Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. október 2023

Þema mynd­efn­is með pistl­in­um í dag er Bleiki dag­ur­inn sem er hald­inn há­tíð­leg­ur í dag, föstu­dag, víða á vinnu­stöð­um lands­ins. Bæj­ar­skrif­stof­an lét ekki sitt eft­ir liggja en tók forskot á sæl­una og hélt Bleika dag­inn há­tíð­leg­an í gær með til­heyr­andi bakk­elsi og bleik­um skreyt­ing­um. Og all­ir tíndu til bleiku föt­in úr fata­skápn­um. Á for­síðu­mynd­inni eru með mér þær Ólafia Dögg Ás­ger­is­dótt­ir skrif­stofu­stjóri um­bóta og þró­un­ar, Sif Sturlu­dótt­ir leið­togi upp­lýs­inga­stjórn­un­ar og Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir sviðs­stjóri vel­ferð­ar­viðs.

Ann­ars hef­ur vik­an ekki ver­ið tíð­inda­mik­il, ef frá er talin til­laga frá full­trú­um VG í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur á þriðju­dag um að fela borg­ar­stjóra sam­ein­ing­ar­við­ræð­ur við Mos­fells­bæ og Seltjarn­ar­nes. Til­lög­unni var vísað frá af meiri­hlut­an­um í borg­ar­stjórn en hún vakti tölu­verða at­hygli. Ég fékk sím­tal frá blaða­manni Morg­un­blaðs­ins sama morg­un og til­lag­an var flutt í borg­ar­stjórn­inni og svar­aði eins og var, að til­lag­an hefði kom­ið á óvart og þetta mál hefði ekki ver­ið til um­ræðu hjá kjörn­um full­trú­um og ég teldi ekki mik­inn áhuga. Það eru auð­vita kjörn­ir full­trú­ar sem taka slík­ar ákvarð­an­ir og þá yf­ir­leitt að und­an­gengn­um við­ræð­um og kosn­ing­um. Oft er að­drag­andi að slík­um til­lögu­flutn­ingi og sam­tal á milli kjör­inna full­trúa þvert á sveit­ar­fé­laga­mörk, sem var ekki í þessu til­viki og kom til­lag­an fram flest­um að óvör­um.

Á mánu­dag bauð golf­klúbbur­inn bæj­ar­full­trú­um í heim­sókn þar sem formað­ur klúbbs­ins, Kári Tryggvason kynnti þá miklu starf­semi sem fer fram í klúbbn­um. Um 2.200 manns eru með­lim­ir í Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar og þar af eru rúm­lega 900 Mos­fell­ing­ar. Barn­a­starf­ið er mjög róm­að enda fá börn og ung­menni ókeyp­is í klúbb­inn ef for­eldr­ar eru með­lim­ir. Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar hef­ur geng­ið afar vel á mót­um og til dæm­is urðu bæði lið kvenna og karla Ís­lands­meist­ar­ar sum­ar­ið 2022.

Golf­klúbbur­inn hef­ur sótt um stækk­un vall­ar­ins, með það að mark­miði að snúa vell­ing­um og bæta að­stæð­ur og ör­yggi og sendu inn um­sögn við Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar, sem er að finna í skipu­lags­gátt­inni ásamt öðr­um um­sögn­um en alls barst 41 um­sögn.

Á mánu­dag­inn vor­um við líka með vinnufund fyr­ir bæj­ar­full­trúa um drög að fjár­fest­inga­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2023. Stefnt er að því að leggja fjár­hags­áætlun og fjár­fest­inga­áætlun fram á auka­fundi bæj­ar­ráðs þann 31. októ­ber.

Á mánu­dag­inn var einn­ig vinnufund­ur stjórn­ar sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá var stjórn­ar­fund­ur sam­tak­anna þar sem fjár­hags­áætlun sam­starfs­nefnd­ar um skíða­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins var tekin fyr­ir. Þá voru eig­enda­fund­ir Sorpu og Strætó þar sem fjár­hags­áætlan­ir voru einn­ig tekn­ar fyr­ir.

Fyr­ir fimm árum var skrif­að und­ir sam­komulag á milli sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um stór­fellda upp­bygg­ingu í Bláfjöll­um, m.a.kaup á nýj­um lyft­um og tækj­um til snjó­fram­leiðslu. Að­stað­an í Bláfjöll­um hef­ur gjör­breyst og má segja að fram­kvæmd­irn­ar hafi ver­ið mjög vel heppn­að­ar. Í sam­komu­lag­inu var einn­ig kveð­ið á um upp­bygg­ingu af hóf­samari tagi í Skála­felli og átti að kaupa þang­að not­aða lyftu. Það mál var síð­an skoð­að og kom­ist að því að það borg­aði sig ekki að fara í slík kaup held­ur yrði að fjár­festa í nýrri lyftu auk þess sem skál­inn þyrfti end­ur­bæt­ur. Kostn­að­ar­áætlun fyr­ir end­ur­bæt­ur í Skála­felli hef­ur því auk­ist úr rúm­um millj­arði í tæp­lega þrjá millj­arða. Stjórn skíða­svæð­anna lagði því til að fresta fram­kvæmd­um um tvö ár og end­ur­skoða þarf­agrein­ing­ar og kostn­að­ar­áætlan­ir. Þá var lagt til að loka skíða­svæð­inu, þar til end­ur­bæt­ur hafi far­ið fram en stjórn SSH lagði áherslu á að svæð­inu yrði hald­ið opið þeg­ar að­stæð­ur væru til og var það sam­þykkt.

