Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. september 2023

Því­lík menn­ing­ar­veisla á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima! Þetta var mín fyrsta há­tíð og því ein­stök upp­lif­un að taka þátt í brekku­söngn­um og öll­um þeim frá­bæru við­burð­um sem voru um all­an bæ. Ég við­ur­kenni að ég var að­eins stress­uð yfir veðr­inu á laug­ar­deg­in­um og það var auð­vita mjög blautt fram­eft­ir degi en svo stytti upp rétt fyr­ir götugrill og stór­tón­leik­ana sem heppn­uð­ust mjög vel. Ég náði að fara nokk­uð víða, með­al ann­ars á tvenna garð­tón­leika sem breytt­ust í stofu­tón­leika með frá­bærri stemn­ingu og á allskyns við­burði hér og þar um bæ­inn.  Fékk mér mjög bragðs­góða kjötsúpu Frið­riks, ham­borg­ara frá  hand­knatt­leiks­deild­inni, úkraínska Borcsh súpu og vöffl­ur frá skát­un­um, svo fátt eitt sé nefnt. Fjöl­menn­ustu við­burð­irn­ir  voru brekku­söng­ur­inn í Ála­fosskvos­inni og stór­tón­leik­arn­ar á mið­bæj­ar­torg­inu en að­sókn­in á báða þessa við­burði sló met. Að sögn full­trúa í gæsl­unni hjá okk­ur, Ból­inu og björg­un­ar­sveit­inni, gengu bæði kvöld­in nokk­uð vel og ekki mik­ið um árekstra. Við átt­um líka mjög nota­lega stund, ná­grann­arn­ir í Skeif­unni í Leiru­tang­an­um en við grill­uð­um sam­an og sát­um til borðs í fal­lega skreytt­um bíl­skúr. Þessi dag­skrárlið­ur er mjög skemmti­leg­ur þar sem þetta kall­aði á und­ir­bún­ing og spjall á milli góðra granna sem sum­ir höfðu lít­ið hist áður.

Dag­skrá­in var mjög há­tíð­leg í Hlé­garði á sunnu­deg­in­um þar sem um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar voru veitt­ar, einn­ig starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ing­ar og loks var bæj­arlista­mað­ur út­nefnd­ur en það er hljóm­sveit­in Gildr­an sem fékk þann heið­ur fyr­ir árið 2023. Hljóm­sveit­in sem er skip­uð þeim Þór­halli Árna­syni, Karli Tóm­as­syni, Birgi Har­alds­syni og Sig­ur­geiri Sig­munds­syni hóf sinn feril í Mosfellsbæ árið 1985.Í umsögn dómnefndar kemur fram að Gildr­an hafi starf­að í ára­tugi í Mos­fells­bæ og er órjúf­an­leg­ur hluti af menn­ing­ar­lífi bæj­ar­ins. Gildr­an hef­ur gef­ið út sjö plöt­ur og mun koma fram á fern­um tón­leik­um í Hlé­garði í haust.

Vikan hófst með fundi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem farið var yfir stöðuna í málefni fatlaðs fólks og vinnu starfshóps sem var skipaður fyrir ári síðan til að greina betur kostnað vegna málaflokksins og koma með tillögur að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Þá hefur vikan farið töluvert í undirbúning skipulagsbreytinga og þá vegferð sem við erum á í umbótastarfi þegar kemur að stjórnun og skipulagi á bæjarskrifstofum. Nýtt skipurit tekur gildi í dag, föstudaginn 1. september. Þá tekur ný framkvæmdastjórn til starfa sem er skipuð nýju fólki í bland við reynslubolta sem hafa verið lengi við störf hjá Mosfellsbæ.

Það vakti athygli þegar við gerðum frétt á vefinn í sumar um ráðningu sjö nýrra stjórnenda hjá bænum og þegar svipuð frétt birtist í Mosfellingi. Einhverjir hafa gagnrýnt  þetta og talið að þarna væri „báknið“ að blása út. Það er misskilningur því þarna er aðeins um eitt nýtt stöðugildi að ræða. Stöðurnar sem voru auglýstar í vor og ráðið í í sumar eru eftirtaldar:

  • Leiðtogar í grunn- og leikskólamálum
  • Leiðtogi í málefni fatlaðs fólks
  • Leiðtogi umhverfis og framkvæmda
  • Leiðtogi Mosfellsveitna
  • Sviðsstjóri mannauðs og starfsumhverfis
  • Skrifstofustjóri umbóta og þróunar

