Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. september 2023

Vinnu­vik­an hófst með hefð­bundn­um hætti. Fyrsti fund­ur­inn var klukk­an átta á  mánu­dags­morgni  með full­trú­um okk­ar í við­ræðu­nefnd við rík­ið um sam­göngusátt­mál­ann þar sem við fór­um yfir stöðu mála. Fyr­ir hönd sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sitja Páll Björg­vin Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri SSH í nefnd­inni, Ásthild­ur Helga­dótt­ir sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs í Kópa­vogi, Ólöf Örv­ars­dótt­ir sviðs­stjóri um­hverf­is og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, Guð­jón Erl­ing Frið­riks­son bæj­ar­rit­ari í Garða­bæ og Birg­ir Björn Sig­ur­jóns­son ráð­gjafi. Í bak­hópi við­ræðu­hóps­ins erum við Ás­dis Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi og Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri.

Klukk­an níu var svo fram­kvæmda­stjórn­ar­fund­ur, þar sem ég fer yfir mál­efni vik­unn­ar með sviðs­stjór­um og ýmis mál sem koma upp í rekstr­in­um. Ég átti svo fundi kl. 10.30 vegna Barn­væns sam­fé­lags þar sem við vor­um að fara yfir stöð­una á verk­efn­inu en bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að sækja um við­ur­kenn­ingu Unicef sem Barn­vænt sam­fé­lag. Til þess þarf að skila verk­efn­um í átta áföng­um. Við erum í skrefi 2, sem er um­fangs­mik­il grein­ing­ar­vinna. Verk­efn­is­stjóri Barn­væns sam­fé­lags í Mos­fells­bæ er Hug­rún Ósk Ólafs­dótt­ir og formað­ur er Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir bæj­ar­full­trúi.

Ég átti síð­an fund kl. 11.30 með sér­fræð­ing­um skóla­þjón­ust­unn­ar og sviðs­stjóra fræðslu og frí­stunda­sviðs þar sem við fór­um yfir næstu skref varð­andi inn­leið­ingu far­sæld­ar í Mos­fells­bæ. Við höf­um not­ið góðs af því að hafa ver­ið með mjög öfl­ug­an verk­efn­is­stjóra  sem hef­ur byggt upp Far­sæld­ar­hring Mos­fells­bæj­ar og kort­lagt mjög vel þau skref sem við verð­um að taka í verk­efn­inu.  Ég átti svo fund um ráðn­ing­ar­samn­inga með mannauðs­stjóra og deild­ar­stjóra launa­deild­ar og í fram­hald­inu fund til að fara yfir lóð­ir í eigu Mos­fells­bæj­ar. Þá átti ég fund  með sviðs­stjóra um­hverf­is­sviðs til að und­ir­búa drög að fjár­fest­inga­áætlun næsta árs.

Deg­in­um lauk í Sveina­tungu í Garða­bæ þar sem stjórn SSH átti  vinnufund með full­trú­um Betri sam­gangna til að  fara yfir for­gangs­röðun sveit­ar­fé­lag­anna í tengsl­um við end­ur­skoð­un sam­göngusátt­mál­ans. Fund­in­um lauk á átt­unda tím­an­um um kvöld­ið.

Á þriðju­deg­in­um átti ég fasta fundi inn­an­húss en eft­ir há­degi tók ég á móti stjórn­ar­fólki úr sjálf­seigna­stofn­un­inni Skála­túni ses, þeim Har­aldi Lín­dal Har­alds­syni og Þor­björgu Helgu Vig­fús­dótt­ur ásamt full­trú­um úr mennta- og barna­mála­ráðu­neyti. Með mér voru stjórn­end­ur í vel­ferð­ar­þjón­ust­unni í Mos­fells­bæ, þau Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir og Gest­ur Guð­rún­ar­son. Við fór­um á öll heim­ilin í  Skála­túni og heils­uð­um upp á íbúa og starfs­fólk en heim­ilin eru sex tals­ins.  Þá skoð­uð­um við líka dag­þjálf­un Skála­túns sem er tíma­bund­ið í Hlöð­unni, einn­ig að­al­bygg­ing­una þar sem skrif­stof­ur Skála­túns hafa ver­ið, hús­næði dag­þjálf­un­ar­inn­ar sem stend­ur autt vegna skemmda og sund­laug­ina þar sem við hitt­um Snorra Magnús­son sem rek­ur ung­barna­sund og hef­ur gert síð­ast­lið­in 30 ár við frá­bær­ar und­ir­tekt­ir.

Stjórn Skála­túns ses sem ég á sæti í fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar mun fara með eign­ir Skála­túns og und­ir­búa svæð­ið fyr­ir upp­bygg­ingu.

Framsal lóð­ar­rétt­inda til sjálf­seigna­stofn­un­ar­inn­ar frá IOGT var bund­ið þeirri kvöð að fram­tíð­ar­upp­bygg­ing á svæð­inu verði ein­ung­is í þágu hags­muna barna og fjöl­skyldna auk þess sem frek­ari tak­mark­an­ir eru á framsali lands­ins. Sú upp­bygg­ing sem stefnt er að fel­ur í sér að að­il­ar sem veita börn­um og fjöl­skyld­um þjón­ustu, stofn­an­ir rík­is­ins, fé­laga­sam­tök og aðr­ir að­il­ar verði stað­sett­ir á sama svæð­inu. Mark­mið­ið með því er að auka sam­starf og sam­tal milli að­ila, sam­nýta yf­ir­bygg­ingu, lækka rekstr­ar­kostn­að og bæta að­gengi fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur að þjón­ustu mis­mun­andi að­ila á sama stað. Í samningunum eru einnig sólarlagsákvæði þess efnis að núverandi íbúar á Skála­túni geti búið áfram í þeim bú­setu­kjörn­um sem hafa ver­ið ­byggð­ir, þrátt fyr­ir und­ir­bún­ing að fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á svæð­inu. Þó er ljóst að einhverjir íbúar eru tilbúnir að flytja í aðra kjarna á vegum Mosfellsbæjar og hefur bærinn skuldbundið sig til þess að veita íbúunum þjónustu við hæfi.

