Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. október 2023

Í dag tók ég þátt í sta­f­rænni ráð­stefnu á veg­um sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og sat þar í pall­borði ásamt nokkr­um öðr­um bæj­ar­stjór­um. Sif Sturlu­dótt­ir leið­togi upp­lýs­inga­stjórn­un­ar hjá Mos­fells­bæ tók einn­ig þátt í pall­borði ásamt sta­f­ræn­um leið­tog­um sveit­ar­fé­laga. Við kynnt­um báð­ar stöðu Mos­fells­bæj­ar sem hef­ur tek­ið mikl­um fram­förum í sta­f­rænni umbreyt­ingu.  Ástæð­an fyr­ir því er að það hef­ur  ver­ið lögð áhersla á sta­f­ræna þró­un á öll­um stig­um stjórn­sýsl­unn­ar. Allt frá áhersl­um í meiri­hluta­sátt­mála nú­ver­andi bæj­ar­stjórn­ar, með ákvörð­un um ráðn­ingu leið­toga upp­lýs­inga­stjórn­un­ar, með stofn­un verk­efn­is­hóps með starfs­fólki allra sviða, með ít­ar­legri grein­ingu á inn­við­um og verklagi inn­an Mos­fells­bæj­ar og með því hug­ar­fari að læra af þeim bestu. „Við þurf­um ekki að finna upp hjól­ið“ eins og Sif, okk­ar öfl­ugi verk­efna­stjóri seg­ir gjarn­an. Sta­fræn umbreyt­ing er að nálg­ast verk­efni með nýj­um hætti og horfa á þjón­ust­una út frá sjón­ar­horni not­and­ans. Í vik­unni var við­tal við Sif á vef Mos­fells­bæj­ar. Við­tal­ið var upp­takt­ur í nýj­um þræði á vefn­um sem eru „Sög­ur af vett­vangi“ og við mun­um hefja veg­ferð­ina með því að birta nokkr­ar sög­ur af sta­f­rænni umbreyt­ingu.

Fyr­ir ráð­stefn­una mætti ég á fund slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þar sem við fór­um með­al ann­ars yfir fjár­hags­áætlun 2024. Í vik­unni var einn­ig vinnufund­ur með slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem var hald­inn á slökkvi­stöð­inni í Hafnar­firði að Skútu­hrauni. Þar var far­ið yfir val­kosti varð­andi fjölg­un slökkvi­stöðva en vegna íbúa­aukn­ing­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er orð­ið brýnt að greina vel stað­setn­ingu stöðv­anna mið­að við út­kalls­tíma bæði slökkvi­liðs­ins og sjúkra­bíla. Stjórn SHS sam­þykkti fyrr á ár­inu að setja á lagg­irn­ar starfs­hóp til að skoða og greina val­kosti og hóp­ur­inn kom með áfanganið­ur­stöð­ur á fund­in­um. Þær verða kynnt­ar kjörn­um full­trú­um á að­al­fundi SSH.

Um síð­ustu helgi var mik­ið um að vera í Mos­fells­bæ. Ás­garð­ur hélt upp á 30 ára af­mæli á laug­ar­dag­inn og mik­ill fjöldi sem kom í Hlé­garð til að fagna frá­bæru starfi. Með­al gesta voru Guðni for­seti og Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra. Það var glatt á hjalla og mik­ið sung­ið og spilað.

Svo var það fót­bolt­inn. Í fyrsta sinn í sög­unni keppti Aft­ur­eld­ing um sæti í Bestu deild­inni. Lið­ið keppti á móti Vestra og stað­an var 0:0 í leikslok. Vestri tryggði sér svo sig­ur­mark­ið í fram­leng­ingu. Mik­il von­brigði en okk­ar lið hef­ur stað­ið sig frá­bær­lega í sum­ar og öll um­gjörð hjá stjórn fé­lags­ins, starfs­mönn­um og sjálf­boða­lið­um hef­ur ein­kennst af metn­aði og gleði, Fyr­ir það ber að þakka!

Á mánu­deg­in­um voru eig­enda­fund­ir Strætó og Sorpu vegna fjár­hags­áætl­un­ar og stjórn­ar­fund­ur SSH. Þá var hald­inn fund­ur sjálf­seigna­stofn­un­ar­inn­ar Skála­túns að við­stödd­um mennta- og barna­mála­ráð­herra. Það er mjög viða­mik­ið verk­efni, að und­ir­búa nýt­ingu svæð­is­ins í þágu barna og fjöl­skyldna og mörg hand­tökin sem þarf að taka á næstu vik­um og mán­uð­um.

Á mánu­dag­inn feng­um við nýja starfs­menn, þær Ólafíu Dögg Ás­geirs­dótt­ur skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og Dóru Lind Pálma­dótt­ur leið­toga um­hvef­is og fram­kvæmda. Þá eru þau öll komin sem voru ráð­in í stjórn­enda­stöð­ur í sum­ar og ég bind mikl­ar von­ir við sam­starf­ið við þau.

Það voru fjöl­marg­ir inn­an­húss­fund­ir í vik­unni að venju, enda erum við á kafi i fjár­hags­áætlun eins og alltaf á þess­um árs­tíma. Í bæj­ar­ráði feng­um við kynn­ingu frá full­trú­um Orku­veitu Reykja­vík­ur um vindorku­kosti í ná­grenni Hell­is­heið­ar en Orkuveitan er að kanna þrjár staðsetningar á svæðinu fyrir vindorku, meðal annars við Lyklafell sem er innan sveitarfélagsins. Málið er á frumstigi og er stefnt að því að halda opinn fund á vegum Orkuveitunnar síðar í haust.

Þingmenn Suðvesturkjördæmis heimsóttu Mosfellsbæ á fimmtudag og tókum við á móti þeim í húsnæði bæjarins á neðri hæðinni í golfskálanum. Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs bauð þá velkomna og fékk þingmenn, ráðherra og bæjarfulltrúa til að taka nokkrar æfingar í morgunsárið. Forsíðumyndin er einnitt frá einni slíkri æfingu. Ég kynnti svo fyrir þeim helstu tækifæri og áskoranir sem bærinn stendur frammi fyrir, sem og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu almennt. Ég byrjaði þó á glæru um þau mál sem við teljum ástæðu til að þakka fyrir og það er að Sundabraut sé komin á dagskrá, stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra en við fengum viðbótarstækkun úr 44 rýmum í 66 í ár, fjölgun dagdvalarrýma úr 9 í 15, friðlýsing Leiruvogs, samgöngustíg og breikkun Vesturlandsvegar auk samningsins um Skálatún en allt eru þetta verkefni sem komu til framkvæmda eða hafa verið samþykkt á árunum 2022 og 2023. Það þarf nefnilega stundum að staldra við og átta sig á öllum þeim verkefnum sem eru í góðum farvegi því hin viðfangsefnin eru næg.

Það er frábært veður í dag og ég ætla að reyna að ná góðum göngutúr áður en það fer að dimma of mikið.

Góða helgi!

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00