Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bjart­ur og fal­leg­ur apríl mán­uð­ur að baki og sum­ar­ið rétt hand­an við horn­ið. Að venju hafa verk­efn­in ver­ið afar fjöl­breytt en hæst ber að nefna fram­lagn­ingu árs­reikn­ings Mos­fells­bæj­ar.

A og B hluti var rek­inn  341 millj­ón í plús sem er við­snún­ing­ur frá 900 millj­óna rekstr­artapi á ár­inu 2022. Það ár hafði ver­ið gert ráð fyr­ir 3,5% verð­bólgu sem varð 9%. Verð­bólgu­spá árs­ins 2023 var 5,6% en nið­ur­stað­an er 7,7 %. Verð­bólgu­spá­in er sam­eig­in­legt við­mið sem öll sveit­ar­fé­lög nota. Verð­bólg­an hef­ur gríð­ar­leg áhrif á fjár­magns­kostn­að sem var ríf­lega 1,7 millj­arð­ur  króna.

Tekj­ur árs­ins námu alls 20 millj­örð­um og 305 millj­ón­um sem er 23% hækk­un frá fyrra ári. Tekj­urn­ar skipt­ast í út­svar og fast­eigna­skatt, 11,9 millj­arð­ar, Jöfn­un­ar­sjóð­ur tæp­lega 3,5  millj­arð­ar og að­r­ar tekj­ur rúm­lega 4,9 millj­arð­ar. Bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld voru rúm­lega 700 millj­ón­ir króna en áætlun árs­ins gerði ráð fyr­ir 600 mkr.

Launa­kostn­að­ur nam rúm­lega 9,4 millj­örð­um og hækk­un líf­eyr­is­skuld­bind­inga 433 millj­ón­um sem er 217 millj­ón­um hærra en áætlun gerði ráð fyr­ir. Skýr­ing­in er með­al ann­ars 80 millj­óna auka­greiðsla í líf­eyr­is­sjóð­inn Brú og 137 millj­ón­um hærri líf­eyr­is­skuld­ind­ing en gert var ráð fyr­ir.

Launa­kostn­að­ur jókst um 1,4 milljarð á milli ára og er að lang­stærst­um hluta til­kom­inn vegna yf­ir­töku á Skála­túni en rekst­ur­inn færð­ist yfir 1. júlí 2023. Sú upp­hæð nam 443 millj­ón­um króna. Þá hef­ur hækk­un launa­vísi­tölu og kjara­samn­ing­ar áhrif en sá lið­ur nam 670 millj­ón­um á milli ára. Hækk­un launa­kostn­að­ar um­fram kjara­samn­inga og yf­ir­töku Skála­túns, m.a. vegna  veik­inda ofl, nam 3 % af heild­ar­launa­kostn­aði árið 2023 sam­an­bor­ið við 6 % árið 2022, 12 % árið 2021, 7 % árið 2020 og 6 % árið 2019.

Fjöldi starfs­manna í árslok var 945 sam­an­bor­ið við 848 árið 2022 og stöðu­gildi voru 782 sam­an­bor­ið við 712 árið 2022. Stöðu­gildi Skála­túns eru 70 tals­ins og starfs­menn 110 þann­ig að  aukn­ing­in eru að mestu  til­komin vegna Skála­túns.

Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur var 7 millj­arð­ar og 721 millj­ón­ir króna. Nem­ur fram­legð því tæp­lega 2,7 millj­örð­um og  hef­ur hækkað um 88% á milli ára.

Af­skrift­ir voru 590 millj­ón­ir og rekstr­arnið­ur­staða fyr­ir fjár­magnsliði 2 millj­arð­ar og 95 millj­ón­ir.

Fjár­muna­tekj­ur, fjár­magns­gjöld og tekju­skatt­ur námu 1 millj­arði og 733 millj­ón­um og var rekstr­arnið­ur­staða árs­ins því já­kvæð um 341 millj­ón.

Þeg­ar lyk­il­töl­ur árs­reikn­ings­ins eru skoð­að­ar þá ber helst að nefna að skulda­við­mið í árslok 2023 er 94,5 % og hef­ur lækkað úr 104,4% á ár­inu 2022 og er vel inn­an þess 150% há­marks sem kveð­ið er á um í lög­um.

