Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Það er alltaf til­hlökk­un þeg­ar mars ber að garði – stytt­ist í vor­ið og hlýn­andi daga.

Fe­brú­ar hef­ur vissu­lega ein­kennst af þeirri stöðu sem hef­ur ver­ið í kjara­mál­um kenn­ara en það er fagn­að­ar­efni að kjara­samn­ing­ar voru und­ir­rit­að­ir seint á mánu­dags­kvöld.  Það var eft­ir að sveit­ar­fé­lög höfðu hafn­að inn­an­hússtil­lögu rík­is­sátta­semj­ara sem  var önn­ur til­raun til að ná sátt­um eft­ir að kenn­ar­ar höfðu áður hafn­að svip­aðri til­lögu nema með lægri pró­sentu­tölu.

Það gekk mik­ið á í karp­hús­inu í að­drag­anda samn­ing­anna og harð­ar að­gerð­ir boð­að­ar. Í byrj­un mán­að­ar fór leik­skól­inn Höfða­berg í ótíma­bund­ið verk­fall ásamt fjölda leik­skóla í mis­mun­andi sveit­ar­fé­lög­um. Fé­lags­dóm­ur úr­skurð­aði að verk­föll í sveit­ar­fé­lög­um, þar sem væri fleiri en einn skóli, væru ólög­leg nema all­ir skól­arn­ir hjá sama vinnu­veit­enda færu í verk­fall. Sveit­ar­fé­lag­ið væri vinnu­veit­and­inn en ekki ein­staka skóli. Ver­fall­ið stóð því í viku en þann 3. mars voru boð­uð verk­föll í öll­um leik­skól­um í Kópa­vogi, Hafnar­firði og Hvera­gerði. Þá voru fimm fram­halds­skól­ar komn­ir í verk­föll í lok mán­að­ar og tíma­bundnn­ar verk­falls­að­gerð­ir boð­að­ar í grunn­skól­um.

Kenn­ur­um var lof­uð leið­rétt­ing launa árið 2016,  þeg­ar þeir af­söl­uðu sér til­tekn­um líf­eyr­is­rétt­ind­um. Þá leið­rétt­ingu sóttu þau mjög fast í þess­um kjara­við­ræð­um. Það var erfitt fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in að mæta þess­um kröf­um núna af tvenn­um ástæð­um. Í fyrsta lagi vegna þess að sátt hafði náðst á vinnu­mark­aði um 3,5 % hækk­an­ir á ári í fjög­ur ár í stöð­ug­leika­samn­ing­um og það að fara veru­lega fram yfir það gæti skap­að óró­leika. Hitt er fjár­hags­staða sveit­ar­fé­laga sem er enn mjög erf­ið í kjöl­far Covid og þeirr­ar verð­bólgu og vaxta sem hef­ur ein­kennt efna­hags­líf­ið.

Það náð­ist sátt um að fara svo­kall­aða virð­is­mats­leið þar sem störf og starfs­um­hverfi kenn­ara fer í gegn­um mat sem Jafn­launa­stofa mun sjá um en vinn­an mun lúta stjórn rík­is­sátta­semj­ara. Að­r­ir sér­fræð­ing­ar á veg­um hins op­in­bera hafa far­ið í gegn­um slíkt mat og það er til mik­ils að vinna fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in að fá kenn­ara­starf­ið einn­ig inn í það virð­is­mat. Þá náð­ist sam­komulag um að kenn­ar­ar fengju 8 % launa­hækk­un ofan á 3,5 % hækk­un þessa árs, sem er fyr­ir­fram­greiðsla inn í virð­is­mats­veg­ferð­ina. Fyr­ir Mos­fells­bæ þýð­ir fyr­ir­fram­greiðsl­an 300 millj­óna króna auka­greiðslu á ár­inu 2025 sem ekki var gert ráð fyr­ir í fjár­hags­áætlun. Á móti mun koma ein­hver hækk­un út­svars.

Við feng­um inn­sýn í fyr­ir­hug­að­ar að­gerð­ir rík­is­ins sem tengjast um­hverfi barna á fundi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga í gær, en þar kom fram að rík­ið muni taka al­far­ið yfir þjón­ustu við börn og ung­menni með fjöl­þætt­an vanda. Verði þær að veru­leika mun það muna tölu­verðu fyr­ir starfs­um­hverfi fag­fólks­ins okk­ar, hvort held­ur er í skól­um, í barna­vernd og ann­arri sér­fræði­þjón­ustu.

Ég lít því bjart­sýn fram á veg­inn og fagna því að við höf­um náð þessu sam­komu­lagi og hlakka til að vinna að bættu starfs­um­hverfi í leik og grunn­skól­um og von­ast til að við náum að fá fleira fag­fólk í þessi mik­il­vægu störf í kjöl­far samn­ing­anna.

Það er ann­að mál sem hef­ur ein­kennt þenn­an mán­uð og það eru hús­næð­is­mál leik­skól­ans Hlað­hamra. Ég sagði frá því í síð­asta pistli að eng­in starf­semi hafi  ver­ið í eldri hluta leik­skól­ans Hlað­hamra frá 6. janú­ar.  Þá fluttu kenn­ar­ar og 22 börn í kennslu­rými í Krika­skóla en  30 börn voru áfram í nýrri hluta Hlað­hamra. Stefnt hef­ur ver­ið að því að loka leik­skól­an­um al­veg í sum­ar og þau börn sem eiga að vera áfram í Hlað­hömr­um eft­ir sum­ar­frí flytj­ist í nýja leik­skól­ann í Helga­fells­hverfi sem á að verða til­bú­inn í lok júní næst­kom­andi.

