Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. desember 2022

Gleði­lega að­ventu!

Fyrsti laug­ar­dag­ur í að­ventu var ein­stak­lega góð­ur dag­ur þar sem veðr­ið lék við okk­ur hér í Mos­fells­bæ og setti fal­leg­an ramma utan um há­tíð­ar­höld­in á mið­bæj­ar­torg­inu. Ég hóf dag­inn í  Lága­fells­kirkju, þar sem Li­ons­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar og Li­ons­klúbbur­inn Úa voru með dag­skrá í tengsl­um við af­hend­ingu fjár­fram­lags til hjálp­ar­starfs Lága­fells­sókn­ar. Það var gott að koma í þessa fal­legu kirkju og það náð­ist mjög góð stemn­ing á þess­um við­burði.

Bragi Ragn­ars­son fór yfir sögu  Li­ons­klúbbs Mos­fells­bæj­ar og sagði frá bygg­ingu fyrsta áfanga dval­ar­heim­il­is­ins (nú hjúkr­un­ar­heim­ili) hér í bæ. Lík­lega stærsta verk­efni sem nokk­ur klúbb­ur hef­ur ráð­ist í.  Pen­inga­söfn­un til verk­efn­is­ins hófst upp úr 1970 og fyrsta skóflu­stung­an var tek­in 26. nóv­em­ber 1976.  Hús­ið var af­hent Mos­fells­bæ þann 12. júlí 1980 og árið eft­ir  unnu klúbb­fé­lag­ar við  stand­setn­ingu lóð­ar­inn­ar um­hverf­is hús­ið.

Ég hélt er­indi um fá­tækt og þá að­al­lega með áherslu á líð­an þeirra barna og ung­menna sem glíma við þær að­stæð­ur í upp­vext­in­um og áhrif þess á sál­ar­líf­ið. Signý Sig­tryggs­dótt­ir frá Li­ons­klúbbn­um Úu var með pist­il um starf­ið í klúbbn­um og þau Þor­steinn Yngvi Magnús­son og Ida Fenger af­hentu svo séra Arn­dísi sókn­ar­presti  fjár­fram­lag í hjálp­ar­sjóð kirkj­unn­ar.

Við feng­um tón­list­ar­at­riði úr Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar og þar á með­al frá Evu Lim­bo Guð­munds­dótt­ur sem spil­aði und­ur­fallega á pí­anó en hún prýð­ir  for­síðu­mynd­ina í dag.

Að­ventu­há­tíð­in á mið­bæj­ar­torg­inu var ekki síð­ur fal­leg og þar kom Lista­skól­inn aft­ur við sögu en börn úr for­skóla­deildinni, und­ir stjórn Þór­unn­ar Díu Stein­dórs­dótt­ur sungu og spil­uðu fyr­ir gest­i. Það voru síð­an þau Anney Saga La Marca Woodrow og Pálm­ar Jósep Gylfa­son á leik­skól­an­um Reykja­koti sem fengu heið­ur­inn að því að tendra ljós­in á jóla­trénu og ég að­stoð­aði þau lít­il­lega við það verk­efni.

Venju sam­kvæmt kíktu jóla­svein­ar í heim­sókn og gáfu mandarín­ur auk þess sem Mos­fell­ing­ur­inn Jógv­an Han­sen stýrði sam­kom­unni og flutti nokk­ur lög. Þetta var í fyrsta skipt­ið síð­an 2019 sem ljós­in voru form­lega tendr­uð og ánægju­legt að sjá hversu marg­ir sóttu við­burð­inn.

Fyr­ir tendr­un­ina spil­aði Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar und­ir stjórn Daða Þórs Ein­ars­son­ar jóla­lög á torg­inu í Kjarna þar sem 4. flokk­ur kvenna í fót­bolta hjá Aft­ur­eld­ingu seldi vöffl­ur, kakó og kaffi í fjár­öfl­un­ar­skyni.

Í vik­unni átti ég fjöl­marga fundi að vanda, í stjórn slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, bæj­ar­ráði og fræðslu­nefnd auk fastra funda með starfs­mönn­um. Ég fund­aði með stjórn­ar­for­manni og fram­kvæmda­stjóra Sorpu vegna und­ir­bún­ings að fundi stefnu­ráðs um eig­enda­stefnu Sorpu. Enn­frem­ur sótti ég fund með borg­ar­stjóra vegna sama mál­efn­is. Á síð­asta kjör­tíma­bili var ákveð­ið að setja á lagg­irn­ar stefnu­ráð fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið en hlut­verk þess er að taka stefnu­mót­andi ákvarð­an­ir um þau verk­efni sem sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu standa sam­eig­in­lega að s.s. sorp­urð­un og stræt­is­vagna­sam­göng­ur.