Veltufé frá rekstri er mik­il­væg stærð sem sýn­ir hversu mik­ið stend­ur eft­ir til að standa und­ir af­borg­un­um lána og fjár­fest­ing­um. Veltufé frá rekstri er 1 millj­arð­ur og 935 millj­ón­ir eða 9,5%  af tekj­um.

Mos­fells­bær er með sölu bygg­ing­ar­rétt­ar upp á 700 millj­ón­ir á ár­inu 2023, sem veg­ur að­eins upp á móti 1,7 millj­arði í fjár­magn­s­tekj­ur, sem er mjög há upp­hæð og kem­ur til vegna hárra vaxta og verð­bólgu.  Vegna íbúa­fjölg­un­ar og upp­bygg­ing­ar hef­ur þurft að ráð­ast í dýr­ar fjár­fest­ing­ar á lán­um sem bera háa vexti í dag. Hin sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru í sömu stöðu, þau sem geta selt lóð­ir skila já­kvæðri rekstr­arnið­ur­stöðu en þau sem geta það ekki, skila rekstr­artapi.

En, það hef­ur líka fjöl­margt ann­að ver­ið í gangi í apríl en vinna við fram­lagn­ingu árs­reikn­ings.

Við skif­uð­um und­ir samn­ing vegna fyrsta áfanga ný­fram­kvæmda á Varmár­völl­um. Verk­ið var boð­ið út fyrr í vet­ur og var fyr­ir­tæk­ið Óskatak ehf með lægsta til­boð­ið eða kr. 136.359.500 sem var tölu­vert und­ir kostn­að­ar­áætlun. Verk­ið fel­ur í sér jarð­vinnu og ferg­ingu vegna gervi­grasvall­ar. Auk þess felst verk­ið í upp­greftri fyr­ir frjálsí­þrótta­velli, fyll­ingu og ferg­ingu á hon­um þeg­ar ferg­ingu er lok­ið á gervi­grasvelli. Sjá frétt um málið á mos.is.

Þá skrifaði ég undir samning fyrir hönd Mosfellsbæjar, ásamt Gunnu Stínu fyrir  hönd Blakdeildar Aftureldingar og Hrannari Sigurðssyni  fyrir hönd björgunarsveitarinnar Kyndils við verslunarkeðjuna Nettó en þeir verða aðalstyrktaraðilar Tindahlaupsins til næstu þriggja ára. Það var Heiðar Róbert Birnuson verslunarstjóri sem skrifaði undir fyrir hönd Nettó. Tindahlaupið er 15 ára í ár og er krefjandi og skemmtilegt utanvegahlaup sem haldið er í Mosfellsbæ síðustu helgina í ágúst ár hvert í tengslum við hátíðina Í túninu heima.  Á Facebook síðu hlaupsins má finna allar helstu upplýsingar um fyrri hlaup og það sem framundan er.

Stýrihópur um þarfagreiningu fyrir þjónustubyggingu að Varmá fundaði um miðjan apríl og við fórum einnig í vettvangsferð að heimsækja ÍR. Skýrslan um þarfagreiningu var kynnt í bæjarráði 18 apríl og hana má finna hér

Þarf­agrein­ing­in er hluti af um­fangs­miklu verk­efni stýri­hóps á veg­um Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar um end­ur­skoð­un fyr­ir Varmár­svæð­ið og mót­un skýrr­ar fram­tíð­ar­sýn­ar til næstu 15 ára.

Byggt var á fyrri vinnu vegna þjón­ustu- og að­kom­bygg­ing­ar sem unn­in var á ár­un­um 2020 til 2021. Vinnu­hóp­ur­inn vann þarf­agrein­ing­una á tíma­bil­inu 19. janú­ar – 16. apríl 2024. Haldn­ir voru 15 kynn­ing­ar­fund­ir með hag­að­il­um, tekin 26 við­töl við skil­greinda hag­að­ila þar sem leit­ast var eft­ir við­horf­um við­mæl­end­anna sjálfra og þeirra hópa sem þeir voru í for­svari fyr­ir  og að lok­um var spurn­inga­könn­un fram­kvæmd þar sem sér­stök áhersla var lögð á að ná til barna og ung­menna. Alls tóku 1246 ein­stak­ling­ar  þátt á öll­um aldri en könn­un­in var að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar og heil­síðu­aug­lýs­ing birt í bæj­ar­blaði Mos­fell­inga þar sem öll voru hvött til að taka þátt í henni. Að auki var könn­un­in að­gengi­leg á auð­lesnu máli.

