Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. ágúst 2023

Fyrsti fund­ur bæj­ar­stjórn­ar eft­ir sum­ar­frí var hald­inn í vik­unni, eða á mið­viku­dag­inn 16. ág­úst. Það er því ekk­ert að van­bún­aði að hefja pistla­skrif á ný enda starf­ið á bæj­ar­skrif­stof­unni kom­ið á fulla ferð og nefnd­ar­fund­ir farn­ir af stað. Stjórn­end­ur í skól­um  eru að und­ir­búa starf­semi hausts­ins og leik­skól­ar að taka inn ný börn. Það hef­ur geng­ið ágæt­lega að ráða nýtt starfs­fólk í flesta leik­skóla en ein­staka skóli glím­ir við mann­eklu sem hef­ur óneit­an­lega áhrif á starf­ið. Mos­fells­bær vinn­ur að því að bæta starfs­að­stæð­ur í leik­skól­un­um, með­al ann­ars með stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar.  Það hef­ur reynt á starf­semi leik­skól­anna með­al ann­ars vegna þess að á sama tíma  og al­geng­asti vist­un­ar­tími er 42,5 stund­ir á viku er unn­ið að því að stytta vinnu­tíma starfs­fólks í 36 tíma á viku.

Í vor sam­þykkti bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar  til­lögu fræðslu­nefnd­ar um svo­kall­aða skrán­ing­ar­daga í leik­skól­um frá og með næsta hausti. Það þýð­ir að á skil­greind­um skrán­ing­ar­dög­um þurfa for­eldr­ar að skrá börn sín sér­stak­lega ef þeir hyggj­ast nýta sér þjón­ustu leik­skól­ans í kring­um jól-, páska- og vetr­ar­frí og eft­ir kl. 14.00 alla föstu­daga. Með því er hægt að skipu­leggja leik­skóla­starf­ið fyr­ir­fram og gera starfs­fólki kleift að nýta þá daga til að taka út upp­safn­aða stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Ann­að markmið hef­ur ver­ið að jafna laun á milli stuðn­ings­full­trúa í grunn­skól­um og starfs­mönn­um leik­skóla. Með nýj­um kjara­samn­ing­um hef­ur tek­ist að minnka þetta launa­bil veru­lega og munu áhrif­in koma fram 1. októ­ber næst­kom­andi.

En það er vert að brýna það að leik­skól­arn­ir verða opn­ir öll­um þeim sem þurfa á þjón­ust­unni að halda og það verð­ur eng­in hækk­un á leik­skóla­gjöld­um í tengsl­um við nýtt fyr­ir­komu­lag. Hins­veg­ar munu gjöld lækka hjá þeim sem þurfa ekki að nýta sér þjón­ustu leik­skól­anna eft­ir kl. 14 á föstu­dög­um.  Í byrj­un þess­ar­ar viku stýrði ég fundi stjórn­ar sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á reglu­leg­um fundi sam­tak­anna sem eru haldn­ir á tveggja vikna fresti.  Stjórn­in lagði áherslu á að koma sjón­ar­mið­um sveit­ar­fé­lag­anna á fram­færi varð­andi stuðn­ing og fram­færslu við þá um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd sem hafa feng­ið synj­un á um­sókn um stöðu flótta­fólks. Við send­um yf­ir­lýs­ingu á alla fjöl­miðla þar sem við hörm­um stöðu þess­ara ein­stak­linga en mót­mælt­um um leið af­stöðu rík­is­ins um að sveit­ar­fé­lög­in ættu að taka við þess­um ein­stak­ling­um og þjón­usta þá.  Ekk­ert sam­tal hafði far­ið fram milli rík­is og sveit­ar­fé­laga um hvað tek­ur  við hjá þeim ein­stak­ling­um sem neita að yf­ir­gefa land­ið og hafa misst  fram­færi sitt hjá rík­inu og eru án kenni­tölu og rétt­inda í land­inu. Að okk­ar mati eru  sveit­ar­fé­lög­in  sett í afar erf­iða að­stöðu gagn­vart þess­um hópi. Við skrif­uð­um líka und­ir lofts­lags­stefnu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á stjórn­ar­fundi á mánu­deg­in­um en með stefn­unni vilja sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu  leggja sitt að mörk­um með inn­leið­ingu mark­vissra að­gerða sem stuðla að kol­efn­is­hlut­leysi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Mik­il­væg­asta af­urð stefn­unn­ar er því yf­ir­lit að­gerða sem eru lík­leg­ar til að skila ár­angri í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Í tengsl­um við stefn­una hafa SSH und­ir­rit­að sam­komu­lag við um­hverf­is-, orku- og auð­linda­ráðu­neyt­ið í þeim til­gangi að fylgja lofts­lags­stefn­unni eft­ir, m.a. með ráðn­ingu ráð­gjafa til þess að að­stoða sveit­ar­fé­lög­in við að móta að­gerð­ir til sam­ræm­is við verk­færa­k­istu lofts­lags­stefnu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Hér má sjá stefn­una og frétt um mál­ið.

