upp­bygg­ingu hús­næð­is fyr­ir fatlað fólk með það að mark­miði að leggja nið­ur her­bergja­sam­býli. Enn­frem­ur að sveit­ar­fé­lög  byggi eða kaupi íbúð­ir fyr­ir fólk í fé­lags­leg­um vanda. Enn er ósam­ið á milli rík­is og sveit­ar­fé­laga um fjár­mögn­un þess­ar­ar miklu hús­næð­is­upp­bygg­ing­ar sem er áætluð á næstu 10 árum en boð­að er að fram­lög verði aukin til stofnstyrkja. Sveit­ar­fé­lög­in hafa kallað eft­ir því að rík­ið komi að kostn­aði vegna upp­bygg­ing­ar í mála­flokks fatl­aðs fólks og hafa jafn­framt bent á mik­inn kostn­að vegna inn­viða þeg­ar lóð­um er út­hlutað í ný­bygg­ing­ar­hverf­um. Ný hverfi kalla ekki ein­göngu á  gatna­gerð og veitu­fram­kvæmd­ir held­ur einn­ig á ýmis kon­ar fjár­fest­ingu í sam­fé­lags­leg­um inn­við­um s.s. skóla og leik­skóla.

Þess­ar fyrstu tvær vik­ur í starfi hafa leitt hug­ann að því mikla starfi sem fram fer á vett­vangi stjórn­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sveit­ar­fé­lög­in reka sam­an al­menn­ings­sam­göng­ur og standa sam­an að sam­göngusátt­mála og fyr­ir­tæk­inu Betri sam­göng­ur ehf. Einn­ig standa þau sam­an að rekstri Sorpu og mót­un sam­eig­in­legr­ar fram­tíð­ar­sýn­ar á úr­gangs­mál á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þau standa enn­frem­ur sam­an að slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, al­manna­vörn­um og skíða­svæð­um auk ým­issa smærri verk­efna. Fund­ar­gerð­ir sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru opn­ar og að­gengi­leg­ar al­menn­ingi á vef sam­bands­ins. Þar er einn­ig að finna fund­ar­gerð­ir stjórna byggð­ar­sam­lag­anna auk eig­enda­funda.

Í vik­unni var einn­ig hald­inn fund­ur stefnu­ráðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins með stjórn og for­stjóra Strætó bs og með stjórn og fram­kvæmda­stjóra Sorpu. Stefnuráð er vett­vang­ur kjör­inna full­trúa sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fram­kvæmda­stjóra sveit­ar­fé­lag­anna og er ætlað að marka stefnu í mál­efn­um byggð­ar­sam­lag­anna og mála­flokk­anna í heild sinni.

Full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar í stefnu­ráði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru bæj­ar­full­trú­arn­ir Lovísa Jóns­dótt­ir og Ás­geir  Sveins­son auk bæj­ar­stjóra.

Ég átti líka fund í vik­unni með Aft­ur­eld­ingu en sér­stak­ur sam­ráðsvett­vang­ur er starf­andi sem mun funda á hálfs­mán­að­ar­fresti í vet­ur til að ræða ýmis mál sem tengjast bæn­um og fé­lag­inu. Í kjöl­far þess að ekk­ert til­boð barst í þjón­ustu­hús sem hef­ur ver­ið á teikni­borð­inu í lang­an tíma er þörf á að end­ur­meta næstu verk­efni við upp­bygg­ingu á þessu mik­il­væga út­vist­ar og íþrótta­svæði Mos­fell­inga.

Ég náði að fara í heim­sókn á tvær stofn­an­ir í vik­unni, frí­stunda­klúbb­inn Úlf­inn sem er stað­sett­ur í Kjarn­an­um, nán­ar til­tek­ið þar sem heilsu­gæsl­an í Mos­fells­bæ var áður og Eir­hamra þar sem fram fer mjög líf­legt fé­lags­st­arf fyr­ir eldri borg­ara. Í Úlf­inn koma 10 börn og ung­menni dag­lega sem eiga við mis­mun­andi fötlun að stríða. Ann­ars veg­ar hóp­ur barna í 5. – 10. bekk og hins veg­ar ung­ling­ar í fram­halds­skól­um. Mar­grét Rós Ein­ars­dótt­ir for­stöðu­mað­ur og henn­ar fólk eru að skipu­leggja vetr­ar­starf­ið og hafa mik­inn metn­að til að gera sem fjöl­breytt­asta dagskrá. Frí­stund­ast­arf fyr­ir fötluð börn og ung­linga er gríð­ar­lega mik­il­væg þjón­usta sem þarf að vera í stöð­ugri þró­un.