Þarf­agrein­ing­in sýn­ir að fjölg­un bún­ings­að­stöðu að Varmá er að­kallandi, einn­ig barn­væn að­staða og að­staða fyr­ir gesti. Þá kom fram að vinnu- og fundarað­staða fyr­ir þjálf­ara, starfs­fólk, íþrótta­kenn­ara og aðra starf­semi er ábóta­vant. Auk þess sem að styrktarað­staða er met­in mjög mik­il­væg og að­gengi fyr­ir fólk með fötlun.

Við héldum upp á 40 ára afmæli Bólsins þann 12 apríl með afmælishátíð í Hlégarði. Bæj­ar­bú­um og öll­um velunn­ur­um var boð­ið að gleðj­ast með ung­lingunum og starfs­fólki Bóls­ins. Við fengum frábær tónlistaratriði frá unglingunum og einnig ungu fólki sem sótti Bólið á sínum unglingsárum. Þá voru gömul myndaalbúm dregin fram. Ég flutti stutta ræðu og fór yfir aðdragandann að stofnun Bólsins og færði síðan fulltrúum í Bólráðunum gjöf frá Mosfellsbæ, sem var ferðahátalari eða PartyBox eins og hann er kallaður í auglýsingu frá Elko. Auk afmælishátíðar voru haldin tvö böll í tengslum við tímamótin.

Við funduðum í neyðarstjórn Mosfellsbæjar með fulltrúa Almannavarnadeildar höfuðborgarsvæðisins og var markmiðið að kynna starfið fyrir nýju fólki og rifja upp eitt og annað frá Covid tímanum sem tengist viðbragðsáætlunum.

Við fengum fyrstu starfsmannakönnun Mosfellsbæjar í gegnum nýja appið, Moodup núna í apríl sem kom vel út. Í heildartöflunni skiptum við niðurstöðunum eftir sviðum, þ.e. velferðarsvið, menningar-, íþrótta og lýðheilsusvið, fræðslu og frístundasvið, umhverfissvið og stjórnsýsla á bæjarskrifstofunni. Niðurstaða könnunarinnar er  að starfsánægja mældist 77 % heilt yfir stofnanir og svið og var hlutfallið hæst  á bæjarskrifstofunni eða 84 %. Alls svöruðu ríflega 900 manns könnuninni og svarhlutfallið því mjög gott.  Stjórnendur hafa verið hvattir til að fara vel yfir niðurstöður könnunarinnar á sínum starfsstöðum, því það er hægt að brjóta niðurstöðurnar niður á hverja stofnun og við munum svo mæla aftur í maí og loks í júní.

Þann 17. apríl var Íslandsmeistaramótið í skák sett í íþróttamiðstöðinni Kletti en mótið fór þar fram dagana 17 – 26 apríl. Ég var fengin til að leika fyrsta leik fyr­ir Vign­ir Vatn­ar Stef­áns­son nú­ver­andi Ís­lands­meist­ara á móti Al­eks­andr Dom­alchuk-Jonasson. Mótinu lauk laugardaginn 27 apríl og var það Helgi Áss Grétarsson sem vann Íslandsmeistaratitilinn. Gunn­ar Björns­son, for­seti Skák­sam­bands­ins og Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs afhentu verðlaunin á lokahófinu sem fór fram á Blik. Hér má sjá fréttir frá mótinu

Í apríl höfum við haldið þrjá vinnufundi með öllum bæjarfulltrúum, þ.e. fulltrúum meiri og minnihluta þar sem við höfum meðal annars fjallað um ársreikninginn, um stöðu fjárfestingaáætlunar og verkefni tengd uppbyggingu í bænum.

Í bæjarráði þann 18 apríl var samþykkt samkomulag við Golfklúbb Mosfellsbæjar, meðal annars vegna styttingar fjórðu brautar til að tryggja öryggi í nærumhverfinu auk þess sem samþykkt var að hefja deiliskipulag vegna stækkunar golfvallarins.

Þá skrifaði ég undir samning við fyrirtækið Deloitte um úttekt á upplýsingatæknimálum Mosfellbæjar.

