Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

For­síðu­mynd­in er tekin af stjórn og vara­mönn­um í slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ásamt starfs­fólki  en stjórn­in fékk ít­ar­lega kynn­ingu á helstu verk­efn­um slökkvi­liðs­ins í vik­unni. Með­al ann­ars feng­um við sýni­kennslu í skyndi­hjálp, fór­um upp í körfu­bíln­um ofl. Starf slökkvi­liðs­ins er að stærst­um hluta að ann­ast sjúkra­flutn­inga og að­hlynn­ingu við veikt fólk en árið 2022 voru boð­an­ir vegna sjúkra­flutn­inga  40.564, þar af voru 10.184 for­gangs­boð­an­ir. Boð­an­ir vegna bruna og ann­arra verk­efna slökkvi­lið­isns eru um 10 -20 % af starf­inu. Slökkvi­lið­ið er starf­rækt á fjór­um stöð­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, með­al ann­ars við Skar­hóla­braut í Mos­fells­bæ sem er gríð­ar­lega mik­ið ör­yggis­at­riði fyr­ir okk­ur sem búum hér.

Ég fór á fjölda funda í vik­unni að venju, m.a. fór ég núna í há­deg­inu í dag á fund for­sæt­is-, fjár­mála og inn­viða­ráð­herra vegna sam­göngusátt­mál­ans. Þar náð­ist sam­staða um ákveð­ið verklag næstu vik­urn­ar við að greina þau tæki­færi og þær áhætt­ur sem felast í samn­ingn­um, m.a. áætlan­ir vegna ein­stakra verk­efna auk þess að horfa til rekst­urs al­menn­ings­sam­gangna til lengri tíma. Mál­ið verð­ur kynnt nán­ar í næstu viku í við­kom­andi sveit­ar­fé­lög­um.

Á fundi bæj­ar­ráðs í vik­unni var  sam­þykkt að Mos­fells­bær taki á móti allt að 80 flótta­mönn­um á ár­inu 2023 sam­kvæmt sér­stöku sam­komu­lagi við fé­lags-og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið. Sjö sveit­ar­fé­lög hafa þeg­ar skrif­að und­ir slík­an samn­ing, þ.e. Reykja­vík, Hafn­ar­fjörð­ur, Reykja­nes­bær, Múla­þing, Ak­ur­eyri, Ár­borg og Horna­fjörð­ur en í samn­ingn­um felst ann­ar­s­veg­ar að fjöl­menn­ing­ar­set­ur miðl­ar ákveðn­um ein­stak­ling­um til sveit­ar­fé­lags­ins og hins­veg­ar að þeir sem koma á eig­in veg­um fá þjón­ustu sam­kvæmt samn­ingn­um. Nú þeg­ar hafa um 30 ein­stak­ling­ar frá Úkraínu flust til Mos­fells­bæj­ar og fölg­un­in held­ur áfram. Það er því til mik­illa hags­bóta fyr­ir sam­fé­lag­ið að gera skýra samn­inga um þjón­ust­una og fá fram­lag vegna að­stoð­ar við börn í skól­um, vegna fram­færslu og húsa­leigu en rík­ið borg­ar ákveð­ið fram­lag fyrstu tvö árin af dval­ar­tím­an­um. Enn­frem­ur fær sveit­ar­fé­lag­ið fjár­fram­lag til að ráða sér­stak­an ráð­gjafa til að að­stoða við að­lög­un i sam­fé­lag­inu. Nán­ari upp­lýs­ing­ar í minn­is­blaði vel­ferð­ar­sviðs sem var lagt fyr­ir bæj­ar­ráð á fimmtu­dag.

Nánari upplýsingar um verkefnið:

Á sama fundi var  sam­þykkt að ganga til samn­inga við Metatron ehf um lagn­ingu nýs gervi­grass á neðri vell­in­um við Varmá. Það er mik­ið gleði­efni að fá svona mörg og góð til­boð í verk­efn­ið og nú er bara að biðla til veð­ur­guð­anna um hlý­indi þann­ig að verk­ið geti haf­ist sem fyrst.