Á miðvikudagsmorgninum mætti ég á umhverfisnefndarfund kl. 7.30 þar sem ég var með kynningu á helstu tillögum að stjórnkerfisbreytingum og nýju skipuriti Mosfellsbæjar. Þá var framhaldsfundur SSH, vegna samgöngusáttmálans – og svo var ég mætt til Sillu, Sigurlaugar Jónasdóttur dagskrárgerðarkonu í þáttinn Segðu mér, sem hófst rúmlega 9.00.

Ég átti síð­an nokkra fasta fundi fram eft­ir degi og síð­an hófst bæj­ar­stjórn kl. 16.00 og stóð framyf­ir kvöld­mat.

Á fimmtu­deg­in­um feng­um við góð­an gest í bæj­ar­ráð, Ingu Hlín Páls­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem fór yfir stöðu mála fyrstu mán­uði í starf­semi mark­aðs­stof­unn­ar en Inga Hlín var ráð­in til starfa síð­ast­lið­ið vor.

Stof­an er mark­aðs- og áfanga­staða­stofa fyr­ir ferða­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í heild  og sam­starfs­vett­vang­ur sveit­ar­fé­lag­anna, stjórn­valda og at­vinnu­grein­ar­inn­ar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga fulltrúa í stjórninni og er Sævar Birgisson bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ í stjórn Markaðsstofunnar. Inga Hlín var stað­sett á bæj­ar­skrif­stof­um Mos­fells­bæj­ar þessa vikuna og not­aði tímann til að kynn­ast starf­sem­inni og funda með nokkr­um fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um í bæn­um til að ræða tæki­fær­in og fram­tíð­ina. Við skrifuðum undir tveggja ára samning um þátttöku Mosfellsbæjar í rekstri markaðsstofunnar í kjölfar bæjarráðsfundarins.

Í gær kvödd­um við Jó­hönnu Magnús­dótt­ur sem lét af störf­um eft­ir tæp­lega 30 ár hjá Mos­fells­bæ. Jó­hanna hef­ur ver­ið verk­efn­is­stjóri grunn­skóla­mála á fræðslu- og frí­stunda­sviði  síð­ast­lið­in fjög­ur ár. Hún hóf sinn starfs­fer­il í Mos­fells­bæ árið 1991 sem dag­for­eldri. Jó­hanna  var  kenn­ari í Varmár­skóla á ár­un­um 1994 til 1999 þeg­ar hún færði sig yfir í Vest­ur­setr­ið sem var úti­bú frá Varmár­skóla og sam­an­stóð af laus­um kennslu­stof­um. Vest­ur­setr­ið var und­ir stjórn Varmár­skóla þar til Lága­fells­skóli var stofn­að­ur árið 2002. Jó­hanna var ráð­in skóla­stjóri og gegndi því starfi til árs­ins 2019.  Kennslu- og stjórn­enda­fer­ill Jó­hönnu spann­ar tæp 50 ár og þar af 29 ár í Mos­fells­bæ. Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir sviðs­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs flutti ræðu og þakk­aði Jó­hönnu fyr­ir framúrsk­ar­andi störf í þágu  Mos­fells­bæj­ar. Þær Gunn­hild­ur og Jó­hanna prýða for­síðu­mynd pist­ils­ins þessa vik­una.

Í morg­un skrif­uð­um við und­ir við­auka við verk­samn­ing við Ís­lenska Gáma­fé­lag­ið og gild­ir sá samn­ing­ur til 30 júní 2024. Í hon­um felst m.a. að við bjóð­um eig­end­um fá­mennra sér­býla að sækja um tví­skipt­ar tunn­ur fyr­ir pappa og plast. Þá verð­ur auk­in tíðni sorp­hirðu frá og með 1. októ­ber næst­kom­andi og papp­ír/pappi og plast­umbúð­ir  á 21 daga fresti. Mat­ar­leif­ar og bland­að­ur úr­gang­ur verð­ur áfram hirt­ur á 14 daga fresti.

Það er ótrú­lega spenn­andi helgi framund­an en Aft­ur­eld­ing og Vestri spila til úr­slita um sæti í Bestu deild karla Lengju­deild­inni á Laug­ar­dals­velli á morg­un kl. 16.00. Knatt­spyrnu­deild­in stend­ur fyr­ir fjöl­skyldu­upp­hit­un frá kl. 13.00 í Kjarna og eru nán­ari upp­lýs­ing­ar að finna á Face­book síðu Aft­ur­eld­ing­ar.

Þá er 30 ára af­mæli Ás­garðs hald­ið há­tíð­legt á morg­un með opnu húsi í Hlé­garði. Það er því nóg um að vera og ósk­andi að veðr­ið hald­ist svona fal­legt á morg­un, eins og það er núna.

Góða helgi og áfram Aft­ur­eld­ing!

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00