Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. apríl 2023

Þessi vinnu­vika er stutt vegna sum­ar­dags­ins fyrsta og svo tek ég frí í dag föstu­dag og er reynd­ar stödd í Bretlandi í rign­ing og slag­veðri. Vik­an var mjög fjöl­breytt og skemmti­leg þrátt fyr­ir að ver stutt.

Á mánu­dag var stjórn­ar­fund­ur hjá SSH þar sem við feng­um kynn­ingu á skýrslu um stöðu heim­il­is­lausra í sveit­ar­fé­lög­un­um í kring­um Reykja­vík, þ.e. Hafnar­firði, Garða­bæ, Kópa­vogi, Seltjarn­ar­nesi og Mos­fell­bæ. Verk­efn­ið er sam­starfs­verk­efni sveit­ar­fé­lag­anna sem sviðs­stjór­ar vel­ferð­ar­sviða á svæð­inu ákváðu að fara í og verð­ur skýrsl­an núna send á öll sveit­ar­fé­lög­in sem taka mál­ið fyr­ir í við­eig­andi nefnd­um og kom­ast svo von­andi að sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um að­gerð­ir. Skýrsl­an verð­ur birt op­in­ber­lega í kjöl­far um­fjöll­un­ar í sveit­ar­fé­lög­un­um.

Á mánu­dag­inn fór ég einn­ig, ásamt full­trú­um bæj­ar­ráðs  á fund SÍBS og Reykjalund­ar, sem var hald­inn á Reykjalundi. Fund­ur­inn var mjög gagn­leg­ur og sner­ist að miklu leyti um hús­næð­is­mál Reykjalund­ar og fram­tíð­ar­sýn í þeim efn­um. Það er SÍBS sem á hús­næð­ið og lóð­ina um­hverf­is en það er Reykjalund­ar end­ur­hæf­ing ses sem ann­ast  þjón­ust­una og það er sjálf­stæð stjórn yfir starf­sem­inni. Reykjalund­ur fær tekj­ur frá Sjúkra­trygg­ing­ar­sjóði Ís­lands, SÍ, en ein­göngu fyr­ir þjón­ust­una en ekki fyr­ir af­not af hús­næð­inu. Það er  fjár­magn­að í gegn­um happ­drætt­is­sölu, sem hef­ur dreg­ist sam­an. Það eru því tölu­verð­ar áskor­an­ir sem bíða Reykjalund­ar, hvað varð­ar hús­næð­is­málin.

Á þriðju­dag sótti ég sjálf­bærnif­und for­sæt­is­ráð­herra sem var hald­inn fyr­ir kjörna full­trúa og starfs­menn sveit­ar­fé­laga, hags­muna­að­ila og al­menn­ing. Fund­ur­inn fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið var hald­inn í Saln­um í Kópa­vogi. Á fund­in­um voru nokk­ur ör­er­indi og síð­an var unn­ið á borð­um með spurn­ing­ar sem snúa að heims­mark­mið­um um sjálf­bærni. Mjög áhuga­verð­ar um­ræð­ur. Sama dag var líka stjórn­ar­fund­ur í Reykjalundi end­ur­hæf­ingu auk nokk­urra innna­húss­funda í Kjarnn­um, með­al ann­ars  um þau verk­efni sem ver­ið er að vinna í tengsl­um við sta­f­ræna umbreyt­ingu og for­gangs­áhersl­ur.

Á mið­viku­dag fór ég á að­al­f­und Betri sam­gangna en ég fór með at­kvæð­is­rétt sveit­ar­fé­lag­anna á þeim fundi sem formað­ur SSH. Sam­tökin eiga þrjá full­trúa í stjórn, þau Ólöfu Örv­ars­dótt­ur  sviðs­stjóra umvherf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar og á fund­in­um voru þau Páll  Björg­vin Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri SSH og Ásthild­ur Helga­dótt­ir bæj­ar­verk­fræð­ing­ur í Kópa­vogi kjörin í stjórn og úr stjórn­inni gengu Gunn­ar Ein­ars­son fyrr­um bæj­ar­stjóri í Garða­bæ og Hildigunn­ur Haf­steins­dótt­ir lög­fræð­ing­ur hjá SSH. Voru þeim færð­ar bestu þakk­ir fyr­ir stjórn­ar­set­una síð­ast­lið­in tvö ár.

Um morg­un­inn var lít­il at­höfn við minn­is­varð­ann í Arn­ar­tanga þar sem við Anna Katri Koski­virta, stað­gengill finnska sendi­herr­ans á Ís­landi dróg­um ís­lenska og finnska fán­ann að húni. Um er að ræða ár­viss­an við­burð þar sem þess er minnst að finnska þjóð­in gaf Ís­lend­ing­um við­laga­sjóðs­hús sem voru reist í  Arn­ar­tanga í kjöl­far goss­ins í Heima­ey árið 1973. Af því til­efni voru reist­ar flaggstang­ir og minn­is­varði árið 1977 og vígð­ar að við­stödd­um  Kek­ko­nen Finn­lands­for­seti þeg­ar hann kom  í heim­sókn til Ís­lands.

Fyrr þenn­an sama morg­un  eða frá kl. 7.30 til 9.00  var hald­inn bæj­ar­ráðs­fund­ur þar sem  fjöl­mörg mál voru tekin fyr­ir. Með­al ann­ars kynnti Hanna Guð­laugs­dótt­ir mannauðs­stjóri nið­ur­stöð­ur ár­legr­ar jafn­launa­út­tekt­ar sem kom mjög vel út fyr­ir Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2023 eins og reynd­ar á síð­asta ári líka og var launamun­ur­inn ein­ung­is 1,11 % sem verð­ur að teljast langt inn­an skekkju­marka. Á sama fundi voru Hönnu þökk­uð góð störf fyr­ir Mos­fells­bæ og óskað far­sæld­ar en hún tek­ur við starfi mannauðs­stjóra Heilsu­vernd­ar.

Ég átti líka afar líf­leg­an fund með skóla­stjór­um grunn­skóla í bæn­um ásamt Gunn­hildi Sæ­munds­dótt­ur starf­andi sviðs­stjóra, þar sem við fór­um yfir ýmis mál, m.a. hvern­ig fræðslu- og frí­stunda­svið get­ur stutt sem best við starf­semi skól­anna. Fleiri slík­ir fund­ir eru á döf­inni með stjórn­end­um mis­mun­andi ein­inga inn­an bæj­ar­fé­lags­ins. Þá átti ég fund með Birni H. Reyn­is­syni ráð­gjafa sem er að und­ir­búa íbúa­fund um at­vinnu­mál í sam­starfi við at­vinnu­mála­nefnd sem verð­ur hald­inn í maí og  aug­lýst­ur sér­stak­lega.

Að þessu sögðu óska ég ykk­ur öll­um gleði­legs sum­ars með þakklæti fyr­ir vet­ur­inn!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00