Ég heim­sótti ,,Karl­ana í skúrn­um” á þriðju­dag ásamt Sig­ur­björgu Fjöln­is­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra vel­ferð­ar­sviðs. Skúr­inn er stað­sett­ur á Skála­túni, fyrr­um sam­býli og hafa með­lim­ir klúbbs­ins gert hús­næð­ið afar skemmti­lega upp með pláss fyr­ir hef­il­bekk og verk­færi auk kaffi­stofu. Þeir létu ekki þar við sitja og smíð­uðu líka verk­færa­skúr í sum­ar. Verk­efn­ið Karl­ar í Skúr­um sæk­ir fyr­ir­mynd til Ástr­al­íu og eru starf­rækt­ir skúr­ar víða um land með sömu fyr­ir­mynd. Mark­mið­ið er að skapa vett­vang fyr­ir karla, þar sem þeir geta kom­ið með verk­fær­in úr skúr­un­um sín­um heima og not­ið fé­lags­skap­ar og leið­sagn­ar hvers ann­ars. Það var glatt á hjalla með þess­um góða hópi sem tók á móti okk­ur með kaffi og bakk­elsi.

Ég átti fjöl­marga inn­an­húss­fundi þessa vik­una en ég hitti stjórn­end­ur á fram­kvæmda­stjórn­ar­fund­um alla mánu­daga og svo fer ég yfir stöð­una með flest­um sviðs­stjór­um að minnsta kosti viku­lega. Þessa vik­una átti ég í tölu­verðu sam­starfi við ný­ráð­inn sviðs­stjóra mannauðs- og starfs­um­hverf­is­sviðs, Kristján Þór Magnús­son, til að setja hann inn í starf­ið. Ég vænti mik­ils af þessu nýja sviði og sam­starf­inu við Kristján.

Bæj­ar­stjórn fund­aði í vik­unni eins og áður hef­ur ver­ið nefnt og bæj­ar­ráð­ið var á sín­um stað á fimmtu­dag en fund­ur­inn var í styttra lagi. Hér má sjá fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs. Ég fékk líka heim­sókn frá Höllu Kar­enu Kristjáns­dótt­ur for­manni bæj­ar­ráðs en við fund­um reglu­lega til að und­ir­búa bæj­ar­ráðs­fundi. Hún kom að sjálf­sögðuu fær­andi hendi, eins og hún ger­ir svo oft og færði mér fal­lega bleika rós úr garð­in­um.

Ég fór með kynn­ingu á nýju stjórn­kerfi fyr­ir íþrótta og tóm­stunda­nefnd bæj­ar­ins á fimmtu­deg­in­um, á fyrsta fund nefnd­ar­inn­ar eft­ir sum­ar­frí. Það verð­ur ákveð­in breyt­ing í kring­um starf­semi nefnd­ar­inn­ar, það er að íþrótta­mál­in fær­ast á nýtt svið, menn­ing­ar, íþrótta og lýð­heilsu en verk­efni nefnd­ar­inn­ar verða þau sömu og áður.

Ég fór í vett­vangs­ferð með Hilm­ari Gunn­ars­syni við­burða­stjóra í Hlé­garði, í tengsl­um við há­tíð­ina Í tún­inu heima sem verð­ur hald­in helg­ina 25 -27 ág­úst. Það eru ótrú­lega mörg hand­tök­in sem Hilm­ar og aðr­ir starfs­menn koma að til að gera svona há­tíð mögu­lega. Þar eiga líka fyr­ir­tæk­in í bæn­um og íbú­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir að taka virk­an þátt. Ég er mjög spennt fyr­ir þess­ari fyrstu bæj­ar­há­tíð sem ég fer á í Mos­fells­bæ.

Í dag fór ég á fund dóms­mála­ráð­herra og fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra vegna þjón­ustu við þann hóp ein­stak­linga sem hafa feng­ið synj­un um al­Þjóð­lega vernd hér á landi. Fund­ur­inn var ágæt­ur en það er nauð­syn­legt að okk­ar mati, þ.e. sveit­ar­fé­lag­anna að rík­ið taki for­ystu um að ganga frá mál­um þannig að fólk kom­ist í eitt­hvert skjól.

For­síðu­mynd­in  er frá opn­un mynd­list­ar­sýn­ing­ar Henriks Chadwick Hlyns­son­ar í lista­saln­um í Mos­fells­bæ og nefn­ist Fjalla­loft. Sýn­ing­in er fyrsta einak­sýn­ing Henriks og sam­an­stend­ur af mál­verk­um úr nátt­úru Ís­lands. Á ferð­um Henriks um land­ið, en hann starfar sem leið­sögu­mað­ur, þá safn­ar hann ösku­vatni frá ís­hell­um sem hann not­ar í verk­in. Á mynd­inni með mér eru auk Henriks, for­eldr­ar hans, þau Haf­dís Ósk­ars­dótt­ir og Hlyn­ur Chadwick Guð­munds­son.

Góða helgi!