Nýja starfið er skrifstofustjóri umbóta og þróunar sem Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir var ráðin í og hún kemur til starfa 1. október. Aðrar ráðningar koma til í stað stjórnenda sem hafa hætt hjá Mosfellsbæ á á þessu ári og farið til annarra starfa eins og framkvæmdastjóri fræðslu og frístundasviðs, mannauðsstjóri, umhverfisstjóri og forstöðumaður Mosfellsveitna. Þá var staða framkvæmdastjóra Skálatúns lögð niður og ráðið í stöðu leiðtoga í málefna fatlaðs fólks en við tókum við 33 þjónustuþegum í sumar frá Skálatúni og 110 nýjum starfsmönnum. Loks voru tvær stöður á fræðslu og frístundaviði lausar, annarsvegar stöður verkefnisstjóra leikskóla og hinsvegar grunnskóla en þær sem hafa gengt þeim stöðum höfðu óskað eftir að láta af störfum, önnur vegna aldurs og hin fer tímabundið í hlutverk sviðsstjóra fræðslu og frístundavsiðs. Ég sótti um heimild til bæjarráðs í vetur til að fresta ráðningum sviðsstjóra og mannauðsstjóra á meðan að  stjórnsýslu og rekstrarúttekt Strategíu stóð yfir, til að hafa frjálsari hendur við skipulagningu nýrra starfa. Það hefði ef til vill verið ,,pólitískt klókt að ráða inn einn og einn nýjan  stjórnanda þar sem það hefði vakið minni athygli en þannig hefðum við misst af tækifærinu til að gera breytingar og fá inn sterkt teymi.

Á þriðjudag var ég með forstöðumannafund í Hlégarði þar sem við fórum yfir helstu áherslur vetrarins og tæknilegar áskoranir auk þess sem við fengum utanaðkomandi aðila til að vera með fyrirlestur um liðsheild og breytingar. Á miðvikudag var vinnudagur velferðarsviðs þar sem öllum starfsmönnum sviðsins var boðið og var markmiðið að hrista saman hópinn með nýja starfsfólkinu sem kom frá Skálatúni og þeim starfsmönnum sem fyrir voru.  Miðvikudagurinn  var líka  sögulegur í öðru tilliti því þá var haldinn stofnfundur sjálfseignastofnunarinnar Skálatúns í mennta- og barnamálaráðuneytinu að viðstöddum ráðherra. Formaður stjórnar er Haraldur L. Haraldsson  sem kom að undirbúningi yfirfærslu Skálatúns  til Mosfellsbæjar og aðrir í stjórn eru Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skipuð af mennta- og barnamálaráðherra og ég fyrir hönd Mosfellsbæjar. Það er verkefni að vinna, að undirbúa svæðið fyrir framtíðina með þá sýn að þarna verði miðstöð barna og fjölskylduþjónustu á Íslandi. Sama dag var einnig athöfn í ráðuneytinu þar sem við afhentum ráðherra skýrslu starfshóps um börn með fjölþættan vanda en ég sat í starfshópi sem mótaði tillögur að úrræðum fyrir þennan hóp.  Yfirvöld á Íslandi eiga ekki í dag nein úrræði fyrir þessi börn, sem eru með mjög alvarlegan tilfinninga-,  hegðunar og geðrænan vanda og hafa sveitarfélögin þurft að treysa á einakaðila, s.s. Klettabæ og Vinakot til að vista þessi börn. Þar með tapast möguleiki á að þróa á einum stað sérfræðiþekkingu og meðferð fyrir þennan viðkvæma hóp.

Ég hef starfað í Mosfellsbæ í eitt ár í dag, 1. september. Eins og ég hef oft  sagt opinberlega þá er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni, að vera bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Hér eru sterkar stofnanir og frábært starfsfólk og mikil samkennd og samhugur í samfélaginu sem sást best í nýafstaðinni bæjarhátíð.

Það eru þó verk að vinna, við að móta framtíðarsýn í skipulagsmálum, íþróttastarfi, velferðarmálum og fjölmörgum málaflokkum auk þess að efla þjónustuna við bæjarbúa enn betur.  Ég hlakka svo sannarlega til þessa verkefnis næstu misserin.

Góða helgi!

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00