Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. september 2022

Ágætu bæj­ar­bú­ar,

Mik­ið var gam­an að koma í íþrótta­hús­ið í morg­un og hitta um 500 starfs­menn leik­skóla, grunn­skóla, frí­stund­astarfs og lista­skóla til að ræða nýja mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar, Heim­ur­inn er okk­ar. Ég fékk þann heið­ur að ávarpa fund­ar­gesti í upp­hafi starfs­dags­ins. Stefn­an er metn­að­ar­full og nafn­ið á henni vís­ar í mik­il­vægi fjöl­breyti­leik­ans. Það er full ástæða til þess að óska öll­um þeim sem komu að stefn­unni til ham­ingju með afrakst­ur­inn. En eng­in stefna get­ur ver­ið án góðr­ar að­gerða­áætl­un­ar og það eru ein­mitt næstu skref, að fylgja henni eft­ir með mark­viss­um að­gerð­um.

Í gær ávarp­aði ég gesti á jafn­rétt­is­degi sem er hald­inn ár­lega í Mos­fells­bæ til heið­urs Helgu J. Magnús­dótt­ur en hún var fyrst kvenna odd­viti í sveitarfélaginu og lét sig varða mál­efni kvenna með ýms­um hætti í sínum störfum. Efnistök dagsins sneru að jafnrétti á vinnumarkaðnum út frá ólíkum aldurshópum og voru erindin fjölbreytt frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem hafa reynslu af vinnumarkaðnum úr ólíkum áttum. Upptökur frá fundinum verða settar á vef Mosfellsbæjar.

Ég náði að heim­sækja nokkr­ar stofn­an­ir í vik­unni, Klapp­ar­hlíð sem er bú­setukjarni og Huldu­hlíð sem er heim­ili fyr­ir börn og hitta stjórn­end­ur og starfs­fólk. Ég fór einn­ig í þjón­ustu­stöð­ina og átti góð­an fund með starfs­fólki þar en þar er starfs­fólk sem sinn­ir veit­un­um í Mos­fells­bæ, garð­yrkju og al­menn­um þjón­ustu­störf­um.

Á fundi bæj­ar­ráðs í vik­unni var tek­ið fyr­ir minn­is­blað frá starfs­hópi sem var sett­ur á lagg­irn­ar af full­trú­um Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og mót­ar til­lög­ur um sam­ræm­ingu úr­gangs­flokk­un­ar. Þann 1. janú­ar 2023 taka gildi laga­breyt­ing­ar um með­höndl­un úr­gangs. Laga­breyt­ing­ar kveða m.a. á um að inn­heimta vegna sorp­hirðu skuli vera sem næst raun­kostn­aði við með­höndl­un úr­gangs. Breyt­ing­in hef­ur ver­ið kölluð „borg­að þeg­ar hent er“ en ým­ist er inn­heimt eft­ir rúm­máli eða þyngd úr­gangs sem fram­leidd­ur er.

Ítarleg lýsing á valkostum sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir sveitarfélögin á landinu:

Á fund­in­um var einn­ig far­ið yfir fram­kvæmd­ir í Kvísl­ar­skóla. Jó­hanna Han­sen fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs fór yfir stöð­una. Búið er að koma öll­um laus­um kennslu­stof­um á end­an­leg­an stað og er nú ver­ið að ljúka síð­ustu hand­tök­un­um við ör­yggis­kerfi, bruna­varn­ir og palla­smíði. Stefnt er að ör­ygg­is­út­tekt­um á stof­un­um fyr­ir lok sept­em­ber og er horft til þess að stof­urn­ar verði tekn­ar í notk­un á tíma­bil­inu 26.-30. sept­em­ber.

Vinnu við and­dyri og sal­erni 1. hæð­ar á að ljúka í októ­ber en gert er ráð fyr­ir að þá verði opn­uð leið milli hæða og út í kennslu­ver, en þar er nú ver­ið að und­ir­búa lagn­ingu gól­f­efn­is. Fyr­ir­hug­að er út­boð á glugg­um fyr­ir 1. og 2. hæð og up­p­úr ára­mót­um fer fram út­boð á end­ur­inn­rétt­ingu 1. hæð­ar. Haf­ist verð­ur handa við þá verk­þætti um leið og búið er að ganga frá samn­ing­um við verk­taka.

Enn og aftur vil ég færa nemendum, foreldrum og kennurum í Kvíslarskóla þakkir fyrir þolinmæðina og öllum framkvæmdaaðilum fyrir þeirra mikilvægu vinnu. Að þessu sögðu óska ég ykkur öllum góðrar helgar.

Regína Ásvaldsdóttir

Mynd 1: Starfs­dag­ur hjá starfs­fólki leik­skóla, grunn­skóla, frí­stund­astarfs og lista­skóla.

Mynd­ir 2-3: Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar hald­inn há­tíð­leg­ur í Hlé­garði.

Mynd 4: Helena Byron og Helena Vigdís í Klapp­ar­hlíð.

Mynd 5: María í Huldu­hlíð.

Mynd 6: Starfs­fólk þjón­ustu­stöðv­ar.

Mynd 7: Bæj­ar­full­trú­ar á nám­skeiði KPMG.

Mynd­ir 8-10: Mynd­ir frá fram­kvæmd­um á Kvísl­ar­skóla.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00