Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. september 2023

Því­lík menn­ing­ar­veisla á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima! Þetta var mín fyrsta há­tíð og því ein­stök upp­lif­un að taka þátt í brekku­söngn­um og öll­um þeim frá­bæru við­burð­um sem voru um all­an bæ. Ég við­ur­kenni að ég var að­eins stress­uð yfir veðr­inu á laug­ar­deg­in­um og það var auð­vita mjög blautt fram­eft­ir degi en svo stytti upp rétt fyr­ir götugrill og stór­tón­leik­ana sem heppn­uð­ust mjög vel. Ég náði að fara nokk­uð víða, með­al ann­ars á tvenna garð­tón­leika sem breytt­ust í stofu­tón­leika með frá­bærri stemn­ingu og á allskyns við­burði hér og þar um bæ­inn.  Fékk mér mjög bragðs­góða kjötsúpu Frið­riks, ham­borg­ara frá  hand­knatt­leiks­deild­inni, úkraínska Borcsh súpu og vöffl­ur frá skát­un­um, svo fátt eitt sé nefnt. Fjöl­menn­ustu við­burð­irn­ir  voru brekku­söng­ur­inn í Ála­fosskvos­inni og stór­tón­leik­arn­ar á mið­bæj­ar­torg­inu en að­sókn­in á báða þessa við­burði sló met. Að sögn full­trúa í gæsl­unni hjá okk­ur, Ból­inu og björg­un­ar­sveit­inni, gengu bæði kvöld­in nokk­uð vel og ekki mik­ið um árekstra. Við átt­um líka mjög nota­lega stund, ná­grann­arn­ir í Skeif­unni í Leiru­tang­an­um en við grill­uð­um sam­an og sát­um til borðs í fal­lega skreytt­um bíl­skúr. Þessi dag­skrárlið­ur er mjög skemmti­leg­ur þar sem þetta kall­aði á und­ir­bún­ing og spjall á milli góðra granna sem sum­ir höfðu lít­ið hist áður.

Dag­skrá­in var mjög há­tíð­leg í Hlé­garði á sunnu­deg­in­um þar sem um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar voru veitt­ar, einnig starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ing­ar og loks var bæj­arlista­mað­ur út­nefnd­ur en það er hljóm­sveit­in Gildr­an sem fékk þann heið­ur fyr­ir árið 2023. Hljóm­sveit­in sem er skip­uð þeim Þór­halli Árna­syni, Karli Tóm­as­syni, Birgi Har­alds­syni og Sig­ur­geiri Sig­munds­syni hóf sinn fer­il í Mos­fells­bæ árið 1985.Í um­sögn dóm­nefnd­ar kem­ur fram að Gildr­an hafi starf­að í ára­tugi í Mos­fells­bæ og er órjúf­an­leg­ur hluti af menn­ing­ar­lífi bæj­ar­ins. Gildr­an hef­ur gef­ið út sjö plöt­ur og mun koma fram á fern­um tón­leik­um í Hlé­garði í haust.

Vik­an hófst með fundi á veg­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga þar sem far­ið var yfir stöð­una í mál­efni fatl­aðs fólks og vinnu starfs­hóps sem var skip­að­ur fyr­ir ári síð­an til að greina bet­ur kostn­að vegna mála­flokks­ins og koma með til­lög­ur að kostn­að­ar­skipt­ingu rík­is og sveit­ar­fé­laga.

Þá hef­ur vik­an far­ið tölu­vert í und­ir­bún­ing skipu­lags­breyt­inga og þá veg­ferð sem við erum á í um­bót­a­starfi þeg­ar kem­ur að stjórn­un og skipu­lagi á bæj­ar­skrif­stof­um. Nýtt skipu­rit tek­ur gildi í dag, föstu­dag­inn 1. sept­em­ber. Þá tek­ur ný fram­kvæmda­stjórn til starfa sem er skip­uð nýju fólki í bland við reynslu­bolta sem hafa ver­ið lengi við störf hjá Mos­fells­bæ.

Það vakti at­hygli þeg­ar við gerð­um frétt á vef­inn í sum­ar um ráðn­ingu sjö nýrra stjórn­enda hjá bæn­um og þeg­ar svip­uð frétt birt­ist í Mos­fell­ingi. Ein­hverj­ir hafa gagn­rýnt  þetta og tal­ið að þarna væri „bákn­ið“ að blása út. Það er mis­skiln­ing­ur því þarna er að­eins um eitt nýtt stöðu­gildi að ræða. Stöð­urn­ar sem voru aug­lýst­ar í vor og ráð­ið í í sum­ar eru eft­ir­tald­ar:

  • Leið­tog­ar í grunn- og leik­skóla­mál­um
  • Leið­togi í mál­efni fatl­aðs fólks
  • Leið­togi um­hverf­is og fram­kvæmda
  • Leið­togi Mos­fellsveitna
  • Sviðs­stjóri mannauðs og starfs­um­hverf­is
  • Skrif­stofu­stjóri um­bóta og þró­un­ar