Stjórn­ar­fund­ur SSH var í vik­unni og þar var með­al ann­ars far­ið yfir stöðu mála á skíða­svæð­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og vinnu við vatns­vernd í tengsl­um við Bláfjalla­svæð­ið. Auk þess var sam­þykkt að bera sam­eig­in­lega lofts­lags­stefnu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins und­ir at­kvæða­greiðslu í sveit­ar­fé­lög­un­um.

Á fund­in­um var enn­frem­ur sam­þykkt álykt­un vegna NPA samn­inga en í lok fe­brú­ar fengu sveit­ar­fé­lög lands­ins bréf frá fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu þar sem ráðu­neyt­ið upp­lýsti að ver­ið væri að vinna nýj­ar verklags­regl­ur um mat á NPA um­sókn­um og eng­ar nýj­ar um­sókn­ir yrðu sam­þykkt­ar. Álykt­un­in var svohljóð­andi:

„Þann 1. janú­ar 2023 tóku gildi lög um breyt­ing­ar á lög­um um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018. Breyt­ing­arn­ar fólust ann­ars veg­ar í því að inn­leið­ing­ar­tíma­bil not­end­a­stýrð­ar per­sónu­legr­ar að­stoð­ar (NPA) var fram­lengt til árs­loka 2024 og hins veg­ar í fjölg­un samn­inga með fram­lag úr rík­is­sjóði í allt að 145 samn­inga á ár­inu 2023 og allt að 172 samn­inga á ár­inu 2024. Í bréfi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins til sveit­ar­fé­laga, dags. 23. fe­brú­ar 2023, kem­ur fram að þar sem um tölu­verða aukn­ingu sé að ræða muni ráð­neyt­ið, í sam­vinnu við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, móta verklag um mót­töku og vinnslu um­sókna um fram­lag vegna nýrra samn­inga. Þar sem gerð slíkra verklags­reglna er ekki lok­ið sé þá ekki tryggt að nýir samn­ing­ar sem þeg­ar hafa ver­ið gerð­ir um NPA hljóti rík­is­fram­lag. Stjórn SSH árétt­ar að svo unnt verði að festa NPA þjón­ustu var­an­lega í sessi verði að tryggja mót­fram­lag frá rík­inu. Stjórn SSH hvet­ur ráðu­neyt­ið til að ljúka gerð um­ræddra verklags­reglna sem allra fyrst til að eyða óvissu í mála­flokkn­um og ít­rek­ar nauð­syn þess að rík­ið standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um þátt­töku í nýj­um samn­ing­um um NPA. Þá lýs­ir stjórn SSH þeirri af­stöðu sinni að það þurfi að end­ur­skoða upp­hæð­ir með­al­samn­inga sem nema í dag 30 millj­ón­um, enda leiði þær til þess að sveit­ar­fé­lög­in beri mun meiri kostn­að af NPA samn­ing­um en gert var ráð fyr­ir við gildis­töku laga nr. 38/2018.“

Bæj­ar­ráð tók und­ir þessa bók­un á fundi sín­um þann 9. mars síð­ast­lið­inn.

Um helg­ina verð­ur aug­lýst eft­ir nýj­um skóla­stjóra Krika­skóla en Þrúð­ur Hjelm sem hef­ur ver­ið skóla­stjóri til 15 ára hef­ur óskað eft­ir lausn úr starfi. Þrúð­ur hef­ur fylgt skól­an­um eft­ir frá byrj­un en um er að ræða mjög merki­legt þró­un­ar­starf í ís­lensku mennta­kerfi, þar sem skól­inn er í senn leik- og grunn­skóli fyr­ir börn á aldr­in­um 2-9 ára auk þess að vera með frí­stund­ast­arf. Ég vil fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar þakka Þrúði fyr­ir framúrsk­ar­andi starf sem skóla­stjóri í Krika­skóla og óska henni vel­gengni í nýj­um verk­efn­um.

Að þessu sögðu óska ég ykk­ur góðr­ar helg­ar og minni enn og aft­ur á Menn­ing­armars en um helg­ina verða opn­ar vinnu­stof­ur lista­manna fyr­ir gesti og gang­andi.

Upplýsingar um viðburði í Mosfellsbæ:

Með Ás­dísi bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi og Ragn­hildi Jónd­ótt­ur bæj­ar­full­trúa á Seltjarn­ar­nesi í körfu­bíln­um - í 22 metra hæð!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00