Í Eir­hömr­um fer fram fé­lags­st­arf fyr­ir eldri borg­ara Mos­fells­bæj­ar og er starf­ið í nán­um tengsl­um við ör­yggis­íbúð­ir við Eir­hamra og hjúkr­un­ar­heim­il­ið Hamra. Elva Björg Páls­dótt­ir stýr­ir því starfi og var ein­mitt kjör­inn Mos­fell­ing­ur árs­ins 2021 vegna starfa sinna í þágu eldri borg­ara. Í bíg­erð er að stækka hús­næði fé­lags­starfs­ins og við hitt­um ein­mitt for­svars­fólk Eir­ar, sem leig­ir Mos­fells­bæ hús­næði und­ir fé­lags­starf­ið. Við hitt­um líka Inga sem er ný­ráð­inn yf­ir­mað­ur heima­hjúkr­un­ar og heima­þjón­ustu en Mos­fells­bær er með samn­ing við Eir um alla heima­þjón­ustu við íbúa bæj­ar­ins, hvort sem þeir búa að Eir­hömr­um eða ann­ars­stað­ar í bæn­um. Og svo má ekki gleyma hressa göngu­hópn­um sem var til­bú­inn að stilla sér upp í mynda­töku og smit­aði frá sér mikla gleði og kátínu. Því mið­ur get ég ekki merkt alla í hópn­um með nafni – en það kem­ur síð­ar!

Ég sótti minn fyrsta bæj­ar­stjórn­ar­f­und í þess­ari viku og voru mörg áhuga­verð mál reif­uð og rædd. Í bæj­ar­stjórn eru fund­ar­gerð­ir fagráða lagð­ar fyr­ir og skap­ast oft um­ræð­ur um ein­staka dag­skrárliði.

For­svars­menn Sorpu komu á fund bæj­ar­ráðs á fimmtu­dags­morg­un­inn til að ræða sam­starfs­samn­ing á milli sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem renn­ur út í árslok 2023 en þar er kveð­ið á um að urð­un verði hætt í Álfs­nesi fyr­ir þann tíma. Bæj­ar­ráð bók­aði eft­ir­far­andi í lok fund­ar­ins;

,,Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar þakk­ar stjórn­end­um Sorpu fyr­ir grein­ar­góða kynn­ingu á stöðu mála.

Í við­auka við eig­enda­sam­komu­lag Sorpu sem und­ir­rit­að var 6. júlí 2020 um lok­un urð­un­ar­stað­ar­ins er kveð­ið á um að áætl­un um að­gerð­ir sem henni tengj­ast skulu liggja fyr­ir í árs­lok 2022.

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir mikl­um von­brigð­um með að ekki hafi tek­ist að finna við­un­andi fram­tíð­ar­lausn varð­andi urð­un­ar­stað fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið, sér­stak­lega í ljósi þess að bæj­ar­fé­lag­ið hef­ur nú þeg­ar í tvígang fall­ist á áfram­hald­andi urð­un í góðri trú um að unn­ið væri að lok­un“.

Ég komst því mið­ur ekki á bæj­ar­ráðs­fund­inn þar sem ég var á leið í náms­ferð bæj­ar­skrif­stof­unn­ar til borg­ar­inn­ar Zurich í Sviss. Þessi ferð var skipu­lögð fyr­ir margt löngu en vegna Covid hafði hún frest­ast um tvö ár. Það er hefð fyr­ir því á bæj­ar­skrif­stof­unni og víða í stofn­un­um bæj­ar­ins og sveit­ar­fé­lög­um al­mennt að fara í starfs­mennt­un­ar­ferð­ir á nokk­urra ára fresti en all­ur ferða­kostn­að­ur og uppi­hald er greidd­ur úr starfs­mennt­un­ar­sjóði við­kom­andi stétt­ar­fé­lags. Að þessu sinni eru 36 starfs­menn með í ferð­inni og Zurich var með­al ann­ars valin vegna þekk­ing­ar Marco verk­efn­is­stjóra á um­hverf­is­sviði á stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar en hann er Sviss­nesk­ur og dvaldi í Zurich á náms­ár­un­um. Við feng­um mjög fjöl­breytta fræðslu. Með­al ann­ars um að­geng­is­mál fatl­aðs fólks, um­hverf­is­mál, mannauðs­stjórn­un og sam­göng­ur svo það helsta sé nefnt. Ég verð að við­ur­kenna að ég er mjög þakk­lát fyr­ir að hafa feng­ið tæki­færi til að fara í þessa ferð en mér þótti fyr­ir­var­inn svo­lít­ið skamm­ur, þeg­ar hún var kynnt fyr­ir mér í sum­ar. En með því að fara hef ég feng­ið tæki­færi til að kynn­ast frá­bæru sam­starfs­fólki á miklu auð­veld­ari hátt en ella hefði gerst auk þess sem Zurich er að gera marga áhuga­verða hluti sem hægt er að yf­ir­færa á okk­ar góða sam­fé­lag í Mos­fells­bæ.

Að þessu sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar og þakka þeim sem ég hef átt í sam­starfi við fyr­ir góða vinnu­viku.

Regína Ás­valds­dótt­ir

Mynd 1: Mar­grét for­stöðu­kona Úlfs­ins og Sig­ur­björg fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs.

Mynd 2: Með Elvu og Inga á Eir­hömr­um ásamt Sig­ur­björgu fram­kvæmda­stjóra á fjöl­skyldu­sviði og Ey­björgu Hauks­dótt­ur frá Eir.

Mynd 3: Hress­ir fé­lag­ar í göngu­klúbbi fé­lags­starfs­ins.

Mynd 4: Góð­ar mót­tök­ur á flug­vell­in­um í Zurich.

Mynd 5: Hluti starfs­hóps­ins á bæj­ar­skrif­stof­unni í Zurich.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00