Við feng­um verk­fræði­stof­una Eflu til að skoða nokkra staði í þeim hluta leik­skól­ans sem er kölluð ,,nýja“  bygg­ing­in og nið­ur­stað­an af þeirri skoð­un leið­ir í ljós að það hús­næði upp­fyll­ir ekki þau við­mið sem við vilj­um hafa um heil­næm loft­gæði þann­ig að  við mun­um al­far­ið loka leik­skól­an­um núna í fyrri­hluta mars og flytja þau börn sem eru þar núna í tíma­bund­ið bráða­birgða­hús­næði. Við höf­um hald­ið fundi með for­eldr­um og starfs­fólki síð­ustu daga og erum að leggja loka­hönd á til­lög­ur að stað­setn­ingu bráða­birgða­hús­næð­is. Þær Svein­björg og Guð­rún leik­skóla­stjór­ar og allt þeirra starfs­fólk á hrós skil­ið fyr­ir þraut­seigju og að­lög­un­ar­hæfni í krefj­andi að­stæð­um. Það verð­ur mik­ið gleði­efni þeg­ar nýi leik­skól­inn tek­ur til starfa í Helga­felli og bæði börn og starfs­fólk Hlað­hamra fær var­an­leg­ar starfs­að­stæð­ur. Þá hef­ur bæj­ar­ráð sam­þykkt að fara í heild­ar­end­ur­skoð­un á hús­næði leik­skól­ans Hlað­hamra til þess að meta hvort eigi að rífa allt hús­ið og byggja nýtt eða að hluta.  Það helst einn­ig í hend­ur við fram­tíð­ar­sýn um upp­bygg­ingu leik­skóla í bæn­um.

Marg­ir skemmti­leg­ir við­burð­ir hafa átt sér stað í fe­brú­ar. Þar ber hæst ljósa­sýn­ing­in í Helga­felli dag­ana 7 og 8 fe­brú­ar. Það mælt­ist ein­stak­lega vel fyr­ir hjá bæj­ar­bú­um að fá þessa sýn­ingu í skamm­deg­inu og gam­an að gera til­raun með að lýsa á heilt fell. Hönn­un verks­ins var í hönd­um Arn­ar Ing­ólfs­son­ar, ljósa­meist­ara HljóðX, og sá Há­kon Há­kon­ar­son um að for­rita lýs­ing­una. Meira um það hér.

Við héldum upp á 30 ára afmæli Reykjakots í febrúar og notuðum tækifærið og vígðum nýtt eldhús sem er algjör bylting fyrir leikskólann. Auk eldhússins þá hefur bæst við starfsmannaaðstaða og vinnuaðstaða leikskólastjóra en það var verktakinn Mineral sem sá um fram­kvæmd­ina og not­að­ist við svo­kall­aða Durisol kubba í burð­ar­virk­ið á nýju bygg­ing­unni sem er 97 fer­metr­ar að stærð. Hér má sjá frétt um afmælið og vígsluna.

Undir lok mánaðarins voru samstarfssamningar undirritaðir við sex íþrótta-og tómstundafélög í bænum og samráðsvettvangur félaganna stofnaður. Samn­ing­arn­ir byggja á fyrri samn­ing­um, áhersl­um íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar og sam­töl­um starfs­manna menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs við for­ystu fé­lag­anna. Sér­stök áhersla er nú lögð á að stuðla að auknu fram­boði íþrótta og tóm­stunda fyr­ir börn með sér­tæk­ar þarf­ir og börn með fjöl­breytt­an tungu­mála- og menn­ing­ar­bak­grunn.

Um er að ræða hesta­manna­fé­lag­ið Hörð, björg­un­ar­sveit­ina Kynd­il, ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ingu, skáta­fé­lag­ið Mosverja, Motocross­fé­lag Mos­fells­bæj­ar og Kraft­lyft­inga­fé­lag Mos­fells­bæj­ar. Auk þess er í gildi sam­starfs­samn­ing­ur við Golf­klúbb Mos­fells­bæj­ar sem gild­ir út árið 2027. Hér má sjá nánari frétt um samstarfið.

Dagskráin í vetrarfríinu í Mosfellsbæ var glæsileg að vanda en á mánudaginn stýrði Vilborg Bjarkadóttir myndlistarkona klippimyndasmiðju í bókasafninu þar sem þátttakendur skoðuðu sérstaklega fellin í nágrenni Mosfellsbæjar. Á þriðjudaginn voru það svo kórónurnar sem réðu ríkjum en fjöldinn allur af börnum og fullorðnum notuðu tækifærið og föndruðu glæsileg höfuðdjásn í kórónusmiðju. Forsíðumyndin er einmitt frá glöðum börnum  í bókasafninu.

Að lokum vil ég minnast Hilmars Tómasar Guðmundssonar, varaformanns menningar-og lýðræðisnefndar og varabæjarfulltrúa sem varð bráðkvaddur þann 21. febrúar síðastliðinn. Hilmar var kjörinn í menningar- og lýðræðisnefnd fyrir hönd B lista Framsóknarflokks vorið 2022 og sinnti sínum verkefnið fyrir bæjarfélagið með miklum sóma.

Ég votta eiginkonu Hilmars, Karlottu Lind Pedersen,  börnum þeirra og öðrum ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðjur.

 

 

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00