Ég sótti líka ferðaráðstefnuna Hittumst sem var haldin á vegum Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins en þar var Mosfellsbær með bás og auk þess   Gljúfrasteinn / Laxness Museum og ferðaþjónustufyrirtækin Trawire.com og Volcano Trails.

Sýningin var gríðarlega vel sótt og umgjörðin mjög fagleg.

Þá sótti ég aðalfund Aftureldingar sem var haldinn að kvöldi dags 18. apríl. Því miður þurfti að fresta kjöri formanns þar sem engar tilnefningar bárust fram til 2. maí en á fundinum var Birna Kristín Jónsdóttir sem hefur gengt formennsku í 6 ár kvödd með miklu þakklæti. Sif Sturludóttir verkefnastjóri upplýsingastjórnunar hjá Mosfellsbæ kynnti þarfagreiningu vegna þjónustubyggingarinnar.

Á föstudeginum 19 apríl var almannavarnarnefndarfundur haldinn að Skútuhrauni í Hafnarfirði og í kjölfar fundarins var stjórnarfundur slökkviliðsins. Eina málið á dagskrá stjórnarfundarins var að taka á móti tveimur nýjum kranbílum og fengum við bæjarstjórarnir far með þeim fórum upp í 30 -40 metra hæð. Við skiptum liði og ég lenti með þeim Almari í Garðabæ og Þór á Seltjarnarnesi auk forstjóra Bronco sem framleiðir bílana. Á leiðinni upp mættumst körfurnar og forstjóri Bronco afhenti Einari Þorsteinssyni borgarstjóra og formanni stjórnar slökkviliðisins lykilinn að nýju bílunum í 30 metra hæð.

Þann dag var einnig fundur um samgöngusáttmálann og aðalfundur Farsældartúns þar sem við fórum yfir fyrsta starfsárið, tillögur frá arkitektastofum um gerð deiliskipulags á Farsældartúni (áður Skálatún) auk þess að hitta fulltrúa hönnunarstofunnar Tvist sem er að hanna merki Farsældartúns. Vonandi getum við skýrt frá vali á arkitektateymi á næstu dögum.

Vinnuvikan 22. til 26. apríl hófst að venju á framkvæmdastjórnarfundi þar sem ég fer yfir helstu mál með sviðsstjórum, bæjarlögmanni og skrifstofustjóra umbóta og þróunar. Yfirleitt eru þetta mál sem tengjast fleiru en einu sviði og þörf er á að stilla saman strengi, mannauðsmál og fjármál og ýmislegt sem fylgir því að stýra sveitarfélagi með tæplega eitt þúsund starfsmönnum. Þá förum við yfir fundagerðir bæjarráðs til að tryggja að verkefni síðasta fundar hafi farið í réttan farveg. Ég er auk þess með vikulegan fund með bæjarlögmanni og öðrum stjórnendum vegna undirbúnings bæjarráðs. Þá koma eingöngu þeir stjórnendur sem eru með mál fyrir bæjarráð vikuna á eftir. Sá fundur er á fimmtudögum og síðan erum við með fastan tíma á mánudögum þar sem málin eru kláruð fyrir útsendingu. Auk þessa funda ég vikulega með formanni bæjarráðs til að fara yfir mál í undirbúningi. Einn bæjarráðsfundur krefst því mikillar vinnu og samstillingar og fer mjög mikill tími bæjarlögmanns í undirbúning og framkvæmd fundanna. Í raun má segja að hver bæjarráðsfundur sé eins og viðburður þar sem allt þarf að ganga hnökralaust fyrir sig.

Þennan mánudagsmorgunn hitti ég einnig fulltrúa fyrirtækisins Kolofón sem sá um að þróa hönnun á vefnum og kynningarefni Mosfellsbæjar. Þá var fundur í stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, annar fundur mánaðarins þar sem við tókum nokkur mál til afgreiðslu. Ég minni á heimasíðu samtakanna þar sem má nálgast allar fundargerðir stjórnarinnar.

Á þriðjudeginum voru nokkrir fundir, meðal annars með fulltrúm norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu, innanhússfundir um húsnæðisáætlun og eftirfylgni með skýrslu um þarfagreiningu vegna þjónustubyggingar að Varmá auk vinnufundar með framkvæmdastjóra SSH en við eigum fasta fundi vikulega.