Nýja starf­ið er skrif­stofu­stjóri um­bóta og þró­un­ar sem Ólafía Dögg Ás­geirs­dótt­ir var ráð­in í og hún kem­ur til starfa 1. októ­ber. Aðr­ar ráðn­ing­ar koma til í stað stjórn­enda sem hafa hætt hjá Mos­fells­bæ á á þessu ári og far­ið til annarra starfa eins og fram­kvæmda­stjóri fræðslu og frí­stunda­sviðs, mannauðs­stjóri, um­hverf­is­stjóri og for­stöðu­mað­ur Mos­fellsveitna. Þá var staða fram­kvæmda­stjóra Skála­túns lögð nið­ur og ráð­ið í stöðu leið­toga í mál­efna fatl­aðs fólks en við tók­um við 33 þjón­ustu­þeg­um í sum­ar frá Skála­túni og 110 nýj­um starfs­mönn­um. Loks voru tvær stöð­ur á fræðslu og frí­stunda­viði laus­ar, ann­ar­s­veg­ar stöð­ur verk­efn­is­stjóra leik­skóla og hins­veg­ar grunn­skóla en þær sem hafa gengt þeim stöð­um höfðu ósk­að eft­ir að láta af störf­um, önn­ur vegna ald­urs og hin fer tíma­bund­ið í hlut­verk sviðs­stjóra fræðslu og frí­stundavsiðs. Ég sótti um heim­ild til bæj­ar­ráðs í vet­ur til að fresta ráðn­ing­um sviðs­stjóra og mannauðs­stjóra á með­an að  stjórn­sýslu og rekstr­ar­út­tekt Strategíu stóð yfir, til að hafa frjáls­ari hend­ur við skipu­lagn­ingu nýrra starfa. Það hefði ef til vill ver­ið ,,póli­tískt klókt að ráða inn einn og einn nýj­an  stjórn­anda þar sem það hefði vak­ið minni at­hygli en þannig hefð­um við misst af tæki­fær­inu til að gera breyt­ing­ar og fá inn sterkt teymi.

Á þriðju­dag var ég með for­stöðu­manna­fund í Hlé­garði þar sem við fór­um yfir helstu áhersl­ur vetr­ar­ins og tækni­leg­ar áskor­an­ir auk þess sem við feng­um ut­an­að­kom­andi að­ila til að vera með fyr­ir­lest­ur um liðs­heild og breyt­ing­ar. Á mið­viku­dag var vinnu­dag­ur vel­ferð­ar­sviðs þar sem öll­um starfs­mönn­um sviðs­ins var boð­ið og var mark­mið­ið að hrista sam­an hóp­inn með nýja starfs­fólk­inu sem kom frá Skála­túni og þeim starfs­mönn­um sem fyr­ir voru.  Mið­viku­dag­ur­inn  var líka  sögu­leg­ur í öðru til­liti því þá var hald­inn stofn­fund­ur sjálf­seigna­stofn­un­ar­inn­ar Skála­túns í mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu að við­stödd­um ráð­herra. Formað­ur stjórn­ar er Har­ald­ur L. Har­alds­son  sem kom að und­ir­bún­ingi yf­ir­færslu Skála­túns  til Mos­fells­bæj­ar og aðr­ir í stjórn eru Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir skip­uð af mennta- og barna­mála­ráð­herra og ég fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar. Það er verk­efni að vinna, að und­ir­búa svæð­ið fyr­ir fram­tíð­ina með þá sýn að þarna verði mið­stöð barna og fjöl­skyldu­þjón­ustu á Ís­landi. Sama dag var einnig at­höfn í ráðu­neyt­inu þar sem við af­hent­um ráð­herra skýrslu starfs­hóps um börn með fjöl­þætt­an vanda en ég sat í starfs­hópi sem mót­aði til­lög­ur að úr­ræð­um fyr­ir þenn­an hóp.  Yf­ir­völd á Ís­landi eiga ekki í dag nein úr­ræði fyr­ir þessi börn, sem eru með mjög al­var­leg­an til­finn­inga-,  hegð­un­ar og geð­ræn­an vanda og hafa sveit­ar­fé­lög­in þurft að treysa á einakað­ila, s.s. Kletta­bæ og Vina­kot til að vista þessi börn. Þar með tap­ast mögu­leiki á að þróa á ein­um stað sér­fræði­þekk­ingu og með­ferð fyr­ir þenn­an við­kvæma hóp.

Ég hef starf­að í Mos­fells­bæ í eitt ár í dag, 1. sept­em­ber. Eins og ég hef oft  sagt op­in­ber­lega þá er ég óend­an­lega þakk­lát fyr­ir að hafa ver­ið treyst fyr­ir þessu verk­efni, að vera bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar. Hér eru sterk­ar stofn­an­ir og frá­bært starfs­fólk og mik­il sam­kennd og sam­hug­ur í sam­fé­lag­inu sem sást best í ný­af­stað­inni bæj­ar­há­tíð.

Það eru þó verk að vinna, við að móta fram­tíð­ar­sýn í skipu­lags­mál­um, íþrótt­a­starfi, vel­ferð­ar­mál­um og fjöl­mörg­um mála­flokk­um auk þess að efla þjón­ust­una við bæj­ar­búa enn bet­ur.  Ég hlakka svo sann­ar­lega til þessa verk­efn­is næstu miss­er­in.

Góða helgi!