Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. október 2022

Fjöl­breytt vinnu­vika að baki að venju. Hápunkt­ur­inn var heim­sókn­ir í stofn­an­ir í bæn­um ásamt full­trú­um í bæj­ar­ráði.  Við vor­um á ferð­inni nánast all­an mið­viku­dag og fimmtu­dag og fór­um í Helga­fells­skóla, Krika­skóla, Varmár­skóla, Lága­fell­skóla, Kvísl­ar­skóla, Hlað­hamra, Hlíð, Leir­vogstungu­skóla, Huldu­berg og Höfða­berg. Einn­ig  fé­lags­st­arf aldr­aðra að Hlað­hömr­um, Úlf­inn sem er frí­stund­ast­arf fyr­ir fötluð börn og ung­menni, Ból­ið frí­stunda­mið­stöð og Mos­ann, ung­menna­hús. Þá heim­sótt­um við einn­ig íþróttamið­stöð­ina að Varmá,  bú­setukjarn­ann að Þver­holti, þjón­ustumið­stöð­ina við Völu­teig, Lista­skól­ann og end­uð­um í glæsi­lega bóka­safn­inu hér í Kjarn­an­um. Það var frá­bær­lega vel tek­ið á móti okk­ur á öll­um stöð­um og við náð­um góðu sam­tali við  stjórn­end­ur. Við feng­um bæði yf­ir­ferð yfir það sem geng­ur vel en líka um helstu áskor­an­ir og það er mik­il­vægt, ekki síst fyr­ir okk­ur sem erum ný í starfi að fá hrein­skiptn­ar um­ræð­ur um stöð­una í helstu starf­semi bæj­ar­ins. Eft­ir sit­ur að stofn­an­irn­ar eru ótrú­lega vel skip­að­ar hæfu og metn­að­ar­fullu starfs­fólki sem leit­ar stöð­ugt nýrra leiða til að efla fag­mennsku í starf­inu.

Í vik­unni voru bæði bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur og bæj­ar­ráð. Á fundi bæj­ar­stjórn­ar á mið­viku­dag fór fram síð­ari um­ræða um nýj­ar sam­þykkt­ir um stjórn Mos­fells­bæj­ar sem var sam­þykkt með 11 at­kvæð­um. Sam­þykkt­irn­ar fara til skoð­un­ar í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og í kjöl­far­ið verða þær send­ar í birt­ingu Stjórn­ar­tíð­inda.

Á fundi bæj­ar­ráðs á fimmtu­dag voru lögð fram drög að fjár­hags­áætlun 2023 -26 og sam­þykkt að vísa þeim  í bæj­ar­stjórn til fyrri um­ræðu. Drög­in verða birt að aflokn­um þeim fundi sem verð­ur 9. nóv­em­ber og end­an­leg fjár­hags­áætlun síð­an sam­þykkt eft­ir síð­ari um­ræðu í bæj­ar­stjórn 7. des­em­ber.

Þar var einn­ig sam­þykkt til­laga  um að ráð­ast í gerð stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt­ar hjá Mos­fells­bæ. Til­gang­ur henn­ar er að fá fram mat á nú­ver­andi stöðu sveit­ar­fé­lags­ins og leiða fram hvern­ig stjórn­sýsla Mos­fells­bæj­ar virk­ar í dag gagn­vart íbú­um, stofn­un­um bæj­ar­ins, hags­muna­að­il­um, kjörn­um full­trú­um og starfs­mönn­um.

Að lok­um vil ég þakka stjórn­end­um bæj­ar­ins kær­lega fyr­ir mót­tök­urn­ar og sam­tölin úti í stofn­un­um. For­síðu­mynd­in er ein­mitt frá Leir­vogstungu­skóla en það er mynd af Guð­rúnu Björgu leik­skóla­stjóra sem tók afar hlý­lega á móti okk­ur ásamt sam­starfs­kon­um sín­um, þeim Gunnu Heiðu, Kol­brúnu Höllu, Söru Fann­ey og Ragn­heiði Ástu. Þær voru af­skap­lega heim­il­is­leg­ar enda  nátt­fata­dag­ur í leik­skól­an­um í til­efni af al­þjóð­lega bangsa­deg­in­um. Það var þó al­geng­ara að rekast á hluti sem tengjast Hrekkja­vök­unni á stofn­un­um bæj­ar­ins og starfs­fólk á bæj­ar­skrif­stof­un­um lét ekki sitt eft­ir liggja frem­ur en fyrri dag­inn en hér voru marg­ar skugga­leg­ar ver­ur á sveimi í lok vinnu­dags í gær.

Góða helgi!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Mynd 1 : Sig­urð­ur í íþróttamið­stöð­inni að Varmá
Mynd 2: Bæj­ar­full­trú­arn­ir Lovísa, Ás­geir og Anna Sig­ríð­ur ásamt starfs­mönn­um íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar, þeim Dönu og Ág­ústi.
Mynd 3: Heim­sókn í Ból­ið - Jana bæj­ar­full­trúi og Guð­rún í Ból­inu
Mynd 4: Erna sýn­ir okk­ur hug­mynd­ir að end­ur­nýt­ingu fatn­að­ar - verk­efni í Kvísl­ar­skóla
Mynd 5: Rósa skóla­stjóri í Helga­fell­skóla og Anna Sig­ríð­ur

Mynd 6: Í heim­sókn hjá Þrúði skóla­stjóra í Krika­skóla.
Mynd 7: Þær Rakel, Rósa, Gerð­ur og Eva í bóka­safni Mos­fells­bæj­ar
Mynd 8: Hrekkja­vak­an nálg­ast

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00