Ég fór líka út að plokka á þessum degi ásamt góðu samstarfsfólki á bæjarskrifstofunum. Við plokkuðum í kringum Kjarna og ég var aðallega að plokka sígarettustubba sem voru ófáir. Það tekur auðvita miklu lengri tíma að fylla vel upp í pokana við stubbatínsluna þannig að ég var aðeins farin að sjá eftir því að hafa valið þetta svæði! Plokkið er frábært samfélagsverkefni og góð hreyfing og starfsfólk Mosfellsbæjar og nemendur í leik-og grunnskólum stóðu sig frábærlega í plokkinu og sendu okkur kærkomnar myndir alla vikuna. Þá var algjörlega frábært að fá eldri borgana í ,,Heilsu og hug” út að plokka síðastliðinn mánudag. Rótarýklúbbur Mosfellsbæjar sá svo um skipulagningu á aðaldeginum sem var á  sunnudaginn.

Á miðvikudagsmorgninum átti ég fund með nýjum innviðaráðherra, Svandisi Svavarsdóttur ásamt framkvæmdastjóra SSH til að ræða samgöngusáttmálann. Það var góður fundur og gott að finna þann áhuga á  verkefninu sem ráðherrann sýnir. Okkur vantar þó lokahnykkinn frá ríkinu, til að klára samkomulagið og vonandi fer það að klárast þó fjármálaáætlun hafi verið viss vonbrigði.

Þá var ég með eina sex innanhússfundi auk þess að undirbúa  ræðu bæjarstjóra við framlagningu ársreikningsins sem var síðar þennan dag á bæjarstjórnarfundi. Ég fékk frábæra hjálp við það frá Önnu Maríu Axelsdóttur verkefnisstjóra sem bar hitann og þungann af gerð reikningsins fyrir hönd Mosfellsbæjar ásamt Pétri Lockton sviðsstjóra.

Að afloknum bæjarstjórnarfundi sem lauk rétt fyrir klukkan sjö fór ég á leik meistaraflokks Aftureldingar og Vals í handbolta sem var haldinn að Varmá. Afturelding vann eftir æsispennandi leik!

Á föstudeginum var ég í fjarvinnu, sem ég geri því miður of sjaldan en dagurinn fór í lestur gagna og úrvinnslu. Það er mjög gott að stíga aðeins tilbaka endrum og eins úr skarkalanum og gefa sér tíma til að lesa og  ígrunda gögn.Við tókum okkur saman um fjarvinnuna, ég og bæjarlögmaður, enda að vinna í sama verkefni og tókum nokkra stutta teams fundi yfir daginn. Úti var sól og blíða og svolítið erfitt að halda sig innandyra!

Á mánudag var vinnufundur með bæjarfulltrúum og fulltrúum í skipulagsnefnd og ég tók nokkra stutta innanhússfundi yfir daginn til að undirbúa þann fund sem best. Þá var ennfremur mikilvægur fundur um samgöngusáttmálann með bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúum okkar í samninganefnd við ríkið um uppfærsluna.

Á þriðjudag var ég með nokkra fundi fyrir hádegi en fór svo í íþróttahúsið í Helgafellsskóla þar sem við skrifuðum undir samning við fyrirtækið Land og verk vegna innréttinga í húsið. Glæsileg bygging sem á eftir að nýtast nemendur og kennurum í Helgafellskóla mjög vel en vonandi einnig samfélaginu öllu.

Þá var aðalfundur Betri samgangna haldinn seinnipartinn á miðvikudag þar sem nýr formaður var kjörinn, Ragnhildur Hjaltadóttir fyrrum ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu. Ég bind miklar vonir við Ragnhildi en hún hefur stýrt samningafundunum vegna uppfærslu samgöngusáttmálans og gjörþekkir málefnið. Þá var Árna Mathiesen þakkað fráfarandi formanni þakkað fyrir afar vel unnin störf. Slóð á frétt um fundinn má finna hér.

Framundan eru forsetakosningar og næg verkefni hjá kjörstjórninni í Mosfellsbæ og bæjarlögmanni við undirbúning. Ég vona að kosningabaráttan verði ögn  jákvæðari heldur en hún hefur verið að undanförnu enda margt framúrskarandi fólk í framboði. Ég er þakklát fyrir það.

Gleðilegt sumar!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00