Í stefnu­ráð­inu eru bæj­ar­stjór­ar og borg­ar­stjóri ásamt kjörn­um full­trú­um úr meiri og minni­hluta. For­mennska í stefnu­ráð­inu er sam­eig­in­leg á milli  for­manns  SSH og borg­ar­stjóra og því fell­ur það í minn hlut að und­ir­búa fundi stefnu­ráðs­ins í sam­vinnu við borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur. Full­trú­ar Mos­fell­bæj­ar í stefnu­ráð­inu þetta kjör­tíma­bil­ið eru Lovísa Jóns­dótt­ir og Ás­geir Sveins­son.

Ég sótti fund fræðslu­nefnd­ar sem fjall­aði um starfs­um­hverfi leik­skól­anna í Mos­fells­bæ. Gest­ir fund­ar­ins auk mín voru Tinna Rúna Ei­ríks­dótt­ir, Svein­björg Dav­íðs­dótt­ir, Þrúð­ur Hjelm, Krist­laug Þ. Svav­ars­dótt­ir og Guð­rún Björg Páls­dótt­ir leik­skóla­stjór­ar í Mos­fells­bæ auk þess sem Þuríð­ur Stef­áns­dótt­ir sem á fast sæti sem áheyrn­ar­full­trúi í ráð­inu fyr­ir hönd leik­skól­stjór­anna sat einnig fund­inn.

Þrúð­ur Hjelm var með mjög áhuga­verða kynn­ingu á helstu áskor­un­um sem leik­skóla­stjór­ar standa frammi fyr­ir þeg­ar kem­ur að því að manna stöð­ur og bjóða upp á að­lað­andi starfs­um­hverfi í leik­skól­um á sama tíma og leik­skóla­börn­um fjölg­ar og kraf­an um fag­lega þjón­ustu eykst. Þrúð­ur kom með mjög marg­ar gagn­leg­ar ábend­ing­ar sem lúta að verk­efn­um leik­skóla­stjóra í tengsl­um við rekst­ur, mannauðs­mál og um­sjón með hús­næði. Fræðslu­nefnd fól fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs að taka um­ræð­una áfram með það að mark­miði að finna lausn­ir, bæði með mið­læg­um hætti og einnig með sér­tæk­um hætti í hverj­um og ein­um skóla.

Ég átti líka fund í stýri­hópi um börn með fjöl­þætt­an vanda en í hon­um eiga sæti full­trú­ar þriggja ráðu­neyta, Barna og fjöl­skyldu­stofu og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.  Vinn­an hef­ur snú­ist um að móta sam­eig­in­leg­ar til­lög­ur um úr­ræði fyr­ir börn og ung­linga sem glíma við mik­inn heil­brigð­is- og hegð­un­ar­vanda. Til­lög­urn­ar eru komn­ar vel á veg og eig­um við von á að geta af­hent mennta-og barna­mála­ráð­herra nið­ur­stöð­ur í lok þessa árs.

Ég tók líka nokkra fundi með ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um, vegna ým­issa mála sem tengj­ast verk­efn­um sveit­ar­fé­lags­ins en ég er með opna við­tals­tíma þar sem fólk get­ur pant­að tíma. Oft er um að ræða mál­efni sem hafa kom­ið inn á borð stjórn­sýsl­unn­ar áður eða eru í öðru ferli inn­an kerf­is­ins. Mos­fells­bær er í þeirri stöðu, eins og flest önn­ur sveit­ar­fé­lög að íbú­um finn­ast mál­in ganga hægt í gegn­um kerf­ið.  Það er ein­mitt eitt af hlut­verk­um þeirr­ar stjórn­sýslu­út­tekt­ar sem er fyr­ir­hug­uð, að fara í gegn­um ferl­ana og skoða hvar má stytta máls­með­ferð­ar­tíma með­al ann­ars með því að auka sta­f­ræna getu sveit­ar­fé­lags­ins. Síð­asti fund­ur vik­unn­ar var ein­mitt með Guð­rúnu Ragn­ars­dótt­ur frá fyr­ir­tæk­inu Strategíu en bæj­ar­ráð fól mér að ganga til við­ræðna við fyr­ir­tæk­ið vegna út­tekt­ar­inn­ar. Það voru tvö fyr­ir­tæki sem sendu inn til­boð og Strategía varð fyr­ir val­inu.

Að þessu sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar!

Regína Ás­valds­dótt­ir

For­síðu­mynd: Eva Lim­bo Guð­munds­dótt­ir
Mynd 1: Bragi Ragn­ars­son
Mynd 2: Þor­steinn Yngvi Magnús­son, Ida Fenger og séra Arn­dís Bern­h­ards­dótt­ir Linn
Mynd 3: Með séra Arn­dísi
Mynd 4: Kveikt á jóla­ljós­un­um, Jógv­an, Anney og Pálm­ar auk pistla­höf­und­ar