Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. desember 2022

Mjög við­burða­rík vika að baki!

Ég var rétt í þessu að und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ingu við lög­reglu­stjór­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, for­stjóra heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sýslu­mann­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og skóla­meist­ara fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ um verklags­regl­ur vegna barna sem verða fyr­ir of­beldi eða beita önn­ur börn of­beldi. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti til­lögu þessa efn­is á fundi sín­um í gær.

Verk­efn­ið hef­ur ver­ið tölu­verð­an tíma í þró­un með nokkr­um til­rauna­sveit­ar­fé­lög­um  en  Mos­fells­bær er fyrsta sveit­ar­fé­lag­ið sem inn­leið­ir nýj­ar verklags­regl­ur. Í þeim er kveð­ið á um þá ferla sem fara af stað, ef grun­ur vakn­ar um of­beldi gegn börn­um og hvert er hlut­verk hverr­ar og einn­ar stofn­un­ar í þeim mál­um.

Í þessu verk­efni krist­allast mik­il­vægi sam­fé­lagslög­reglu en á stjórn­ar­fundi sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrr í vik­unni var ein­mitt sam­þykkt bók­un sem snýr að mik­il­vægi lög­regl­unn­ar þeg­ar kem­ur að starfi með börn­um og ung­menn­um.

En for­síðu­mynd­in að þessu sinni er frá tón­leik­um Mos­fell­skórs­ins sem voru haldn­ir í Hlé­garðs­garð­in­um sem er svo fal­lega skreytt­ur núna á að­vent­unni. Góð­ur söng­ur og skemmti­legt laga­val skap­aði nota­lega stemn­ingu í garð­in­um. Tíma­setn­ing­in var líka ein­stak­lega vel valin en á milli fjög­ur og fimm síð­deg­is þá tek­ur að rökkva og gam­an að fylgjast með ljósa­skipt­un­um.

Í vik­unni feng­um við Halla Karen formað­ur bæj­ar­ráðs mjög góða heim­sókn frá Ár­borg en Fjóla Krist­ins­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Bragi Bjarna­son formað­ur bæj­ar­ráðs heim­sóttu okk­ur. Það er margt líkt með þess­um sveit­ar­fé­lög­um þeg­ar kem­ur að íbúa­fjölda en þau eru rúm­lega 11 þús­und á móti rúm­lega 13 þús­und í Mos­fells­bæ. Það hef­ur ver­ið hrað­ur vöxt­ur í upp­bygg­ingu þar – eins og hér og margt hægt að læra af þeim og öf­ugt.

Vest­ur­lands­veg­ur, í gegn­um Mos­fells­bæ, var vígð­ur form­lega eft­ir end­ur­bæt­ur og breikk­un í vikunni. Vígð­ir voru tveir áfang­ar, tæp­ir 2 kíló­metr­ar frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi, en fram­kvæmd­irn­ar eru hluti  af verk­efn­um Sam­göngusátt­mála rík­is­ins og sex sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem gerð­ur var í sept­em­ber 2019. Fram­kvæmd­ir við fyrsta áfanga hóf­ust í lok maí 2020 og lauk í des­em­ber það sama ár. Seinni áfangi fór af stað í fe­brú­ar á þessu ári og lauk form­lega við opn­un­ina þann 8. des­em­ber. Í fyrri áfanga, sem náði frá Skar­hóla­braut að Langa­tanga, var ak­rein­um fjölg­að úr þrem­ur í fjór­ar og þannig kom­ið í veg fyr­ir um­ferð­ar­tepp­ur sem oft mynd­uð­ust við Lága­fells­kirkju. Í seinni áfang­an­um, sem náði frá Langa­tanga að Reykja­vegi, voru fjór­ar ak­rein­ar fyr­ir en þörf á end­ur­bygg­ingu veg­ar­ins. Stærsta breyt­ing­in er sú að akst­urs­stefn­ur eru nú að­skild­ar með vegriði á allri leið­inni sem stór­eyk­ur um­ferðarör­yggi á veg­in­um. Við vorum fjögur sem klipptum á borðann,  Sig­urð­ur Ingi Jóhanns­son inn­viða­ráð­herra, Berg­þóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerð­ar­inn­ar, Dav­íð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna, auk mín. Við fengum dygga aðstoð frá þeim Dag­björtu Lilju Odds­dótt­ur og Þór­hildi Kar­en Gunn­ars­dótt­ur úr 7. bekk Lágafellsskóla en þær voru skæraverðir.