Á þriðju­dag var ég að­al­lega með inn­an­húss­fundi, með­al ann­ars erum við að und­ir­búa okk­ur fyr­ir kvenna­verk­fall­ið sem verð­ur hald­ið á þriðju­dag­inn 24. októ­ber næst­kom­andi. Á fjórða tug sam­taka hafa hvatt kon­ur og kvár til þess að leggja nið­ur störf og sömu­leið­is hvatt at­vinnu­rek­end­ur til þess að hliðra til þann­ig að kon­ur geti tek­ið þátt í deg­in­um. Í Mos­fells­bæ eru um 75 % starfs­manna kon­ur og því ljóst að það verð­ur heil­mik­il skerð­ing á starf­semi bæj­ar­ins. Þó er fyr­ir­vari um störf með við­kvæma hópa, s.s. í vel­ferð­ar­þjón­ustu og al­manna­þjón­ustu og ekki gert ráð fyr­ir að sú starf­semi skerð­ist.

Á mið­viku­dag hófst dag­ur­inn á starfs­manna­fundi sem Kristján Þór Magnús­son sviðs­stjóri mannauðs- og starfs­um­hverf­is stýrði. Við fór­um yfir ýmis praktísk mál, s.s. inn­leið­ingu Vinnu­stund­ar, sem er nýtt innstimplun­ar­kerfi. Einn­ig kynnti Kristján hug­bún­að­inn Mood­up sem mæl­ir starfs­ánægju í raun­tíma í stað þess að taka kann­an­ir einu sinni á ári. Með því móti geta stjórn­end­ur brugð­ist hrað­ar við ef það kem­ur upp vandi í starf­sem­inni. Eft­ir há­degi fór­um við stjórn­enda­hóp­ur­inn á nám­skeið í leið­toga­færni og teym­is­vinnu sem var und­ir stjórn Sig­ríð­ar Ind­riða­dótt­ur, fyrr­um mannauðs­stjóra Mos­fells­bæj­ar sem sinn­ir stjórn­enda­þjálf­un fyr­ir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir í dag.

Í bæj­ar­ráði á fimmtu­dag var sam­þykkt að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Miner­al ehf., í kjöl­far út­boðs á eldhúsbyggingu við Reykjakot og förgun eldra húss. Tilboð Mineral er kr. 108.100.000. Heildarkostnaður framkvæmda er áætlaður kr. 113.243.162.

Þá var samþykkt að að senda tvær umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðmannastaða fyrir árið 2024, annars vegar vegna sundaðstöðu við Hafravatn og hins vegar vegna framkvæmdar á útivistarsvæði við Hamrahlíð við Úlfarsfell. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er sjóður í vörslu Ferðamálastofu og er markmið og hlutverk hans að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Heimilt er að fjármagna framkvæmdir sem snúa að öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja. Styrkurinn getur numið 80% af styrkfjárhæð og mótframlag umsækjenda er 20%.

Uppbygging á sundaðstöðu við Hafravatn er verkefni sem upphaflega var samþykkt í íbúakosningunni Okkar Mosó árið 2021. Baðaðstaðan er fyrirhuguð við norðurenda Hafravatns. Þar yrðu framkvæmd bílastæði, einföld búningsaðstaða, hugsanleg sturtuaðstaða og pallur út í vatn. Verkefnið er ekki hafið og hönnun liggur ekki fyrir. Lagt er til að sótt verði um styrk fyrir hönnun aðstöðunnar og þar með undirbúning á verkefninu. Heildarkostnaður er áætlaður 7.000.000 kr.

Hitt verkefnið sem sótt var um er útivistarsvæðið við Hamrahlíð við Úlfarsfell. Svæðið er þegar skilgreint sem ferðamannastaður í áfangastaðaáætlun Markaðsstofu höfuborgarsvæðisins. Úlfarsfell er mjög vinsæll áningarstaður til útivistar. Gönguleiðin er vel sótt af höfuðborgarbúum og svæðið er einnig fjölsótt þegar jólatrésala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar hefst skömmu fyrir hátíðir. Sótt er um styrk fyrir lagfæringum á bílaplani auk stækkunar og nýrri umgjörð bílastæðanna og aðkomu. Í umsókninni verður einnig sótt um styrk fyrir gerð nýrra upplýsingaskilta. Heildarkostnaður er áætlaður kr. 12.000.000 kr.

Fleiri mál voru einnig tekin fyrir í bæjarrráðinu og hægt er að skoða fundargerðina hér fyrir neðan.

Góða helgi!

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00