Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. september 2023

Það er far­ið að hausta og skólast­arf er kom­ið á fullt í grunn- og leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Það á með­al ann­ars við um Helga­fells­skóla en skól­inn tek­ur þátt í vit­und­ar­vakn­ing­unni Göng­um í skól­ann sem er verk­efni sem ÍSÍ setti á lagg­irn­ar fyr­ir rúm­lega 20 árum og 60 skól­ar taka þátt í. Verk­efn­ið var form­lega sett á mið­viku­dag­inn í Helga­fells­skóla að við­stödd­um nem­end­um í skól­an­um og for­eldr­um þeirra, mennta-og barna­mála­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, rík­is­lög­reglu­stjóra og for­svars­fólki ÍSÍ. Rósa Ingvars­dótt­ir skóla­stjóri bauð gesti vel­komna og Halla Karen Kristjáns­dótt­ir formað­ur bæj­ar­ráðs ávarp­aði gesti fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar. Að at­höfn lok­inni var geng­ið um ná­grenni skól­ans. Þeir sem að verk­efn­inu standa eru Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Ís­lands, Mennta- og barna­mál­aðu­neyt­ið, Embætti land­lækn­is, Rík­is­lög­reglu­stjóri, Slysa­varna­fé­lag­ið Lands­björg, Sam­göngu­stofa og Lands­sam­tökin Heim­ili og skóli. Ég gat því mið­ur ekki ver­ið við­stödd en fékk leyfi til að nýta mynd­ir frá ÍSÍ með færsl­unni.

Í vik­unni fund­aði bæj­ar­stjórn og bæj­ar­stjóri með ung­menna­ráði en það voru þau Eyrún Birna Braga­dótt­ir, Edda Stein­unn Er­lends­dótt­ir Scheving, Katrín Vala Arn­ars­dótt­ir Lind­en og Sig­urð­ur Óli Karls­son sem komu á fundinn. Þau fóru yfir helstu at­rið­in sem komu fram á barna- og ung­menna­þingi sem hald­ið var í Mos­fells­bæ 13. apríl sl. á veg­um verk­efn­is­ins Barn­vænt sveit­ar­fé­lag.

Dæmi um áhersl­ur frá barna- og ung­menna­þing­inu sem voru rædd­ar á fund­in­um með bæj­ar­stjórn voru með­al ann­ars stræt­is­vagna­sam­göng­ur í Mos­fells­bæ og aðr­ar sam­göng­ur eins og raf­hlaupa­hjól. Þá var einnig rætt um mál­efni barna með sér­þarf­ir, s.s. les­blindra nem­enda og barna og ung­linga með ADHD, um­hverf­is­mál og mis­mun­andi kennslu­hætti í grunn­skól­um bæj­ar­ins. Auk þess var fjall­að um opn­un­ar­tíma fé­lags­mið­stöðva og sund­lauga, ung­menna­hús og hug­mynd ung­menna­ráðs um ung­mennaseríu, stiga­keppni fyr­ir alla ald­urs­hópa í tengsl­um við skóla og vinnu­skóla.

Um mið­bik vik­unn­ar boð­uðu verk­efn­is­stjór­ar bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar, Í tún­inu heima til fund­ar í Hlé­garði til að fara yfir alla þætti há­tíð­ar­inn­ar, þ.e. hvað gekk vel og hvað má bæta. Rúm­lega 20 manns mættu og far­ið var yfir verk­efni s.s. hreins­un bæj­ar­ins, raf­magns­mál, gæsl­una, skreyt­ing­ar, ein­staka við­burði, svo fátt eitt sé nefnt. Sam­hljóm­ur var á milli fund­ar­manna að há­tíð­in hefði ver­ið ein­stak­lega vel heppn­uð og að­sókn­in frá­bær. Þó er eitt og ann­að sem má laga, eins og raf­magns­málin í Ála­fosskvos­inni, stræt­is­vagna­sam­göng­ur og fleira. Ég sagði frá því að ég hefði feng­ið bréf frá 8 ára nem­anda, í Varmár­skóla sem hrós­aði há­tíð­inni en vildi koma því á fram­færi að tækin í tív­olí­inu væru ann­ar­s­veg­ar fyr­ir 3-5 ára börn og hins­veg­ar fyr­ir 14 til 50 ára. Hún sakn­aði þess að það væru ekki tæki fyr­ir ald­urs­hóp­inn 8 til 12 ára. Ég lof­aði henni að við mynd­um fylgja mál­inu eft­ir!

Í vik­unni var tölu­vert um fundi, eins og endra­nær. Ég stýrði eig­enda­fund­um Sorpu og Strætó, þar sem far­ið var m.a.yfir for­send­ur fjár­hags­áætl­un­ar 2024. Einn­ig stjórn­ar­fundi sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem far­ið var yfir stöðu end­ur­skoð­un­ar á Sam­göngusátt­mál­an­um. Reikn­að er með því að sú vinna taki ein­hverj­ar vik­ur til við­bót­ar. Í morg­un sat ég stjórn­ar­f­und slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og þar voru fjöl­mörg mál til efn­is­legr­ar um­ræðu. M.a. fjár­hags­áætlun og hús­næð­is­mál slökkvi­liðs­ins en það er stefnt að því að slökkvi­lið­ið færi sig yfir í nýtt hús­næði við Sunda­höfn á næstu árum, ásamt al­manna­vörn­um, lög­regl­unni og fleiri að­il­um.

Ég læt þenn­an frek­ar stutta pist­il duga þessa vik­una og óska les­end­um góðr­ar helg­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00