Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. október 2022

Þessa dag­ana snýst líf­ið um töl­ur,  vexti og verð­bæt­ur,  skulda­hlut­fall, veltufé frá rekstri og sjóð­streymi. Við erum að leggja loka­hönd á til­lögu að fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2023 og þrjú næstu ár á eft­ir. Það eru marg­ar breyt­ur sem eru óviss­ar á næstu miss­er­um, eins og það að vext­ir eru mjög háir og óvíst hvern­ig þeir þró­ast. Einn­ig eru flest­ir kjara­samn­ing­ar laus­ir á ár­inu 2023 en laun eru stærsti hlut­inn af rekstri Mos­fells­bæj­ar. Að­r­ir óvissu­þætt­ir eru verð á að­föng­um sem hef­ur hækkað um tugi pró­senta og hef­ur áhrif á verð­lag, með­al ann­ars vegna bygg­inga­fram­kvæmda.

En það eru alltaf góð­ir hlut­ir að gerast í dag­lega starf­inu sem hægt er að gleðj­ast yfir. Til dæm­is er komin góð reynsla af mat­ar­send­ing­um um helg­ar til eldri borg­ara en öld­ungaráð bæj­ar­ins hef­ur kallað mjög eft­ir þess­ari við­bót­ar­þjón­ustu  sem hófst 1. októ­ber síð­ast­lið­inn.

Ég átti mjög góð­an fund með for­stöðu­mönn­um bæj­ar­ins  þar sem ég kynnti mál­efna­samn­ing­inn sem ramm­ar inn stefnu­mörk­un kjör­tíma­bil­is­ins og Krist­inn Páls­son skipu­lags­full­trúi kynnti skipu­lags­mál í Mos­fell­bæ með sér­stakri áherslu á Blikastaðaland­ið. Það var gott að hitta þenn­an sterka hóp  for­stöðu­manna  og mín til­finn­ing eft­ir þess­ar fyrstu vik­ur í starfi er að Mos­fells­bæ hafi auðn­ast að laða til sín  af­skap­lega gott fólk til starfa á stofn­un­um bæj­ar­ins, bæði starfs­menn og stjórn­end­ur. Mér finnst já­kvætt hug­ar­f­ar og lausn­ar­mið­uð nálg­un ein­kenna hóp­inn. Eitt af því sem ger­ir Mos­fells­bæ að góð­um vinnustað er sam­eig­in­leg árs­há­tíð allra starfs­manna bæj­ar­ins. Ég átti ein­mitt fund með full­trú­um í árs­há­tíð­ar­nefnd, þeim Önnu Rún Sveins­dótt­ur for­stöðu­manni áfanga­heim­il­is­ins Króks­ins og Maríu Ara­dótt­ur for­stöðu­manni skamm­tíma­vist­un­ar fyr­ir börn en þær kynntu afar spenn­andi dagskrá fyr­ir árs­há­tíð bæj­ar­ins sem fer fram þann 25. fe­brú­ar í vet­ur.

Í vik­unni tók ég að venju nokk­ur við­töl og fundi við ein­stak­linga og full­trúa fyr­ir­tækja sem höfðu pantað tíma. Ég er með opna við­tals­tíma þrisvar í viku og einn­ig er hægt að óska eft­ir fund­um þess utan. Málin eru af ýms­um toga þó flest þeirra teng­ist skipu­lagi og fram­kvæmd­um.  Ég held að það sé mik­il­vægt fyr­ir fólk að vita að það geti leitað með sín mál milli­liða­laust þó að í lang­flest­um til­vik­um sé um að ræða mál­efni sem heyra und­ir ákveðn­ar nefnd­ir í stjórn­kerf­inu og ekki á færi bæj­ar­stjóra að hlutast þar til um. Það eru líka marg­ir sem hafa áhuga á að koma að upp­bygg­ingu í Mos­fells­bæ, enda leit­un að sveit­ar­fé­lagi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem upp­bygg­ing­ar­mögu­leik­ar eru jafn­mikl­ir. Slík­ir samn­ing­ar, þ.e. um upp­bygg­ingu lands í eigu einka­að­ila eru háð­ir skipu­lagi og taka lang­an tíma í und­ir­bún­ingi. Skipu­lag­ið horf­ir fyrst og fremst til svæða sem eru ná­lægt full­byggð­um hverf­um þar sem sam­nýt­ing inn­viða er mögu­leg en við upp­bygg­ingu nýrra hverfa þarf, fyr­ir utan gatna­gerð, að huga að veitu­mál­um, grunn- og leik­skól­um, vel­ferð­ar­þjón­ustu og íþrótta­mann­virkj­um svo helstu þætt­ir séu nefnd­ir.

