Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. nóvember 2022

Eft­ir því sem vik­un­um fjölg­ar í starf­inu sem bæj­ar­stjóri þá verð ég meira og meira með­vit­uð um hvað það er mik­ið grasrót­ar­starf og við­burða­hald í  Mos­fells­bæ. Um síð­ustu helgi var mjög flott­ur bas­ar hald­inn á veg­um fé­lags­starfs­ins að Hlað­hömr­um og vöfflu­sala á veg­um kven­fé­lags Lága­fells­sókn­ar. Þær Val­gerð­ur Magnús­dótt­ir, Jó­hanna, Rósa Hilm­ars­dótt­ir og Hall­dóra Kristjáns­dótt­ir sem stóðu vakt­ina í vöfflu­söl­unni prýða ein­mitt for­síðu­mynd­ina sem fylg­ir pistl­in­um í dag. Á bas­arn­um kenndi ým­issa grasa, með­al ann­ars mjög fal­leg­ar hand­prjón­að­ar vör­ur. All­ur ágóði af söl­unni renn­ur til hjálp­ar­starfs Lága­fells­sókn­ar og fyr­ir það ber að þakka. Ég hitti ein­mitt Salome Þor­kels­dótt­ur, heið­urs­borg­ara Mos­fells­bæj­ar í kaff­inu.  Salome var ein af fyr­ir­mynd­un­um á mín­um yngri árum þeg­ar hún var á al­þingi og síð­ar for­seti þings­ins og það var mjög gam­an að hitta hana.

Sömu helgi sótt­um við líka  áhuga­verða  sýn­ingu Jóns Sæ­mund­ar Auð­ar­son­ar í Lista­safni Mos­fells­bæj­ar sem nefn­ist Lit­andi, Lit­andi, Lit­andi.

Ég mætti einn­ig á  100 ára af­mæli UMSK, Ung­menna­sam­bands Kjal­ar­ness­þings sem var hald­ið í Hlé­garði. Mjög flott veisla og þar var Sig­urð­ur Rún­ar í Aft­ur­eld­ingu sæmd­ur gull­merki ÍSÍ fyr­ir sitt fram­lag til íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Saga Mos­fells­sveit­ar og ald­ar­saga UMSK á sér marga snertifleti. Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ing var eitt af stofn­fé­lög­um UMSK árið 1922 og eina stofn­fé­lag­ið sem er enn að­ili að UMSK. Birna á hér­aðs­skjala­safn­inu og Bjarki Bjarna­son sagn­fræð­ing­ur sendu mér nokkra punkta um sög­una, fyr­ir af­mæl­is­hóf­ið. Með­al ann­ars sagði Bjarki sögu af lands­móti  UMFÍ sem var hald­ið í fyrsta skipti á fé­lags­svæði UMSK, þ.e.a.s. hér að Varmá árið 1990. Engu var til sparað við und­ir­bún­ing­inn, glæsi­leg­ur frjálsí­þrótta­völl­ur var byggð­ur og allt til reiðu fyr­ir fjöl­mennt og viða­mik­ið mót. Mót­ið tókst afar vel en komst þó á fyrst og fremst á spjöld sög­unn­ar fyr­ir ofsarok sem dundi yfir þeg­ar mót­ið stóð sem hæst. Vind­mæl­ir­inn á vell­in­um fauk um koll en að sögn Bjarka þá kætt­ust stang­ar­stökkvar­ar því þeir þeytt­ust á loft og flugu hátt yfir rána.

Ég var með fiðr­ildi í mag­an­um þeg­ar mánu­dag­ur­inn rann upp en þá hafði ég lofað mér í skóg­ar­högg.  Það voru vel und­ir­bún­ir starfs­menn á þjón­ustu­stöð­inni sem tóku á móti mér, þau Ingi­björg Ásta Guð­munds­dótt­ir og Tryggvi Þór Júlí­us­son.  Auk þessu voru Kristín Dav­íðs­dótt­ur og Björn  Trausta­on frá skóg­rækt­ar­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar með í för í Hamra­hlíð­ar­skóg til að fella jólatré árs­ins 2022, að ógleymd­um Hilmari Gunn­ars­syni rit­stjóra Mos­fell­ings.

Við val á jólatré  á mið­bæj­ar­torg­ið eru ekki val­in stak­stæð tré held­ur tré sem standa í þétt­um skógi og kom­inn er tími á grisj­un. Skóg­rækt­ar­fé­lag­ið gróð­ur­set­ur allt að 30 tré í stað­inn fyr­ir hvert fellt tré og það á einnig við um þetta.

Svo öllu sé haldið til haga þá rétt tók ég í sögina en öll vinnan var á herðum Björns Traustasonar formanns skógræktarfélagsins enda verkefni fyrir vant fólk að sinna skógarhöggi.

Ég stýrði eig­enda­fund­um Sorpu og Strætó í vik­unni, en sveit­ar­fé­lög­in sam­þykktu auk­ið fram­lag til Strætó á næsta ári. Sorpa kynnti nýja mót­tökumið­stöð að Lambhaga en til­laga um að fara í það verkfni  verð­ur send borg­ar-og bæj­ar­stjórn­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til um­fjöll­un­ar og ákvarð­ana­töku. Ég átti fund með fram­kvæmda­stjóra Skála­túns og full­trú­um IOGT í vik­unni vegna stöðu heim­il­is­ins og sam­ráð­s­nefnd Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar vegna upp­bygg­ing­ar íþrótta­mann­virkja auk þess sem ég sótti minn fyrsta stjórn­ar­f­und Reykjalund­ar end­ur­hæf­ing­ar. Ég fór líka á bók­mennta­hlað­borð í Bóka­safn­inu en það var ein­stak­lega vel sótt­ur og vel heppn­að­ur við­burð­ur. Þá tók­um við Arn­ar Jóns­son á móti hópi nem­enda og kenn­ara á starfs­braut í Fram­halds­skól­an­um í Mos­fells­bæ en þau voru að fræð­ast um stjórn­sýsl­una.

Ég end­aði síð­an vinnu­vik­una á fundi í eft­ir­mið­dag með fyr­ir­tæk­inu Kólof­on, sem hann­aði vef Mos­fells­bæj­ar og ann­að efni en verk­efn­ið er í stöð­ugri þró­un.

Eins og ég sagði í pistl­in­um í síð­ustu viku þá nálg­ast að­vent­an óð­fluga og á morg­un mun­um við kveikja á jóla­trénu hér  í Mos­fells­bæ. Það verð­ur góð dagskrá í boði, börn í for­skóla Lista­skól­ans og Jógv­an Han­sen með­al ann­ars.

Ég vona að veðr­ið leiki við okk­ur á mið­bæj­ar­torg­inu á morg­un og óska ykk­ur góðr­ar helg­ar.

Regína Ás­valds­dótt­ir

Mynd 1: Með Salome Þor­kels­dótt­ur fyrr­um al­þing­is­konu og for­seta al­þing­is
Mynd 2: Kór fé­lags­starfs­ins
Mynd 3: Frá há­tíð­ar­höld­un­um í til­efni 100 ára af­mæl­is UMSK
Mynd 4: Hilm­ar, Kristín, Ingi­björg og Tryggvi
Mynd 5: Björn Trausta­son kenn­ir á sög­ina

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00