Á mið­viku­dag var seinni um­ræða í bæj­ar­stjórn um fjár­hags­áætlun 2023 og jafn­framt síð­asti fund­ur bæj­ar­stjórn­ar á ár­inu. Það eru alltaf tíma­mót að fylgja fjár­hags­áætlun úr hlaði en í henni má finna aukna áherslu á vel­ferð­ar­þjón­ustu, mik­inn fjölda upp­bygg­ing­ar­verk­efna í skóla og íþrótta­mál­um auk gatna­gerð­ar og veitu­fram­kvæmda. Rekstr­araf­gang­ur minnk­ar um 170 mkr. á milli um­ræðna, að­al­lega í formi fjár­magnsliða vegna nýrr­ar þjóða­hags­spár um verð­bólgu á ár­inu 2023.

Það var líka bæj­ar­ráðs­fund­ur í vik­unni og þar var með­al ann­ars sam­þykkt heim­ild til að fella nið­ur leik­skóla­gjöld hjá þeim for­eldr­um sem óska eft­ir að taka sam­fleytt frí fyr­ir börn­in sín á milli jóla og ný­árs. Eins og kem­ur fram í grein­ar­gerð frá fræðslu- og frí­stunda­sviði þá hef­ur þörf for­eldra fyr­ir leik­skóla­vist­un í kring­um jól og ára­mót ver­ið að­eins minni en á öðr­um tím­um árs­ins. Rétt er að ít­reka að ekki er ver­ið að leggja það til að leik­skól­inn verði al­mennt lok­að­ur á þess­um tíma, held­ur ein­ung­is ver­ið að gefa þeim for­eldr­um sem þess kjósa mögu­leika á að vist­un­ar­gjald þeirra verði fellt nið­ur þeg­ar barn­ið er í fríi.

Þá var sam­þykkt að ganga til samn­inga við fyr­ir­tæk­ið Strategíu um stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt á sveit­ar­fé­lag­inu Mos­fells­bæ. Í des­em­ber og janú­ar verð­ur unn­ið að gagna­öflun, m.a. í gegn­um við­töl og fundi og í fe­brú­ar og mars unn­ið að grein­ingu og til­lög­um að úr­bót­um.

Það voru fleiri fund­ir í vik­unni, með­al ann­ars stjórn­ar­fund­ir í al­manna­varn­ar­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Ég tók líka þátt í skemmti­leg­um und­ir­bún­ingi vegna árs­há­tíð­ar Mos­fells­bæj­ar en um það at­riði rík­ir mik­il leynd­ar­hyggja og best að ljóstra engu upp að sinni 🙂

Á morg­un er svo opn­un á jóla­skóg­in­um í Hamra­hlíð á veg­um skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar og þar fæ ég hjálp frá jóla­svein­un­um við að saga fyrsta tréð sem fer í sölu. Það er líka opið hús hjá hesta­manna­fé­lag­inu Herði, upp­lest­ur á Gljúfra­steini, kyrrð­ar­stund­ir í Lága­fells­kirkju,  tón­leik­ar í Hlé­garði  og margt fleira.

Það er ljóst að það er nóg um að vera í sam­fé­lag­inu hér og ég óska ykk­ur góðr­ar helg­ar.

Regína Ás­valds­dótt­ir

For­síðu­mynd er af Mos­fell­skórn­um
Mynd 1: Hluti kór­fé­laga og gesta í Hlé­garðs­garð­in­um
Mynd 2: Við Halla Karen formað­ur bæja­ráðs og Fjóla Krist­ins­dótt­ir bæj­ar­stjóri Ár­borg­ar og Bragi Bjarna­son formað­ur bæj­ar­ráðs Ár­borg­ar
Mynd 3: Hanna Guð­laugs­dótt­ir mannauðs­stjóri og Anna Rún Sveins­dótt­ir í und­ir­bún­ings­nefnd fyr­ir árs­há­tíð­ina eitt­hvað að bralla
Mynd 4: Klippt á borða við Vest­ur­landsveg í kulda og trekki
Mynd 5: Skæra­ber­arn­ir Dag­björt og Þór­hild­ur ásamt Sig­urði Inga Jó­hanns­syni inn­viða­ráð­herra

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00