Bæj­ar­ráð fund­aði að venju á fimmtu­dags­morg­unn  og skip­aði með­al ann­ars nýj­an stýri­hóp til að inn­leiða Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þær Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir og Jana Katrín Knúts­dótt­ir bæj­ar­full­trú­ar voru skip­að­ar í hóp­inn og mun Anna Sig­ríð­ur gegna for­mennsku. Auk þeirra eru fram­kvæmda­stjór­ar sviða í hópn­um og verk­efn­is­stjór­ar.

Ég heim­sótti Birnu Mjöll Sig­urð­ar­dótt­ur á Hér­aðs­skjala­safni Mos­fells­bæj­ar en það er stað­sett á jarð­hæð í Kjarn­an­um. Þar er unn­ið mjög merki­legt starf við varð­veislu skjala. Með­al ann­ars sýndi Birna mér afar vand­að­an ann­ál frá fyrsta íþrótta­móti Aft­ur­eld­ing­ar og Drengs, eða Leik­móti eins og það hét, frá ár­inu 1918. Ann­áll­inn er geymd­ur í mjög fal­leg­um við­ar­kassa, út­skorn­um af Rík­arði Jóns­syni. Bæj­ar­bú­ar geta heim­sótt hérðasskjala­safn­ið og skoð­að gaml­ar heim­ild­ir. Að sögn Birnu er mjög vin­sælt að koma og skoða gamla „kladda“ fyr­ir ár­gangs­mót og slíka við­burði.

Und­ir lok vik­unn­ar fékk ég góða heim­sókn frá „Palla bæjó“ eins og hann var kall­að­ur eða Páli Guð­jóns­syni fyrr­um bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar og síð­ar fram­kvæmda­stjóra Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.  Við Aldís Stef­áns­dótt­ir bæj­ar­full­trúi sem sit­ur í stjórn Sorpu höfð­um mælt okk­ur mót við hann til að ræða mál­efni sem tengjast  sorp­mál­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Páll var bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar á ár­un­um 1987 til 1994.

Ég ætla að ljúka þess­um pistli með hrósi til Jónu Bene­dikts­dótt­ur skóla­stjóra í Varmár­skóla sem hjól­ar á raf­magns­hjól­inu sínu alla daga í vinn­una, frá heim­ili sínu í mið­bæ Reykja­vík­ur. Hún er ný­bú­in að halda upp á sex­tíu ára af­mæli skól­ans og gerði það með mikl­um sóma. Um síð­ustu helgi var einn­ig hald­ið sam­ræðu­þing for­eldra og starfs­manna í skól­an­um þar sem rætt var um gildi skól­ans. Svo sann­ar­lega til eft­ir­breytni.

Með þess­ari líka fínu mynd af Jónu skóla­stjóra sem prýð­ir for­síðu þessa pist­ils í dag óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar!

Regína Ás­valds­dótt­ir

Mynd 1. For­stöðu­menn­irn­ir Anna Rún Sveins­dótt­ir og Anna María Ara­dótt­ir, full­trú­ar í árs­há­tíð­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar 2023

Mynd 2. Á for­stöðu­manna­fundi

Mynd 3. Á for­stöðu­manna­fundi

Mynd 4. Á for­stöðu­manna­fundi

Mynd 5. Birna Mjöll Sig­urð­ar­dótt­ir hér­aðs­skjala­vörð­ur

Mynd 6. Inn­bund­inn ann­áll Aft­ur­eld­ing­ar og Drengs

Mynd 7. Með Páli Guð­jóns­syni, fyrr­um bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00